Póstblaðið - 01.01.1903, Blaðsíða 1

Póstblaðið - 01.01.1903, Blaðsíða 1
POSTBLAÐIÐ Nr. 1. JANÚAR 1903 petta verður sent til allra pósthúsa, og her póstmönnum að halda pví saman og skila pví með tölii til eftirmanna sinna. Blaðið flytur auglýsingar og reglur frá póstmeistara, skýringar á ákvæðum um póstmál, svör upp á jyrirspurnir, er snerta pau o. fl. x. Undir mánaðarreikninga og ársreikninga, sem reglugjörð fyrir póstmenn 2. gr. ræðir um, má fyrst um sinn nota sömu eyðublöð og notuð hafa verið undir reikn- ingságrip póstafgreiðslumanna að undanförnu, og koma mánaðarreikningarnir i stað þeirra. 2. Það skal brýnt fyrir póstmönnum að gæta vandlega þeirrar skyldu, sem á þeim hvílir samkvæmt 6. gr. í reglugjörð um meðferð á póstsendingum til eða frá stjórnarvöldum og sveitarstjórnum. I 12. gr. póstlaganna er ákveðið, að burðargjald skuli greiða fyrirfram undir bréf til stjórnvalda, og ber því að láta póstmenn þá, er senda frá sér slík bréf óborguð, ábyrgjast burðargjaldið nema urn rétt útbúnar, fyrirskipaðar sendingar sé að ræða. Þjónustufrímerkt bréf skal skoða sem óborguð, þar sem hin ytri skilyrði vantar fyrir því, að þjónustufrímerki megi við hafa. Þótt 5. gr. í nefndri reglugjörð taki skýrt fram hin ytri skilyrði fyrir því, að þjónustufrímerki megi við hafa, virðist svo sem sumurn pósfmönnum og stjórnarvöldum sé það eigi fullljóst. Af þeirn ástæðum skulu hér sýndar fyrirmyndir fyrir því, hvernig .þjónustusendingar eiga að vera útbúnar samkvæmt þessari grein. , I. Frá stjórnarvaldi til stjórnarvalds. Frá prófásti i N. prófastsdœmi* Gísli Jónsson Til bislcupsins yfir íslandi lieykjavíli III. Urá stjórnarvaldi til annara en stjórnarvalda, ófrímerkt, án þess að bnröargjald tvöfaldist. II. Frá stjórnarvaldi til annara en stjórnarvalda, borgab með þjónustuírímerkjum. Frá prestinum í N. prestakalli* Jón Árnason. Til útsendingarmanns Stjórnartíðindanna Stjórnarlegt erindi. Reylcjavík. IV. Til stjórnarvalds frá öðrum en stjórnarvöldum frímerkt með þjónustufrímerkjum eða óírimerkt. Frá sýslamanninum i N. sýslu.* H. Einarsson. Til Landsbankans í Iteykjavík E. B. Frá hreppstjóranum í N. hreppi* J. Hannesson Til sýslumannsins í N. sýslu Fyrirskipuð skýrsla. *) Sendandi má eins standa á bakhlið bréfsins. 1 stað þessarar áteiknunar má koma embættisstimpill.

x

Póstblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póstblaðið
https://timarit.is/publication/1288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.