Samfylkingin - 18.06.1936, Blaðsíða 1

Samfylkingin - 18.06.1936, Blaðsíða 1
1. tölublað. 18. júní 1936. 2. árgangur. Halldér Kilfan Laxncss: Samfylkingín er málstaður fólksins. Það dregur nær úrslitum bar- áttunnar milli íhaldssamrar auðvaldsstefnu og stjórnmála- stefnu verkalýðsins í íslenzku þjóðlífi. Menn sjá hvernig hin tvö grundvallaratriði ýtast á, hvar sem auga lítur, annarsveg- ar sjónarmið einstaklingsfram- taksins, sem eiga sína opinberu fulltrúa í hálfgjaldþrota og kraftlausum auðvaldsfyrirtækj- um, hins vegar er veik vinstri stjórn við völd, með óljóst hug- myndakerfi, illa í stakk búin að rökum, með ótryggan grund- völl undir fótum, slitróttan stuðning að baki. Það er ekki styrk hennar að þakka, að henni hefir ekki verið steypt, heldur veikleika andstæðing- anna, ráðþrota atvinnurekenda á barmi gjaldþrots, örvinglaðra smákaupmanna, hræddra spari- fjáreigenda og vörulausra kaup- manna, manna, sem oft eru íulltrúar mjög ólíkra hags- imuna, þótt þeir hangi á ein- hverri óljósri bylgjulengd inn- an sama flokks; þessir menn hafa enga þjóðlega borgar- menningu sem siðferðisbakhjali eða andlegar erfðir, sem geti gefið þeim stolt eða reisn í ör- væntingunni, en varaliðið um- hverfis þennan bága flokks- kjarna, eru rúineraðir bændur og reittir smáborgarar, sem lifa i þeirri fánýtu blekkingu, að vonandi sé auðvaldið sterkt og muni bjarga þeim! Baráttan um grundvallaratriðin er grand- gæfilega gengin inn í dagleg- ustu hræringar almenns við- skiptalífs. Það fer ekki svo lítil- fjörleg fisksending á erlendan markað, að það þurfi ekki að gera löggjafarsamkomu þjóðar- innar að vígvelli um það metn- aðarmál, hvor þessara stefna eigi að taka við heiðrinum, eða bera vansann af sölunni, sósíal- isminn eða kapitalisminn. í öll- um atvinnuvegum þjóðarbús- ins eru þessi fjandsamlegu grundvallaratriði að hráskinns- leik, þessi tvö skaut. Þessi bar- átta hinna tveggja skauta þyrmir eins og sjúkdómur að hverri lífshræringu þjóðarinn- ar, annar veltir jafnóðum um koll því sem hinn byggir, og ef heilbrigð skynsemi hefir ein- hverstaðar fengið að ráða af til- viljun, þá berjast fulltrúar hinna andstæðu skauta um heiðurinn í návígi. í leitinni að einhverjum samkomulagsgrund- velli, hefir verið gripið til þess örþrifaráðs, að kuðla saman hinum tveim prinsípum al- menningsreksturs og einka- reksturs. Ijtkoman er eins og við er að búast. Það hefir verið framkvæmd kerfisbundin þjóð- nýting — á skuldum- einstak- lingsframtaksins. Almenningsfé er látið standa undir tapi sér- c-ignarfyrirtækja, bæði stórra og smárra, þúsundum saman, til sjós og lands. Þessa tegund af ríkisrekstri láta vinstri flokkarnir hafa sig út í, þótt þeir hafi ekki rænu á að knýja það fram, sem eðlilega hefði átt að koma á undan ríkisrekstri einkaskulda, én það er fullkom- in þjóðnýting á verzlun og at- vinnugögnum, með öðrum orð- um þjóðnýting tekjulindanna. Meðan ríkið vanrækir að taka sér óskorað vald yfir hagnýt- ingu atvinnuveganna, er það að tröllsligast undir skulda- byrði vitlaust rekinna einkafyr- irtækja, stórra og smárra, í mörg þúsund stöðum í landinu, íhlutunarlaust um rekstur þeirra. Þetta ástand verður miður þolandi fyrir báða aðila með hverjum mánuði sem líð- ur. Formaður þess flokks, sem aðhyllist það sjónarmið, að ein- staklingar fái að reka atvinnu- vegi þjóðarinnar í eiginhags- munaskyni, tók það réttilega fram um daginn á alþingi, að það ástand, sem nú er uppi, sé það versta stjórnarástand, [BCirr hugsast geti. Og það er mjög' merkilegt tímanna tákn, að orð hans féllu á þann veg, að skilja mátti, að honum þætti æski- legra, að þjóðskipulaginu væri bylt til algerðrar sósíalistiskrar verklýðsstjórnar, heldur en þessi tilgangslausu hjaðninga- víg héldu áfram öllu lengur. Þetta er mjög rétt athugað. Ríki, sem er sjálfu sér sundur- þykkt, fær ekki staðizt. Það hlýtur að draga nær úr- slitum. Þetta ástand getur ekki haldizt mörg misseri til viðbót- ar. Nú eru kosningar ekki mjög langt fram undan. En ef vinstri- flokkarnir ganga nú margskipt- ir til kosninga, þá er ekki fyrir það að synja, að íhaldsflokkur- inn nái meirihluta, þótt hann sé flokkur ósamrýmanlegra stærða. Vinstri flokkarnir, sem að völd- um sitja, hafa með sinni óljósu 1. maí á Eskifirði og fasistaskrílliim. 1. maí s. 1. æsti fasistaskríll- inn á Eskifirði nokkra óvita drengi, á aldrinum 6—14 ára til götuóspekta. Aðeins einn af „betri“ borg- urum bæjarins var svo vandur að virðingu sinni, að hann sótti fósturson sinn úr sollinum. Lýsti hann megnustu andstygð á framkomu drengjanna, en þo einkum þeirra, sem öttu þeim fram og viðurkenndi skýlausan friðhelgisrétt verkalýðsins til götunnar á þessum alþjóðlega hátíðisdegi hans og fordæmdi alla áreitni við hann. En sýslumaðurinn(?) skrifaði lof um skrílsháttinn í blað naz- istanna og sá góði sjálfstæðis- maður lætur 9 ára gamlan son sinn ganga um göturnar með stóran hakakross í blússunni í egningarskyni við verkalýðinn. Ein helzta sprauta nazistanna skipulagði götuóspektir drengj- anna og sagði þeim, að þeir skyldu mölva hverja einustu rúðu í verklýðshúsinu eg barnaskólanum, þeir væru svo ungir, að það væri ékki liœgt að refsa þeim fyrir það. Hvort mun ekki hann og aðrir íasistar hafa sagt drengjunum, að þeim væri óhætt að grýta fólk, með sama siðferðisrétti? Drengirnir sýndu samt, þótt ungir væru, að þeir voru of- jarlar skrílsins, sem atti þeim fram, í siðferðilegu tilliti, því beir bnutu ekki eina einustu pdvTTaö/uTi rúðu og áttuðu sig mjög fljótt á því, út í hvaða óhæfu þeir höfðu verið leiddir. En verkalýðurinn og alit heiðarlegt fólk á Eskifirði sá núna í fyrsta sinn ofurlitla skuggamynd af hinu rétta and- liti fasistaskrílsins. Þarna feng- ust líka órækar sannanir fyrir því, hverjir báru siðferðilega á- byrgð á spjöllunum, sem í vet- ur voru framin við Verklýðs- húsið og barnaskólann og verða þeir hlífðarlaust dregnir fram í dagsbirtuna næst þegar þeir fara á stúfana. Og þeir alþýðudrengir, sem drógust inn í óspektirnar 1. maí, eiga eftir að vakna til full- komins skilnings á því, hvers- konar myrkravöld það voru, sem notuðu sér þroskaleysi þeirra til þess að láta þá áreita alþýðuna á hátíðisdegi hennar. Þeim mun fljótlega skiljast það, að þeir eiga enga samleið með fasistaskrílnum, sem hneppir foreldra þeirra í at- vinnuleysi og vonlausa áþján. Þeir eiga eftir að vakna til hlífðarlausrar baráttu gegn auðvaldinu og fasismanum og til að skapa sér og stétt sinni hamingjuríka, starfsama og menningarauðuga framtíð. Og þeir munu — á sínum tíma — kveða upp þungan dóm yfir baktjaldaóþokkunum frá 1. maí 1936. JVa 139370

x

Samfylkingin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samfylkingin
https://timarit.is/publication/1317

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.