Fregnir - 02.12.1931, Blaðsíða 1

Fregnir - 02.12.1931, Blaðsíða 1
I. árg. 2. des. 1931. 1. tbl. Þ Ý S K A M A R K I Ð Það hefir margur undrað sig á, á Þessum síðastliðnu mánuðum viðskiftakreppunnar, sem leitt hefir til verðhruns á peningum svo að segja flestra Evrópulandanna, og Það svo að sjalft enska sterlingspundið, tákn öryggis í peningamálunum, er nú orðið einna reikulast í gildi,- Þá skuli standa óhögguð að verðgildi mynt Þeirrar Þjóðar, sem að flestra áliti hefir minst pólitiskt og fjár- hagslegt öryggi a ð baki sjer, sem sje Þýska markið. Plestir munu hafa haft Þá skoð\m, að ef nokkurri af myntum NorðurálfuÞjóðanna væri hætt við falli, Þá væri Það í fyrsta. lagi Þýska markinu. Það er Því ekki nema. nokkur von, að Þeir verði hissa, Þegar myntir fjöl- margra lando, sem hingað til hafa verið álitin mjög f járhagslega. sterk, eins og t.d. SvíÞjóð, falla stórum i verði, en Þýska. markið stendur óhaggað. Gagnvart erlendum viðskiftun Þjóðverja er Þetta svo, en nán- ari athuganir á innanlandsviðskiftalifi Þjóðverja leiða i ljós, að markið er Þegar raunverulega fallið i verði i inanlandsvið- skiftalifinu, og viðburðir siðustu mána.ða leiða Þær staðreyndir fram á sjónarsviðið, að ekki getur verið að ræða nema um örstutt timabil, Þar til verðfall Þess nasr einnig yfir á skráningu Þess i alÞjoðaviðskiftum, og að' verðgildi Þess Þá hrynji á mjög skömm- um tima. Þýsku hagskýrslurnar sýna að árið 1929, siðasta "normala" árið fyrir heimskreppuna, voru seðlar i urnferð i Þýskalandi 5981 milj. marka, en 30. se^tember i ár er upphæðin 6334 miljónir, eða að nokkru meiro en 1929. En ef athugaðar eru skýrslurnar vim verslunar | umsetningu Þessara tveggja ára kemur i Ijós, að hún hefir minkað um meira en Þriðjung, hvað utanrikisverslmina. snertir, og kaup- geta innanlandsmarkaðsins alt að helmingi. Samkvæmt skýrslum um framleiðsluna i landinu hefir hún á timabilinu 1929 til 1931 minkað um 36% Viðskiftalif ársins 1931, sem ekki er nema tæpir tveir Þriðju af viðskiftum ársins 1929, krefst meiri seðlaumferðar,og Þrátt fyrir raunverulegt vöruverðfall (endur- bætur á. framleiðslunni, sem gera hana ódýr- ari, mælda i vinnueiningum). Þessar tölur segja Þvi beint út, að á inna.nlandsmarkað- inum er markið Þegar fallið um l/3. Jafnframt er Það Þekt staðreynd, að a.ukin eða minkuð vixlaumferð i viðskiftalifinu hefir sömu áhrif og getur að nokkru komið i stað samdráttar eða aukningar seðlaumferðar. Ef athuguð er Þessi hlió viðskiftanna i Þýskalandi kemur fram enn ægilegri mynd af ástandinu Þar. í septemberlok 1930 er vixla- umferðin 1,9 milljarðar marka. En á sama tima i ár 4 milljarðar, eða meira en tvöfcl- uð. Ennfremur hefir rikisbankinn minkað gulltryggingu seðlanna úr 41/ niður i 31/, og skiftimyntin (sem ekki hefir Það verð- gildi, sem hún hljóðar upp á) tvöfölduð. Að Þjóðverjar hafa getað haldið uppi mark- inu i ár er Þvi að Þakka., að Þeir hafa haft 3 milljörðum marka meiri útflutning en inn- flutning, og ekki greitt neitt af erlendum lánum sinum i ár, og sem nema yfir 10 milli. jarða marka, er Þeir fengu greiðslufrest á til seinni hluta, febrúar ræsta á.r, auk hern- aðarskaðabótanna. En Þessi hagstæði verslun- arjöfnuður stafar ekki af aukntan útflutningi, heldur af niðurskurði á innflutningi og notkun innfluttra hráefna frá árinu 1930, sem nú eru sem Óðast gengin tii Þurðar. Þar sem að hið háa gengi á. markinu hefir Þær af- leiðingar, að óumflýjanlega hlýtur að draga -mjög úr Þýskum útflutningi á næstunni,getur

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/1450

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.