Tíminn - 09.09.1941, Page 1

Tíminn - 09.09.1941, Page 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: PRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRirSTOTUR : EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A. Síml 2323. Símar 3948 og 3720. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. 25. ár. Reykjavílc, þriðjudagmn 9. sept. 1941 90. bla« Heyiu ycrða mikil og góð í liausl Kartöfluuppskeran verður með mesta móti Fuudur sjávarúf- vegsmanna um físksölusamniug - inn Æsmgatilraunir kom- únista og nazista misheppnast í gær var haldinn hér í bæn- um fundur sjómanna og smáút- vegsmanna til að ræða fisk- sölusamninginn. pafa nazistar og kommúnistar reynt að vekja óánægju hjá þessum aðilum út af samningnum. Var' boðað til svipaðs fundar fyrir nokkrum vikum, en í það sinn reyndist ókleift að stofna til æsinga. Nú hafa orðið þau mistök hjá Bretum, að undanfarið hafa þeir ekki haft hér fisktökuskip og hugðu nazistar og kommún- istar því gott til glóðarinnar á fundinum í gær. Fundurinn var dável sóttur. Af hálfu þeirra, sem deildu á samninginn, létu þeir Jósef Thorlacius íasteignasali og Finnbogi Guðmundsson í Gerð- um mest til sín taka. Þegar leið á fundinn og þessir menn voru kveðnir í kútinn, kom Jóhann Þ. Jósefsson alþm. til sögunnar og reyndi að rétta hlut þeirra. Fór hann þó langtum vægar í sakirnar. Ólafur Thors atvinnumála- ráöherra, Magnús Sigurðsson bankastjóri, Jón Árnason fram- kvæmdastjóri og Haraldur Guð- mundsson forstjóri svöruðu fyrirspurnum og ádeilum á samninginn. í umræðunum upplýsti Jón Árnason, að í aprílmánuði síð- astliðnum hefðu íslenzk fiski- skip farið 5 ferðir til Bretlands, í maí 7 ferðir, í júní 14 ferðir, í júlí 18 ferðir og í ágúst 20 ferð- ir. Flest skipin, sem voru í för- um, voru línuveiðarar. Er ljóst af þessu, að fiskflutningum til Bretlands hefði verið stefnt í óefni, ef ekki hefði tekizt að fá ensk skip til að annast flutn- ingana. í lok fundarins voru sam- þykktar nokkrar tillögur. Að- eins ein tillagan fjallaði um beina breytingu á samningnum (Framh. á 4. síöu) Síldveíðum lokíð norðanlands Miklu ininui síldarafli en í fyrra Síldveiðinni er nú lokið norð- an lands. Var allri herpinóta- veiði þar lokið fyrir seinustu helgi. Hafði sama og engin síld veiðst seinustu dagana. All- margir bátar stunda nú rek- netaveiðar á Faxaflóa og hafa þær gengið sæmilega. Um seinustu helgi var búið að salta 37,747 tunnur af síld á Norðurlandi. En á sama tíma í fyrra var saltsíldaraflinn norð- an lands 87,523 tunnur eða 49,- 776 tunnum meiri en nú. Heild- armagn bræðslusíldar í ár nem- ur 978,610 hl. en í fyrra varð bræðslusíldin alls 2,427,984 hl. Er það 1,449,374 hl. meira en bræðslusíldarafli þessa árs. Auk síldar, sem söltuð var á Norðurlandi í sumar, hafa um 10,000 tunnur verið saltaðar við Faxaflóa. En í fyrra nam Faxa- flóasíld 600 tunnum alls. Nú líður óðum á sumarið og víða er slætti að verða lokið. Uppskurðarvinna í görðum, ásamt margskonar haustönnum, er að hefjast fyrir alvöru þessa dagana. Tíðindamaður blaðsins náði tali af Steingrími Steinþórssyni búnaðarmálastjóra og leitáði frétta hjá honum um horfur með heyfeng og kartöfluupp- skeru bænda. — Bændur hætta nú óðum að slá, segir Steingrímur. Ann- ars er það breytilegt eftir lands- hlutum, hvenær slætti er lokið. Yfirleitt má segja, að heyskap- urinn hafi gengið vel í sumar. Lengst af hafa verið þurkar og bezta tíð. Þó hafa komið ó- þurkakaflar í einstökum lands- hlutum. Munu einna mest brögð hafa orðiö að því á Suðaustur- landi og í austustu sýslunum norðan lands. Hvergi hefir þó þurkleysi valdið verulegu tjóni á heyjum, svo vitað sé, og hér á Suðurlandi hefir nýtingin verið sérstaklega góð. Það er vafalaust óhætt að gera ráð fyrir miklum og góðum heyjum almennt í haust. Um garðræktina er það að segja, að sjaldan hefir verið jafn gott útlit fyrir mikla upp- skeru úr görðum og nú. Var þó tæplega sett eins mikið niður af kartöflum síðastliðið vor og vorin þar á undan, en sprettan er yfirleitt miklum mun betri nú en hún varð árin 1939 og 1940. Nokkuð hefir orðið vart við jurtasjúkdóma í görðum, einkum stöngulsýki og kartöflu- myglu, en tjón af þeim orsök- um hefir þó ekki orðið mjög til- íinnanlegt. Mikill áhugi er nú að verða fyrir fjölbreyttari garðrækt, enda tekur sú grein ræktunarstarfsins miklum framförum frá ári til árs. Ennþá hafa engar skýrslur borizt um jarðabætur, en það má telja víst, að þær verði til muna minni í ár en undanfar- ið. Er það einkum vegna þess, hve erfitt er að-fá verkafólk til þess að vinna landbúnaðar- störf. Auknar víðsjár milli Bandaríkjanna og Þýskalands Viðareign amerísks fimdnrsplllis og þýzks kafbáts 220 sjómílur frá Reykjavík. Síðastl. föstudag birti flota- málaráðuneyti Bandaríkj anna tilkynningu þess efnis, að amerískur tundurspillir, ,Greer‘, sem var á leið til íslands með póst, hefði orðið fyrir kafbáts- árás. Hefði kafbáturinn skotið að honum nokkrum tundur- skeytum, en ekki hæft. Tundur- spillirinn hefði svarað með skothríð og síðan varpað djúp- sprengjum. Á blaðamannafundi nokkru siðar skýrði Roosevelt forseti frá því, að hami heföi gefið fyrirskipun um, að kafbátnum yrði sökkt, ef unnt væri. Ame- rísk herskip væru að elta hann. Fregn þessi vakti strax mikla athygli og umtal í Bandaríkj- unum og var því spáð af ýms- um, að þetta gæti orðið orsök styrjaldar milli Bandaríkjanna og Þýzkalands, því að fullvist þótti, að kafbáturinn hefði ver- ið þýzkur. Á laugardaginn var það við- urkennt í þýzka útvarpinu, að þýzkur kafbátur hefði skotið tundurskeyti á tundurspilli 220 sjómílur frá Reykjavík. Hafi tundurspillirinn fyrst hafið skothríð á kafbátinn og hann því skotið tundurskeytunum í sjálfsvarnarskyni. Ennfremur sagði þýzka útvarpið, að kaf- báturinn hefði haft fullan rétt til þess að gera þetta, þar sem tundurspillirinn hefði verið staddur á svæði, er Þjóðverjar hafa lýst í siglingabann. Tilkynnt hafði verið í Bandaríkjunum, að Roosevelt forseti myndi flytja ræðu síð- astliðið mánudagskvöld, þar sem hann myndi birta þjóðinni mikilvæg tíðindi í utanríkis- málum. Var gert ráð fyrir, að hann myndi þar einkum víkja að þessu máli. Roosevelt hefir frestað ræðunni til fimmtudags, sökum andláts móður sinnar. Amerísk blöð fara mjög hörð- um orðum um kafbátsárásina og segja, að Bandaríkjastjórn verði að gera sitt ítrasta til að halda uppi ótrufluðum sigling- Orustan mn Leningrad Sókn Þjóðverja til Leningrad er nú helzta umræðuefni heimsblaðanna, enda munu úr- slit hennar vafalaust verða þýðingarmikil fyrir Rússlands- styrjöldina. Þjóðverjar leggja auðsjáanlega alla orku sína í það að ná borginni sem fyrst, enda byrjar vetrarveðrátta fyrr á þessum slóðum en annarsstað- ar á austurvígstöðvunum. Það er talið, að eftir lok september geti illviðri tímum saman hindrað allar stærri hernaðar- aðgerðir á þessum slóðúm. Um- sát um borgina í vetur myndi líka valda Þjóðverjum geisi- miklum erfiðleikum, því að flutningar á landi geta orðið erfiðir um háveturinn og erfitt verður að tryggja hernum við- unandi húsnæði. Þessvegna eru Þjóðverjar neyddir til að reyna að ná borginni sem fyrst, þótt það kosti þá miklar fórnir. Samkvæmt seinustu fregn- um Þjóðverja telja þeir sig nú hafa umkringí borgina, ásamt Finnum. Rússar bera þetta hins vegar til baka og segja, að borgin sé enn í sambandi við aðra landshluta. Verður enn ekki séð, hvað rétt er í þessum efnum. En í enskum blöðum hefir jafnan verið gert ráð fyr- ir, að Þjóðverjum gæti heppn- ast að umkringja borgina, en með því væri enganveginn sagt, að þeir væru búnir að ná henni á vald sitt. Varnarsvæði borg- arinnar, sem er frá 20—30 mílna breitt, er aðallega mýr- lendi og skógar og því erfitt yfirferðar. Varnarkerfi Rússa er talið mjög fullkomið. Telja Bretar hana aðra bezt víggirta borg í heimi, næst á eftir Singapore. í varnarliði borgar- innar eru a. m. k. 25 herfylki eða 400—500 þús. manns og ætti það að vera nægur her- afli til aö verja borgina. Auk þess eru svo íbúar borgarinnar, sem eru um 3 millj. Meðal þeirra er sagður mikill áhugi fyrir vörnum borgarinnar og muni flestir þeírra, sem vettl- ingi geta valdið, taka þátt í vörninni. um til Islands. Sama hafa ýms- ir þekktir stjórnmálamenn sagt, t. d. Willkie. Greer kom hingað til Reykja- víkur á fcstudag og er nú far- inn héðan. A. KROSSGÖTUM Bráðabirgðalög vegna húsnæðisvandræðanna. — Verðlag á mjólkurafurðum. — Veiting læknisembætta. — Fleki úr Pétursey. — Útgerð frá Djúpavogi. — Ríkisstjórnin hefir sett bráðabirgða- lög í tilefni af húsnæðisvandræðunum í Reykjavík. Aðalefni bráðabirgðalag- anna er á þessa leið: Leigusala er óheimilt að segja upp húsnæði, nema hann sé íbúöarlaus og hafi verið orð- inn eigandi hússins áður en lög þessi voru sett. Uppsagnir á húsnæðí, sem fram hafa farið fyrir gildistöku lag- anna og ekki voru komnar til fram- kvæmda, skulu vera ógildar, nema hús- eigandi sé sjálfur húsnæðislaus. Leigu- samningar, sem hafa veriö gerðir fyrir setningu laganna og ekki samrýmast framangreindum ákvæðum, eru ógild- ir. Húseiganda er óheimilt að leigja öðrum en heimilisföstum innanhéraðs- mönnum húsnæði. Heimilt er þó húsa- leigunefnd að veita undanþágu frá þessu ákvæði, ef brýn nauðsyn krefur. Ef íbúðarhúsnæði er tekið heimildar- laust til annarar notkunar en íbúðar, hefir húsaleigunefnd rétt til að skylda húseiganda að viðlögðum allt að 100 kr. dagsektum að taka upp fyrri notk- un húsnæöisins. t t r Á fundi mjólkurverðlagsnefndar síð- astliðinn föstudag var ákveðið eftir- farandi verö á mjólkurafurðum í Reykjavík: Nýmjólk í lausu máli 80 aurar líterinn, var áður 72 aurar. Ný- mjólk í flöskum 84 aurar. Rjómi kr. 5,50 líterinn, var áður kr. 4,95. Skyr kr. 1,50 kg., var áður kr. 1,30. Smjör í smásölu kr. 9,95 kg., var áður kr. 8,95. t t r Ríkisstjórnin hefir nýlega veitt þrjú læknisembætti: í Álafosslæknishérað: Daníel Fjeldsted. í Keflavíkurlæknis- hérað: Karl Magnússon, héraðslæknir á Hólmavík. í Borgarneslæknishérað: Eggert Briem Einarsson héraðslæknir í þistilfirði. r r t SíðastL fimmtudag fann vélbáturinn Svanur frá Keflavík, sem var staddur 18 sjómílur út af Garðskaga, fleka á reki, er reyndist að vera þak af skips- brú og skipstjóraklefa. Við nánari rannsókn, sem framkvæmd var af Guðmundi Péturssyni, kom í ljós, að flakið myndi vera af línuveiðaranum Pétursey, en Guðmundur var vélstjóri á skipinu þangað t.il það lagði upp í síöustu ferð sína. Flekinn er 3 metrar að lengd, en 1,80 m. að breidd. Er hann allur sundurtættur eftir sprengikúlur og vélbyssuskot. Þeir Friðrik Ólafsson, skólastjóri Stýrimannaskólans og Sveinn Sæmundsson yfirlögregluþjónn, rannsökuðu flekann samkvæmt til- mælum dómsmálaráðuneytisins. Meðal annars fannst botn úr sprengikúlu við rannsóknina. Á botninum sjást greini- lega stafir. Má vel vera að unnt verði að leiða í ljós eftir þeim frá hvaða ófriðaraðila hið bannvæna skeyti hefir verið, sem sökkti Pétursey. — Pétursey fór frá ísafirði 8. april síðastl., með ís- fisk áleiðis til Englands. Síðast kom skipið við í Vestmannaeyjum og tók þar kol og aðrar nauðsynjar. Að því búnu lét þaö í haf, en kom aldrei fram úi' þeirri för. Var augljóst að skipið hefði farizt með einhverjum hætti, án nokkurrar mannbjargar. Með fundi þessa flaks úr Pétursey er nokkurn- veginn fullsannað, að skipinu hefir verið sökkt af stríðsaðila í hafi. r t t Tíðindamaður blaðsins hefir náð tali af Jóni Sigurðssyni kaupfélagsstjóra á Djúpavogi, og spurt hann um fréttir þaðan að austan. Á Djúpavogi, sagði Jón, hefir allt gengið með svipuðum hætti og undanfarin ár. Bátarnir hafa fiskaö fremur vel í sumar. Þeir eru alls tólf. Flestir vélbátar, án dekks, og einstaklingseign. Fiskinn verður að sækja um þriggja tíma leið út af Beru- firði, og allt vestur að Austur-Horni, (Framli. á 4. sí3u) Vorosjiloff marskálkur, sem stjórnar vörn Leningrad. Þaö væri mikill sigur fyrir Þjóðverja, ef þeim heppnaðist að taka Leningrad. Hún er önnur stærsta borg landsins og hefir oft verið höfuðborg þess. Þar er mikill og margvíslegur iðnaður. Eystrasaltsfloti Rússa ætti ekki undankomu auðið, ef borgin verður tekin, en hann vinnur Þjóðverjum stöðugt mikið tjón. Með töku Leningrad væri sóknin til Moskva gerð stórum auðveldari, en ekki er taliö að Þjóðverjar reyni héðan af að taka Moskva fyrr en næsta vor. Myndu Þjóðverjar þá geta flutt lið og birgðir um Leningrad og sótt þaðan til Moskva, en flutningaörðugleik arnir hafa verið Þjóðverjum einna erfiðastir. Fyrir Rússa væri fall Leningrad geisilega mikill siðferðilegur og hernað- arlegur hnekkir. Það mun því sennilega verða barizt um Leningrad af meiri harðneskju og grimmd en dæmi eru til í þessari styrjöld. Ef Þjóðverjum heppnast ekki að taka borgina á næstu vikum, er það mesta áfallið, sem her- frægð þeirra hefir hlotið enn í þessu stríði, og mun sennilega hafa slæm áhrif á almennings- álitið í Þýzkalandi. Aðrsar fréttir. Sameiginlegur her Breta, Bandaríkjamanna og Kanada manna hefir hernumið Sval- barða (Spitzbergen) og flutt þaðan allar norskar fjölskyldur. Var þetta tiíkynnt í London í gær. Óvíst er þó, hvort Banda menn munu hafa herlið þar, enda mun aðaltilgangur þess- arar herfarar vera sá, að eyði- leggja kolanámurnar á eyjun um, svo Þjóðverjar geti ekki haft not þeirra. Sara Delano Roosevelt, móðir Roosevelt forseta, andaðist síð astliðinn sunnudag. Hún var 87 ára. Hún var gáfuð kona og lét allmikið til sín taka í opin- berum málum. Aðfaranótt síðastl. mánudags var liðið ár síðan Þjóðverjar gerðu fyrstu stóru árásina á London. í tilefni af því gerðu Bretar þessa nótt stærri loftá- rás á Berlín en nokkuru sinni fyrr og varð tjón mjög mikið. Á Miðjarðarhafi hafa Bretar undanfarið grandað allmörg- um ítölskum skipum, sumum stórum. Þykir líklegt, að ítalir séu nú að flytja aukið lið og vistir til Libyu og sé ætlun öx- ulríkjanna að hefja þar sókn á næstunni. Bretar gerðu loftárás á höfn- ina í Oslo aðfaranótt laugar- dagsins síðastliðins. Fljúgandi virkin svonefndu gerðu árásina. Á víSavangi HÚSNÆÐISVANDRÆÐIN REYKJAVÍK. Á öðrum stað í blaðinu er getið bráöabirgðalaga, sem rík- isstjórnin hefir sett í tilefni af húsnæðisvandræðunum í Reykjavík. Ásamt hinum 100 bráðabirgðaíbúðum, sem bæj- arstjórnin hefir fyrirhugað að láta reisa, verða þau væntan- lega nokkur bót á þessum vandræðum. En hvenær verð- ur þessum bráðabirgðaíbúðum komið upp? Því verður ekki neitað, að bæjarstjórn Reykja- víkur hefst nokkuð seint handa í þessum málum, þar sem langt er síðan þessir örðugleikar voru fyrirsjáanlegir. Er það gott dæmi um seinlæti íhalds- flokka í opinberum málum. Lítt tjáir það líka ýmsum íhalds- mönnum, eins og Helga. H. Ei- ríkssyni á seinasta bæjar- stjórnarfundi, að vera að reyna að bera sakir af bæjarstjórn- inni með því að kenna þessi vandræði innflutningshöftum á undanförnum árum. Ef inn- flutningshöft hefðu ekki verið á árunum 1934—38, hefði orð- ið minna um byggingar en ella, því að gjaldeyrinum hefði ver- ið variö til annarra innkaupa, sem kaupmenn sóttust meira eftir. Þá var líka byggt það mikið, að húsnæðisvandræði komu ekki til sögunnar. Á sein- asta ári verður innflutnings- höftum heldur ekki gert að sök, þótt eitthvað drægi úr bygg- ingum, því að öll innflutnings- leyfi fyrir byggingarefni voru þá hvergi nærri notuð. Helgi H. Eiríksson og aðrir íhalds- menn gerðu það heiðarlegast, að játa seinlæti bæjarstjórnarinn- ar og reyna síðan að gera sitt bezta í þessum málum. MBL. OG SIÐFERÐISMÁLIN. Mbl. ræðst hatramlega gegn lokun áfengisbúðanna. Segir blaðið, að hún neyði menn til að gerast bruggarar eða smygl- arar eða til þess að hafa um- gengni við setuliðið. Heil- skyggnum mönnum finnst að lokunin neyði menn ekki til neins á þessu sviði, því að bezti kosturinn er eftir, að vera bind- indismaður. En von er að sið- ferðisástandið sé ekki gott í landinu, þegar aðalblað stærsta stjórnmálaflokksins telur það óumflýjanlegt, að menn gerist lögbrjótar eða handbendi út- lendinga, ef þeir fá ekki áfengi með öðrum móti. Mbl. gerir vissulega sitt til að ýta undir ósómann með slíkum skrifum. — Mbl. telur það ennfremur ó- sæmilegt, að draga annað kven- fólk inn í umræöur „ástands- málanna" en það, sem sé staðið að einhverjum afbrotum. Þetta er einn háskasamlegasti mis- skilningurinn. Karlmaður eða kvenmaður, sem hefir ónauð- synleg samskipti við setuliðið, þótt ekkert ósiðsamlegt eigi sér stað, skapar fordæmi, er getur orðiö öðrum hættulegt. Heldra fólkið, sem hefir Bretaboðin, verður að fá sinn dóm, engu síður en þeir vesalingar, sem í mestu raunirnar rata. Það er ekki nema til að gera illt verra, ef almenningsálit dæmir ekki öll óþörf afskipti af setuliðinu ósæmileg og hættuleg, hverjir, sem í hlut eiga, og með hvaða hætti, sem þau eru. IÐRUN SYNDARANS. í Mbl. 2. þ. m. birtist for- ystugrein um Quisling hinn norska. Þar segir m. a.: „Hve margir eru þeir, sem „í ógáti“ hafa aðhyilst nazismann, hafa álitið, að óreyndu, að í skjóli hans dafnaði framtíðarskipu- lag siðaðra þjóða, en sem í dag hafa séð og reynt, að þar sem nazistar ráða, er réttlætið fót- um troðið, mannúð bannfærð og frelsið ekki til.“ Því verður ekki neitað, að þessi ummæli (Framh. á 4. stíSu)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.