Tíminn - 05.09.1941, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.09.1941, Blaðsíða 3
89. blað TfMCYiy, föstadagmn 5. sept. 1941 355 IÞRÓTTIR Héraðsmót U. M. S. Dalamanna. Hið árlega héraðsmót Ung- mennasambands Dalamanna, var haldið að Sælingsdalslaug í Hvammssveit, sunnud. 27. júlí s. L Forseti U. M. S. D., Einar Kristjánsson, setti mótið með stuttri ræðu, en er ræðu hans lauk, söng fjögurra manna flokkur úr Reykjavík: „Ég vil elska mitt land“. Því næst hóf- ust venjulegir iþróttakappleik- ar, þar sem voru mættir 14 þátttakendur úr 4 félögum U. M. S. D. Úrslit kappleika urðu sem hér segir: 100 m. sund. Torfi Magnús- son „Stjarnan“ 1 m. 26.4 sek., Benedikt Benediktsson „Stjarn- an“ 1 m. 30.2 sek., Ketilbjörn Magnússon „Stjarnan" 1,34 mín. 1000 m. sund. Torfi Magnús- son 19 mín. 08 sek., Benedikt Benediktsson 20 mín. 14.1 sek., Þórarinn Sigurðsson „Dögun“ 20 mín. 27.7 sek. 100 m. hlaup. Ólaíur Þórðar- son „Stjarnan“ 12.6 sek., Ást- valdur Magnússon „Stjarnan" 12.8 sek., Kristján Jakobsson „Unnur djúpúðga" 13.4 sek. 4000 m. vegleysuhlaup. Torfi Eysteinsson „Stjarnan" 15 m. 54 sek., Evert Sigurvinsson „Stjarnan" 15 mín. 56.6 sek., Gísli Ingimundarson „Stjarn- an“ 15 mín. 59.8 sek. Drengjahlaup, 200 m. Sturla Þórðarson „Dögun“ 32.9 sek., Kristinn Sveinsson „Von“ 33.9 sek., Ellert Benediktsson „Stjarnan“ 35.4 sek. . .Langstökk. Kristján Jakob- sen 5.66 m., Ástvaldur Magn- ússon 5.59 m., Hildigeir Guð- finnsson „Von“ 5.42 m. Hástökk. Ástvaldur Magnús- son 1.63 m., Kristján Jakobsen 1.53 m., Ólafur Þórðarson og Hildigeir Guðfinnsson voru jaínir, og stukku 1.40 m. Að loknum kappleiknum flutti Helgi Hjörvar, skrifstofustjóri, ræðu. Fjögurra manna söng- flokkur úr Reykjavík söng, við mjög góðar undirtektir, og að lokum flutti gamall Breiðfirð- ingur, Guðmundur Einarsson frá Dagverðarnesseli, ræðu fyr- ir minni ættjarðarinnar. Síðan var stiginn dans fram eftir kvöldi. Á samkomunni munu hafa mætt rúmlega fjögur hundruð manns. Ölvun sást ekki á nein- um samkomugesta og fór sam- koman vel fram, enda veður hið ákj ósanlegasta mestan hluta dagsins. Auglýsið í Tímanum! bæði hið ytra og innra. Úti fyr- ir dyrum stendur „húsbónd- inn“, Jón Eyþórsson, veðurfræð- ingur. Hann tekur gestum hlý- lega. Hér voru fyrir átta manns. Af þeim þekki ég Jóhannes Ás- kelsson, jarðfræðing og frú Auði Jónasdóttur, sem er hér með manni sínum, Steinþórl Sigurðssyni magister. Þessir menn vinna hér, ásamt félög- um sínum, við það að safna efni í árbók Ferðafélagsins, en næsti árgangur hennar á að fjalla um Kerlingaf j öll. Ferðafélag íslands er efalítið með merkari og þarfari félög- um, sem hér starfa. Með ferðalögum sínum, er fjöldi manns hefir tekið þátt í, ár eftir ár, hefir það unnið geysi mikilsvert verk. Efamál er, hvort nokkur hlut- ur þroskar manninn meir en ferðalög, séu þau farin við hæfileg skilyrði. Það má vera furðu sljófur hugur, sem ekki getur hrifizt af fegurð íslenzkr- ar náttúru, tign íslenzkra fjalla, mætti og veldi fossanna, smáfegurð djúpra dala, silfur- blikandi vatna, voldugleik jökla, sandauðna og hrauna og hins glampandi hafs. Ferðafélagið hefir opnað augu og hugi fjölda manna fyr- ir töfrum íslenzkrar náttúru, átt sinn þátt í að þeir yxu, yrðu meiri menn, stærri, víðsýnni, næmari á fegurð lífsins, starf- hæfari, í einu orði þroskaðri menn. En auk ferðalaganna hef- ir félagið safnað og gefið út) mik;nn fróðleik um ýmsa merkilegustu og fegurstu staði R Æ K U R Ástvaldur Eydal Kristins- son: Síldveiðar og síld- ariffnaður. — Reykj avík 1941. Bls. 147. Verð kr. 6.50. í formála bókarinnar segist höf. hafa „leitazt við að lýsa síldveiðunum íslenzku og iðnað- inum í sambandi við þær. Jafn- framt er minnzt á framleiðslu annarra þjóða til samanburðar. Frásögnina hefi ég leitazt við að gera stuttorða og gagnorða.... Ritinu er ætlað að geyma marg- háttaðan og aðgengilegan fróð- leik um þessi mál. Það á að geta verið haldgóð heimild fyrir þá, sem fást við síldarstörf eða af- greiðslu". Þessi tilgangur höf. virðist hafa heppnazt vonum framar. Bókin er mjög fróðleg, efninu vel raðað niður og frásögnin laus við orðalengingar. Bókin á ekki aðeins erindi til síldarfólks. held- ur getur einnig verið gagnleg fyrir þá, sem vilja kynnast þess- um atvinnuvegi. Útgáfa bókarinnar hefir verið styrkt af sildarútvegsnefnd, rík- isverksmiðjunum og fleiri aðil- um, sem standa að síldarútveg- inum. Allmargar myndir eru til skýr- ingar. Búnaffarrit. Ritstjóri: Steingrímur Stein- þórsson. E^mmtugasta og fimmta ár. Fyrra hefti. Reykjavík 1941. Bls. 151. Aðalefnið í þessu hefti eru skýrslur um störf Búnaðarfé- lags íslands og starfsmanna þess á árunum 1939 og 1940. Er þar margháttaðan og merkileg- an fróðleik að finna fyrir þá, sem landbúnað stunda. Þá birtist þarna ítarleg rit- gerð eftir Ólaf Sigurðsson fiski- ræktarráðunaut um lax og sil- ung og ræktun þessara nytja- fiska. Er hún stórfróðleg og öflug hvatning til þeirra, sem geta notið slíkra hlunninda, að gefa þeim meiri gaum. Menntamál. Útgefandi: Samband ísl. barnakenn- ara. XIV. ár., 1. og 2. hefti. Fyrsta heftið er algerlega helgað minningu séra Magnús- ar Helgasonar. Birtast þar greinar um hann eftir Frey- stein Gunnarsson, Viktoríu Guðmundsdóttur, Stefán Jóns- son, Aöalstein Sigmundsson og Hannes J. Magnússon, og kvæði um hann eftir Jón Magnússon, Guðmund Friðjónsson, Kristján Sigurðsson og Jóhannes úr Kötl- landsins, ásamt fjölda mynda, er árbækur þess geyma. Hér erum við komin senni- lega upp í 900 metra hæð. En okkur er boðið að aka lengra upp í fjöllin. Jón Eyþórsson er strax búinn til leiðsögu. Kerlingafjöll eru suðvestan við Hofsjökul, tindótt líparít- fjöll, há, hrikaleg og eftir fróðra manna ágiskun, eitthvert mesta gufuhverasvæði jarðarinnar. Þeim ætla ég ekki að reyna að lýsa. Til þess brestur mig kunn- ugleik. En þeir félagar munu gera það í næstu árbók, ítar- legar en fyrr hefir verið gert. Til þess hafa þeir dvalið hér undanfarna daga, að mér skilst. Þar sem hin akfæra leið þrýtur, göngum við röskan hálftíma, lengra upp í fjöllin, þangað, sem útsýn gefst yfir nokkurn hluta hveranna. Þarna brjótast gufumekk- irnir upp úr yðrum jarðar með jötunkrafti, djúp daladrög og fjallahlíðar viröast sundursoð- in af hinum ægilega hita, en yfir gnæfa f j allanípurnar, hvassar og tröllslegar með stál- gráum hjarnfönnum við efstu brúnir. Og héðan, úr 1000—1100 metra hæð, liggur hálendið op- ið fyrir augum okkar. Mættum við vera að klífa hæstu tind- ana og hefðum til þess þol, blasir við í björtu veðri einhver dásamlegasta útsýn, er náð verður hér á landi, eða svo slfilst mér á Jóni, þótt hann tali hóflega um þessa hluti alla. Á heimleið er komið við 1 Hví slaer þú mig? (Framh. af 2. siðu) að hér sé um að ræða lítil- mannlega tilhneigingu til að sletta sínum andlega flórhala sem víðast að verða má, og gæt- ir þess þá ekki, hvert fyrir verða saklausir eða sekir. Það er ef til vill óþarfi að taka upp þykkju fyrir ung- mennafélögin, þó þeim sé rétt- ur þessi kinnhestur frá séra R. B. Óþarfi af því, að enginn taki mark á manninum. En þó er það svo, að ef ein- hverjir tækju þessi ummæli al- varlega, þá gætu þau vel orðið ungmennafélögunum til skaða, og valdið sundrungu innan þeirra. Eða hvort mundi séra Ragnar telja það heppilegast fyrir kirkjulífið í landinu, ef því væri haldið fram, að þjóðkirkj- an væri t. d. bara einskonar klakstöð fyrir Sjálfstæðis- flokkinn? Ekki má þó skilja orð mín svo, að ég teldi það nokkuð til vansæmdar ungmennafélögum yfirleitt, þó þau styddu Fram- sóknarflokkinn. Fjarri því. En eins og sagt er hér að framan, þá er slíkt óhugsandi samkv. eðli félagsskaparins í heild. Og trúað gæti ég, að pólitískir samherjar séra R. B. teldu hann gera sér vafasaman greiða með því að eigna Fram- sóknarflokknum alla þá tíu þúsund æskumenn, sem eru í ungmennafélögum landsins. Ég mun nú ekki eyða fleiri orðum að þessu máli um sinn. Ég vænti þess, að séra R. B. verði við áskorun minni og geri grein fyrir, hvers vegna hann veitist svo ódrengilega að ung- mennafélögunum. Vefjist honum tunga um tönn við svarið, þá vildi ég mega vona, að hann sé drengskapar- maður þrátt fyrir allt, að hann játi frumhlaup sitt og biðji af- sökunar. Það mundi sæma vel þeim manni, sem er vígður til þjónustu við kenningar þess meistara, sem sagðist hafa til þess komið í heiminn, að hann bæri sannleikanum vitni. Emil Ásgeirsson, Gröf. um. Þá er loks ræðupartur eftir séra Magnús. í seinna heftinu eru aðalgrein- arnar: Hugleiðingar um íslenzka tónlist, eftir Pál Halldórsson og Málfar á barnabókum eftir Ársæl Sigurðsson. Auk þess eru nokkr- ar styttri greinar og fréttir. Gunnar M. Magnúss er nú rit- stjóri Menntamála. Sigurður Thorlacius lét af ritstjórninni um seinustu áramót. Hefir hann verið ritstjóri Menntamála síð- ustu fimm árin. Hvítárnesi. Hlýlegra og vina- legra sæluhús hefi ég hvergi séð á íslandi. Og umhverfið er bæði fagurt og stórfenglegt. Fleiri kilómetra breitt, marflatt gróðurlendi liggur frá húsinu og vestur að vatni, efalítið á- gætis engi á stórum svæðum, en nú leikur sér þar stóð þeirra Tungnamanna, ljónstyggt og villt. Auk þeirra þriggja húsa Ferðafélagsins, sem áður er minnst á, á félagið hið fjórða af miklum myndarskap og hag- í Þjófadölum. Þessi hús eru reist sýni og prýðilega útbúin. Það liggur við, að ég öfundi gæzlumanninn, sem býr þarna, af því að mega vera eftir uppi í ríki öræfanna, þó að gestirnir fari. Á leiðinni niður eftir verður þeim félögum, sem dvalið hafa uppi 1 Kerlingafjöllum, tíðlitið til baka. . Þarna þekkja þeir hvern tind, hvert gil, hjarn- fönn og gróðurhvamm. Þetta unga, hraustlega fólk, hefir bundist trýggðum við fjöllin. Það er enn undir töfraáhrifum þeirra, þótt þau séu nú langt að baki. Af Bláfellshálsi gefst mér síð- asta tækifærið til að líta sem snöggvast aftur inn yfir víð- lendur óbyggðanna, þessa ver- öld, sem felur í sér einhvern seiðþrunginn töframátt, sem er svo voldug i stærð sinni og stór- fengleik, svo heillandi í feg- urð sinni, litskrauti og blæ- brigðum og svo dularfull og kyngimögnuð, að hún hertekur (Framh. á 4. síðu) NNA?, SKOR Skinnaverksmiðjan IÐUNN framleiðir fjölmargar tcgundir af skóm á karla, konur og börn. — Y ijmiir ennfremur úr húðum, skinn- um og gærum margskonar leðurvörur, s. s. leður til skógerðar, fataskinn, hanzkaskinn, töskuskinn, loð- sútaðar gærur o. m. fl. Skinnaverksmiðjan Iðunn, er búin nýjustu og full- komnustu tækjum, og hefir á að skipa hóp af fag- lærðum mönnum, sem þeg'ar hafa sýnt, að þeir eru færir um að keppa við útlenda farmleiðslu á þessu sviði. IÐUNNARV0RUR lást hfá kaupfélögum um allt land ©gr mörgum kaupmönnum. Iðunnarvörur eru sraekklegar, kaldgóðar, ódýrar \otiO ItMW A K vörur • VINNIÐ 0TULLEGA AÐ ÚTBREIÐSLU TÍMANS § 162 Victor Hugo: sagt þér það einu sinni áður, að þú meg- ir eggi borða af kökunni að tarna! — Agnes litla — svo var litla stúlkan heitin — gat unað lífinu næsta vel. Móðir hennar veitti henni allt, sem nöfnum tjáði að nefna. Hún var líka engilfagurt barn. Ég sá hana fjögurra mánaða gamla. Augu hennar voru stór og skær, hárið svartlitt og fagurlega hrokkið. Móðir hennar þreyttist heldur aldrei á því að auðsýna henni blíðu sina. — Já, en Tatararnir? spurði Gerva- isa. — Já, þá er komið að þeim, svaraði Majetta. Dag nokkurn bar svo við, að næsta furðulegt fólk kom til Rheims. Það voru betlarar og flökkufólk, sem ferðuðust umhverfis landið undir for- ustu hertoga síns og greifa. Fólk þetta var brúnt á hörund. Hár þess var hrokkið, og það bar silfurhringi í eyr- um. Konurnar voru karlmönnunum mun ófríðari, og börnin voru svo við- urstyggileg útlits, að þau minntu helzt á apaketti. Þetta var hundheiðið óald- arhyski, sem hafði ferðazt alla leið frá Egiptalandi til Rheims og lagt leið sína yfir Pólland. Það er mælt, að páfinn hafi boðið, að það skyldi reika um Ev- rópu í sjö ár, án þess að hljóta fastan samastað og sofa á hörðum fletum í Ermeralda 16S stað dúnmjúkra rúma. Sú er trú manna, að fólk þetta hafi verið serbneskt að uppruna og trúnað á Júpíter. Það varð að gjalda erkibiskupum, biskupum og ábótum tíund samkvæmt fyrirskipun páfans. Það kom til Rheims, til þess að spá fyrir konungnum í Algier og þýzka keisaranum. Það mun ílestum augljóst mál, að slíkt var næg ástæða til þess, að þeim var með öllu bannað að koma til borgarinnar. En hópurinn sló tjöldum sínum skammt utan við borgarhliðið, og borgarbúarnir þyrptust brátt á fund hinna óvæntu gesta. Þeir litu í lófa fólksins og kváðu upp hinar furðulegustu spár. Það hefði vel mátt ætla, að þeir myndu hafa spáð Júdasi frá Ískaríot því, að hann yrði páfi, ef hann hefði orðið á leið þeirra. En það leið ekki á löngu, unz þeir tóku að fá á sig illan orðróm. Fólk fullyrti, að þeir rændu börnum, lifðu á hnupli og legðu sér jafnvel mannaket til munns. Fólk, sem hugði sig fjöldanum skynsamara, varaði aðra við að leita á fund þessa flökkufólks. Eigi að síður hélt það sjálft til móts við það, en þó með mestu leynd. Töturunum tókst að ná ein- hverju dularfullu töfravaldi yfir hug- um fólksins. Sannleikurinn var sá, að spár þeirra myndu hafa valdið sjálfum kardínálanum undrun. Mæðurnar gerðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.