Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.09.1993, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 16.09.1993, Blaðsíða 1
[ FRÉTTABLAÐIÐ EIGUM A LAGER: flestar gerðir og stærðir af srníðaefni úr stáli, áli og ryðfríu efni Vélvirkinn sf. Bolungarvík Sími7348 Fax 7347 Fimmtudagur 16. september 1993 • 35. tbl. 19. árg. S 94-4011 • FAX 94-4423 VERÐ KR. 170 m/vsk. Frá ísafirði á afmælisári bæjarstjórnar árið 1966. (Mynd: Byggðasafn Vestfjarða). Húsakönnun á ísafirði - Arkitekt og sagnfræðingur skila af sér stórmerkilegu heimildaverki um húsin á Eyrinni, sögu þeirra og varðveislugildi Elísabet Gunnarsdóttir arki- tekt á Isafirði og Jóna Símonía Bjamadóttir sagnfræðingur af- hentu á mánudaginn Húsafrið- unarnefnd nkisins, Skipulags- stjórn ríkisins og Bæjarstjóm ísafjarðar húsakönnunarverk- efni það sem þær hafa unnið í sameiningu undanfarin misseri. Afrakstur vinnu þeirra hefur verið gefinn út í 176 síðna bók í afar stóru broti. Könnun þessi nær til allra húsa á Eyrinni á Isafirði upp að Túngötu og var unnin eftir verklýsingu frá Húsafriðunamefnd og hafði hún yfirumsjón með verkinu. Vinnan við könnunina hófst um vorið 1992 og þá um sum- arið fór mestur hluti starfsins fram. Unnið var úr gögnum og þau útbúin til prentunar um haustið og veturinn 1992-3. ísafjörður er einn af elstu kaupstöðum landsins og þar má finna hús og heildir frá flestum tímabilum íslenskrar bygging- arsögu. Að frumkvæði bæjar- yfirvalda á ísafirði var ráðist í það verkefni að kortleggja og skrá elsta bæjarhlutann og fá fram faglegt mat á varðveislu- gildi byggðarinnar. Lýst er byggingum, götum og öðrum útirýmum sem gefa bænum gildi og skipta máli í upplifun hans. Tilgangurinn með þessari vinnu er sá, að tína til sem mestar og bestar upplýsingar og íslenskt byggingarlag og þéttbýlismótun og miðla þeim til þeirra sem fara með skipu- lags- og byggingarmál og ann- arra sem hafa áhuga á þessu manngerða umhverfi. Könnunin er þannig fram sett, að í fyrri hlutanum er stutt yfirlit um þróun bæjarins þar sem fylgja kort frá mismunandi tímum. Seinni hlutinn er skrá yfir hús á Eyrinni, horfin hús, gömul hús og ný. I húsaskránni er höfuðáhersla lögð á bygg- ingarár. Nýlegar ljósmyndir eru af flestum húsanna og eldri myndir af mörgum þeirra. Hér er um mikið og sérstætt fróðleiksverk að ræða frá hendi þeirra Elísabetar og Jónu Sím- oníu. Vestfirska fréttablaðið hefur góðar heimildir fyrir því, að þetta megi teljast meðal merkustu heimildarita af þessu tagi sem tekin hafa verið saman hérlendis - þó ekki væri nema fyrir viðfangsefnið sjálft. Enda er gamli bærinn á ísa- firði einstakur í íslenskri bygg- ingarsögu og þar eru margar gersemarnar sem aldrei verða metnar til fjár. Það er vonandi, að bæjaryfirvöld taki nokkurt mark á þessari vinnu sagn- fræðingsins og arkitektsins og minnist þess, að það verður ekki aftur tekið og verður aldrei bætt þegar búið er að rífa gam- alt og merkilegt hús og tortíma því að eilífu. Þeir sem vilja skoða þetta fróðlega rit geta gert það á bókasafninu á Isafirði, þar sem það liggur frammi í lesstofunni. PÓLUNN hf. S 3092 Sala & þjónusta 0 Rafþjónusta Raftækjasala Rafhönnun Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki PÓLLINN HF frystikistutilboð Tilboðshorn 20 - 50% afsláttur ísaf jörður: Iþróttahúsið á Torfnesi vigt á laugardag íþróttahúsið nýja á (safirði verður vígt við hátíðlega athöfn á laugardaginn. Isfirðingum öllum er boðið og verður þar fjöl- breytt dagskrá (sjá boðsbréf frá (safjarðarkaupstað á bls. 9 hér í blaðinu). Án þess að blaðið vilji gera sérstaklega upp á milli dagskráratriða má þó geta um einsöng Guðrúnar Jónsdóttur. Hvað hinar líkamlegu lystisemdir snertir má nefna, að tertan sem verður á boðstólum er einir níu fermetrar og á að duga fyrir 1.300 manns. Að öðru leyti vísast í dagskrána á bls. 9. Bygging íþróttahússins hófst árið 1987 þegar Kristján K. Jónasson, þáverandi forseti bæjarstjórnar, tók fyrstu skóflustunguna. Húsið er 2.184 fermetrar og 15.248 rúmmetr- ar. Arkitekt hússins er Vilhjálmur Hjálmarsson en hönnuður lóðar er Reynir Vilhjálmsson. Útbúnaður hússins og stærð valla býður upp á löglega keppnisvelli í öllum hefðbundnum íþrótta- greinum, svo sem handbolta (1 völlur), knattspyrnu (1 völlur), körfubolta (4 vellir), blaki (4 vellir), badminton (9 vellir), tennis (1 völlur) og boccia (1 völlur). Húsið er svonefnt fjölnotahús og býður upp á möguleika fyrir ráðstefnur, hljómleikahald, vörusýningar og bílasýningar o.s.frv. Sérstakur búnaður fyrir tónleika hefur verið settur upp í húsinu. Á efri hæð er veitingaaðstaða þar sem um 50 manns geta setið við borð, en þá aðstöðu má einnig nota til funda- halda. Auðunn Guömundsson aðalverktaki stendur hér við hið nýja og glæsilega íþróttahús á Torfnesi sem hann er í þann mund að skila af sér. Myndin var tekin í fyrradag en þá var fjöldi starfsrnanna frá hinum ýmsu undirverktökum á fullu að leggja síðustu hönd á verk sín, bæði utan húss og innan. Mikið hefur mætt á Auðuni Guðmundssyni í sambandi við þessa húsbyggingu, ekki síst í miskunnarlausri umfjöllun fjölmiðla og annarra. Nú sér fyrir endann á verkinu og víst má telja að nagg og nudd líðandi stundar gleymist fljótt þegar þetta glæsilega hús verður tekið í notkun. Það mun verða ísafjarðarkaupstað til sóma um langa framtíð og góður vitnisburður um þá sem að byggingu þess stóðu. FLUGFELAGIO H r ERNIR ÍSAFIROI Sími 94-4200 Daglegt áætlunar- flug um Vestfirði. Leiguflug innan- lands og utan, fimm til nítján far- þega vélar. Sjúkra- og neyðarflugsvakt allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.