Tíminn - 16.09.1941, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.09.1941, Blaðsíða 3
92. blað TÍMINIV, l>riðjuilaginn 16. sept. 1941 367 Eiríkur Sigurðsson, Sand- haugum varð sjötugur 10. þ. m. Hefir blaðinu borizt eftirfar- andi grein í tilefni af afmæli hans: Eiríkur Sigurðsson og kona hans, Guðrún Jónsdóttir. Sá, sem ferðast um Sprengi- sand, verður feginn, ef hann mætir þar drengilegum og mál- hreifum manni, vasklegum, greindum og áttvísum. Og hvar, sem leiðir liggja, er gott að mæta þvílíkum manni. í byggð er hann æskilegur fé- lagi. Alstaðar er þörf fyrir þann mann. Hefirðu nokkurntima hitt Eirík Sigurðsson á Sandhaug- um í Bárðardal? Þú getur hafa mætt honum á Sprengisandi, þvi skömmu eft- ir siðustu aldamót varðaði hann syðri hluta leiðarinnar yfir Sprengisand, og var um langt skeið eftirlitsmaður með veg- vísun á þeim fjallvegi, — að norðan og allt suður á Sóleyj- arhöfða við Þjórsá. Fór hann marga ferð um Sandinn einn síns liðs, ætíð geiglaus og ör- uggur. Hafir þú hitt hann þarna, þá efast ég ekki um, að þér hafi fallið hann vel í geð og þótt hann sóma sér vel, hvort sem verið hefir hregg eða sólskin á öræfunum, og hvort sem þú hefir þegið leið- sögu hans, eða hann hefir ein- göngu verið þér gaman það, sem Edda segir, að maður sé manni. Sértu einn þeirra manna, sem voru með honum í Hóla- skóla þau tvö ár, sem hann var þar, á skólastjóraárum Her- manns Jónassonar, rúmlega tvítugur að aldri, þá manstu hann sjálfsagt glöggt, því hann var álitlegur æskumaður, — einn þeirra, er jafnaldrar gleyma ekki. Hvar sem þú kannt að hafa hitt hann, hlýtur hann að hafa orðið þér minnisstæður, því hann er einn þeirra manna, sem er svo ágætt að hitta á lifs- leiðinni. En hafir þú hvorki séð Eirík né heyrt hans getið fyrri, þá máttu slá því föstu, — hvað sem þú hefir áður um það haldið, — að til viðbótar öllum þeim, er þú vissir um, er enn einum ágætismanni fleira í bænda- stétt landsins. — Eiríkur á Sandhaugum varð sjötugur 10. þ. m. Hann er fæddur að Ingjaldsstöðum í Suður-Þingeyjarsýslu; sonur Sigurðar Eiríkssonar bónda þar og Guðrúnar Erlendsdóttur konu hans. Var hann yngstur 12 systkina og missti föður sinn fárra vikna gamall. Þriggja ára fluttist hann með móður sinni að Sandhaugum, til elztu systur sinnar, Kristínar lj ósmóður, sem þar var húsfreyja. Síðan hefir Eiríkur alltaf átt heima að Sandhaugum og dvalið þar, að undanteknum þeim tveim árum, sem hann var i Hóla- skóla. Telur hann, að skóla- gangan að Hólum hafi verið sér ómetanlega mikils virði. En líka telur hann, að það hafi á vissan hátt orðið sér mjög holt til uppeldis, að hann var 8 ára gamall látinn sitja yfir 70 kvía- ám, og ganga á beitarhús strax og hann komst yfir fermingu. Árið 1903 giftist Eiríkur Guð- rúnu Jónsdóttur, Þorkelssonar frá Jarlsstöðum í Bárðardal, — góðri konu og myndarlegri. Hófu þau búskap að Sandhaug- um vorið 1906. Fyrsta búskap- arárið misstu þau helming sauðfjár síns í stórhríðarbyl. Ótal örðvgleika strjálbýlisins urðu þau við að stríða í bú- skapnum, svo sem þeir geta nærri, er til staðhátta þekkja. Jörðin var ekki góð bújörð, og aldrei munu þessi hjón hafa verið talin rík. En þau voru nógu rík til þess að geta verið veitendur, alið upp sex mann- vænleg börn, — 5 dætur og einn son, — fylgst vel með í hugheimi samtíðar sinnar og verið sjálf hamingjusöm. Nú er Eiríkur bilaður að lík- amlegri heilsu og sonur hans, Sigurður — myndarlegur at- gjörvismaður, — tekinn við búinu. Stendur Guðrún fyrir búi sonar síns, enda er hún 12 árum yngri en Eiríkur. Þegar Eiríkur lét af búskap, gaf jörðin helmingi meiri hey- feng, en þegar hann tók við henni. Dætur þeirra, Eiriks og Guð- rúnar, eru allar að heiman farnar. Eru fjórar þeirra giftar. Tengdasynirnir eru: Björn Sig- urb'j arnarson, bankagj aldkeri að Selfossi, Halldór Kristjáns- son, bóndi að Kirkjubóli í Ön- undarfirði, Sigurður • Sigurðsson bátsformaður á Stokkseyri og Þórhallur Andrésson, bóndi að Hafralæk í Þingeyjarsýslu. — Mín eigin kynni af Eiriki á Sandhaugum hafa mest orðið á vegum kaupfélagsskaparins. Ég mætti honum þar, þegar veður voru válynd og ýmsir erf- iðleikar á vegunum. Reyndi ég hann þá sem ætíð að prýðileg- um drengskap, hugsjónatryggð, atorku og áttvísi. Kann ég hon- um beztu þakkir fyrir kynning- una, og óska honum allra heilla á sjötugsafmælinu. Veit ég, að allir, sem honum hafa kynnst, munu gera slikt hið sama. Þeir, sem reynast á örðugum leiðum vaskir menn og góðir fé- lagar, skulu í heiðri hafðir. 3. sept. 1941. Karl Kristjánsson. Sunnudagshugleiðing- ar Morgunblaðsins (Framh. af 2. síðu) sinni þess verða, að hún yrði rædd.“ Síðan er stjórnin ásökuð fyrir þann barnaskap, að kasta á brott, í einni svipan, um 5 milj. kr. af ríkistekjunum, menn verði að flýja á náðir setuliðs- ins með áfengi, brugg, smygl og annar ósómi hljóti að vaxa í stórum stíl, ef áfengisverzl- unin verði ekki tafarlaust opn- uð. Herferð Mbl. s. 1. sunnudag er á sömu lund. Þar er haldið uppi vörn fyrir setúliðssnuðrara, bruggara og smyglara og stjórninni bent á, að „það kosti ríkissjóð 5 millj. króna á ári, að halda vínverzluninni lok- aðri“. Bindindismenn eru hund- skammaðir sem áður og sagt, að þessar 5 milljónir króna séu „gjöf ríkissjóðs til hégómlegra öfgamanna í bindindismálum", er spili með fölskum nótum. Lokunin sé „forsjárlaus dans eftir tilfinningagjólu öfga- manna, er leiðir aldrei til góðs“. Það verður ekki annað ráðið af þessum skrifum en að aðal- málgagn Sjálfstæðisfl. segi öll- um templurum og bindindis- mönnum stríð á hendur. Og sá hópur er áreiðanlega stærri, en Mbl. vill viðurkenna. Frá bindindismönnum kemur ekki nokkurt orð í blaðinu, enda mun það vera þeim lokað. Stefna Mbl. og Sjálfstæðisfl. í áfengismálunum, er þarna mörkuð um sinn, svo að ekki verður um villzt. Það er vitanlega ekki góðs að vænta í „ástandsmálunum“, meðan stærsta blað landsins telur það meginverkefni sitt og ófrávíkjanlegt sunnudagsguð- spjall, að gera gælur við og verja lögbrot og spillingu. Væri blaðinu sæmra að leggja sinn skerf til að skapa sterkt gagn- rýnandl almenningsálit, svo að Ræða biskups við aihjúpun minnisvarða Eínars skáids Benediktssonar 12. sept. 1941 dóttur, sem tvímælalaust er ein af perlunum í smásagnarskáld- skap íslendinga.Sennilega hefir höf. náð þar lengst í sinni skáld- sagnagerð. Sú saga, sem birtist í þessu nýkomna Tímariti, er öllu fremur hugleiðing en saga. Á yfirborðinu er allt slétt og fellt, — hófsstilling, fegurð, jafnvægi, undarlegur hlýleiki, sem minnir á Skriðdalinn í fögru sumar- veðri. — En undir niðri eru heit- ar tilfinningar og mikið skap, og miskunnarlaust er lesandinn látinn horfast í augu við vanda- mál núlifandi kynslóðar, fyrst og fremst stríðið. Hér er það friðarsinninn, sem með raun- hæfni knýr sjálfan sig til að við- urkenna nauðsyn stríðsins. En sigurinn verður að vera meiri en aðeins vopnasigur. Hann er í því fólginn, að mannréttindum og friði verði lífvænt á jörðinni. Persónur sögunnar er öldruð kona vestan hafs og sonur henn- ar í kanadiska hernum á íslandi. Nokkur kvæði eru í ritinu, eft- ir Kristian Johnson, Steingrím Arason, P. S. Pálsson og síðast en ekki sizt Jakobínu Johnson. Af þeim eru veigamest „Annar ágúst“ og „Hann heyrði í bernsku“. III. Ritið endar á Þingtíðindum Þjóðræknisþingsins 1940. Er þar meðal annars ávarp úr forseta- stóli eftir dr. Richard Bech og starfsskýrslur deilda út um landið, sem mikið má læra af. Ef til vill eru þingtíðindin ólygn- astur vottur um þann áhuga, sem enn ríkir vestan hafs á is- lenzkum málum. — iSaga veraldarinnar hefir sýnt og sannað, að á alvörutím- um var þjóðunum gott að eiga helga staði, þar sem þeim opn- aðist sýn inn í minningalönd- in. Þá staði, þar sem menn ó- sjálfrátt fundu, að þeir urðu að draga skó af fótum sér og beygja höfuð I lotningu. Þing- vellir eru íslenzku þjóðinni slíkur staður. í hinu tígulega umhverfi fjallanna, víðsýni og sólfegurð, í litskrúði foldar á vordegi eða í húmblíðu hausts- ins eiga íslenzkir menn sýnir á þessum stað, sem þeim eru dýr- mætar og kærar. Þjóðarsagan, með ljósum sínum og skuggum, með sárum sínum og tárum, líð- ur hér fyrir hugarsjónir. Vér sjáum í anda andlit sterkra, göfugra manna, sem í dreng- skap og ást á landi og þjóð báru merki íslands, islenzkra mála, íslenzkrar tungu, íslenzks þjóð- ernis, sem blésu þjóðinni í brjóst trú á guð, trú á landið og glæddu frelsisástina, þeirra manna, sem sungu kjark og Tímaritið er mjög ódýrt. — Bezta ráðið til að eignast það, er að verða meðlimir i Þjóð- ræknisfélaginu og þá er það innifalið í árgjaldinu — eða réttara sagt frítt. þolgæði í íslenzk hjörtu og beindu þeim að háu marki. Þetta skyldi sérhver íslend- ingur, ungur sem gamall, er á Þingvöll gengur, hafa í huga. Þá fer hér aldrei neitt fram, er eigi sé samboðið staðnum eða minningunum, sem við hann eru tengdar. Hér á þessum fagra, helga stað á íslenzka þjóðin lítinn grafreit. Hingað ætlar hún á komandi tímum að bera líkamsleifar ást- fólgnustu og beztu sona og dætra, þeirra, er hún stendur í mestri þakklætisskuld við. Það hefir nýlega verið geng- ið frá þessum reit. Húsameist- ari ríkisins hefir gert uppdrátt af reitnum og látið byggja hann í samráði við Þingvalla- nefnd samkvæmt ósk ríkis- stjórnar. Grafreiturinn er lát- laus, en talar þó sínu máttuga máli: Hann minnir á umhverf- ið — hamrabelti gjánna hér á Þingvöllum. Hann er hring- myndaður og minnir á hið ó- endanlega og eilífa líf, þeirra, sem fallnir eru og bendir þang- að, sem ódauðleg þrá manns- andans leitar. Merki krossins er sétt á reitinn frá austri til vest- urs og suðri til norðurs, og minnir á hinn fagnaðarríkasta og glæsilegasta sigur. Sigur (Framh. á 4. síðu) Góða og ábyggílega stúlku vantar nú þegar í Kvennaskól- ann í Reykjavík til léttra inn- anhússtarfa. Auglýsíng um verðlagsákvæði Verðlagsnefnd heflr, samkvæmt helmild í lögum nr. 118, 2. júlí 1940, ákveðið hámarks- álagnlngu á vörur þær, er hér segir: Upplýsingar gefur forstöðu- kona skólans. Draumur um Ljósaland heitir nýjasta skáldsaga ÞÓR- UNNAR MAGNÚSDÓTTUR. — Þórunn er stórvirkur rithöf- undur og á hraðri framför. Þessi nýjasta bók hennar iðar af rómantík og lífsþrótti. — Sagan gerist að mestu leyti í íslenzkri sveit, ekki á löngu liðnum öldum svörtustu eymd- ar heldur í nútímanum, þar sem bifreiðar, sláttuvélar rakstrarvélar og traktorar létta lífið og stytta vinnudaginn. — Bókin er geysistór, 18 arkir, prentuð á þykkan, vandaðan pappír. Þetta er í raun og veru fyrsta íslenzka skáldsagan um fegurð íslenzks nútíma sveita- lífs. VÍKINGSÚTGÁFAN. Hverfisgötu 4. bruggurum og smyglurum verði hvergi vært. Enda verður að krefjast þess, að lögreglan geri skyldu sína í því að taka fyrir þau lögbrot sem önnur. Verða allir bindindismenn að vera hér á verði og gera skyldu sína. Um leið og sambúðin við setuliðið er endurskoðuð, þarf að taka upp baráttu fyrir auknu bind- indisstarfi og heilbrigðari lífs- háttum. Og þótt sú fylking, sem kýs sér lífstefnuna, bindindis- mennirnir, eigi víðlesið blað eins og Mbl. í hópi andstæðinga sinna, mun það engu breyta um sóknarhug. En mörgum þætti fróðlegt að fá svör Mbl. við eftirfarandi spurningum. 1. Hvers vegna er nauðsyn- legra að ríkið selji áfengi nú en 1935—1939? 2. Man blaðið ekki, að lokun áfengisverzlunarinnar var eitt af helztu loforðum Sjálfstæðis- flokksins í síðustu kosningum? 3. Var ekkert mark takandi á skeytum lögreglustjóranna, er blaðið birti seint í júní, og þess eigin lýsingum af ölæðinu, er það gaf 29. júní s. 1.? Morgunblaðinu væri þarft að melta þessar spurningar fyrir næsta sunnudag. Svari það ekki, má draga lærdómsríkar á- lyktanir af því. D. Á. Kaupum falleg KÓPASKIM OG LAMBSKIM HÆSTA VERÐI. TIMBUR: 1. Allur algengnr liúsu- og skipavlður, svo sem fura, greni, eik (skipaeik), piteh pine og oregon pine 35% 2. Krossviður, gabon og masonite 35% 3. Allur annar viður 40% 4. Sé viður úr 1. flokki keyptur hing- að full fmrrkaður, skal gílda sama álagning, en sé hann þurrkaður hér, má reikna 10% aukaálagn- ingu eða samtals 45% Ef timburverzlun kemur fram sem heildsali gagnvart annarri timburverzlun og þurfi af þeim ástæðum að skipta álagningunni, skulu gilda sömu reglur og birt- ar eru aftan við 8. gr. byggingarvöruflokks í auglýs- ingu í 39. tbl. Lögbirtingablaðsins 25. júlí þ. á. UMBtTOAPAPPtR: t heildsölu 14% Þetta birtist hér með öllum þeim, er hlut eiga að máli. Viðskiptamálaráðuneytið, 12. ágúst 1941, Eysteinn Jónsson. /Torfi Jóhannsson. Héraðsskóíínn í Reykholtí Borgaríírði verður settur 25. októþer næstkomandi — fyrsta vetrardag. — Enn er hægt að bæta við fáeinum nemendum í skólann, ef þeir sækja strax. — Af sérstökum ástæðum er ennfremur hægt að taka 2—3 pilta 1 smíðadeild skólans, ef þeir hafa áður stundað nám í héraðsskóla, eða geta lagt fram meðmæli, helzt frá tré- smið, þess efnis, að þeir séu lagtækir og hafi áhuga á slíku námi. Reykholt, 8. september 1941 Skólastjórinn. Reykjavík. Sími 1249. Simnefni: Sláturfélag. Reykhús. — Frystihús. Niðursuðuverksmiðja. — Bjúgnagerð. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður- soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og álls- Jconar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. MAGJVf 0.F. Egg frá Eggjasöiusamlagi Reykjavíkur. 176 Victor Hugo: um konan í serknum, vegna klæðaburð- ar síns. Konurnar þrjár, því að Gervaisa hafði þrengt sér á milli Majettu og Ovdördu, rýndu inn. En vesalings konan virtist ekki verða þess vör, þótt höfuð þeirra hömluðu dagsljósinu að komast inn. — Við skulum ekki trufla hana; hún er að biðjast fyrir. En Majetta blíndi með vaxandi at- hygli og hryllingi á hið dauðalega, skin- horaða og steinrunna andlit konunnar. Augun hennar fylltust tárum. — Þetta er kynlegt, sagði hún. Hún tróð höfðinu milli j árngrindanna, og tókst þá að gjóta augum inn í skot- ið, er turnbúinn þrástarði í. Tárin flóðu niður kinnarnar, þegar hún dró höfuðið til baka. — Hvað heitir þessi kona? spurði hún Ovdördu. — Við köllum hana systir Gudulu, svaraði Ovdarda. — En ég, sagði Majetta, ég kalla hana Pakvettu Chautifleuri! Svo lagði hún fingur á varir sér og benti Ovdarda að stinga höfðinu milli gluggarimlanna og líta inn I skotið. Ovdarda gerði það. Inni í skotinu, sem einsetukonan festi augun svo mjög á, var lítill, rósrauður silkiskór með í- saumi af gulli og silfri. Esmeralda 173 bráðlátur, hefði hann beðið enn nokkra stund og borið þessa spurningu fyrst fram, þegar þau voru komin heim í i- búð sína hjá meistara Andry Mus- nier í la Valeneestræti. En nú vakti þessi ógætilega spurning athygli Ma- jettu að nýju. — Það er satt, hrópaði hún. — Við höfum gleymt einbýliskonunni. Vísið mér á „Rottuholuna“, svo að ég geti keypt kökuna handa henni! — Já, það er sjálfsagt, svaraði Ov- darda. — Það er góðverk! Þetta var Eustache sízt gleði. — Ó, kakan mín, kveinaði hann. II. KAFLI. Gamall kunnlngl. Konurnar þrjár héldu aftur heim- leiðis. Þegar þær voru ko'mnar að Ro- landsturninum, mælti Ovdarda til hinna tveggja: — Við skulum ekki gægjast inn allar í einu; þá gerum við hana skelkaða. Einbýliskonan þekkir mig lítils háttar. Ég skal líta fyrst inn til hennar og gera ykkur aðvart, þegar þið megið koma. Hún gekk yfir að Rottuholunni. Þegar hún leit þar inn, færðist meðaumkun- arsvipur yfir ásjónu hennar. Það var

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.