Geislinn - 01.12.1939, Blaðsíða 1

Geislinn - 01.12.1939, Blaðsíða 1
GEISLINN Útgefandi: Barnastúkan „Sunna“ nr. 111. Fyrstu sporin. Hinn 4. des. s.I. var barnastúkan „Sunna“ ársgömul. Saga hennar er því hvorki löng né viðburðarík. En hún er þó nógu löng til aö sýna það, að stofnun hennar var spor í rétta átt. Meðlimir hennar, sem nú eru 142 að tölu (allir í bænum) hafa yfirleitt sótt fundi mjög vel, og meö hinum mesta áhuga. Börn og unglingar þrá félagsskap, en því miður, beinist félagsþörf þeirra, einkum drengja, oft inn á óheppi- legar brautir, ef ekki er haft náið eftirlit meö þeim. Þessvegna er nauösynlegt, í ölium þorpum og kaupstöðum, aö stofna féiagsskap meðal barna og unglinga, sem reistur er á heilbrigðum, siðferðilega traustum grunni, og sem getur beint hug barnanna að hollum félagslegurn viðfangsefnum i.g fógrum hugsjúnum. Qóðtempl- arareglan er einmitt slíkur félagsskapur. Markmiö ungiingareglunnar er: Aö kenna þeim ungu að skilja þá hættu, sem Ieitt getur aö nautn áfeng- is og tóbaks, og brýna fyrir þeim nauðsyn bindindisstarfseminnar. Að fá æskulýðinn til að vinna samtaka gegn áfengis- og tóbaksnautri og fjárhættuspilum. Að vinna á móti Ijótu oröbragði og öðrum löstum. Að vinna að því að göfga æskumanninn og hjálpa honum tii að veröa góður og nýtur maður. En það var einmitt þetta, sem fyrst og fremst vakti fyrir stofnendum barna- stúkunnar. Og takmark okkar, sem í líkum félagsskap störfum, er íslenzk bind- indisæska, þróttmikil og heilbrigð í orði og athöfn, æska, sem lætur sér engin menningarmál þjóðar sinnar óviðkoinandi, og iætur bindindismáiiö vera hinn vígða þátt í öllu starfinu. A þessu fyrsta starfsári sínu hélt stúkan 12 fundi, og fór auk þess eina skemmti- ferð inn að Gufufossi. Ennfremur seldi hún merki fyrsta sumardag, til ágóöa fyrir félagsskapinn, með góðum árangri. Á fundum er alltaf ieitast við að samríma það tvennt, að hafa bæði efni til fróð- leiks og skemmíunar. Þeim góðu mönnum, sem aö því hafa stuðlað, eru hér með fluttar alúöar þakkir. Og nú stendur fyrirdyrum skemmtifundur, sem jafnframt á að vera einskonar afmæiisfagnaður stúkunnar. Yfirleitt eru íundir stúkunnar á tveggja til þriggja vikna fresti, eftir ástæðum. Þessi ungi félagsskapur er nú að byrja annað starfsár sitt. Vonirnar, sem viö hann eru teugdar eru margar. í stórura hópi heilbrigðra ungmenna, veröur maöur

x

Geislinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Geislinn
https://timarit.is/publication/1753

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.