Morgunblaðið - 29.07.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.07.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2009 Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „VIÐ erum hissa og fegin að sjá hvað hægt er að ná gríðarlega miklum af- urðum án þess að kosta þessu til,“ segir Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn við Ísafjarðardjúp. Þótt hann hafi hætt að gefa án- um fóðurbæti fyr- ir tveimur árum skila þær meiri afurðum en dæmi er um hér á landi, 40,7 kg kjöts að meðaltali eftir hverja á. Frá því að gæðastýring var tekin upp í sauð- fjárræktinni fyrir rúmum hálfum áratug hefur stærstur hluti fjár í landinu verið skráður í skýrsluhaldi sauðfjárræktarfélaganna og enn er að bætast við. Nú eru um 90% kind- anna skráð í stað 40% fyrir áratug. Árið 2008 kom vel út, samkvæmt upplýsingum Jóns Viðars Jón- mundssonar, sauðfjárræktarráðu- nautar Bændasamtakanna. Það var metár í afurðum sauðfjárbúanna enda gott árferði um allt land. Afurðahæsta búið 2008 var Sauða- dalsá á Vatnsnesi, þegar litið er til búa sem eru með fleiri en 100 ær. Hver vetrarfóðruð ær skilaði að meðaltali 37,9 kg kjöts. Litlu minni afurðir skiluðu ærnar á Skjaldfönn við Ísafjarðardjúp og Heydalsá á Ströndum. Þegar geldu ærnar eru ekki reikn- aðar með sést að mestu afurðirnar eftir hverja á með lambi hafa verið á Skjaldfönn, 40,7 kg kjöts. Mikil frjósemi er á bestu búunum. Þannig voru meira en tvö lömb að meðaltali eftir hverja á, á Heydalsá og Sauðadalsá. Frjósemin var heldur minni á Skjaldfönn en oft áður. „Þetta er fádæma árangur,“ segir Jón Viðar um frjósemina á Heydalsá og Sauðadalsá og fleiri stórum búum sem ná meira en tveimur lömbum að meðaltali. Sömu orð notar hann um afurðir að meðaltali. Slíkar tölur hafi ekki sést áður af búum af þessari stærð. Eingöngu íslensk lífgrös Sauðfjárbændur hafa gjarnan gef- ið ánum kjarnfóður á fengitíma og tvílembum fyrir sauðburð, til að auka frjósemi. Kjarnfóðurgjöf er ekki skráð í skýrsluhaldinu en Jón Viðar telur að sauðfjárbændur hafi mjög dregið úr henni eða hætt. Indriði og Kristbjörg Lóa Árna- dóttir á Skjaldfönn hættu að kaupa kjarnfóður þegar verð á áburði fór að hækka. „Við sáum okkur ekki annað fært en að skera eitthvað annað nið- ur, reyna að hætta að gefa fóðurbæti. Við gefum nú bara íslensk lífgrös. Það segir sína sögu hvað íslenskur gróður og vel heppnaður heyskapur getur skilað miklu,“ segir Indriði. Aðeins hefur dregið úr frjósemi á Skjaldfönn en Indriði telur reynslu þeirra sýna að bændur almennt geti sparað þarna verulega fjármuni. „Ég hef kappkostað að gefa ánum það vel af góðum heyjum að þær geti mjólkað af holdum þegar þess þarf, eftir burð og þar til gróður tekur við sér,“ segir Indriði. Lykillinn er að slá snemma og ná úrvalsheyjum. Þá segir hann auðvelt að ná draumaheyi með rúllutækninni. Meiri frjósemi á Skjaldfönn hefði skilað bændunum fjölda vænna lamba til viðbótar og hækkað með- altalstölurnar verulega. Indriði segir að þannig myndu afurðirnar nálgast 42 til 43 kg. „Ég á von á því að þannig tölur fari bráðum að sjást,“ segir Indriði og vísar til síns eigin bús og ungu bændanna á Vatnsnesi og Ströndum sem hafa verið að bæta ár- angur búa sinna á undanförnum ár- um og sjá að þeir geta gert enn betur en feður þeirra. Stefnir í gott ár Sumarið hefur verið gott til sauð- fjárræktar. Vorið var áfallalaust og góð tíð framan af sumri. Jón Viðar býst við góðum tölum úr skýrslu- haldinu, jafnvel metári, ef síðari hluti sumars og haustið verður jafn gott. Kuldarnir síðustu daga og miklir þurrkar gætu þó haft sín áhrif á gróðurinn, að mati Indriða á Skjald- fönn, og dregið úr afurðum. Ekkert kjarnfóður í kindurnar  Metár í sauðfjárræktinni  Afurðahæstu búin með um 40 kg kjöts að meðaltali á hverja kind  Frjó- sömustu hjarðirnar með vel yfir tvö lömb á hverja á  Sauðfjárbændur dregið mjög úr kjarnfóðurgjöf Í HNOTSKURN »Skýrslufærðar ær voru383 þúsund á árinu 2008. »Frjósemi var ívið minni aðmeðaltali yfir landið en ár- ið á undan. Skýrist það m.a. af nýjum búum í skýrsluhaldinu. »Eftir hverja á voru 1,8lömb fædd og 1,64 til nytja. Á frjósömustu búunum voru vel yfir tvö lömb að með- altali. »Hver vetrarfóðruð ær skil-aði að meðaltali 26,5 kg af dilkakjöti og hver ær sem var með lambi skilaði 28,6 kg. kjöts. Afurðahæsta búið skil- aði yfir 40 kg eftir hverja á.                           ! " # $ %  &' ( ')' ) ( *   ') +)  , - ).' / ).  ( ( 0  1( ()..' 1(  ')&  1(  ')2' . 3.4 ..' 0 56( 7 ..' 1(  ( ') 8( . 86  9: . (  8( , (  .   (9  1)  .6' 8  ( ;9 - <.  .- 8 ( 9/  ;9 - 86)  0:  =  > ... 8 (                                               ?$ ?$$ ? ?%! ?%% ?$" ?% ?%% ?#! ?%# Indriði Aðalsteinsson Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is SJÓMÆLINGABÁTURINN Bald- ur sinnir nú fiskveiðieftirliti, sam- kvæmt samstarfssamningi við Fiskistofu, og einnig almennri lög- gæslu á miðunum á meðan varðskip Landhelgisgæslunnar eru bundin við bryggju í sumarstoppi. Hefur Baldur sinnt þessu eftirliti í rúma viku en hann kom að góðum notum um helgina þegar Landhelgisgæsl- unni barst beiðni um aðstoð við skútu vestsuðvestur af Garðskaga. Að sögn Hilmars Helgasonar, framkvæmdastjóra sjómælingasviðs Landhelgisgæslunnar, er áhöfn Baldurs þaulvön eftirlitsstörfum og hefur einnig starfað á varðskip- unum. Báturinn sé vel tækjum bú- inn og geti vel sinnt fleiri verk- efnum en hefðbundnum sjómælingum. „Þetta eru vanir strákar frá Gæslunni sem eru þarna um borð,“ segir Hilmar en um borð á Baldri eru fjórir starfsmenn frá Landhelg- isgæslunni og tveir frá Fiskistofu. Býst Hilmar við að Baldur verði í fiskveiðieftirlitinu vel fram í ágúst- mánuð en vegna strandveiðanna hefur annríki verið meira en áður, sérstaklega hjá stjórnstöð Land- helgisgæslunnar. Lengra stopp en áður Varðskipin hafa verið í sum- arstoppi síðan um 10. júlí. Um ár- lega ráðstöfun er að ræða nema hvað að núna er tíminn heldur lengri en áður. Margir starfsmenn Gæslunnar eru núna í sumarfríi og mjög lítið var um sumarafleysingar að þessu sinni. „Við þurfum að draga saman seglin, eins og aðrir í þessu þjóð- félagi, en reynum að sjá til þess að öryggið sé í lagi varðandi þyrlu- björgunarþjónustu. Við erum með tvær þyrlur klárar,“ segir Halldór B. Nellet, framkvæmdastjóri að- gerðasviðs, við Morgunblaðið en hann býst við að varðskipin láti úr höfn mjög fljótlega. Hann segir skipin eftir sem áður vera til taks, ef á þarf að halda, og jafnframt sé eftirliti með landhelginni sinnt með þyrlum og öflugu fjareftirliti. Álag vegna strandveiða hafi verið mjög mikið en lítið sé um sjósókn kring- um verslunarmannahelgina. „Það er vissulega ódýrari útgerð- armáti að gera út Baldur frekar en Ægi og Tý, en það er þó eftirlit á miðunum. Baldur hefur verið mjög virkur og skoðað mörg skip,“ segir Halldór. Baldur leysir varð- skipin af í eftirlitinu Sjómælingabáturinn í eftirliti í sumarstoppi varðskipanna Morgunblaðið/Hafþór Hreiðars Fjölnota skip Sjómælingabáturinn Baldur sinnir nú fiskveiðieftirliti og al- mennri löggæslu í landhelginni ásamt þyrlum Gæslunnar og fleirum. Í HNOTSKURN »Talsverður stærðarmunurer á Baldri og varðskip- unum Tý og Ægi. »Varðskipin eru um 1.200brúttótonn að stærð, rúm- ir 60 metrar á lengd og 10 metrar á breidd. »Sjómælingabáturinn Bald-ur er rúm 72 brúttótonn, tæpir 20 metrar á lengd og fimm metra breiður. »Baldur er hins vegar munyngri en varðskipin, smíð- aður 1991 á Seyðisfirði. • Rúmgott og fjölskylduvænt tjaldsvæði • Frábær leiktæki fyrir börn • Hellaferðir með leiðsögn og klettaklifur • Paintball • Sundlaug á staðnum • Stutt í golf • Bátaleiga • Verslun T J A L D S V Æ Ð I Ð L A U G A R V A T N I Laugarvatn er góður kostur fyrir fjölskyldufólk um verslunarmannahelgina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.