Varðveislumál : í bóka- og skjalasöfnum - 01.12.1989, Blaðsíða 3
fyrirlestur. Þar var m.a. unnið að undirbúningi norræns námskeiðs um varðveislumál sem NVBF
ætlar að standa fyrir næsta sumar er verður sennilega haldið í Kaupmannahöfn í byrjun ágúst.
Hverju landi mun gefinn kostur á að senda 5-8 manns. Verður það nánar auglýst þegar þar að
kemur.
Þá munu Bókavarðafélag íslands og Félag um skjalastjóm í sameiningu gangast fyrir fræðslufundi
um þessi efni í vor.
Ritfregnir
NORDINFO-NYTT 11(1988), nr. 4 er helgað varðveislumálum. Þar eru margar fróðlegar greinar um
ástand þessara mála á Norðurlöndum, m.a. sú sem næst er nefnd.
Stefanía Júlíusdóttir: Biblioteksmaterialets tilstand i islandske biblioteker og formentlig udvikling de nœste
15 ár. NORDINFO-NYTT 11(1988), nr. 4.
Greinarhöfundur segir frá niðurstöðum fundar sem hún boðaði til í okt. 1988 með forstöðumönn-
um heistu bókasafna landsins til þess að afla upplýsinga um ástand safnefnis. Þeir voru beðnir
um að lýsa ástandi safnkosts á söfnum sínum og leggja fram skýrslu um það. Fram kom að sam-
kvæmt sjónmati virtist ástand safnefnis í nokkuð góðu lagi. Eldri dagblöð og tímarit eru helst talin
í eyðileggingarhættu en ekki hefur verið gerð vísindaleg athugun á ástandi safnefnis hér á landi.
Ekkert þeirra salfia sem könnunin tók til hefur nú rykþéttar geymslur þar sem fylgst er með raka
og hita.
Einnig var reynt að sjá fram í tímann og gera sér grein fyrir því hvemig aðstæður yrðu hér á landi
eftir 15 ár varðandi geymslur fyrir safnefni sem áhugi er á að varðveita til frambúðar og hvemig
aðgangur muni verða að þessu efni.
Stefanía Júlíusdóttir: Nokkur atriði um geymsluskilyrði ú skjala- og bókasöfnum. Sveitarstjórnarmál 1984.
s. 260-264.
Þessa grein ættu allir bóka- og skjalaverðir að verða sér úti um.
Hér em rakin öll helstu atriði sem skipta máli um varðveislu í bóka- og skjalasöfnum, svo sem
hita- og rakastig, áhrif ljóss, ryks og meðferð mismunandi safnefnis.
Hoel, lvar: Papirnedbrydning. En underspgelse af papirsurhed og papirstyrke i nordiske bpger 1850-1985
(Det Kongelige Bibliotek. Forskningsrapporter; 1). í þessari bók gerir höfundur grein fyrir rannsókn-
um er hann vann að á vegum Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn. Hann kemst að þeirri
niðurstöðu að pappír í bókum frá árabilinu 1880/90-1960/70 sé mjög súr á Norðurlöndum. Þá
leggur hann áherslu á mikilvægi þess að binda inn bækur sem á að varðveita. Bandið kemur mjög
í veg fyrir eyðileggingu, m.a. vegna þess að loft leikur þá síður um blaðsíðurnar.
ísland var ekki með í rannsókn Hoels og er það miður því fróðlegt hefði verið að sjá t.d. hver áhrif
loftslag hefur haft á endingu þess pappírs sem hér hefur verið notaður í skjöl og bækur.
Páll L. Einarsson: Þjóðaraifurinn súr og stökkur. Morgunblaðið 23. apríl 1989 (Viðtöl við Áslaugu Jóns-
dóttur.forstöðumann viðgerðarstofu Þjóðskalasafns o.fl.).
Bent er á að þótt ástand pappírs í bókum virðist betra hér en víða annars staðar vegna minni
mengunar og kaldara loftslags sé ekki ástæða til að ætla annað en sama ástand skapist hér og
annars staðar, þ.e. að bækur og blöð molni niður með tímanum. Einnig er rætt um mikilvægi þess
að nota góðan pappír, því dýrara sé að þurfa að afsýra hann í framtíðinni.