2. júní - 02.06.1939, Blaðsíða 1
1. tölublað
2. ] U N I
Gefið út í tilefni 10 ára afmælis skátafél. »VALKYR3UR« Siglufirði.
I. árgangur
Kvenskátafélagið
„VALKYRJUR"
2. júní 1929 — 10 ára — 2. júní 1939.
Sunnudaginn 2. júni 1929 kom-
um við saman 12 stúlkur í þeim
tilgangi að stoína hér kvenskáta-
félag. Stofnendur urðu þó aldrei
nerna 10, því 2 hættu áður en þær
lykju nýliðaprófi.
Á þessum fyrsta fundi mætti
einnig þáverandi foringi drengja-
skátanna KristjánDýrfjörð ogElísa-
bet Samúelsdóttir skáti frá ísafirði.
Voru þau okkur hjálpleg á ýmsan
hátt með stofnun félagsins. Sömu-
leiðis hjálpaði Kristján Dýrfjörð
okkur við nýliðaprófið og lét okk-
nr vinna skátaheitið. Minnumst við
ætíð með þakklæti þessara 2ja
skáta, sem voru okkur hjálpleg við
stofnun félagsins okkar. Enginn
okkar hafði verið skáti áður og
vorum við lítt kunnugur skáta-
störfum yfirleitt. Við urðum því að
byrja á byrjuninni — en það er
að leitast við að skilja tilgang
skátahreyfingarinnar og þá ábyrgð,
sem því er samfara að vera skáti.
Við vorum allar ungar — á aldr-
inum 11—17 ára; en við vorum
vongóðar og trúðum því, að við
gætum orðið skátar, bara við legð-
um okkur fram og sýndum áhuga
fyrir málefninu. Eg mun reyna í
fáum dráttum að rekja sögu félags-
ins þessi 10 ár sem það er búið
að starfa.
Stofnendur voru þessir:
Hrefna Samúelsd. flokksfor. I. fl.
Lovísa Guðlaugsd. aðst.fl.for.
Katrín Lárusdóttir
Sigrún Sigurðardóttir
Sigurjóna Sigurðardóttir
Kristín Matthíasd. flokksfor. II. fl.
Jórunn Gísladóttir aðst.fl.for.
Ólöf Björnsdóttir
Nanna Þormóðs
Sigríður Lárusdóttii'.
Nýliðaprófi Iukum við 6. júlí og
unnum skátaheitið sama dag. Þeim
degi gleymi eg aldrei. Mér fannst
eg fyrst skilja það þá, hvað það
er að vera skáti. Þann samadag
fórum við ásamt drengjaskátunum
í skemmtiferð austur í Vaglaskóg.
Var það fyrsta útilegan okkar.
Þau h’jónin Þorfinna og Kristján
Dýrfjörð voru foringjar ferðarinnar.
Fundir voru haldnir reglulega.
Um haustið héldum við dansleik
til ágóða fyrir félagssjóð. Það
fyrsta sem við keyptum okkur var
íslenzkur fáni. Þann fána vígði
gamli presturinn okkar, prófessor
Bjarni Þorsteinsson.
Strax árið eftir 1950 bættust
12 nýir félagar við í hópinn. Luku
þeir nýliðaprófi og unnu skáta-
heitið í júní. Um vorið tókum við
8 af stofnendunum II. fl. próf. Á
1. árs afmælisdegi félagsins héld-
um við okkar fyrstu kvöldskemmt-
un, sem heppnaðist ágætlega.
Farnar voru nokkrar smáferðir og
ein 2ja daga ferð austur í Vagla-
skóg.
Árið 1931 bættust 2nýirfélagar
við í hópinn. Luku þær nýliða-
prófi og unnu skátaheitið 20. maí.
5 II. fl. próf voru tekin á árinu.
Haldin ein kvöldskemmtun, eitt
vikivakanámskeið. Það ár byrjuð-
um við að hafa handskrifað blað,
sem kom út ájhverjum fundi. Flutti
það smágreinar, sögur o. fl. Átti
helzt allt að vera frumsamið, sem
við skrifuðum í blaðið. Fyrsti rit-
stjóri skátablaðsins okkar »Brynja«
var Dagmar Fanndal. Þetta ár
höfðum við foreldrafund í félagi
við drengina.
1932 voru engin próf tekin og
engir nýir félagar bættust við.
Starfaði þó félagið í fullu fjöri,
hélt fundi og æfingar eins og áður-
Um veturinn var haldinn ein
kvöldskemmtun til ágóða fyrir
félagssjóð.
1933 bættust við 21 nýr með-
limur. Var það mikið verk að
kenna þeim undir nýliðapróf; luku
þær þó prófi um sumarið og unnu
skátaheitið 16. júlí. Það ár byrjuð-
um við að hugsa um húsbygging-
una. Við fengum lóðina þá um
sumarið, en treystum okkur ekki
til að byrja að byggja; fannst ekki
sjóðurinn vera orðinn nógu stór.
Nokkrarsmáferðir voru farnar. Ein
kvöldskemmtun haldin.
1934 bættust við 8 nýir félagar.
Luku þeir nýliðaprófi og unnu
skátaheitið í kirkjunni á 5 ára af-
mælisdegi félagsins. 5 ára afmælis-