Tíminn - 16.09.1941, Page 2

Tíminn - 16.09.1941, Page 2
366 TÍMIM, þriðjndaginn 16. sept. 1941 93. I»lað ^ímirm Priðjudatiinn 26. sept. Þingvellir Straumur peninga flæðir yfir landið. Möguleikar til mikillar og margvíslegrar fjáröflunar hafa aldrei verið meiri á landi hér. Efnishyggjan hefir á uhd- anförnum árum verið mestu ráðandi 1 starfi flokka og stéttafélaga. Hin aukna pen- ingavelta er henni ný og mikil liðveizla. Það þarf því engan að undra, þótt efnishyggjan skapi nú öndvegissess í hugsun margra landsmanna. Að þessu leyti er aðstaða okk- ar næsta ólík flestra annarra þjóða. Einstaklingarnir verða nú í mörgum löndum að tak- marka þægindi sín og leggja á sig meira og minna þungbærar byrðar í þágu föðurlandsins. Styrj aldaraðstaðan skapar þar aukinn fórnarhug og þjóð- ræknistilfinningu. Hér á landi stefnir þróunin í gagnstæða átt. Hér hafa menn meiri fjárráð, minni skatta og minni kvaðir en áður. Þetta kann að vera æskilegt fyrir einstaklingana í bili, en getur hinsvegar reynzt þjóðinni hættulegt, þótt síðar verði. Stafar það ekki sízt af því, að hin aukna fjárvelta byggist á óeðlilegum forsend- um og hinn mikli og fljótfengni gróði getur því verið fokinn í veður og vind fyrr en nokkurn varir. Þá verður erfiðara að fá menn til að sýna fórnarhug og sjálfsafneitun, þegar þeir eru búnir að venjast allt öðru. Ekkert væri óviturlegra en að gera sér vonir um, að við njót- um aðeins góðs af styrjaldar- ástandinu, eins og verið hefir undantekningarlítið fram að þessu. Við munum áreiðanlega fá að glíma við erfiðleika þess, þótt þeir heimsæki okkur síðar en nábúaþjóðir okkar. En þegar þar að kemur verð- um við að sækja styrk og þrótt annað en til efnishyggjunnar. Þá verður hún ekki heppilegur eða öruggur vegarvísir. Þjóðin þarfnast þá nýrra leiðarstjarna. Hvert verður þá betra og ör- uggara að sækja hald og traust en til sögu þjóðarinnar á liðn- um öldum, til þess manndóms og þrautseigju, sem hefir bjarg- að henni yfir allar torfærur er- lendrar áþjánar og hörmungar elds og ísa? Er nokkuð annað, sem betur getur talið kjark í þjóðina í raunum hennar en minningin um hina mörgu yfir- lætislausu sigra, sem alþýðan íslenzka hefir unnið með starfi sínu, verklegu og andlegu, í þau rúmlega þúsund ár, sem landið hefir verið byggt? Það kann að vera erfitt verk að boða trúna á söguna meðan trúin á seðlana er jafnsterk og hún er um þessar mundir. Þeg- ar mönnum finnst að hátt kaupgjald, hátt afurðaverð og lágir skattar séu hinir einu stóru og sáluhjálplegu hlutir er ekkert undarlegt, þótt þeim finnist þjóðargrafreitur á Þing- völlum og önnur aukin ræktar- semi við þann stað, hjákátlegur og bláber hégómi. En þeir tím- ar munu koma, að slík verk verða réttilega metin. Þeir tím- ar munu koma, þegar þjóðin finnur, að hennar mikli styrk- ur er dáð og afrek forfeðranna, — þegar minningin um þá mun varða veg hennar og vera henni hvatning til að gefast ekki upp, hvort heldur sem við erlent of- ríki, fjárhagsörðugleika eða náttúruharðindi verður að etja. Formaður Þingvallanefndar skýrði blaðamönnum frá því á dögunum, að það hefði verið hugmynd Jóns forseta, að Þing- vellir héldu áfram að vera há- tíðarstaður þjóðarinnar, þótt þingið væri flutt þaðan. Þar væru haldnar stórar þjóðhátíð- ir öðru hvoru, mikil íþróttamót, sem sýndu líkamlegt atgerfi þjóðarinnar, og þar væru haldnar ýmsar ráðstefnur hinna beztu og vitrustu manna. Þing- vellir héldu áfram að vera hinn míkli sameinandi þáttur í þjóð- lífinu, þótt þingið væri þar ekki lengur. Það er nú markmið Þingvallanefndar, að vinna að framkvæmd þessarar hugmynd- Sundmál Áusturlands Eítír Aðalsteín Sigmundsson kennara í íþróttalögunum frá 1940 er svo á kveðið, að „öll börn á landinu skulu læra sund, nema 3au séu óhæf til þess að dómi skólalæknis...... Skal hver nemandi hafa lokið þessu námi fyrir 14 ára aldur og hafa leyst af hendi ákveðnar raunir í sundi og björgun, samkvæmt reglugerð, er ráðherra setur. Þar sem sundlaugar eru svo nærri skólúm, að sundiðkun- um verði við komið samhliða öðru námi, skal ætla þeim tíma á stundaskrá skólanna. Að öðrum kosti skal kenna sund með námskeiðum, og skal hver nemandi eiga kost á hálfs mánaðar kennslu a. m. k. Þar, sem sækja skal langt til slíkra sundnámskeiða, skal ríkissjóður taka þátt í ferðakostnaði nem- enda, eftir reglum, sem fræðslumálastjórn setur ....“ (13. gr.). ar. Fyrstu skilyrðin eru, að bæta húsakost staðarins, vegakerfi hans, láta gera íþróttasvæði, koma upp tjaldstæðum o. s. frv. Undirbúningur hefir verið haf- inn að öllu þessu, en fram- kvæmdir fara vitanlega eftir fjárframlögum rikisins. Enginn staður er betur til þess fallinn en Þingvellir að vera samkomustaður fyrir stór- ar og veglegar þjóðhátíðir, en þýðing þeirra getur orðið þjóð- inni ómetanleg. Þar er auðveld- ast að tengja böndin við for- tíðina. Þar er einna mest nátt- úrufegurð á íslandi. Þangað liggja laiðir úr öllulm áttum. Þingvellir hafa engu síöur skil- yrði til þess nú en í fornöld að vera ákjósanlegasti samkomu- staður þjóðarinnar. Til þess að hrinda i fram- kvæmd hugmynd Jóns Sigurðs- sonar, sem Þingvallanefnd hef- ir tekið upp, þarf ekki nema brot af því fjármagni, er nú flæðir yfir landið. Framkvæmd- ir þessa máls munu verða góð- ur prófsteinn á hugarfar þjóð- arinnar um þessar mundir. Ef hér ríkti sami andi fórnfýsi og þjóðernistilfinningar og í styrj- aldarlöndunum myndi okkur ekki verða skotaskuld úr því, að hefja Þingvelli til þess vegs, sem þeir verðskulda og okkur er þjóðleg nauðsyn. Ef til vill verð- ur reynslan að kenna okkur að vera ekki of mikil börn efnis- hyggjunnar áður en þessu og öðrum þjóðlegum málum fæst hrundið í framkvæmd. Þ. Þ. Nú eru lög þessi komin til framkvæmda. Mun verða lögð rík áherzla á það, að sund- námsskyldunni verði fullnægt um allt land, svo fljótt sem á- stæður gera það með nokkru móti kleift. En meginskilyrði til þess, að sundkennsla geti farið fram reglulega, svo að mynd sé á og árangurs að vænta, er sundlaug eða tjörn með svo hlýju vatni, að börnin þoli að vera niðri í því nægi- lega lengi til að fá þjálfun í sundtökum og ná sundleikni, án þess að hætta sé á heilsuspjöll- um af því. Þessi skilyrði eru fyrir hendi á miklum hluta landsins. Á öllu svæðinu frá Mýrdalssandi (eða jafnvel Skeiðarársandi) vestur um að Jökulsá í Öxar- firði (eða Öxarfjarðarheiði) eru bíýjar sundlaugar nægilega þéttar til þess, að vel er sækj- andi fyrir öll skólabörn á því svæði til sundnáms í þeim. — Öðru máli gegnir um svæðið austan Mýrdals- (eða Skeiðar- ,ár-)sands og Öxarfjarðar. Þar eru hvergi hlýjar sundlaugar og engin viðunandi aðstaða til sundkennslu. Nothæfur jarð- hiti til hitunar sundlauga er aðeins á einum afskekktum stað á þessu svæði. Nú liggur fyrir að bæta úr þessum algerða skorti skilyrða til sundkennslu á Austurlandi, svo að sá landshluti fái þar að- stöðu til jafns við aðra, og hægt sé að fullnægja sundnámsskyld- unni um allt land. Þetta er mest aðkallandi allra þeirra mörgu viðfangsefna, sem bíða úrlausn- ar í íþróttamálum íslendinga. Skal nú gerð grein fyrir því í stuttu máli, hvernig ráða má fram úr . þessu mikilsverða vandamáli á viðráðanlegan og viðunandi hátt, svo að Austur- land verði ekki — eða a. m. k. minna en verið hefir —, útund- an í þessu efni. Vegna staðhátta og sam- gangna skiptist þessi sund- laugalausi hluti landsins í fernt. 1. Austurhluti Norður-Þing- eyjarsýslu og Skeggjastaða- hreppur í Norður-MúIasýslu.Þar er þegar hafinn undirbúningur sundlaugarbyggingar í Þórshöfn Eru allar horfur á, að hrepp- arnir og ungmennafélögin þar sameinist um bygginguna og að hún komist upp þegar á næsta ári. Á þessum slóðum er enginn jarðhiti, en í Þórshöfn fer til spillis hiti, sem fáanlegur er og líklega nægir til að hita laug- ina kostnaðarlítið. Er það kæli- vatn frá hreyflinum í frysti- húsi Kaupfélags Langnesinga. Má hita það til viðbótar með „pústinu“ frá hreyflinum. Laugin mun verða gerð úr járn- bentri steinsteypu, opin, með hituðum búningsklefum og ræstibaði. 2. Vopnafjörður. Þar er eini jarðhitastaður, sem um er að ræða til sundlaugahitunar á öllu Austurlandi. Uppsprettan er í bakka Selár, skammt fyrir ofan Hróaldsstaði. Þar hefir ver- ið gerð steypt sundþró fyrir nokkrum árum, en sett of neð- arlega, svo að áin hefir brotið hana í vorvöxtum. Laug þessa þarf að endurbyggja hærra í gilinu, og hafa þar sundkennslu fyrir Vopnafjarðarbyggð. Stað- urinn er að vísu nokkuð útúr- skotinn, en þó ekki svo, að verulegum örugleikum sé bund- ið að sækja þangað námskeið úr þorpinu og eystri dölunum, a. m. k. eftir að brú kemur á Vesturá. 3. Norður-Múlasýsla sunnan Smjörvatnsheiðar og Suður- Múlasýsla öll. Þetta er stórt flæmi, víðlent, fjölmennt og byggilegt, um 20 hreppar og tveir kaupstaðir (Seyðisfjörð- ur, Neskaupstaður). En þrátt fyrir víðáttu og fjölmenni er unnt að fullnægja sundkennslu- skyldunni þar, í bili, með einni sundlaug að Eiðum. Að vísu er slík lausn málsins ekki til frambúðar, og á næstu árum hljóta og verða að koma sund- laugar víðar, svo sem brátt verður drepið á. En sundlaug að Eiðum getur orðið öllu Austur- landi að notum í bráð, og hún verður kennslulaug til fram- búðar fyrir allt Hérað og Jökul- dal, hvað sem meira verður. Má því fullyrða, að ekkert í- þróttavirki á landinu, utan Reykjavíkur a. m. k., kemur að jafn-víðtækum og aökallandi notum og Eiðalaugin og ekkert slíkt mannvirki vantar jafn-til- finnanlega og hana. Ef hún fæst fullgerð, er sundnáms- skyldan þegar framkvæmanleg um allt land. Má því með engu móti dragast, að hún komist upp. Fyrirhugað er, að sundlaug Eiðaskóla, sem um leið verður héraðssundlaug Austurlands, verði yfirbyggð (leikfimissalur yfir lauginni) og hituð með raforku frá stöð skólans. Verk- inu er það á veg komið, að laugin sjálf er fullsteypt, og var synt í henni, í köldu vatni, á íþróttamóti Austurlands 3. ágúst s. 1. En hitunartæki, hreinsitæki fyrir vatnið og yf- irbyggingu vantar. Tækin mun vera hægt að smíða hér á landi. Ætti því að vera unnt að full- gera laugina og ljúka þessu (Framh. á 3. síðu) Sunnudagshugleiðmgar Mbl. um áfengísmálin Afstaða Sjálfstæðisflokksins í áfengismálunum þann tíma, sem hann var í stjórnarand- stöðu, er öllum kunn. Þá taldi hann áfengissöluna hina verstu spillingu í þjóðfélaginu og stjórnina fremja hinn svívirði- legasta verknað með henni og sýna þar bezt úrræðaleysi sitt og svik við þegnana, með því að eygja ekki betri fjáröflunar- leiðir „en hina svívirðilegu bruggunarstarfsemi.“ Eftir að flokkurinn komst í stjórnaraöstöðu féll gagnrýnin fljótlega niður, þótt meira væri selt af áfengi og gróðinn stór- kostlegri en dæmi voru til áður. Þegar dýrtíðarmálin voru af- greidd á Alþingi, þá barðist Sjálfstæðisflokkurinn fyrir 50% viðbótarskatti á áfengið, til þess að mæta dýrtjíðinni, en beitti sér gegn ýmsum heil- brigðum fjáröflunarleiðum, sem til greina komu. Með þessu var enn viðurkennt af Sjálfstæðisflokknum, að á- fengið væri ómissahdi tekju- lind fyrir ríkissjóðinn. Má það teljást einstök stjórnvizka í þessu árferði, að ætla að láta afkomu ríkissjóðs byggjast meir en undanfarið á áfengisgróð- anum. Um þriggja vikna tíma í júní var áfengisverzlunin lokuð vegna vöruskorts. Þegar skyldi opna aftur, birti Morgunblað- ið skeyti frá lögreglustjórum í flestum kaupstöðum landsins, er lýsa ánægju sinni yfir lokun áfengisverzlunarinnar og telja hana sjálfsagða framvegis, a. m. k. meðan erlent setulið dvelji í landinu. Þegar opnað er seint í júní urðu snögg umskipti. Jafnvel Mbl. gat ekki látið hjá líða að lýsa þeim með sterkum orðum 29. júní síðastl. Telur blaðið þá, að eina ráðið til bóta í áfengis- málunum sé að taka fyrir á- fengissöluna. Enda hlaut það að verða öllum blöskrunarefni, að 30 menn að meðaltali og stundum 60—70, voru teknir „úr umferð“ á sólarhring. Og þó var ástandið miklu verra en þessar tölur sýndu, því eigi var húsrúm fyrir alla, er taka þurfti „úr umferð“ og oft var lögregl- an kölluð á heimilin, til þess að að afstýra vandræðum. Eftir mánaðar ófremdará- stand var aftur lokað og hefir svo verið síðan eða í röskan hálfan annan mánuð. Virðist stjórnin hafa tekið þá ákvörð- un, að lokað verði um sinn og áfengi hvergi selt. Yfirgnæfandi meirihluti þjóð- arinnar mun fagna þessari ráð- stöfun stjórnarinnar og telja hana fullkomlega tímabæra. Þegar í fyrra var vilji þjóðar- innar í áfengismálunum augljós af undirskriftum þeim, er fram fóru úm land allt að til- hlutun bindindismanna, þar sem skorað var á stjórnina að loka áfengisverzluninni tafar- laust. Samþykktir ýmsra félaga og stétta um þetta mál að und- anförnu eru á sömu lund. Jarð- vegurinn fyrir bann var mynd- aður og flýttl hernámið vissu- lega fyrir því. Engum gat að vísu komið á óvart, að til væru nokkrar sál- ir, sem sættu sig ekki við áfeng- isleysið, og aðrir, sem fyrir á- girndarsakir biðu eftir að draga menn niður í sorprennurnar. En hitt hefir sennilega komið mörgum á óvart, að Mbl., aðal- málgagn Sjálfstæðisflokksins, tæki upp harðvítuga baráttu fyrir áfengissölu ríkisins, sem það hafði gagnrýnt látlaust í 4 ár, við allt aðrar aðstæður en nú eru fyrir hendi. Þegar lokunin hafði staðið í nokkrar vikur hefst áróður blaösins fyrir alvöru. Og nú virðist baráttan fyrir áfenginu eiga að verða fastur sunnudags- boðskapur Mbl. Tvo undan- farna sunnudaga hafa forustu greinar blaðsins fjallað um á- fengismálin á mjög ósvífinn hátt. Fyrra sunnudag skammar það lögregluna, sem gaf áður- nefnda yfirlýsingu, templara og alla þá, sem á einhvern hátt beittu sér fyrir lokuninni, og svo ríkisstjórnina, sem fram- kvæmdi hana. Ein af röksemdum blaðsins er sú, að þar hafi stjórnin ó- virt þingviljann, er greinilega hafi komið fram á aukaþing- inu í sumar. Sannleikurinn er sá, að aðeins 19 þingmenn af 49 greiddu atkv. á móti því, að áfengismálið væri tekið til um- ræðu og það var vitað um suma þeirra, að þeir greiddu atkv. sitt þannig af þeim á- stæðum að þinghaldið átti að vera stutt og þeir óttuðust að fleiri mál kæmu á eftir, ef þetta yrði tekið á dagskrá. Með þess- ari atkvæðagreiðslu var af- staða þeirra í áfengismálinu því ekki mörkuð. Samt leyfir Mbl. sér að segja: „Allir vita, aS þingviljinn kom hér eins greinilega í ljós og hugsast gat. Þingið hafnaði til- lögunni, taldi hana ekki einu (Framh. á 3. siðu) Séra Jakob Jónsson; Tímarit Þjóðræknisiélagsíns Tímarit Þjóðræknisfélags íslendinga. 22. árg. 1940. Ritstjóri Gísli Jónsson. Winnipeg, Man. I. Það er eftirtektarvert, að þeg- ar leita skal að elstu blöðum íslenzkum, þeir er enn eru lífs, verður að fara vestur um haf. „Heimskringla" og „Lögberg“ hafa bæði komið út meir en fimmtíu ár. Ber það ekki aðeins vott um dugnað og áhuga, held- ur og meiri þrautseigju við sama verkefni en oss íslend- ingum yfirleitt er gefin. Fáein tímarit eru einnig gefin út með- al íslendinga vestra, og það langmerkasta í þeim hóp er Tímarit Þjóðræknisfélagsins, sem nú hefir komið út í 22 ár. Frá upphafi hefir sami mað- ur verið ritstjóri Tímaritsins, dr. Rögnvaldur Pétursson. Hann hélt ritinu í því horfi, að hiklaust má telja það eitt af allra merkustu tímaritum. Sumir af ritfærustu íslending- um vestan hafs hafa skrifað í það og auk þess allmargir af rithöfundum heimaþjóðarinn- ar. Að efni til hefir Tímaritið ávalt verið hið merkilegasta, og verðskuldar alla þá útbreiðslu hér á landi, sem unnt er að veita því. Eins og kunnugt er, andáðist séra Rögnvaldur 30. janúar 1940. Tók þá við rit- stjórninni Gísli Jónsson, skáld og prentsmiðjustjóri í Winni- peg. Betri maður gat ekki orð- ið fyrir valinu en hann. Gísli er fæddur og uppalinn í Jökuldal, gekk ungur í Möðru- vallaskóla, en nam síðan prent- iðn á Akureyri. Þegar eftir komu sína vestur, settist hann að í Winnipeg og hefir ætíð síðan komið þar mikið við sögu íslenzks félagsskapar. Hann er vel ritfær maður, söngvinn og smekkvís, ágætlega lesinn bæði i íslenzkum og erlendum bók- menntum. Kona hans er Guð- rún Finnsdóttir skáld, og er heimili þeirra blátt áfram menntabrunnur í beztu merk- ingu þess orðs. Gísli er vara- forseti Þjóðræknisfélags ís- lendinga í Vesturheimi og hef- ir árum saman átt sæti í fram- kvæmdanefnd félagsins. II. Eins og vænta má, hefst ritið í þetta sinn á ítarlegri grein um dr. Rögnvald Pétursson og verður æfistarfi hans tæplega betur lýst í stuttu máli en þar er gert. Höfundur greinarinnar er séra Guðmundur Árnason, vinur og samherji Rögnvaldar frá því að báðir voru ungir menn. Séra Guðmundur ritar ágætt mál og ber allt, sem frá honum kemur, vott um hóf- stillingu, óhlutdrægni, glöggva hugsun og yfirlætisleysi, að við- bættri óvenjulega mikilli þekk- ingu. (Mig langar til að skjóta því hér inn í, að séra Guðmund- ur mundi vera al-hæfasti mað- urinn til að halda áfram því verki, sem Þorsteini Þ. Þor- steinssyni hefir misheppnazt,að rita sögu Vestur-íslendinga). í grein sinni um Rögnvald seg- ir séra Guðm. frá æfiatriðum hans, og er það út af fyrir sig merkileg saga, en auk þess eru sérstakir kaflar um kirkjulegt starf hans, þjóðræknisstarf, ritstörf og bókaútgáfu. Ungir menn, sem vilja kynna sér sögu mestu mannanna, sem þjóð vor hefir átt, fá gott heimildarrit, þar sem grein séra Guðmundar er, um einn af fremstu mönn- um íslendinga á þessari öld. Ritstjórinn birtir, eftir sjálfan sig, kveðju í ljóði til Rögnvald- ar Péturssonar. Þau kvæði, sem komið hafa eftir Gísla í Tíma- ritinu síðustu árin, hafa verið hvert öðru betra, og er þetta ekki sízt. Þar er klökkvi hraust- mennisins, sem saknar en æðr- ast ekki, og þakkar hið liðna, þó að fenni í sporin. „Nú löngu er horfin vor land- námsöld — með lífinu borguð vor hinztu gjöld og fent í flestallra spor. En þökk sé þeim tíma, er þig oss gaf og þá hina aðra, sem báru af — hið liðna, vestræna vor.“ Ritstjórinn skrifar einnig fróðlega og skemmtilega grein um fimm alda afmæli prent- listarinnar. Prófessor Richard Beck skrif- ar grein um Huldu skáldkonu. Er þar glöggt yfirlit um rit- smíðar hennar, og rakin þróun þeirra. Greinin er skemmtileg aflestrar og dregur vel fram megineinkennin á skáldskap Huldu. „Andinn frá Berlin og áhrif hans“ nefnist grein eftir séra Valdimar J. Eylands. Séra Valdi- mar er ungur prestur og þjónar stærsta lútherska söfnuðinum meðal íslendinga. Áður átti hann heima á Kyrrahafsströnd- inni. Eftir að hann fluttist til Winnipeg var hann þegar kos- inn í framkvæmdanefnd Þjóð- ræknisfélagsins og er hinn nýt- asti maður í islenzkum félags- skap í Winnipeg. Grein hans fjallar a^allega uhi þróun þeirra lífsskoðana og heim- spekistefna í Þýzkalandi, sem myndað hafa grundvöllinn undir nazismann. Er þar fljótt yfir sögu farið, sem vænta má, en ljóst sagt frá i höfuðdrátt- um. Af smærri greinum má minna á tvær, önnur er um skáldið Helen Swinburne, dóttur Svein- bjarnar Sveinbjörnssonar tón- skálds, — hin „um ýms ósam- ræmi í Hænsna-Þórissögu“, eftir próf. Pierre Naert. Er það mjög eftirtektarvert, að vestur í Am- eríku skuli birtast á íslenzku grein um slíkt efni eftir fransk- an prófessor, búsettan í Svíþjóð. Tvær sögur eru í ritinu og báð- ar eftir þekkt skáld, Guðrúnu Finnsdóttur og J. Magnús Bjarnason. Bæði eru þau nú að komast á efri ár, en halda enn beztu einkennum stíls og frá- frásagnar. — Magnús dregur upp eina skapgerðarmynd enn af „týndum íslendingi“, en í þvi er hann blátt áfram sérfræðingur. Önnur tegund af skáldskap Magnúsar, dæmisögurnar, hefir þegar á allt er litið meira skáld- skapargildi, en ég hefi þó aldrei lesið „íslendingasögur" hans öðruvísi en mér til stakrar ánægju. Þær eru dregnar skýr- um dráttum, alltaf bæði trúleg- ar og ótrúlegar í senn, og hjart- að, sem bak við slær, er þrungið af mildum kærleika og aðdáun á eðliskostum íslendingsins. Sagan um Bessa er þar engin undantekning. Magnús trúði mér einu sinni fyrir ástæðunum til þess, að hann fór að rita þessar smásögur. Hann sagði, að sér hefði sárnað undirlægjuháttur sá og uppgjöf þjóðernisins, sem sumsstaðar varð vart fyr á ár- um, þegar jafnvel ýmsir af leið- togum landa vestra hvöttu til þess, að þeir legðu allt íslenzkt á hilluna, þ. á. m. nöfn sín og mál, til þess að vera metnir jafn mikils og einstaklingar annarra þjóða. Þá fór Magnús að reyna að vega upp á móti þessum hugs- unarhætti með því að skrifa smásögur, þar sem hann dró fyrst og fremst fram dug og dáðir íslenzkra manna. (Þó eru Skotar í slíku uppáhaldi hjá Magnúsi síðan á bernskuárum hans í Nova Scotia, að hann get- ur helzt ekki látið Skota bíða al- varlegan ósigur fyrir íslend- ingi). í síðasta hefti Tímaritsins kom saga eftir Guðrúnu Finns-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.