Krónuveltan - 28.10.1933, Blaðsíða 1
1. ár.
Akureyri, 28. okt. 1933.
1. tbl.
ÁSKORUN
til Akureyringa jrá
Skíðastadamönnum.
í sumat hefir verið unnið kapp
samlega að því, að veita heitu vatni
úr laugunum í Glerárgili niður i
sundpollinn hér uppi í gilinu.
Fjðldi manns hefir þar gefið vinnu
eða lagt fé af mörkum og bæjar-
sjóður hefir einnig lagt sinn skerf
til fyrirtækisins. Nú er heita vatnið
komið i þróna.
Akureyringar hafa verið samtaka
um að koma þessu verki í fram-
kvæmd.
En mikið er eftir ógert enn.
Við hugsum ekki svo hátt, að
byggja yfir laugina fyrst ura sinn.
En þar þurfa að koma vistlegir
klefar, sem upphitaðir eru með
laugavatni, svo menn geti klæðst
þar og afklæðst. Par farf einnig að
koma heitt og kalt steypibað i
klefa. Pá fyrst má hafa full not af
lauginni allan ársins hring.
Börn og unglingar í skólunum
hérna eiga að læra sund í lauginni.
Viljið þið vita til þess, að þau eigi
að klæðast í köldum klefunum, þegar
þau koma upp úr lauginni?
Akureyri á ekkert baðhús og
fjöldi bæjarbúa á erfiðan aðgang
að baði. Liugin er einnig fyrir þá.
Laugin er fyrir alla Akur-
eyringa, unga sem gamla, kon-
ur sem karla.
Við verðum öll að vera samtaka
um að hætta ekki við þetta verk
hálfgert.
Skíðastaðafélagið á Akureyri hefir
ákveðið að gangast fyrir samskotum
til frekari framkvæmda á verki þessu
og þannig er
Krönuvelta Skíðastaða-
félagsins á Akureyri
til orðin. Hver méðlimur Skíða-
staðafélagsins skorar á þrjá menn
að leggja eina krónu af mörkum til
ofangreinbra framkvæmda. Hr. kaup-
maður Björn Björnsson frá Múla
hefir lofað að veita samskotunum
raóttöku f Verzl. Norðurland.*-Allir
sem borga skora samtímis á þrja
kunninga sína hér i bœnum,
sem ekki hafa fengið áskorun áður,
að leggja einnig eina krónu af
mörkum.
Við væntum þess, að allir þeir,
jafnt konur sem karlar, sem ráð
hafa á og eru máli þessu hlynntir,
verði við áskorun þessari. Fé þessu
verður vel varið.
Petta er menningarmdl fyrir
Akureyrarkaupstað.
■ NÝJA-BÍÓ HH
Föstud, laugard. kl. 9 og
sunnudag kl. 5 og 9.
Grand Hótel
tal og hljómmynd í 12 þáttum. Aðalhlutverkin leika:
Greta Garbo, Joan Grawford, John
Barrymore, Wallace Beery, Lionel
Barrymore, Lewis Stone, Jean Hershalt.
Frægasta bók þeirrar skáldkonu sem mest orð hefir
farið af á síðustu árum, þýsku konunnar Vicki Baum,
er Grand Hótel Vicki Baum fór sjálf til Hollywood
og fylgdist með töku myndarinnar og gerði þær breyt-
ingar á sögunni er þurfa þóttu til kvikmyndunar. Sjö
af frægustu leikurum heimsins fengu aðalhlutverkin og
miklu fé var varið til þess afr gera myndina að því
listaverki sem hún er. — Grand Hótel hefir vakið
feikna athygli um allan heim og fengið ársverðlaun
coo »Akademisins« í Hollywood. cöo
Rúmgóða stofu
hefi eg til leigu nú þegar.
Jónas Kristjánsson.
Skíðastaðamenn
Skoruðu á:
Svanbjörn Frímannsson:
Bjarni Jónsson, útbússtj.
Kristján Árnason, kaupm.
Sr. Friðrík Rafnar.
Steinþór S'gurðsson:
Sigurður Guðmundsson, skólam.
Brynleifur Tobiasson, kennari.
Hermann Stefánsson, fimleikakennari.
Kjartan Sæmundsson:
Baldur Guðlaugsson.
Kristinn Þorsteinsson.
Kári Jóhannsson.
Friðrik Magnússon:
Jón Benediktsson, prentari.
Jón Norðfjörð, bókhaldari.
Björn Halldórsson, lögfræðingur.
Agnar Guðlaugsson:
Erlingur Friðjónsson, kaupfél.stj,
Lárus Rist, spítalaráðsm.
Ólafur Magnússon, sundkennari.
Pormóður Sveinsson:
Guðbjörn Björnsson, kaupm.
Tómas Steingrímsson, verzlunarm,
Þórhildur Steingrímsdóttir, frú
Porlákur Jónsson:
Steingrímur Jónsson, baejarfógeti.
Kristbjörg Dúadóttir, skrifari.
Alfreð Jónasson, tollvörður.
Stefán Árnasonl
Pétur Jónsson, læknir.
ÓIi P. Kristjánsson, póstmeistari.
Helgi Skúlason, augnlæknir.
Snorri Sigfússon:
Kristján Sigurðsson, kennari.
Kristbjörg Jónatansdóttir, kennslukona.
Arnfinna Björnsdóttir, kennslukona.
Karl Ingjaldsson:
Halldór Ásgeirsson, verzlunarstj,
Althur Guðmundsson, verzlunarm,
Ingimundur Árnason, verzlunarm.
Halldór Aspar:
Jón E. Sigurðsson.
Þórsteinn Sigvaldason.
Borghildur Jónsdóttir, frú.
Björn júlíusson:
Jóhanna Jóhannesdóttir, Oddagötu 5,
Jón Matthíasson, Brekkugötu 2.
Ragnhildur Jónsdóttir.
Axel Kristjánsson:
Viggó Sigurðsson
Sverrir Ragnars.
Guðmundur Jónasson.
Vernh. Þorsteins?;:
Jónas Þór.
Brynjólfur Sveinsson.
Jakob Kvaran.
Jóhannes Kdstjánsson:
Þorsteinn Thorlacius.
Þorbjörg Thorlacius.
Gunnar Sigurgeirsson.
Þorsteinn Stefánsson:
Júníus Jónsson, bæjaiverkstjóri.
Halldór Halldórsson, byggingafulltrúi.
Jón Ouðmundsson, bókhaldari.
Stefán Thorarensen:
Páll Sigurgeirsson, kaupm.
Theodor Lilliendahl, símritari.
Karl. O. Runólfsson, fiðluleikari.
!
Bjðrn Björnsson frá Múla:
Eiríkur Brynjólfsson, ráðsmaður.
Þórarinn Björnsson, kennari.
Árni Guðmundsson, læknir.
Jakob Frimannsson:
Vilhjálmur Þór.
Ólafur Thorarensen.
Jón C. F. Arnesen.
Tómas Björnssón :
Jón Sveinsson, bæjarstjóri.
Ólafur Jónsson, framkvæmdastjóri.
Baldvin Ryel, kaupmaður.
Steindór Steindórsson:
* Árni Guðmundsson læknir.
Sigfús Halldórs frá Höfnum skólastjóri.
Sigurður L. Pálsson kennari.
Famhald á 2. siðu.
birtist í dag í fyrsta sinn. Ráðgert
er að hún komi út að minnsta
kosti annan hvern dag, meðan
krónuveltan er f fullum gangi.
Skiðastaðamenn kosta útgáfu blaðs-
ins og öll önnur útgjöld við velt-
una, svo hver króna, sem inn
kemur, gengur óskert til endur-
bóta og nýbygginga á búnings-
klefum við sundlaugina.
í trausti þess, að Akureyringar
bregðist vel við áskorununum, er
þegar byrjað á þessum
endurbótum.
Kaupið
Tónhendur
Björgvins Guðmundss.
Aðalfundur
TTfTTTTTTTTT
Draupni kl. 5
á morgun.
•• •• •• •• •• •• ••
Athygli allra þeirra sem auglýsa þurfa,
skal vakin á því, að KRÓNUVELTAN er
borin inn á hvert heimili í bænum og er
því Iangbezta auglýsingablaðið.
Auglýsingunum sé skilað á Prentsmiðju
Odds Björnssonar.
Um krónuveltuna.
Sem kunnugt er, er hugmyndin um
krónuveltuna ekki frumleg, heldur
tekin upp, eftir Reykjavík.
Nokkrar raddir hafa heyrst um
það, að óviðkunnanlegt væri að apa
þetta eftir Reykvíkingum. En hér er
það ekki mergur málsins, hvort hug-
myndin er frumleg eða ekki, held-
ur er það málefnið, sem unnið er
fyrir. Happdrættí og hlutaveltur eru
ekki uppfundnar á Akureyri og eng-
inn segir neitt við því, að ýms fé-
Iðg nota þetta til fjársöfnunar í
EIGIN ÞARFIR.
Krónuveltan er fjársöfnun til mál-
efnis, sem snertir alla bæjarbúa,
beiniínis eða óbeinlinis. Að vfsu má
halda þvi fram, að ýms ðnnur málefni
hefðu verið eins nauðsynleg; en
gétið þið bent á það málefni, sem
er þarfara?
Krónuvelta hlaut að koma hingað
til Akureyrar, og bæjarbúar mega
vera glaðir yfir þvf, að hún er notuð
til stuðnings eins þeirra málefna, sem
varðar þá alla, en ekki aðeins fá-
eina menn.
Grasfræ -,,Trifolium.a
Munið eftir að panta grasfræið í tíma,
Umboð fyrir hið alþekkta grasfræ-firma »Trifolium«.
Gunnar Jónsson,
lögregluþjónn.