Stúdentablað lýðræðissinnaðra sósíalista - 15.10.1947, Blaðsíða 3

Stúdentablað lýðræðissinnaðra sósíalista - 15.10.1947, Blaðsíða 3
3 TRYGGVI ÞORSTEINSSON, stud. med.: Stúdentafélag lýðræðissinnaðra sósíalista og Stúdentaráð Enn á ný er að því komið, að hver há- skólastúdent verður að taka ákvörðun um, hverjum hann ætlar að fela umboð sitt í stúdentaráði á næsta ári, þar sem kosning- ar til þess fara í hönd. Ef hann vill sér og félögum sínum vel, kýs hann með því félagi, sem hann treystir til að móta og framkvæma störf stúdenta- ráðs til góðs fyrir stúdenta og félagslíf þeirra. Til þess að komast að rökréttri nið- urstöðu, er þýðingarmikið, að hann geri sér grein fyrir því, á hvern hátt hin pólitísku félög hafa farið síðastliðið ár með það vald, er þeim var falið við síðustu stúdenta- ráðskosningar. f þessu sambandi má einnig minna á það, að Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, átti 5 fulltrúa í fráfarandi stúdentaráði, Fé- lag róttækra stúdenta 3 og Stúdentafélag lýðræðissinnaðra sósíalista 1 fulltrúa. En störf félaganna stóðu þó engan veginn í beinu sambandi við fulltrúafjölda þeirra. íhaklið, og eru Vöku-menn, sem reyndar kalla sig lýðræðissinnaða stúdenta, fulltrúar þess í háskólanum. Stefna íhaldsins byggist á því, að fáir rnenn geti auðgazt á kostnað fjöldans. Þegar einstaklingar ráða yfir fram- leiðslutækjunum, hlýtur það að hafa í för með sér rangláta og ójafna skiptingu á þjóð- artekjunum milli þegna þjóðfélagsins. Skipulagsleysi í framleiðslunni, atvinnu- leysi og kreppur eru einkennandi fyrir auð- valdsskipulagið. Höfuðókostur þess skipu- lags er skorturinn á fjárhagslegu öryggi, ör- yggi gegn skorti og atvinnuleysi. Stefna í- haldsins er því ekki stefna framtíðarinnar, og skildi hin djarfa, brezka þjóð það vel árið 1945, þegar hún sagði skilið við stefnu íhaldsmanna, en kaus stefnu jafnaðarmanna eða lýðræðissósíalismann. Hér á landi reyna íhaldsmenn, sem reyndar kalla sig sjálf- stæðismenn, að halda sínum fylgjendum við trúna með því að stofna til bæjarútgerð- Hinn ágæti og ósérplægni fulltrúi Stú- dentafélags lýðræðissinnaðra sósíalista í frá- farandi stúdentaráði, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, leysti af hendi ótrúlega mikið starf, og bar fram mörg aðalmálin, sem fyrir ráðið komu síðasta kjörtímabil. Eg ætla nú að minnast á nokkur þeirra. BÓKAMÁL Fá mál eru þýðingarmeiri fyrir háskóla- stúdenta en bókamálin. En samt hafa þau verið í miklum ólestri, svo sem allir vita. Til að bæta úr þessu bar Þorvaldur Garðar fram á stúdentaráðsfundi 13. desember eft- irfarandi tillögu : „Stúdentaráð Háskóla Islands álítur, að orðið sé tímabæi't fyrir háskólann að setja á stofn fyrirtæki, sem reki bókaútgáfu og bókaverzlun. lláðið telur að slíkt fyrirtæki veiti há- skólanum stórum bætta og ákjósanlega að- stöðu til þess að efla menningu og bók- ar, sem þeir á sínum tíma börðust hatram- lega á móti. En þó að íhaldið stofni til slíks atvinnureksturs og framkvæmi ýmsar félagslegar umbætur, er þar ekki á ferð nein stefnubreyting, heldur hefur það séð sig til- neytt að gera þetta vegna kröfu jafnaðar- manna og almennings í landinu. Er ekki kominn tími til fyrir íslenzku þjóðina að segja skilið við íhald og komni- únisma. Megi háskólastúdentar skapa for- dæmið með því að fylkja sér um hugsjónir lýðræðisins og jafnaðarstefnunnar, framtíð- arstefnunnar, sem tryggir fólkinu óskorað frelsi, jafnrétti, alhliða öryggi og hamingju. Lýðræðisjafnaðarstefnan hlýtur að vera það, sem koma skal á íslandi. Með atkvæði þínu, stúdent, getur þú vísað þjóðinni rétta veg- inn. Gerum sigur lista lýðræðissinnaðra sósíalista í stúdentaráðskosningunum stóran og eftirminnilegan. menntaþroska þjóðarinnar og geti auk þess gefið honum góðar fjárhagstekjur. Ráðið álítur eðlilegt, að þetta fyrirtæki sjái háskólastúdentum fyrir námsbókum með kosntaðarverði. Leyfir ráðið sér að beina þeim tilmælum og óskum til hins virðulega háskólaráðs, að það hefji, sem fyrst, undirbúning að því, að þessu fyrirtæki verði komið á fót“. Til stuðnings tillögunni fylgdi svofelld greinargerð frá flutningsmanni : „Það er kunnara en frá þurfi að segja, að háskólastúdentar hafa átt við að stríða mikla erfiðleika vegna skorts á námsbókum. Öllum má vera ljóst, hver áhrif þetta á- stand hefir á árangur og afköst stúdenta við nám þeirra, og gerist þess vegna ekki þörf á að lýsa því hér. Það hefir sýnt sig, að þetta ástand er ekkert einstakt fyrir- brigði styrjaldaráranna, þótt það af eðlileg- um ástæðum væri verra þá en nú, heldur á það orsök sína í því skipulagi, sem á þess- um málum er, eða réttara sagt skipulags- leysi. Tillaga sú, sem hér er borin fram, er ár- angur umhugsunar um það, hvernig bezt og eðlilegast sé að bæta úr þessu ástandi. Lagt er til, að háskólinn setji á stofn fyr- irtæki, sem reki með venjulegum hætti verzlun og útgáfu á bókum. Á þetta fyrir- tæki yrði lögð sú skylda að hafa jafnan á boðstólum þær námsbækur, sem háskóla- stúdentum er ætlað að nota. Það pantaði erlendu bækurnar og gæfi út þær íslenzku, ef höfundar þeirra æsktu þess og hefðu ekki séð fyrir útgáfunni með öðru móti, enda yrðu þeim greidd sómasamleg ritlaun. Þessi skipan myndi ekki einungis tryggja stúdentum námsbækurnar, heldur einnig geta stutt að því, að íslenzkir fræði- og vísindamenn riti í ríkari mæli bækur í stað hinna erlendu námsbóka, eftir því sem hentugt og viðráðanlegt þætti. Þetta fyrirtæki háskólans ætti að sjá há- skólastúdentum fyrir námsbókunum með

x

Stúdentablað lýðræðissinnaðra sósíalista

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablað lýðræðissinnaðra sósíalista
https://timarit.is/publication/1964

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.