Varðveislumál : í bóka- og skjalasöfnum - 01.12.1989, Blaðsíða 1

Varðveislumál : í bóka- og skjalasöfnum - 01.12.1989, Blaðsíða 1
Varðveislumál í bóka- og skjalasöfnum Fréttabréf nr. 1 1. árg. 1. tbl. Desember 1989 Fréttabréf þetta er gefið út að tilhlutan varðveislunefndar Bókavarðaféiags íslands. Því er ætlað að varpa ljósi á þann vanda sem við er að glíma við varðveislu hvers konar gagna, sem geymd eru í bóka- og skjalasöfnum og huga að hvað helst megi verða til úrbóta. Var dreifibréf það, sem látið var liggja frammi á Bókaþingi 5. okt. sl., eins konar undanfari þessa bréfs, sem hugmyndin er að halda áfram að gefa út eftir því sem efni er tiltækt, til fróðleiks og leiðbeiningar bókavörðum og öðrum er þessi mál varða. Mun hér stiklað á stóru um ýmis atriði er e.t.v. gefst tækifæri til að víkja nánar að síðar. Þeir sem vilja leggja til efni í fréttabréfið eru hvattir til að hafa samband við einhvem nefndannanna (sjá baksíðu). Gæðastaðlar fyrir pappír Frá árinu 1987 hefur verið unnið að alþjóðlegum staðli, ISO TC 46 SC 10, um gæði upplýsinga- og skráningarmiðla, þ.e. pappírs og annarra gagna. Fer það starf fram í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn. Finnskur staðall fyrir skjalapappír, SFS 5453, kom út á þessu ári. Hann er sniðinn að gæðakröfum fyrir pappír sem á að varðveita um ókomna framtíð. Bandarískur staðall, American National Standard z39.48-1984, miðast við varanlegaii, óhúðað- an pappír sem notaður er til bókagerðar. Ljósrit af þessum staðli er hægt að fá hjá staðladeild Iðntæknistofnunar. Nú er farið að nota sérstakt merki til að einkenna bækur sem em prentaðar á pappír er uppfyllir kröfur bandaríska staðalsins. Það lítur svona út (S)™ Þeir sem framleiða bækur og bera ábyrgð á varðveislu gagna, bóka og skjala þurfa að fylgjast með því sem gerist á sviði staðlamála. Gæði og samsetning pappírs Pappír er samsettur úr þún'nu íagi sellulósaþráða. Til styrkingar er jafnan bætt við límsterkju og fleiri efnum og loks er hann e.t.v. húðaður. Gæði hans felast í hreinleika, styrkleika og stöðugleika. Þau fara eftir því úr hvaða efni sellulósa- þræðimir eru, hvaða efnum er bætt við og þeim aðferðum sem er beitt við framleiðsluna. Bómullarblanda inniheldur bestu sellulósaþræðina en algengast er að nota trjákvoðu sem er mis- munandi að gæðum. Sýra úr klórbleikiefnum, óhreinsuð trjákvoða, sem inniheldur mikið af tréni, og álharpeis lím- sterkja eru helstu skaðvaldar í pappír.

x

Varðveislumál : í bóka- og skjalasöfnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Varðveislumál : í bóka- og skjalasöfnum
https://timarit.is/publication/1409

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.