Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.09.1993, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 16.09.1993, Blaðsíða 2
VESTFIRSKA 2 Fimmtudagur 16. september 1993 ---- ------- ----- ----------1 FPÉTTABLAÐIÐ L Busavigsla Framhaldsskóla Vest Kristinn Hermannsson liggur bundinn á bretti meö stuöpúöa á bakinu. Á föstudaginn var hin árlega busavígsla í Framhaldsskóla Vestfjarða og voru um 70 fyrstubekkingar vígðir af þriðjubekkingum. Daginn áður höfðu nemendur skólans farið í skemmtisiglingu inn í Æðey með Fagranesinu og voru ýms- ar uppákomur um borð. Bus- amir voru bundnir á bílaþilfar- inu og einnig voru þeir látnir segja nokkur vel valin orð af brúarþakinu. Daginn eftir tók svo úr steininn þegar busamir vom útataðir í graut, sultu, mjöli, súrmjólk og fleiru sem komið var fram yfir síðasta söludag og síðan hífðir upp í neti þar sem óþverrinn var spúlaður af þeim með brunaslöngu. Við látum myndirnar segja söguna hér á síðunni því þær segja miklu meira en nokkur orð. -GHj. Skipstjórinn á Fagranesinu, Hjalti M. Hjaltason, setti kíkinn fyrir blinda augaö eins og Nelson flotaforingi foröum og fylgdist lítiö meö því þegar busarnir voru bundnir á bílaþilfarinu. Busahópurinn stillir sér upp til myndatöku fyrir Vestfirska á bryggjunni í Æöey. Föngulegur hópur. Það var logn og blíöa og engu líkara en skipiö væri aö háma í sig fólkið þegar þaö gekk um borð. Þarna mæna allir upp á brúarþak þar sem nýnemar voru látnir segja nokkur orð á leiðinni Kennararnir Gunnar Sigurösson og Reynir pa|li Ernis eltir Shiran á rifinni skyrtunni út í inneftir. Kristjánsson skrafa viö Björn Teitsson sjó. skólameistara. Þaö voru engin vettlingatök í busunum og allt notaö nema tjara og fiður. Þaö heföi sennilega verið betra að nota rúgmjölið í slátrið heldur en hella því yfir Palla. Ný spenni- og deilistöð OV á Isafirði tilbúin Á föstudaginn afhentu verk- takarnir Eiríkur og Einar Valur Orkubúi Vestfjarða nýja spenni- og deilistöð við Mána- götu á Isafirði. Húsið var hann- að og teiknað af Elísabetu Gunnarsdóttur arkitekt og Tækniþjónustu Vestfjarða. Sl. haust var vinna við sökklana boðin út og átti að ljúka þeim fyrir áramótin en það tókst ekki vegna óveðra. Naglinn hf. sá um þann hluta verksins. Húsið sjálft var boðið út í apríl og byrjað 1. júní að byggja. Verk- inu var lokið 10. september eða alveg á áætlun. Eiríkur og Einar Valur sáu um byggingu hússins. Stöðin er 100 fermetrar að grunnfleti og 55 fermetra kjall- ari undir því. Heildarbygging- arkostnaður við stöðina var 12.342.740 krónur. -GHj. Hönnuöir og verktakar hinnar nýju spennistöövar viö Mána- götu. Frá vinstri: Eiríkur Kristófersson, Gísli Gunnlaugsson, Elísabet Gunnarsdóttir, Einar Valur Kristjánsson og Sveinn Lyngmó. S 4011 Vestfirska fréttablaðið í áskrift um land allt Fax 94-4423

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.