Stúdentablað lýðræðissinnaðra sósíalista - 15.10.1947, Blaðsíða 1
LÝÐRÆÐISSINNAÐRA SÓSÍALISTA
OKTÓBER
REYKJAVÍK
1947
Kjósið með lýðræði og
sósíalisma gegn
íhaldi og kommúnisma
Um langt skeið haía úrslit stúdentaráðskosninga sýnt óeðlilega mikið fylgi stúdenta við
íhald og kommúnisma.
Þetta hetur mörgum þótt einkennilegt, og er slíkt eigi að undra.
Svo óeðlilegt sem það er, að æskumenn skuli aðhyllast og gerast málsvarar afturhaldsins
í landinu, þeim mun turðulegri hlýtur sú staðreynd að vera hverjum hugsandi manni, að íhaldið
skuli hafa hlutfallslega meira fylgi meðal háskólaborgara en annarra landsmanna.
Menntamenn flestra landa hafa fengið orð íyrir annað en fylgisspekt við aíturhald. Þeir
hafa þvert á móti verið í fylkingarbrjósti í baráttunni fyrir frelsi og öryggi alþýðunni til handa.
Þá hlýtur það og að koma íslenzku þjóðinni kynlega íyrir sjónir, að tlokkur manna, sem
íylgir og tilbiður erlenda heimsveldisstefnu og einræðisþjóðskipulag, skuli hafa haft nokkurt fylgi með-
al nemenda æðstu menntastofnunar landsins.
En nú hefur þegar orðið nokkur breyting hér á, og sjá menn nú straumhvörf fyrir í stjórn-
málum háskólastúdenta. Þannig hetur komið í ljós við tvennar síðustu stúdentaráðskosningar, að lýð-
ræðissinnaðir sósíalistar eiga vaxandi fylgi að fagna.
Vinstrisinnaðir stúdentar sjá nú alltaf betur, að meirihluta-valdi „Vöku' verður eigi hnekkt
af kommúnistum, heldur sé lýðræðissinnuðum sósíalistum einum treystandi til að hneklqa því veldi.
Þeir stúdentar, sem látið hafa véla sig til fylgis við „Vöku" undir yfirskini baráttu gegn
kommúnisma, eru nú farnir að viðurkenna, að íhaldið sé ekki sem bezt fallið til að kveða niður
þann vágest. Reynslan hér háskólanum er eins og annars staðar, að öfgamenn til hægri ala við
brjóst sér snák kommúnismans. Þessir menn munu því nú telja áhugamálum sínum bezt borgið með
því að auka enn og efla áhrif lýðræðissínnaðra sósíalista í félagsmálum stúdenta.
Kommúnistar og íhaldsmenn óttast nú mjög þverrandi tylgi við þessar stúdentaráðskosn-
ingar. Lýðræðissinnuðum sósialistum kemur það eigi á óvart. Aldrei hefur málsstaður þeirra tengið
jafn mikinn hljómgrunn meðal háskólastúdenta og nú. Þeir treysta því, að allir stúdentar, sem hafna
vilja ötgunum til hægri og vinstri, fylki sér um A-listann.