Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1943næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Vísir - 18.03.1943, Blaðsíða 1

Vísir - 18.03.1943, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiöjan {3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Simi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 llnur Afgreiðsla 33. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 18. marz 1943. 63. tbl. Þjóðverjar hraktir úr Tsjugujev aftur. Annarsstaðar má ekki á milli sjá. Harðnandi mótspyrna ÞJódverja lijá Viasma. Allar fregnir Rússa benda til þess, að þeir sé jafnt og þétt að verða vonbetri um i'irslit orustunnar um Donetz-fljótið. í herstjórnartilkynning- unni frá í gærkveldi er frá l>vi skýrt, að Rússum hafi orðið töluvert ágengt suðaustur af Karkov og bætt að- stöðu sína þar til rnuna. 1 áhlaupi tókst Rússum að lirek ja Þ jóðver.ja úr borginni Tsjugujev, sem er 30—40 kílómetra leið frá Karkov og náðu með því móti hag- stæðari aðstöðu en fyrr. Þjóðverjum var svo mikið í mun að ná þessum stöðvum aftur, að þeir gerðu sex gagnáhlaup hvert á fætur öðru, en þau fóru öll út um /þúfur. Þarna er eina breytingin, sem Rússar segja frá í tilkynningu sinni. Þjóðverjar sögðu frá því í gær, að þeim miðaði áfram til Byelgorod, en aðrar fregnir liafa ekki borizt af þeim htuta Karkov-vígstöðvanna. Hinsvegar taka Rússar það fram, að þeim hafi allsstaðar tekizt að hindra það, áð Þjóðverjar hryt- ust yfir á vinstri bakkann og hafi j>eir þó beitt bardagaaðferð- um, sem erfitt hafi verið að verjast, því að þær hafi krafizt þess, að hægt væri að flvtja stórar sveitir langar leiðir á mjög skömmum tíma. Ein af aðferðum Þjóðverja er sú, að þeir senda í sífellu stóra hópa skriðdreka, allt að sextiu eða sjötíu saman, fram til árása hingað og þangað, til þess að reyna að finna veikan hlett á vörnunum. Skriðdreka- hóparnir eru látnir fara allt að 100 km. á einum degi i þpssum tilgangi og eru svo sendir aftur lil hins upprunalega árásar- staðar, til þess að reyna að koma verjendunum á óvart þar. Rússar beita ógi*ynni af skrið- drekabyssusveitum til varnar gegn þessari bardagaaðferð Þjóðverja. Sógja fréttaritarar, að þarna sé teflt fram fleiri skriðdrekabyssum en nokkurs staðar geti um, á jafn litlu svæði. Eru sumar skriðdreka- byssusveitirnar fluttar til eftir þvi, sem þörf krefur. Það. er til mikils hagræðis þama, að aftur hefir brugðist til frosta og er færð því betri en áður. JMikil gagnáhlaup á miðvígstöðvunum. Vörn Þjóðverja vex nú óðum á miðvígstöðvunum, segir i fréttastofufregnum frá Moskva. <iera þeir mörg gagnáhlaup og beita bæði skriðdekum og fót- gönguliði. Einkum era þau hörð vjð upptök Dnjeþr, þar sem Rússar komust vestur yfir ána fyrir nökkrum dögum. Þrátt fyrir þessi gagnáhlaup liafa Rússar getað haldið áfram þaraa. Einn mesti ávinningur Rússa þarna er að þeir hafa rofið járn- brautina til Nikitinka, en hún liggur frá aðalbrautinni milli Smolensk og Viasma. Er það eina járnbrautin til þessarar borgar og mikill hnekkir fyr- ir Þjóðverja, að samgöngur við hana teppast, því að hún er eit! áf aðalvirkjunum fyrir austan Smolensk. Iiardagar hjá Kursk. Undanfarið hefir borið fátt til tiðinda í nágrenni Kursk Rússar hafa aðallega unnið að því að draga að sér birgðir fil ið lil stærri tíðinda þarna og eru það Þjóðverjar sem átt hafa frumkvæðið. Lögðu þeir til at- lögu hjá Syevsk fyrir norðvest- an Kursk, en þar eru Rússar komnir næst Bryansk að sunn- an. Rússar hrundu þessu áhlaupi eftir allharða viðureign. þess hluta vígstöðvanna, koma upp víggirðingum þar og kippa samgöngum i lag að baki stöðv- unj sínum. Nú hefir aftur dreg- Djarflegt afrek norskra sjóliða 100:1 í Savoi í morgun hafa ekki borizt | neinar fregnir af bardögum í I Savoi-héraði í Frakklandi, en | ítölsk hersveit er sögð vera að ! búast til atlögu við Frakka. . Einu fregnirnar af þessu koma frá Sviss og segir i skeyti frá einum af fréttariturum United Press þar, að franski hershöfðinginn Cartier sé fyrir Frökkunum, sem verjasl þarna, cn þeir sc svo miklu færri, að hundrað ítalir sé gegn hverjum einum þeirra. Hernaðaryfirvöldin í hérað- inu eru byrjuð fjöldahandtökur jiar með það fyrir augum, 1 að neyða til hlýðni Frakka, sem ekki vilja hlýta vinnuskrán- ingu þeirra. Fyrv. hnefaleika- meistari í þýzku fangelsi. Þekktur norskur hnefaleika- maður, Ingvald Stormo, er var um citt skeið meistari í þyngsta flokki, liefir verið dæmdur til liriggja ára þrælkunarvinnu. Málavextir voru þeir, að Stormo og kona tians voru á gangi á götu í Þrándheimi, þar sem ]>au eiga heima, er nokkrir drukknir Þjóðverjar slógust upp á þau. Tók einn þeirra í konu Stormos en liann snérist Laval settir úr- slitakostir. Samkvæmt svissneskum fregnum befir Fritz Sauckel sem sér um öfiun verkamanna fyrir Þjóðverja, sctt Laval úr- slitakosti. Tilkynnti Sauckel Laval, að ef hann stæði ekki við loforð sitl um að senda 200.000 verka- menn í viðbót til Þýzkalands, þá muni þýzki herinn taka að sér skrásetningu verkamanna um allt Frakkland og engin vægð sýnd við að fá þá til að fara til starfa i Þýzkalandi. ivgisr 1 sei Skipatjón Japana 8—900.000 smál. Knox flotamálaráðherra Bandarikjanna sagði í ræðu í gær, að skipatjón Japana í stvrjöldinni mundi nú nema um þriðjungi Jiess skipasótls, sem ]>eir áttu i upphafi hennar. Þegar stríðið hófst var talið, að .Tapanir ættu kaupför af ýmsum stærðum er næmi sam- tals rúmlega (>.ö milljónum sinálesta, en Iínox taldi tjón ]>eirra neina rúmlega 1.8 millj. smálesta. En á sama tíma hefði þeim tekizt að bæta þetta tjón upp að hálfu leyti með nýsmíð- um, töku skipa annarra hern- aðaraðilja og björgun skipa, sem sökkt liefði verið. Tatdi Knox, að skipatjón Japana mundi nema 800—900.000 smá- lestum. til varnar og sló þrjá þeirra nið- ur, áður eu |>eir gálu komið lionuin undir. Þýzluir herréttur dæmdi i máli Stormos og liefir hánn ver- ið sendur til Þýzkalands til að afplána hegninguna þar. (Frá norska blaðafulitrúanum). 6000 menn tóku þátt í árásunum. Tvær seinustu árásir Breta á Essen þ. 5. og 12. þ. m. voru hörðustu árásir, sem gerð- ar hafa verið á nokkra borg, aðra en Köln. Rúmlega 100 flugvélar tóku þátt í hvorri þessara árása og voru rúmlega þrjú þús. menn í þeim. En frá byrjun febrúar- mánaðar hafa 7000 flugvélar farið í 38 árásarleiðangra gegn Þýzkalandi og hernumdu lönd- unum. Bretar telja að Þjóðverjar hafi um 1000 stórar loftvarnabyss- ur i Ruhr-héraði og a. m. k. tvær minni fyrir hverja stóra. Mennirnir, sem verða að gæta þessara byssna eru taldir fleári en. Þjóðverjar hafi í Tunis, og auk ]>ess munu Þjóðverjar liafa ]>risvar fleiri orustuflugvélar í Ruhr en Tunis. Eitt þýzkt blað segir um Ess- en, að borgin hafi orðið fyrir harðari árásum en nokkur þýzk borg liafi orðið að þola, og menn verði að treysta á minnið, lil að geta gert sér ljóst, hvernig ln'm leit út áðrr. NídÞstia frcttir Rússar hafa tekið tíu virki fvrir sunnan Ilmen-vatn. — Þjóðverjar eru komnir að Don- etz-fljóti á breiðu svæði. Bandamenn taka Gafsa. Hersveitir bandaraanna í Mið- Túnis hafa tekið Gafsa aftur. Gafsa er um 100 kilómetra inni í landi og var á valdi bandamanna þangað til Romm- el hóf sókn sína fyrir um það bil 4 vikum. Borgin er við járn- hrautina frá Gabes og mikil- vægt virki fyrir Rommel til að verja leiðina suður eftir Tunis til Mareth-linunnar. Giraud hefir fellt.úr gildi öll lög og reglugerðir, sem Vichy- stjómin hafði sett eftir 22. júní 1940. Vekur ]>etta ánægju í Bretlandi og líka hitt, að Giraud liefir boðið de Gaulle að heim- sækja sig í Alsír. Er búizt við að hann fari þangað mjög bráð- lega. í London eru menn með bollaleggingar um ]>að, að Catröux hershöfðingi verði ef til vill eftirmaður Bergerets llershöfðingja sem varaland- stjóri í Norður-Afriku. Stríðsframleiðsla Japana efld. Nú á að endurskoða fram- lciðslu Japana vandlega með það fyrir augum, að hún komi að sem beztum notum í stríðinu. Tojo forsætisráðherra skýrði , frá þvi á þingfundi í gær, að stjórnin hefði viðað að sér iniklum fjölda tækniráðunauta, þvi að nú kæmi það tímabil í þessu stríði, er liver einstak- lingur yrði að leggja inikið að sér til þess að sigur vinnist. Að lokum sagði Tojo, að stjórn- in myndj sjá um að þess yrði gætt, að hagnýta alla fram- leiðslumöguletika til hins ýtr- asta. Sökktu 2 þýzkum skipum i norskri höfn. Norsk herskip, sem starfa með brezka flotanum, hafa sökkt tveim skipum fyrir Þjóð- verjum í höfninni á Flórey fyrir norðan Bergen. Var hér um litil herskip að ræða, sem þetta unnu. Sigldu þau inn í höfnina fyrir allra augum á sunnudagsmorgun og skutu tundurskeytum að tveim þýzkum flutningaskipum. Ann- að þeirra, stórt skip, brotnaði ]>§gar í tvennt, en eldur kvikn- aði í liinu og sást það sökkva síðar. Flórey er um 150 km. fyrir norðan Bergen, um það bil miðja vega milli Sognsævar og Norðf.jarðar. NkiiMcrjíir a björguðust all ir omeiddir. Skipid tók niðri tvisvar, áður en það rak á land. í gær gerðu flugvélar Banda- ríkjamanna, sem bækistöðvar hafa í Alaska og á Aleuteyjum, sex árásir á stöðvar Japana a Kiska. Bandaríkjamenn á Salomons- eyjum hafa gert tvær árásir a japönsku bækistöðina í Vila á Cölonhangara-eyju. Fyrst gerðu liiil herskip, að líkindum tund- urspillar, árás á stöðina, en síð- au stevpiflugvélar. Þau hafa orðið örlög Arctic, að það strandaði í gær- dag austarlega á Snæfellsnesi eða á milli Stakkhamars og Melkots. Mannbjörg varð og eru allir mennirnir heil- ir á húfi, að því er blaðið fregnaði 1 dag, og líður ágæt-. lega. Fimm þeirra dvelja að Borgarholti, en hinir á Stakkhamri. Slysavarnafélagið fékk í gær ] skip og flugvél fil að leita og ! það var flugvélin, undir stjórn Arnar Johnson og Björns Ki- ríkssonar, sem fann skipið ; rekið upp i fjöru þar vestra. Lagði flugvélin af stað kl. 0.20 síðdegis í gær, flaug sam- kvæmt beiðni erindreka Slysa- varmifélagsins norður vfir Akranes, síðan yfir Mýrarnar, en ætlaði síðan að fljúga út með Snæfellsnesi og svo beint yfir flóann í stefnu til Reykja- víkur aftur. En um það hil, er flugvélin var að snúa út með nesinu komu flugmenn- irnir auga á skipið, þar sem það var i fjöru á milli Stakk- halnars og Melakols. Þeim, sem ókunnir eru þar vestra. má segja til skýringar, að. þess- ir hæir eru niður við sjó, skammt undan Staðarstað og Gröf. Flugvélin flaug lágt yfir slcipið og virtist j:ar allt vera i fullkomriu lagi. Lá lína úr landi og út i.skipið og sáusl mciin bæði í fjöruborðinu og á skipinu. Fyrir Mýrum var hauga- brim i gærkveldi, cr flugvclin flaug vestur, en á strandstaðn- um var brijnið miklu iniiina. Er þarna göður sandur og svo að segja eini staðurinn, sem mannbjörg var hugsanleg. Annarsslðav öru ýmlst sker eða hamrabjörg. Fiugvélin fann skipið réttum 25 mínútum eftir að hún lagði af stað frá Reykjavík. í morgun átti Vísir tal við Guðmund Albertsson skrif- stofust’jóra hjá FUskimála- nefnd. Skýröi hann blaðinu frá því, að 5 menn hefðu far- ið frá Borgarnesi, m. a. lækn- ir, svo langt vestur sein koinist varð í bíl, en það var að Fáskrúðarbakka. Þaðan fóru þeir á liestum að Borgar- holti, en þar voru 5 skipbrots- inanuanna staddir, hinir voru ■ á Stakkhamri. Var þeim skýrt frá því, að mennirnir væru all- ir heilir á .húfi og ekkert að neinum þeirra. Þeim var enn- fremur sagt, að skipið hefði tekið tvívegis niðri, áður en þá rak á Jand. Var nokkur leki kominn að skipinu, en fregnir um það eru enn allar óljósar, því ekki hafði náðzt- samband við skipstjórann, er blaðið fór i pressuna. Viðtal við skipstjór- ann á »Arctic«, Fréttaritari Vísis átti tal við skipstjórann af Arctic, Jón ól- afsson, um hedegisteytið í dag. Var Jón þá kominn að Hjarðar- felli, og nóðist símasamband þangað. Jón skýrði svo frá, að er Arctic var komin út .fyrir Reykjanes, hafi hún hreppt af- takaveður og var veðurhæðin 11—12 vindstig. Hrakti skipið undan veðri og sjó út á flóa og vissu skipverjar um sfund ekki hvar þeir voru staddir. Er þeir bomust í skerjagarðinn út af Mýrum, reyndu þeir að sneiða álana á milli skerjanna eftir því sem unnt var. Þegar þeir komu nær landi taldi skipstjóri ekki annað fært en stýra skipinu á land. Var búið að bjarga öllum mönnum kl. 8 síðd. í gær, og lókst björgunin eftir því sem bezt varð á kosið.. Skipstjóri telur sig ekki geta sagt neitt ákveðið ,um skemmd- ir á skipinu en álitur þó mjög ólíklegt að það náizt út.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 63. tölublað (18.03.1943)
https://timarit.is/issue/79312

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

63. tölublað (18.03.1943)

Aðgerðir: