Rödd samtakanna - 15.12.1939, Blaðsíða 1

Rödd samtakanna - 15.12.1939, Blaðsíða 1
r ROOO SflMTBKJUMB 1. TÖLUBLAJÐ FÖSTUDAGUR 15. DES. 1939. 1. ARGANGur a Forsœtísráðherra vekur upp gamlan draug. 1925. 1932. 1939. Hermann Jónasson forsætisráð- herra ber fram frumvarp á Al- þingi, til breytinga á lögum um lögreglumenn frá 19. júní 1933. Samkvæmt þessu frumvarpi fær dómsmálaráðherra algert einræð- isvald yfir allri lögreglu. 1 fyrsta lagi getur hann einn á- kveðið ótakmarkaða fjölgun varalögreglumanna. I öðru lagi, ræður hann einn laun- um þeirra. 1 þriðja lagi, getur hann einn sent bæjarlögreglu Reykjavíkur hvert á land sem er, gegn vilja lögreglustjóra og bæjarstjórnar. í fjórða lagi, ræður hann einn hver stjórnar liðinu. I fimmta lagi, ræður hann einn hvaða vopn lögreglan notar. 1 sjötta lagi ræður dómsmálaráð- herrann einn greiðslum úr rík- issjóði, vegna þessa einræðis síns yfir ótakmarkaðri ríkislög- reglu og vopnum til hennar. Þar sem það er vitað, að Her- mann Jónasson forsætisráðherra er einnig dómsmálaráðherra, þá halda sumir að hann vilji tryggja völd sín í landinu með hernaðar- legu einræði, þótt meirihluti þjóð- arinnar vildi láta hann víkja úr æðsta sæti. Það eitt er víst, að misbeiting rUks valds, er þetta frumvarp ger ráð fyrir, getur orðið hættu- lýðræðinu í landinu. ilefni það sem Hermann Jón- >n mun nota fyrir nauðsyn rík iögreglu mun vera hin margum- talaða Hafnarfjarðardeila, er or- sakaðist af klofning Verkamanna- félagsins „Hlíf”, sem hefur verið eina stéttarfélag verkamanna þar í bæ um aldarfjórðung. Átökin sem urðu í Hafnarfirði voru um það,- hvort „Hlíf” skyldi halda rétti sínum til ákvörðunar um kaup og kjör allra verkamanna í bænum. Félagsdómur úrskurðaði í þessari deilu réttindin til handa Hlíf. Þessi Hafnarfjarðardeila er því engin frambærileg ástæða til myndunar ríkislögreglu, með öll- urr þeim óumflýjanlega kostn tði sem af henni mundi leiða. Það skal viðurkennt, að betra hefði verið að þessi deila hefði aldrei átt sér stað, og er það sldl- yrðislaus skylda allra sannra verkamanna og allra forustu- manna verklýðssamtakanna að fyrirbyggja það með heiðarlegu samkomulagi, án tillits til póli- tískra skoðana, en með tilliti til liagsmuna allra meðlima stéttar- félaganna, að slíkar deilur sundri hagsmunasamtökum alþýðunnar. Fyrir um 15 árum flutti Jón heitinn Magnússon frumvarp um ríkislögreglu. Ástæðan var sú að 'ögreglan í Reykjavík var send eft ir ákvörðun Jóns heitins til þess að vernda verkfallsbrjóta í vinnu- deilu, er Dagsbrún átti í vegna hækkunar á kaupi. Lögreglan beið algeran ósigur, sem vonlegt var þar <?em þúsundir verkamanna og annarra bæjarbúa fordæmdu af- skipti lögreglunnar af kaupgjalds- málum verkamanna. Öll verkalýðsfélög landsins risu gegn ríltislögreglufrumvarpinu svo og f jöldi annarra frjálslyndra borgara fordæmdu ofbeldisleg af skipti ríkisvaldsins af deilum laun þega og atvinnurekenda, enda varð ríkislögreglufrumvarp þetta aldrei að lögum. Ályktnn Samþykkt á stoínþíngi Landssambands ís- lenzkra stéttarfélaga í nóvember siðastlídnumí Stofnþing Landssambands íslenzkra stéttarfélaga samþykkir eftirfarandi ályktun: Þingið lítur svo á, að það sé lífsskilyrði fyrir hmar vmnandi stéttir Islands að sameinast í ElNU landssambandi stettarfelaga seir sé óháð öllum stjórnmálaflokkum, og vill þmgið skora a þau stéttarfélög, sem enn eru ekki orðin meðlimir Landssambands is- lenzkra stéttarfélaga, að gerast það hið allra fyrsta. Þmgið sam- þykkir að fela sambandsstjórn að vinna sleitulaust að þvi, að ta félög til þess að gerast meðlimir sambandsins. Ennfremur lítur þingið svo á, að það hafi verið rétt hja Varn- arbandalaginu, að leita samvinnu við stjórn Alþýðusambands Is- lands, um það, að sameina stéttarfélögin í emu ohaðu stettarfelaga- sambandi, enda álítur þingið, að sambandsstjórn megi ekki lata neitt tækifæri ónotað, sem gæti orðið til þess, að samvmna mætt. takast við önnur verkalýðssamtök um baráttu fynr þv. að endur- heimta samningsfrelsi verkalýðsfélaganna og um ofluga barattu fyrir bættum kjörum og að sameining mætt. takast v.ð Alþyðu- samband íslands eða önnur sambönd stettarfelaga, þo aðemsa beim lýðfrjálsa grundvelli, sem Landssamband islenzkra stettarfe- laga byggir tilveru sína á, þannig að allir meðlimir hafi sama rett og sömu skyldur innan samtakauna”. Kaupgjaldsmálin. Aðeins einu sinni í sögu Islands hefur ríkislögregla verið sett á fót, en það gerði Ólafur Thors meðan hann sat á ráðherrastól í forföllum Magnúsar heitins Guð- mundssonar. Ríkislögregla þessi kostaði ríkissjóð um y2 milljón króna. Tilefni til þessara örþrifaráða Ölafs Thors voru atburðfr er gerð ust hér í bænum 9. nóv. 1932. Að- dragandi var sá að bæjarstjórn hafði við fyrri umræðu ákveðið launalækkun verkamanna í at- vinnubótavinnu úr kr. 1.51 um tirnann í kr. 1.00, eða um rúmlega % án minnstu umræðna við stétt- arfélag verkamanna, „Dagsbrún” 9. nóvember fór fram síðari um- ræða í bæjarstjóminni og var vit- að fyrirfram að þessi gífurlega launalækkun ætti að samþykkjast þar, og koma í framkvæmd dag- inn eftir. Sem mótmæli gegn þeirri frelsisskerðingu og árás á lífsmöguleika fátækustu heimil- anna í bænum, lögðu allir verka- mennirnir í atvinnubótavinnunni niður vinnu, og fjölmenntu á bæj- arstjómarfundinn. Mikil mann- þröng var við dyrnar á meðan ræðuhöld fóru fram og krafðist fjöldinn inngöngu, og þrýsti hann þeim fremstu inn. Greip þá lög- reglan til barefla og urðu æsingar miklar meðal áheyrenda er Sig. Ölafsson starfsmaður Sjómanna- félags Reykjavíkur kom alblóð- ugur á höfði í dyr fundarsalarins en það var á meðan Jakob Möller talaði fyrir láunalækkuninni. Varð þá hlé, og síðan slitið fundi. Þau tíðindi er síðan gerðust ber að J skrifa á reikning lögreglustjórans er skipaði að ryðja salinn eftir að nær allir bæjarfulltrúarnir voru farnir, og voru það blóðugar að- farir er lögreglan barði alsaklausa verkamenn með kylfum sínum. Þegar hún síðar kom fylktu liði með kylfur á lofti með lögreglu- stjóra út á götu, varð hinn marg- umtalaði bardagi milli verka- manna og lögregluliðsins, sem þús undir áhorfenda saka lögregluna um að hafa hafið að ástæðulausu. Alþýðuflokkurinn og Framsókn arflokkurinn unnu glæsilegan kosningasigur 1933 með afnám ríkislögreglu Ölafs Thors sem höf uðkjörorði og voru höfuðrökin: Réttlát ríkisstjórn þarfnast ekki ríkislögreglu, og fé því er til henn ar er varið, tryggir betur friðinn í landinu, ef því er varið til at- vinnuaukningar fyrir sveitandi menn. Reykvískir verkamenn, iðnaðar menn og öll alþýða! Sýnið að þið standið saman gegn stofnun ríkis- Jögreglu, sem notuð yrði til þess að berja niður með valdi kröfur hinna fátæku, um atvinnu og brauð! Verkalýðurinn mun vernda lýð- ræðið. Guðm. Ó. Guðmundsson. Senn er Alþingi á enda og ekki sést enn að það ætli að rétta hlut verkalýðsins í kaupgjalds- málunum, og afnema þau ranglátu ákvæði, sem þjóð- stjórnarflokkarnir þrír settu með gengislögunum. Þá var ekki einungis gengið lækkað á íslenzkri krónu um 22%, heldur tekinn af verklýðssamtökum landsins réttur þeirra til að ákveða kaup meðlima sinna og semja við atvinnurekend- ur um það, réttur sem félögin byggjast á og hafa haft frá því þau voru stofnuð, undirstaða allr- ar verklýðsstarfsemi. Verkafólkið var sett „utan garðs” í þjóðfélag- inu, ekki einungis i raun og veru heldur líka að lögum. I stað þess var ákveðið að kaup verkamanna og sjómanna — þó ekki iðnlærðra — skyldi ’ ^kka eftir dýrtíð löngu eftir á, og aðeins um hluta þess sem dýrtíðin hækkaði, um helming til tvo þriðjuhluta dýrtíð- araukningarinnar. Kaupgjaldið var þannig raunverulega lækkað með lögum, eftir því sem dýrtíðin hækkaði, kaupgeta verkalýðsins minnkaði án þess að nokkuð kæmi í staðinn. Þessari löggjöf hafa svo fylgt önnur frumvörp og lög til að skerða rétt verkalýðsins á öðr- um sviðum, allt með það fyrir aug um, að vsrkafólkið gæti ?kki sam- einast í samtökum sínum, um hags munamál stéttar sinnar. Timinn er kominn til þess að verkalýður- inn vakiii. án tillits tii póliíísks ágreinings og standi saman um rétt samtaka siiuia og kröfur um jafnrétti í þjóðfélaginu, á móts iið aðrar stéttir, um að krefjast fuiira launa fyrir vinnu sína, en ekki nokkurs hluta. Á Alþingi höfum við þrír þing- menn borið fram frumvarp og breytingartillögur við gengislögm í þá átt, að endurheimta rétt verk- lýðssamtakanna og meðlima þeirra Aðal innhald þessara breytinga er að bannið gegn samningafrelsi verklýðsfélaganna verði atiumið þegar í stað, að í þeim tilf.llum sem ekki er sagt upp samnng-um eða á annan hátt ákveðið uu nýtt kaupgjald, skuli kaupgjaldsaxtar verkafólks og iðnlærðra mama og starfsfólks hækka að fullu eftir dýrtíðaraukningu, og komi hekk- unin til framkvæmda mámðar- lega, með öðrum orðum lágmæks- kauphækkun fari þá að fullu eyti eftir dýrtíðinni, svo að kaupjeta verkalýðs og starfsfólks haldis: ó- breytt, að bætur samkvæmt al- þýðutryggingalögum og barnsmeð lög hækki að fullu eftir dýrtíðinni, Þetta eru þær lágmarkskröfur sem verklýðssamtökin verða að gera, að félagsréttindi hinna frjálsu verklýðssamtaka verði að fullu viðurkennd, og að tryggt sé ef samtökin ganga ekki til samn- inga eða í vinnudeilur, að kaup^ gjaldið hækki að fullu cftir dýr- tíðinni. Síðustu mánuði ársins hef- ur borið flóð verðhækkunar, vegna gengisfalls og dýrtíðar yfir land- Framhald á 4. síðu. verður haldínn sunnudagínn 17. desember kl. 1 efiír hádegí í , Nýja Bíó FUNDAREFNI: Verkalýðsmálín á Alþíngí Aívínnuleysíð í bænum Raeðumenn: SigurSur Guðnason. Guðjón Benediklsson. héðinn Yaldimarsson. ESvarS SigurSsson. Laufey Valdimarsdóttir. Þorsteinn Pétórsson. Alþýðufólk! Fíölmenníð. landssamband isL sféffarfélaga Fullfrúaráðíð f Reykjavik

x

Rödd samtakanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rödd samtakanna
https://timarit.is/publication/1716

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.