Póstblaðið - 01.01.1903, Blaðsíða 2

Póstblaðið - 01.01.1903, Blaðsíða 2
3- Það gildir hið sama um póstafgreiðslnmenn, eins og önnur stjórnarvöld, að þeir eiga að nota þjónustufrímerki á póstsendingar, sem frá þeim ganga, um embættis- mál eða póstmál, en umbúðir um póstflutning skal aldrei frímerkja, og þá heldur ekki umslög um póstávísanir. 4. Póstmenn skulu brýna fyrir afgreiðslumönnum blaða að vefja þau fast sam- an, hafa sterkan og sléttan pappir í umbúðir um þau, en eigi loðinn og ónýtan prent- pappír, eins og nú tíðkast ura sum þeirra. 5. Að gefnu tilefni eru póstafgreiðslumenn mintir á bréf póstmeistara dags. 6. maí f. á. viðvíkjandi læsingu á póstkoffortum. 6. Akvæðið i 11. gr. b. í póstlögunum um ábyrgðargjald fyrir peningabréf skal skilja þannig : Fyrir 300 kr. og þar undir er ábyrgðargjaldið 16 aurar fyrir 300—400 kr. — 20 — fyrir 400—500 — — 25 — og svo 3 aurar að auki fyrir hvert hundrað eða brot úr hundraði, sem þar er fram yfir. 7. Hver póstur á að hafa meðferðis sendinga- stunda- og vigtarseðil, eins og segir í reglugjörð fyrir póstmenn 4. gr., og skal á hann skrifa það, sem sent ertilhvers staðar, pokatöluna, en ekki innihald pokanna, tölu lausra bögla og tölu stykkja í bréfa- umbúðum utan poka, svo og komudag og farardag, stað og stund. Vanræksla í því efni getur valdið póstmönnum mikillar ábyrgðar, sbr. bréf póstmeistara 5. maí 1899. Þegar póstur hefur tekið við sendingaseðlinum athugasemdalaust, skal það skoð- ast sem kvittun frá hans hálfu fyrir póstflutningi þeim, sem þar er skráður; eins skal það og skoða sem kvittun af hendi póstmanns fyrir flutningnum, þegar hann hefur tekið við sendingaseðlinum athugasemdalaust af póstinum. 8. Að gefnu tilefni eru póstafgreiðslumenn mintir á bréf póstmeistara dags. 24. jan. 1899 um eftirlit með því, hvernig fer um krossbandssendingar í póstkoffortum. 9. Það skal brýnt fyrir póstmönnum að gæta ákvæðanna í 2u. gr. í reglu- gjörð um notkun pósta, þegar bréf, sem eigi hafa komist til skila, eru endursend, og ætíð skrifa á þau, h v e r s v e g n a þeim hafi ekki verið skilað. ;o. Afklippiuginn á póstávísunum má klippa frá og afhenda viðtakanda, en að öðru leyti má ekki skerða póstávísanir að neinu leyti, og hvorki klippa úr né rifa ai þeim frímerkin. Sé það gjört, má ekki borga ávísunina út, þótt hún sé kvittuð. 11. í gegnum póststjórnina er eigi hægt að panta nein blöð eða tímarit og því heldur ekki stjórnartíðindin. Þeir póstafgreiðslumenn, sem hafa tekið á móti pen- ingum i því skyni, skulu borga þá til baka aftur. 12. Á skrá þá frá 1. janúar 1903 yfir blöð og tímarit, sem flutt eru samkv. 11. gr. 1. í póstl., skal bæta við þessu blaði: Ingólfur, ábyrgðarmaður Bjarni Jónsson. Viðtökustaður Reykjavík. Á nefndri skrá skal strika út Auglýsarann og Arnfirðing. 13. Með skipum stórkaupmanns Thor E. Tulinius mega póstafgreiðendur senda alls konar póstsendingar, nema peningabréf og bögla með ákveðnu verði. Póstmeistarinn í Reykjavík Sigurður B?iem. ísafoldarprentsmiðja — Reykjavik 1903.

x

Póstblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póstblaðið
https://timarit.is/publication/1288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.