Samfylkingin - 18.06.1936, Blaðsíða 3

Samfylkingin - 18.06.1936, Blaðsíða 3
SAMFYLKINGIN einnig, að allt er betra en í- á stjórnarfar og atvinnuvegi, haldið; að næsta íhaldsstjórn á það er að skapa fyrst breiða og íslandi, það verður fasisminn. sterka samfylkingu vinstri ’Þeir sjá, að eina leiðin til að flokkanna, síðan landsstjórn skapa hér sterka verklýðsstjórn samfylkingarinnar. og uppræta áhrif auðvaldsins Samfylkingin er mál§(aður fólkslns. (N. Stúd.bl. 1936). Hvað varð um tillög- urnar han§ Jónasar? A öndverðu síðasta Alþingi ætlaði Jónas alþm. Guðmunds- son, að flytja all yfirgripsmikla þingsályktunartillögu er inni- hélt bjargráð Austfirðingum til handa, vegna aflaskorts og harðæris árið 1935. Hafði þing- maðurinn sent tillöguna, ásamt greinargerð, austur hingað. Þegar samfylkingin var mynduð hér á Eskifirði, var það eitt af því, sem tekið var á stefnuskrána, að fylgja einhuga þessum tillögum þingmannsins. Um Eskifjörð getur hann þess í greinargerð, að sérstaklega standi á þar og beri hann því fram sérstakar till. fyrir þetta kauptún. Líður nú á þingtím- ann, en ekki kemur fram þings- ályktunartillaga Jónasar, þrátt fyrir einróma áskoranir frá Austfjörðum. Urðu menn þess áskynja að móðurinn var nokkuð farinn að dofna um að koma fram þessum tillögum. Þó treystu Eskfirðing- ar því í lengstu lög, að Alþingi mundi gera þeim kleift að kaupa fisk til að verka hér á staðnum, með því að heimila ríkisstjórninni að tryggja með ábyrgð lítinn hluta af kaup- verðinu. Þótti það auðskilið mál að Alþ. og ríkisstjórn vildu fremur veita atvinnu inn í kauptúnið á þennan hátt — sennilega ríkissjóð að kostnað- arlausu — heldur en þurfa að senda peninga til lífsframdrátt- ar atvinnulausum verkamönn- um á Eskifirði. Fiskinn var ekki hægt að fá fyr en þessi ábyrgð var fyrir hendi. Þetta vissi herra J. G. og þetta vissi fjármálaráðherrann líka — 1. þingm. Sunnmýlinga — og það má jafnvel búast við, að hr. I. Pálmason, 2. þingmað- ur kjördæmisins hafi skilið svona einfalt mál. Og þeir áttu einnig að vita það, að atvinnu- lausir menn vinnufærir kjósa fremur vinnu en ölmusu. En hvað skeður? Þingtíminn líður. Hallgrímur les þingfréttir á hverju kvöldi. Menn lögðu það jafnvel á sig að hlusta á hann segja þingfréttir á hverju kvöldi, til að missa ekki af að heyra þingsályktunartillöguna Jónasar. Hallgrímur les. Þing- inu er slitið. Engin ábyrgðar- heimild. En menn heyrðu útvarpsræðu hr. J. G. 1. maí og rak í roga- stans, þegar hann vildi skipa samfylkingarmönnum í sinn andstöðuflokk. Mönnunum hér, sem fylkja sér saman máske fyrst og fremst til að standa dyggilega að baki hans og veita honum styrk til að koma fram sameiginlegum áhugamálum. Nú spyrja menn: Hvað varð af tillögunum hans Jónasar? Töpuðust þær? Eða — á að trúa því að þetta eigi nokkuð skylt við hótun hans 1. maí? Við kunningjar hans vonum hans vegna að svo sé ekki. Við vonum þvert á móti að hann, jafn skynugur og hann er, sjái, að það sem hann gerði 1. maí var vægast sagt ógætilega mælt og síst til þess fallið að afla honum brautargengis hjá sam- fylkingarmönnum hér, en í þeim hópi eru að því er ég best veit — hver einasti eskfirskur kjðsandi, sem merkti við nafn hr. J. G. við síðustu kosningar. Eskifirði 6. júní 1936. Krati. Hreppsnefndarkosn- ing'ar enn á Eskifirði. Gunnar Grímsson, sem fyrir 11 mánuðum var kosinn oddviti á Eskifirði eftir beinni fyrir- skipun frá fjármálaráðherra, er nú orðinn svo langþreyttur á svikum ráðherrans, að hann treystist ekki til að gegna odd- vitastörfunum lengur og hefir því sagt af sér. Hreppsnefndin gerði ítrekaðar tilraunir til að kjósa oddvita í stað hans, en árangurslaust. Var hún þar með óstarfhæf og sagði því öll af sér. Nýjar kosningar eiga að fara fram 5. n. m. Báglega tókst með alþing enn! Nú er þremur þingum lokið síðan „stjórn hinna vinnandi stétta“ tók við völdum. Tvö ár eru senn liðin og kjósendur mega fara að heimta efndir á kosningaloforðum stjórnarinnar og fjögra ára áætlun hennar. Hver er nú árangurinn af tveggja ára starfi ,umbótaflokk- anna‘? Lítill annar en samning- ar, loforð og svik. Haraldur Guðmundsson sagði í þingræðu á eldhúsdag 1933 að Alþýðuflokkurinn vildi lækna þjóðfélagslegar meinsemdir með því að örfa atvinnulífið í land- inu og gera þar með lögreglu- kylfurnar ónauðsynlegar, í mót- setningu við stjórnaraðgerðir Asgeirs Ásgeirssonar og sam- herja hans, sem ætluðu sér að lækna atvinnuleysið með gífur- legri lögregluaukningu. Þetta endurtóku Framsóknar- og Al- þýðuflokksmenn við síðustu kosningar. Kjósendur tóku þess- ar kenningar tiúanlegar. Þeir vildu að fé þjóðarinnar væri varið til að byggja brýr og vegi, til bygginga og ræktunar og til að efla sjávarútveginn, vegna þess að þeir vissu að verklegar framkvæmdir voru happadrýgstar til að draga úr atvinnuleysinu og gerðu einnig' lögreglukylfurnar ónauðsynleg- ar. Og í krafti þessara kenninga gáfu bændur og verkamenn „al- þýðuvinunum“ umboð til að fara með æðstu stjórn landsins og sýna ást sína á alþýðunni í verkinu. Hvernig hefir svo stjórnin efnt þetta loforð á nýafstöðnu þingi? Þannig að skattana og tollana á neyzluvörum alþýðu hefir hún stórkostlega hækkað, jafnframt hefir hún talið nauð- synlegt að skera mjög niður verklegar framkvæmdir. Slíkar aðgerðir hljóta að valda auknu atvinnuleysi og þar með stórkostlegu tjóni fyrir alþýðuna til sjávar og sveita. Stjórn „umbótaflokkanna“ virð- ist nú ekki sjá annað úrræði til að lækna kreppuna, en að „skera niður kaupgetu almenn- ings“, eins og Magnúsi dósent hugkvæmdist eitt sinn. Nú segja „alþýðuvinirnir* 11 að tollahækkunin og niðurskurður verklegra framkvæmda sé reyndar brot á kosningaloforð- um stjórnarflokkanna. En kjós- endur verði að bíða rólegir meðan sé verið að leita að nýj- um leiðum til fjáröflunar. Er slíkt ekki gjaldþrotayfir- lýsing hægfara umbótastefnu? Er það ekki upphrópun úrræða- leysisins? Eða er það aðeins blekking til að r-óa alþýðuna og bæla niður róttækni hennar og r slý bók. f F ú 'aogi númer 880 eftir Karl Billinger. æst í bókaverzlunum og hjá tgefanda krnf. Jónssyni, Eskifitði. r F z E MÝJA KONAN Kvennablað Kommúnista- flokks íslands. æst hjá Oöddu Guðmundsdóttur, .skifirði. ] L RÉTTUR tímarit um þjóðfélagsmál. Ritstjóri: Einar Olgeirsson. Jtsölumaður á Eskifirði: Jón Kr. Gudfónsson. í É Sovétvinurinii fæst hjá irnf. Jónssyni, Eskifirði. / z ^ERKLÝÐSBLAÐIÐ afgreiðsla og útsala á Eskifirði hjá hrghildi Einarsdóttur. Kol & Salt til skipa og báta. Kauptélagið Bfðrk, Eskifirði_ Greiðum hœsta verð. Kaupfél. Bförk Eskifirði

x

Samfylkingin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samfylkingin
https://timarit.is/publication/1317

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.