Tíminn - 16.09.1941, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.09.1941, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAQUR BLAÐSTJÓRNAR: JÖNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: PRAMSÓKNARPLOKKURINN. RITSTJÖRNARSKRIFSTOFUR : EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Sími 2323. Símar 3948 og 3720. PRENTSMIÐJAN EDDA Il.I. 25. ár. Seykjavík, þriðjudagmn 16. sept. 1941 92. blað Strandferðír ríkisskípanna Merkileg iíllaga um breyiingu á Súðínní Viðtal við Pálma Loiisson torstjóra Herstjórmn Hitler Hitler vill trekar vera herstjóri en stjórn- málaleiðtogi Fyrsta mínnísmerkið í þjóðargrafreiinum afhjúpað - Aform Þingv.nef ndar - Minnismerki á leiði Einars skálds Benediktssonar í þjóð- argrafreitnum á Þingvöllum var afhjúpað síðastl. föstudag. Flutti biskupinn, Sigurgeir Sig- urðsson, stutta ræðu, en síðan svipti dóttir skáldsins, Hrefna, blæju af minnismerkinu. Við- staddir voru aðstandendur skáldsins, Þingvallanefnd og nokkrir gestir. Minnismerkið er hvít hella, sem þekur allt leiðið. Er það gert úr íslenzku kvarsi og hvítu steinlími. Á hana er letrað með bronzestöfum: Einar Bene- diktsson. Hellan er 30 cm. þykk og vegur rúml. 1 y2 smál. Hún er hin fegursta. Vinnunni við þjóðargrafreit- inn er nú lokið. Annaðist vega- málastjóri hana samkvæmt forsögn húsameistara ríkisins. Grafreiturinn er á hæsta hóln- um i Þingvallatúni, rétt aust- an við kirkjuna. Jarðvegur er þar grunnur og hefir því orð- ið að flytja þangað allmikla mold. Grafreiturinn er því um einn meter hærri en umhverfi hans. Eru veggir hans ramm- lega hlaðnir úr hraungrýti, en ýmis hraungróður hefir verið látinn í glufurnar. Minna vegg- irnir því talsvert á hamra- veggi gjánna þar í nágrenninu. Grafreiturinn er hringmynd- aður og liggja um hann gang- vegir, sem mynda kross. Eru þeir huldir svörtu hraungrýti. Tröppurnar eru úr íslenzkri hrafntinnu. Umhverfis reitinn er gangstígur, þakinn hvítum skeljasandi. Þar fyrir utan eiga að koma trjáraðir, sem munu ná að austurgafli kirkjunnar. í grafreitnum verður rúm fyrir 48 leiði. í tilefni af því, að þessu verki er lokið, bauð Þingvallanefnd blaðamönnum til Þingvalla síð- astliðinn laugardag. Voru þeim sýndar ýmsar framkvæmdir, sem nefndin hefir með hönd- um, og skýrt frá helztu fyrir- ætlunum hennar. Eru þessar þær helztu: Komið verði i framkvæmd þeirri hugmynd Jóns Sigurðs- sonar, að Þingvellir verði eins og fyrr á öldum helzti hátíða- (Framh. á 4. síöu) öðruleíguskipi Eim- skípafélagsins sökkt Það var með timbur- farm til S. I. S. Utanrikismálaráðuneytið í Washington tilkynnti síðastlið- ið föstudagskvöld, að daginn áð- ur hafi skipinu „Montana" verið sökkt um 580 sjómílur suðvestur af íslandi. Könnunarflugvél varð þess vör er skipinu var sökkt og komst hún að raun um, aö skipshöfnin hafði komizt í bát- ana. „Montana" var eitt af skip- um þeim, sem Eimskipafélagið fékk á leigu vestra fyrir milli- göngu ríkisstjórnarinnar. Var það hlaðið timbri til S. í. S. og átti það að fara á margar hafn- ir hér við land. Var lengi búið að bíða eftir þessum timbur- farmi. „Montana“ var danskt, eign sama félags og „Sessa“. Var lagt löghald á það fyrir nokkru. Það sigldi undir Panamafána. Tíminn hitti Pálma Lofts- son, forstjóra Skipaútgerð- ar ríkisins, að máli, og spurði hann frétta af rekstri skipanna. Fórust honum orð á þessa leið: — Verkefni skipa þeirra, sem stofnunin hefir yfir að ráða, hefir á þessu ári verið óvenju- lega mikið og margþætt. Ægir hefir orðið að vera í olíuflutn- ingum fyrir útgerðina, milli þess sem skipið hefir verið við björgun og þess háttar. Þór hef- ir verið tekinn til flutninga, mest milli Reykjavíkur og Vest- mannaeyja. Hefir farþegaskýli verið sett í skipið, lestaop stækkuð og ýmsar aðrar smá- breytingar verið gerðar vegna þess. Óðinn hefir verið hafður við tundurduflaveiðar, ásamt landhelgisgæzlunni. Sama er að segja um Sæbjörgu, sem Skipaútgerð ríkisins hefir leigt af Slysavarnafélaginu. Hvað strandferðunum við- kemur, er ástandið þannig, að eftirspurnin eftir skipsrúmi til flutninga innanlands hefir ver- ið svo mikil, að mjög erfitt hef- ir verið að fullnægja henni. Skip Eimskipafélags íslands hafa meira en nóg verkefni við að flytja nauðsynjar frá útlönd- um og þar af leiðandi ekki get- að haft strandsiglingar, nema að mjög litlu leyti. Nær allar innfluttar vörur landsmanna koma hingað til Reykjavíkur, og er þess svo krafizt af Skipaút- gerðinni, að hún sjái fyrir dreifingunni út um land. Þegar tillit er tekið til þess, hversu mörg skip, innlend og útlend, önnuðust slíka dreifingu, beint og óbeint, fyrir stríðið, liggur í augum uppi, að þessi tvö strandferðaskip, Esja og Súðin, geta ekki fullnægt flutninga- þörfinni, svo að í góðu lagi sé. Til þess að ráða bót á þessu, Nýlega heíir kjötverðlagsnefnd á- kveðið haustverð á kindakjöti. Gildir verð þetta frá 15. september. Heild- söluverð er sem hér segir: Á fyrsta verðflokki kr. 3,20 á kílógramm, á öðr- um verðflokki kr. 3,05 á kílógramm og á þriðja verðflokki kr. 2,90 á hvert kílógramm. Heimilt er að veita allt að 2% afslátt frá skráðu heildsöluverði til frystihúsa og verzlana, sem kaupa minnst 5000 kílógr. í einu og greiða við móttöku. Venjulegt, brytjað súpu- kjöt má selja mest á 3,65 í smásölu. Læri og aðra einstaka bita úr kropp- um, leggur nefndin ekki verð á. Að öðru leyti leggur nefndin sérstaka áherzlu á það að smásöluálagning á hverjum stað, sé ekki hærri en nauð- syn krefur, og skulu trúnaðarmenn nefndarinnar fylgjast með því að ekki verði út af því brugðið. Verðjöfnun- argjald er ákveðið 5 aurar á hvert kíló- gramm í 1—3 verðflokki. t t t Frá Akranesi eru nú stundaðar rek- netaviðar á 25 bátum. Eru þeir frá 20—40 smálestir að stærð. Veiðin geng- ur allvel. Fá bátarnir frá 50—200 tunnur í hverri ferð. Síldin er kverkuð og magadregin (harðsöltuð). Bátarnir fá kr. 25,00 fyrir hverja tunnu á bryggju. Þar af fá hásetar, sem eru 7 á hverjum bát, kr. 1,21 af verði hverrar tunnu. Auk þess eiga hásetar allan ufsa, sem þeir veiða og er hann seldur á 2 kr. hvert stykki. Getur sú veiði oft verið góð aukaþóknun fyrir háseta á hefir Þór verið tekinn alveg í flutninga, eins og áður var tek- ið fram, og hin varðskipin enn- fremur verið notuð til flutn- inga, eftir því sem við hefir verið komið. Einnig hefir verið tekinn mesti urmull af bátum og skipum, þegar unnt hefir verið að ná í þá, í sama skyni, en upp á síðkastið hefir verið mjög erfitt að ná í báta, vegna þess hversu lág þau flutnings- gjöld eru, sem hægt er að bjóða þeim. Þykir þeim ekki borga sig að sigla fyrir þau og vilja jafn- vel heldur fara tómir, þó að þeir þurfi að fara ferðina hvort sem er. — Hafa flutningsgjöldin ekki verið hækkuð í samræmi við aukinn útgjaldakostnað skip- anna? — Flutningsgjöld innan lands hafa verið hækkuð um 50 af hundraði og fargjöld um 30 hundraðshluta, miðað við það, sem var fyrir stríð, og er það auðvitað ekki nema nokkur hluti af því, sem reksturskostn- aðurinn hefir aukizt vegna dýr- tíðarinnar og ýmissa ráðstaf- ana vegna styrjaldarinnar. Hér við bætist svo það, að mestöll þungavara, sem flutt er með skipunum, er flutt fyrir hálft gjald, eða allar þær vörur, sem koma á vegum Eimskipafélags- ins og fara eiga á hafnir úti á landi. — Hefir Esja ekki reynzt vel? — Esja er nú næstum tveggja ára; verður það á morgun. Mun hún þá vera búin að sigla 90 þúsund mílur, flytja 23 þúsund farþega og yfir 30 þúsund smá- lestir af varningi, og eru það fádæma mikil afköst. Engir gallar hafa komið fram á skip- inu, og má því segja, að það hafi reynzt með afbrigðum vel. Vona ég einnig, að rekstrarafkoma Esju verði mjög góð, miðað við allar aðstæður. Hins vegar reknetabátum. Mun það ekkl eins dæmi að sklpshöfn dragi um 200 ufsa á einni nóttu. Söltun á Akranesi hófst fyrir alvöru 22. ágúst og hafa verið saltaöar þar um 10000 tunnur. Nóg er til af tómum tunnum og salti og er talið að auðvelt sé að veita allri þeirri síld móttöku, sem kann að berast þar á land í haust. t t t Síðastliðinn fimmtudag drukknaði Árni Helgason bóndi að Fróðholtshjá- leigu, í Þverá í Rangárvaliasýslu. Fór hann ásamt syni sínum á bát út á ána að vitja um net. En er þeir komu nokkuð frá landi, hvolfdi bátnum skyndilega og féllu þeir feðgar í vatnið. Syni Árna skolaði á land eftir stutta stund, en Árni drukknaði, eins og fyrr segir. Lík hans fannst daginn eftir. Árni lætur eftir sig ekkju og 6 börn. Hann starfaði lengi sem ferjumaður við Þverá og var hann mörgum að góðu kunnur frá þeim störfum. Árni var á fimmtugsaldri er hann lézt. r r r Sá hörmulegi atburður gerðist í fyrrinótt, að Stóru-Brekku í Arnarnes- hreppi í Hörgárdal, að bærinn ásamt fjósi og heyhlööu brann til kaldra kola. í hlööunni voru um 400 hestar af töðu og brann hún til ösku. Bærinn var úr torfi, nema framhýsi, sem var úr timbri. Bóndinn að Stóru-Brekku heitir Hannes Jóhannsson. Býr hann þar með systur sinni Sigríði. Er þessi bruni hið átakanlegasta tjón fyrir þau Fyrir nokkru birtist í blaöi Beaverbrooks lávarðar, „Sun- day Express“, grein eftir am- eríska blaðamanninn, Stephen Laird, sem dvaldi í Beriín síð- astliðið vor. í greininni lýsir hann m. a. lifnaðarháttum Hitl- ers. Athyglisverðast . í frásögn hans er það, að Hitler gefi sig stöðugt meira að hermálunum og hafi meiri mök við herinn en nazistaflokkinn. Sú þróun bendir í þá átt, að völdin í Þýzkalandi færist í hendur hersins, en áhrif nazistaflokks- ins hverfi óðum úr sögunni. Frásögn Laird fer hér á eftir: — Eftir átta uppgangsár hefir Hitler tekið þá trú, að hann sé ofurmenni. Hann vill eigi leng- ur hlíta ráðum sér minni manna, og vondum fregnum skeytir hann engu. Þeir, sem enn eru trúnaðar- menn hans, hafa lært að gefa aldrei óþægileg tíðindi til kynna í áheyrn einræðisherr- ans. Það hefir sífellt orðið meiri erfiðleikum bundið fyrir hina æðstu embættismenn, að fá á- heyrn hans. Fjórir menn, sem ætla mætti að gætu gengið fyr- ir Hitler, þegar þeim væri það nauðsynlegt, hafa tjáð mér, að þeir verði stundum að bíða vik- um saman, ef þeir fá þá nokk- urt viðtal. Þegar svo að því kemur, að þeim leyfist að ganga fyrir leiðtogann, hættir honum til að fjölyrða um ýmsar hug- myndir sjálfs sín, og oft verða þeir að fara, án þess að eiga þess kost að bera upp brýn er- indi sín. Sumum þeirra manna, er um- gangast Hitler að staðaldri, hefir verið lýst fyrir mér sem þeirri tegund fólks, er aðeins segi afdráttarlaust já og líti á herra sinn með aðdáun. Hitler trúir því, að sérhver Þjóðverji fylgi sér af heitri sannfæringu. Þegar hann ákvað að ráðast á Rússland, þorðu jafnvel hers- höfðingjar hans ekki að segja honum það afdráttarlaust, að systkini, því að lítið sem ekkert bjarg- aðist af innanstokksmunum. Þegar bruninn sást frá næstu bæjum, þustu bændur með lið sitt til bæjarins, sem stóð i ljósum loga og freistuðu þess að bjarga einhverju af húsum eða munum. Norðan við bæinn rennur dá- iítill lækur og er smáflúð í honum rétt við bæjarvegginn. Var reynt að ná þar vatni til þess að kæfa eldinn. En þar sem vindur stóð af suðri, lagði svo mikinn hita og reyk norður yfir læk- inn af brennandi húsunum að óbæri- legt var að vera þar við vatnsburðinn. Neyddust menn þá til þess að taka vatnið þar sem óþægilegra var að kom- ast að því. Urðu allar björgunartil- raunir til einskis og brann allt til ösku t t t Tveir bátar, með skipbrotsmenn af norska skipinu Einvík frá Þrándheimi, náðu hér að landi fyrir sömmu síðan. Komst annar báturinn til Vestmanna- eyja, undir stjórn skipstjórans af skip- inu. Voru í honum 12 manns. Hinn báturinn kom að landi í Herdísarvík, og stýrði honum 1. stýrimaður. í þeim bát voru 11 menn. Skipinu Einvik var sökkt um 500 mílur suðvestur af ís- landi. Var skipið að mestu leyti fermt með timbri og sökk því ekki eins fljótt og ella-. Veittist skipverjum þessvegna tíml til þess að bjarga sér í skipsbát- ana með sæmilegan útbúnað. Alls voru 23 skipverjar á Einvik. Björguðust þeir allir og var báturinn, sem náði til Vest- (Framh. á 4. síöu) það myndi taka meira en þrjár vikur aö gereyða rauða hern- um. Ilitler er ekki fyrst og fremst æðsti stj órnmálaleiðtogi. Hann er herstjóri og sigurvegari og hugur hans snýst um hernað- arathafnir. '■ Mörg námsár við lestur bóka um hervísindi hafa veitt hon- um undraverða þekkingu á hernaði. Óumdeilanlega er hann æösti yfirmaður þýzka hersins og sá, er mestu ræður um hernaðarhætti. Hann hefir einkaherráð, er stjórnað er af Alfred Jodl hershöfðingja, sem hittir leiðtogann daglega og fjallar um hugmyndir hans, áður en þær eru lagðar fyrir hið virkilega foringjaráð þýzka hersins. Frans Halder hers- höfðingi er annar helzti hern- aðarlegur ráðgjafi Hitlers. Hitler hefir verið giftudrjúg- ur í nýskipan sinni. Og honum hafði heldur aldrei annað til hugar komið um sjálfan sig. Það er miklu eftirsóknar- veröara að vera mikill herstjóri heldur en stjórnmálaleiðtogi verzlunarhölda og leifanna af spilltri miðstétt. Milli þess, sem Hitler heim- sækir vígstöðvarnar, liggur leið hans daglega um sömu stöðvar milli Berchtesgaden og Berlín- ar. Venjulega gengur hann til hvílu klukkan 2 á nóttunni. Honum er óljúft að fara á fæt- ur fyrir klukkan 11. Hann er sagður sofa aðeins 4 klukku- stundir á sólarhring, en eyðir miklum tíma til lesturs og bollalegginga. Menn, sem þekkja hann, segja, að hann lesi á degi hverjum tvær bækur eða líti í gegnum þær. Flestar fjalla þessar bækur um herfræði eða hernaðarsögu. Hann er mjög hraðlæs og hefir ákaflega traust minni. Að morgninum baðar Hitler sig i grænlitu postulínskeri, og vanalega rakar hann sig með gullsleginni rakvél, þó að stundum, þegar hann dvelur í Berlín, komi rakari frá rakara- stofu Josefs Engbarts í Kaiser- hof Hotel. Hann gengur ávallt í ein- kennisbúningi. Hann neytir fá- brotinnar fæðu á reglubundinn (Framh. á 4. síðu) Aðrar fréttir. Þýzki herinn hefir tekið Ker- manschug, mikla iðnaðarborg á eystri bakka Dnjepr, 200 km. fyrir sunnan Kiev. Sýnir þetta að þýzki herinn er kominn austur yfir Dnjepr í Ukrainu. Þá hefir þýzki herinn sótt frá Gomel eftir eystri bakka Dnjepr til Chernigov. Fram- sókn Þjóðverja á báðum þess- um stöðum hefir tvö markmið: Að umkringja Kiev og sækja til Kharkov, mestu iðnaðarborg- arinnar í Ukrainu. Við Lenin- grad hefir Þjóðverjum orðið nokkuð ágengt. Þeir gera ákaf- ar loftárásir á borgina, en m A víðavangi VIÐ SKIPT AS AMNIN G ARNIR. Undanfarið hefir verið hljótt um samningana við Bretland og Bandaríkin. En eftir því, sem Tíminn hefir fregnað, mun bráðlega vera hægt að vænta þess að það sjáist greinilega, hvern hug þessi stórveldi bera til okkar. Af hálfu ríkisstjórn- arinnar og samninganefndar hefir verið reynt hið ítrasta til að fá kröfum íslendinga full- nægt og er óhætt að segja, að par hafi verið haldið á málum með fullri festu og einurð. Hitt er svo annað mál, ef þessi stór- veldi bregðast því trausti, sem ekki aðeins ríkisstjórnin held- ur öll þjóöin, hefir borið til peirra. TÍMINN OG FISKSÖLU- S AMNIN GURINN. í blaðinu „Þjóðólfur", sem prástagast enn á fisksölusamn- ingnum, er því haldið fram að Tíminn hafi skipt um afstöðu til samningsins. Því var strax haldið fram í blaðinu, að samn- ingurinn væri vel viðunandi, óegar litið væri á fisksöluna eina saman, en hins vegar væri ekki hægt að fella heildardóm um viðskiptin við Breta fyrr en búið væri að semja um önnur ágreiningsatriði. Jafnframt og Tíminn skýrði frá samningnum var birt viðtal við foi’sætisráð- herra og sagði þar m. a.: Verð- ið (þ. e. fiskverðið) má teljast vel viðunandi, eins og stendur, en hvort samningurinn er góð- ur eða lélegur verður að dæm- ast eftir þeirri lausn, sem verð- ur á öðrum þeim atriðum, sem enn er ekki samið um.“ Afstaða Tímans til samningsins hefir frá fyrstu tíð og er enn á sömu leið og þessi ummæli forsætis- ráðherra. LOKUN VÍNBÚÐANNA OG HEGNINGARLÖGIN. Tímanum hefir borizt eftir- farandi bréfstúfur: „Ég verð að segja það, að aldrei hefir mér líkað eins vel við Morgunblaðið og í áfengismálinu. Ég er alger- lega á móti öllum höftum og bönnum. Það á ekki að vera að hafa lög, sem eru brotin. Mér finnst alveg óforsvaranlegt að hafa áfengisbann, ef það sann- ast t. d. að milli 10—20 brugg- arar séu í landinu. Slíkt bann leiðir vitanlega til lögbrota og spillingar.alveg eins og Mogginn segir. Ég hefi líka oft hugsað um, hvort hegningarlögin svo- nefndu væru ekki raunverulega „gróðrarstía afbrota og spill- ingar“, þar sem þau eru marg- brotin. Væri það ekki einfald- asta úrræðið til að komast hjá þessum Iögbrotum að nema lög- in úr gildi. Ég krefst þess, að rikisstjórnin taki þessa tillögu mína til athugunar engu siður en tillögu Mbl. um afnám á- fengisbannsins." Rússar segjast hrinda þeim með aðstoð brezks flugliðs. Rússar og Bretar viðurkenna að að- staðan hafi versnað í Kiev og Leningrad. Knox flotamálaráðherra til- kynnti í gær, að amerísk her- skip myndu hér eftir veita fylgd öllum kaupförum, sem flytja láns og leiguvörur til Englands „frá höfnum Banda- ríkjanna að hafinu, sem liggur að íslandi.“ Yfirlýsing þessi hefir vakið mikla athygli. Þrír verkalýðsleiðtogar 1 Oslo hafa enn verið dæmdir til dauða. Eru það Ludvig Boland, varaformaður Alþýðusambands- ins, Henry Westlund og Jo- sef Larsen. Ritstjóri „Morgen- avisen“, þekkts íhaldsblaðs, hef- ir verið dæmdur í æfilangt fang- elsi. í Oslo hafa mörg hundruð manna verið fangelsaðik. Rússneska stjórnin hefir fyr- irskipað, að 400 þús. Þjóðverjar, sem eru búsettir í Volgahéruð- unum, verði fluttir til Síberíu. (Framh. á 4. siöu) Á KROSSO-ÖTUM Haustverð á kjöti. — Frá Akranesi. — Drukknun. — Bæjarbruni. — Skip- brotsmönnum bjargað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.