Vikan - 04.11.1928, Blaðsíða 1

Vikan - 04.11.1928, Blaðsíða 1
* ARP \ i 1 Veslmannacyínga ^ Laugardaginn 4. Novemb. ev ákveÖið að nýtt blað, „Vikan“ hefji göngu sína hér í bœ. Því er ávarpið # T Tm langan aldur hafa blöð og tímarit aukið kynningu þjóða, og staða. Blöðin hafa verið hrópendur, sem borið hafa hverja nýja hugsjón milli skyldra og óskyldra; þau hafa ætlað sér það hlutverk að gera menningu samtíðarinnar víðlendari og altækari. Að því hafa þau unnið hvort á sína vísuog með misjöfnum árangri. — En enginn er sá, er eigi telur þau vera talandi vott um menningarvöxt þjóðanna. Blaða fjöldi borga eða landa gefur gestum öruggasta sýnishornið af þroska- stígi þeirrá, Um nokkurt skeið hafa þau verið einn máttkasti valdhafinn í lífi þjóðanna.konungum og keisurum voldugri, — borið ofurliði þing og þjóðhöfðingja, því á bak við þau rís múgurinn ósigr- andi og almáttkur. — Pví verður ekki neitað, að þau hafa oft mis- beitt valdi sínu hræðilega, skamm- sýni og eigingirni, — öfgar og valdsæði hafa leitt þau útí ógöng- ur fávisku og hermdarverka. — En þrátt fyrír alt eru þau bjartasta bálið sem brennur á strönd tuttug- ustu aldarinnar. Ekkert land, enginn bær, getur verið án þeirra, nema missa mikils; — það er sjálfsagður metn- aður að eiga mikinn og góðann blaðakost. V estm annaeyingar Baarinn ykkar er annar stærsti kaupstaðurinn á íslandi, — einhver auðugasti staðurinn og sá sem virðist eiga glæsilegasta framtíð. þjóðin hefut' horft tilykkar í undrun og aðdáan, er hún sá hinn hrað stíga vöxt og viðgang, — hið þróttauðg? framtak ykkar og djarf lega baráttu. Með viljasterkri atorku og möguleikum þeim sem mennirtg nýrra tíma gaf ykkur, hafið þið breitt fátæku, einangruðu kotbýlun um í framtíðarríkann bæ, sem veitir „afli þeirra hluta sem geia skal" inn í viðskiftastraum þjóðar- innar. Þér hafið ankið vellíðan hennar og ausið gulli til beggja handa. Yður finst ef til vill óg íara með hátiðleg glamuryrði og gullhamra- En ég hefi aðeins sagtsannleikann. Og þessi auðugi tuttugustu aldar bær, hefur ekkert blað ekkert tíma> rít nema að láni. Aðrir íslenskir bæjir, alt að helmingi fólksfærri og getuminni, bera uppi eitt, og jafnvel, tvö, blöð. — Seyðisfjörður með c. 900 íbúa hefur altaf barist fyrir því að „halda út“ blaðinu sinu, þrátt fyrir óvanalega slæm skilyrði og margskonar örðugleika Margs annars, sem nauðsylegt þykir í bæjum hafa þeir orðið að fara á mis við, en líf blaðsins hafa þeir viljað umfram alt þó skift hafi um menn og skoðanir ísafjörður skipar tveimur velrit- uðum blöðum undir menningar- merki þjóðarinnar og hefur þó eigi nema um 5000 íbúa. Norðfirðingar eiga eitt. Á Akureyri koma út fjögur blöð, og eitt þeirra annan hvorn dag; þó eru þar nokkur hundruð íbúum færra en hér. í>ér Yestmannaeyingar! Margar tilraunir hafið þér gert til blaðaut- gáfu hér í eyjum, en með þeim árangri að eigi væri undrunarefni þó þér hefðuð sjálfir mist trúna á möguleikana. Þó hefur nú verið ákveðið að byrja enn á nýjan leik, — og eitt. er ábýggjanlegt: mögu- leikarnir eru fyrir hendi; hin fyrri grip hafa ekki verið fáliniaus. Annan laugardag hér frá heilsar nýtt blað með nafninu: V I K A N Til „Vikuntiar verður stofnað á nokkuð annan hátt en verið hefur um önrtur blöð hér. Skjöldur, Skeggi Þór og Eyjablaðið hafa öll verið einhliða og einlituð flokkablöð, sem hafa borið fram tilgang sinna póli« tísku hugsjóna á sverðsoddum. Pví hefur ekkert þeirra átt ósundr^ aðri samúð allra eyjarskeggja að fagna. En með Vikunni skal stefnt í aðra átt. — Því er ætlað að verða Vestmannaeyjablað fyrir Vestmannaeyinga, og sem slíkt mun það engann þátt taka í reip- togi og skinnaleik flokkanna, æsing og víggleði hefur ofmjög blindað sýn stríðsmanna í baráttu stefna og stétta. Aftur á móti vill blaðið, svo sem föng eru til, færa fréttir af því sem gerist utan og ofan við þras dægurmálanna; segja frá því helsta sem við ber á atvinnusvið- um í listum, bókmentum, o. s. fr. Hefur það aflað sér aðstoð ýmsra prýðilega ritfærra manna, sem munu, er fram líða stundir, skrifa í blaðið greinar margvísslegs efnis. í’ó að „Vikan“ ætli ekki að skipa sér í ætiórnmálaflokk, tekur það fúslega til birtingar, greinar um bæjarmál Vestmannaeya þó að skoðanir hinna tveggja ríkjandi flokka komi þar glögglega í ljós en að sjálfsögðu verða slíkar grein- ar að vera prúðmannlega ritaðar og lausar við persónuleg meiðyrði. Væri mér, sem með blaðið fer, VETEAEFRAKKATAU N Ý K O M I ð. F R A K K A JR saumaðir eftir máli kosta aðeins kr. 120,00 ST0L2ENWALD k i LÆÐSKEKI það afarmikil ánægja, ef menn vildu leita til þess með það sem þeir hefðu að segja í velferðarmál- um bæjarins, þar eð ég kem hér sent gestur og þekki lítt lil staðar hátta og hagsmuna. Annars mun blaöið auglýsa sjálft efni sitt. En sem óg hefi áður sagt væri það dularfult fyrirbrigði, gæti eigi eitt blað þrifist hér meðal nær 4000 íbúa, auk aðkomumanna og virðist mér að allir ættu að sjá sæmd sína í að styrkja það tíl lífs ef þeim félli það í geð. „Vikan" verður 4 síður af svip- aðri slærð og „Lögrétta" og kem- ur út hvern laugardag. — Auka blöð munu og koma út öðruhvóru ef eigi liggja önnur verkefni fyrir í prentsmiðju blaðsins og auglýs íngar berast að. Aukablöð tnunu þó aldrei verðá meira en tvær síður. Verð blaðsins verður 15 au f lausasölu og 1,75 fyrir ársfjórðung. Verður strax á morgun farið að veita áskrifendum móttöku á af- greiðslu blaðsins, Vestmannabraut 13 (Miðgarði.) Er það trú mín að hver einasta fjölskylda í bænum skrifi sig fyrir blaðinu og það strax á morgunn. Reynslan mun skera úrhvortkött- urinn hefur verið keyptur í sekkn- um. Eru menn vinsamlegast beðnir að greiða áskriftatgjaldið fyrirfram til að létta undir með blaðinu í byrjun og er þá gjaldið eigi nenta 1,50. Og þér auglýsendur, það þarf ekki að lýsa fyrir yður gildi aug- lýsinga. Pað er óhrekjandi stað- reynd að áhrif þeirra eru ótak mörkuð. Og auk þess að sjá með því sinn hag bestann, er þess að vænta að þeir vilji og gera sifct til að styrkja eina blaðið í bænum. Augiýsingum verður veitt mót„ taka í prentsmiðjunni eða á afgr. blaðsins Skulu þær vera komnar til blaðsins eigi síðar en kl. 2 á föstudaga. Vestmannaeyingar! í von um góða viðkynning og samvinnu, kveð ég ykkur. Steindór Sigurðsson. # # AFEKMINGARDAGINN ## A V E X T i R uýjir og niðursoðnir. Súkkulaði o g Konfekt. öl Og gosdrykkir að ógJeymdu indæla k a f f i n u Ennfremur: E g g glæný. — Grænar baunir. — Picldes — Ostar. — Sardínur — o. m. fl. — Minnist þess ávalt að verð á öllum matvörum er lángsamlega lægst lijá okkur. X X X X X X X X á ^öruRúsié X X X X X X X X X Simi liö tssmpsm.ojs vMtjttfim TEKUR ALSKOlsr A.R

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/1372

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.