Fréttabréf Stómasamtakanna - 01.11.1981, Blaðsíða 1

Fréttabréf Stómasamtakanna - 01.11.1981, Blaðsíða 1
SAMTÖKIN FRETT flBREF 1. tbl. 1. árqangur Nóv. 1981 INNGANGUR 16. okt. 1980 voru Stómasamtökin formlega stofnuð. Árið 1977 hafði hópur áhugafólks bundist samtökum að vinna að málefnum stómafólks og hefur þetta áhuga- fólk unnið mjög þýðingarmikið brautryðjendastarf sem varð kveikjan að stofnun félagsins. Með þessu fréttabréfi hefst nýr þáttur i starfsem- inni. Tilgangurinn er m.a. að flytja fróðleik og fréttir af okkar málum og að upplýsingar berist til allra sem óska að fylgjast með, hvar sem þeir eru bú- settir á landinu. Hér á landi munu hafa verið framkvæmdar yfir 20 stómaaðgerðir á árinu 1980. Ekki höfum við tölu yfir fjölda stómaþega hér á landi en þeir munu vera um 150-200 talsins. Á hirfum Norðurlöndunum munu vera um 10-15 þúsund stómaþegar i hverju landi og á Bretlandi um 127 þús. Skiptingin milli tegunda aðgerða mun vera ca. 65-70% colostomy, 15-20% iliostomy og 10% urostomy og annað. Þvi miður virðist erfitt að ná til þeirra sem geng- .ist hafa undir stómaaðgerðir hér á landi. Er nú svo komið að við höfum nær enga vitneskju um nöfn þeirra sem genqist hafa undir þessar aðgerðir fra miðju ári 1979. Við vitum þýðingu þess að fá miðlað af reynslu þeirra sem gengið hafa i gegnum slika aðgeró. Við heitum á alla sem áhuga hafa á þessum málum að stuöla að þvi að sem flestir gerist félagar i Stóma- samtökunum.

x

Fréttabréf Stómasamtakanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Stómasamtakanna
https://timarit.is/publication/1686

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.