Geislinn - 01.12.1939, Blaðsíða 2
2
GEISLINN
alltaf b'artsýnn og stórhuga, og sér framtíö okkar litlu þjóöar, eins og maöur hef-
ur hugsað sér hana fegursta. Og þaö é einmirt aö vera hlutverk þessara ungmenna
að láta þær hugsjónir rætast. — Sérhver æskumaöur þarf aö eiga sínar hugsjónir
heilbrigðar, göfugar hugsiónir, sem hann lifir og berst fyrir, og svíkur aldrei.
Svartasta skammdegi ársins stendur nú yfir. En einmitt þá er þráin eftir vorinu
— vorhugurinn sterkastur. Og í raun og veru er þaö svo, aö hvar sem þróttmikil
æska safnast saman, til þess að vinna að göfugum málefnum, þar er vor í lofti.
Þessvegna er bjart yfir starfsemi stúkunnar enda þótt vetur herji.
Meðlimir st. „Sunnu" nr. 111. Eg á ekki aðra betri ósk ykkur til handa, á þessu
nýbyrjaða starfsári, en þá, aö hinn sanni vorhugur megi einkenna allt ykkarstarf,
nú og ætíð. Þá mun ykkur vel vegna.
„Láttu ekki í hjarta þér letra önnur mál,
en þau, sem guð og feguröina festa í þinni sál“. S. Q.
Barátta.
Eins og mönnum er kunnugt, geysar nú ógurleg styrjöld í heim-
inum. Nú eru iólin aö ganga í garö, og verða þessi jól ömurleg fyr-
ir margar þjóöir. Allir góöir menn vilja stuðla aö því, að einlægur friður ríki í
heiminum, en þetta gengur, því miður, mjög erfitt. Hér í okkar litla landi, erekki
háö barátta á vígstöðvum. Hinsvegar er hér háö barátta við hinar skaölegu eitur-
nautnir, sem hafa fest rætur í öllu þjóölífi okkar. Þaö er þetta, sem litla stúkan
okkar stuðlar að, að útrýma. Þaö er því miður, mjög erfitt, en markinu skal náð.
P. B.
Inlin Nú eru jólin að nálgast, hin mikla hátíð friöar og kærleika meö öll
sín jólaljós og fögnuð. Hér hjá okkur, í litla fátæka landinu okkar,
verða þessi jól eflaust eins og önnur, okkur öllum til mikillar gleði og ánægju.
Aliir hlakka til jólanna, jafnt ungir sem gamlir. Börnín hiakka til kertaljósanna og
gjafanna. og gleðjast yfir þeim, en foreldrar og þeir, sem eldri eru, gleðjast yfir
gleði þeírra. Aldrei finnum við það betur en á jólunum, hve okkur þykir væntum
foreldra okkar, sem reyna eins og þeir geta, að gleðja okkur, og aldrei langar
okkur eins til þess, og einmitt þá, að vera góð og hlýðin börn. Okkur finnst jól-
in alltaf vera fljót að líða. Það er vegna þess, að við erum búin að hlakka svo
lengi til þeirra, og okkur þykir þá svo gaman. Þó okkur finnist jólin vera fljót aö
líða, geta þau geymst í hugum okkar allt ti! æfiloka. Nú á þessum erfiðu og
hættulegu tímum, þegar stórþjóðirnar níðast á þeim, sem minni máttar eru, þá er
ástæöa fyrir okkur, að gleðjast yfir þvf, að við búum í litlu, fátæku og afskekktu
landi, fyrir utan allar þær hömungar, er geysa í heiminum. Er nú ekki ástæða til
fyrir okkur, þegar við setjumst viö jólaborðið, aö hugsa dálítið til barnanna, sem
búa í þeim löndum, þar sem styrjöldin geysar. Mörg eiga þau. ef til vill, ekkert
heimili, en þau, sem heimili eiga, setiast viö jólaborðin heima hjá sér, þar sem allt
ber vott um fátækt og skort. Víða sjást auð sæti, sem minna áfjarlægan eða fall-
inn vin. Megum við ekki vera þakklát fyrir, að standa utan við allt þetta? Að end-
ingu vil eg óska ykkur öllum gleðlilegra jóla. O. Sv.
Ábyrgðarm.: Sigurður Qunnarsson.
i
— Seyðisfjarðarprentsmiöja.