Tíminn - 11.10.1941, Page 1

Tíminn - 11.10.1941, Page 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. : FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: \ JÓNAS JÓNSSON. : ÚTGEFANDI: \ FRAMSÓKNARFLOKKURINN. ; RITSTJÓRNARSKRirSTOFUR Lindargötu AFGREIÐSLA INNHEIMTA AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: Lindargötu 9A. 25. ár. Reykjavík, laugardagiun 11. okt. 1941 101. blað Vaxandi áhugí bænda tyrir aukínni engjarækt Frásögn Pálma Eínarssonar um undír- búníng nýrra áveituiramkvæmda Pálmi Einarsson ráðu- nautur hefir undanfarið verið á ferðalagi um Norð- urland á vegum Búnðarfé- lags íslands, 1 því skyni að mæla fyrir og gera kostn- aðaráætlanir um nýjar á- veituframkvæmdir. Tíðindamaður blaðsins hitti Pálma að máli og innti hann frétta af ferðalaginu og þessum fyrirhuguðu framkvæmdum, og er frásögn hans á þessa leið: — Áhugi bænda fyrir engja- xæktinni er nú mun meiri en undanfarin 10 ár. Má það telj- ast eðlilegt miðað við það, hversu erfitt er nú að fá rækt- unarvörur til túnræktar. Ein- stakir bændur leggja nú hart að sér til þess að ná áveitum á engi sín, jafnvel þótt ekki sé um annað en litlar lækja^ytrur að ræða til þess að veita yfir slægjulöndin. Hingað til hafa ibændur lítið lagt upp úr þess- háttar framkvæmdum og áveit- ur ekki verið gerðar nema um stór landssvæði háfi verið að ræða og þá margir bændur h félagi um verkið. í Skagafirði og Langadal mældí ég fyrir áveitum á all- mörgum eínstökum jörðum og fyrír flóðgörðum og skurðum á engjalöndum, sem þegar er komin áyeita á. Hólsfótur. í Köldukinn í Suður-Þingeyj - arsýslu var í fyrra unnið að því að ger.a uppistöður á svonefnd- um Hólsfæti og engi nærliggj- andi jarða, en þetta land er 500—600 ha, að stærð. í bili er vatn til þessarar áveitu tekið úr Eangá en verður síðar tekið úr Skjálfandafljóti, þegar framkvæmdum við áveituna er lokið. Á þessum slóöum mæidi ég fyrir allmiklu af flóðgörðum og framræslu- skurðum, svo að unnt yrði að hefja framkvæmdir i stórum stíl. Væntaniega er hafin vinna vlð áveituna nú þegar og er á- formað að vinna fyrir 7500 kr. j haust, Vona ég að það nægi ítíl þess að koma 250 hektörum af þessu landi undir áveftu næsta vor. Markmiðið með þessum framkvæmdum er að bæta engi þeírra 9 jarða, sem eiga land 'þarna að. Mest af landinu til- heyrír jörðinni Hól, sem er eign Ljósavatnshrepps. í landi þess- arar jarðar hefir þegar verið reíst eitt nýbýli, en þar að auki er fyrirhugað, að tvær engja- litlar jarðir í nágrenni við Hól njótí góðs af þessum aðgerðum í framtíðinni, Staðarbyggðarmýrar í Eyjafirði. Þá rannsakaði ég möguleika á áveitu úr Eyjafjarðará á engja- land, sem iiggur meðfram ánni að austanverðu, milli Munka- þverár að sunnan og Ytri-Þver- ár að norðan, og nefnt er Stað- arbyggðarmýrar.Tel ég það verk framkvæmanlegt. Þetta land er um 700 hektarar að flatarmáli. Auk þeirra mælinga, sem ég gerði við ána, mældi ég fyrir 6 km. löngum aðalframræslu- skurðí. Þetta svæði samanstendur af engjum 20 bænda og hafa þeir myndað með sér félagsskap um áveituframkvæmdirnar. Verður vinna hafin þegar skurðgrafa, sem ríkið kaupir, er fengin, en nú þegar hafa verið gerðar ráð- stafanir til þess að hún yrði keypt. Áætlað var fyrir styrj- öldina, að þessar framkvæmdir myndu kosta um 80 þúsund kr., en hætt er við, að áveitan kosti nokkuð meira, miðað við núgild- andi verðlag. í Axarfirði. Á jörðinni Syðsti-Bakki, í Ax- arfirði, sem er félagseign Kaup- félags Norður-Þingeyinga og nokkurra bænda í héraðinu, rannsakaði ég hitasvæði, sem er í landareign jarðarinnar. Svæði þetta er um 30 ha. að stærð og er jarðhiti í því öllu, um og fyrir innan meter frá yfirborði jarðar. Vafalaust er jarðhiti þarna víðar, en ég hafði ekki tæki til að mæla lengra en meter niður. Yfirleitt reyndist hitinn á þessu landssvæði vera 20—60 stig. Liggur aðalhitaæð- in í sprungu frá norðvestri til suðausturs og aðal hitaupp- sprettan er undir núverandi farvegi Jökulsár, í svonefndu Bakkahlaupi. Bændur í héraðinu hafa und- anfarið ræktað kartöflur á þessu landi í samvinnu við Kaupfélag N.-Þingeyinga. Fyr- irhugað er að hagnýta þetta land í framtíðinni til garðrækt- ar. Þá mældi ég fyrir upptöku Jökulsár í Axarfirði til áveitu á engjalönd bænda beggja meg- in við árfarveginn. Fyrir nokkru fluttist Jökulsá að mestu úr gamla farveginum í nýjan far- veg, er nefnist Bakkahlaup, vestar í héraðinu. Við þessia (Framh. á 4. síffuj Dýrtíðarmálið F r amsóknar Slokkur- finn hefir lagt fram ákveðnar tillögur Undanfarna daga hefir dýr- tíðarmálið verið rætt á fund- um þingmanna og miðstjórnar Framsóknarflokksins. Þeim um- ræðum er nú lokið, því að orð- ið hefir fullkomið samkomu- lag um ákveðnar tillögur til lausnar málinu. Tillögur þess- ar munu verða lagðar fyrir fund rikisstjórnarinnar í dag. Tímanum er ekki kunnugt um, hver niðurstaðan hefir orð- ið á fundum hinna stjórnar- flokkanna. En sennilega hefir enn ekki náðst þar samkomu- lag um að benda á ákveðnar leiðir í málinu. Enn verður ekki um þaö sagt, hvernig málið verður lagt fyrir Alþingi. Fer það vitanlega eftir þeim undirtektum, sem tillög- ur Framsóknarflokksins fá hjá hinum flokkunum. Ástæðulaust virðist að láta aukaþingið verða langt og eyða tímanum í þref og þjark um þetta mál, líkt og gert var á seinasta þingi. Málið liggur nú líka svo ljóst fyrir, að auðvelt á að vera fyrir þingmenn að velja og hafna. Síðan er að taka af- leiðingunum af þeirri niður- stöðu, sem þannig fæst. Morgunblaðið er með bolla- leggingar um það, að mál þetta kunni að leiða til breytinga á samstarfi flokkanna. Virðist blaðið jafnvel þeirrar skoðun- ar, að betra sé að gera ekki neitt en að láta koma til slíkra breytinga. Það kann vel að vera, að einhverjir séu þessarar skoðunar, en Framsóknar- flokkurinn mun sjá lítinn á- vinning við þjóðstjórn, ef grundvöllur hennar á að vera sá, að vanrækja stærstu málin. Önnur helztu mál þingsins verða „ástands“-málið og lok- un áfengisbúðanna. Upplausn verklýðssamtak- anna í Noregi Ognardagarnir í Osló 10.—15. sept. síðastl. Nánari fregnir hafa nú bor- izt um hiná geigvænlegu at- burði, sem gerðust i Oslo fyrstu daga september. Fer hér á eft- ir útdráttur úr frásögnum er- lendra blaða af atburðum þess- um. Atburðir þessir áttu sér lang- an aðdraganda. Kjör verka- manna hafa stórum versnað síðan Noregur var hernuminn. Þeir menn, sem mestu réðu í verkalýðssamtökum, eftir her- námið, töldu það ráð vænlegast að reyna að hafá samvinnu við þýzku hernaðaryfirvöldin. Þetta reyndist þó fljótt árangurslítið. Óskir verkalýðssamtakanna voru að litlu hafðar. Verkalýðs- f oringj arnir reyndu þó að hindra, að verkamenn gripu til örþrifaráða. Þann 30. júní síð- astliðinn settu verkalýðssam- tökin fram ákveðnar kröfur, en þeim var aldrei ansað. Þann 31. júlí áttu tveir verkalýðsforingj- ar, Tangen og Hansteen,x við- tal við landstjóra Þjóðverja, Terboven. Hansteen var maður óvenjulega vel gefinn. Hann var 'iögfræðingur að menntun og hafði verið málafærslumaður verkalýðsfélaganna Eftir þenn- an fund mun Terboven hafa álitið Hansteen hættulegan mann og gert ráðstafanir til að ganga á milli bols og höfuðs á verkalýðssamtökunum, þegar æskilegt tækifæri gæfist. Verkamenn biðu enn góðan tíma, án þess að sýna nokkurn beinan mótþróa. En gremja þeirra fór vaxandi. Dýrtíðin óx og mörg matvæli urðu ófáan- leg, en þýzku hermennirnir virt- ust hafa nóg af öllu, ekki sízt norskum framleiðsluvörum, sem Oslobúar fengu af mjög skorn- um skammti. Aðfaranætur 6. og 7. september gerðu Bretar loft- árásir á Oslo og var þessum árásum vel tekið af borgarbú- um. Þetta gerði Þjóðverjum mjög gramt í geði og munu þeir því hafa ákveðið að láta til skarar skriða. Þegar verkamenn komu til vinnu sinnar að morgni A. Fréttir af Austurlandi. Páll Hermannsson alþm. hefir skýrt blaðinu svo frá: í vor og sumar fram til 10. ágúst, var ágæt tíð á Fljótsdals- héraði. En þá breyttisjt veðurfar mikið til hins.verra. Um mánaðartlma skipt- ust stöðugt á úrhellisrigningar og stormar. Flóð kom í öll vatnsföll. Olli það töluverðu tjóni á heyjum bænda, einkum í Hjaltastaðaþinghá. Vegir urðu mjög biautir og sums staðar ó- færir um skeið. Kúm var gefið inni nokkra sólarhringa á meðan að mestu ósköpin dundu yfir. Um 10. september brá aftur til þurrviðris og má kalla að mjög góð tíð hafi síðan verið eystra. Frost kom aldrei til muna, að minnsta kosti ekki það mikið að neitt tjón hlyt- ist á matjurtagörðum af þess völdum. Grasspretta • var yfirleitt mjög góð einkum á túnum. Vilja margir þakka hinn góða grasvöxt óvenjulega fljót- virkri og góðri áburðartegund, sem flutt var til landsins frá Ameriku í vor og töluvert var notuð á tún Hér- aðsbúa. — Fram til þess 10. ágúst náðu bændur upp miklu af góðum heyjum. En þá hófst óþurrkakafl- inn, eins og áður er sagt, og urðu heyin bæði lítil og slæm meðan hann stóð yfir. En í heild mun þá heyfeng- ur bænda á Héraði vera í meðallagi, bæði að vöxtum og gæðum. Eins og víða annarsstaðar á landinu er upp- skera garðávaxta með langmesta móti. Mun hún víða vera 15—20 föld. Meðal annars er það því að þakka, að aldrei kom neitt verulegt frost, er spillti Frá skrifstofu biskups. Frá Grenivík. vexti garðávaxta. — Hvergi bar á kartöflumyglu eða annarri sýki í görð- um, svo að ég viti til. Göngur hófust að þessu sinni á venjulegum tíma. Sauðfjárslátrun stendur yfir ennþá. Eru dilkar, og reyndar allt fé, með rýrasta móti, einkum þó í útsveítunum austan Jökulsár. Um skeið horfði til vandræða með það hve fátt fólk fékkst til þess að vinna að slátrunar- störfum hjá Kaupfélagi Héraðsbúa, en þó mun hafa rætzt úr því um síðir. Undanfarið hefir verið unnið að stækkun á frystihúsi kaupfélagsins. Var bætt ofan á það einni hæð, en við þá aðgerð stækkaði húsið um helming. Efnisskortur olli miklum erfiðleikum við þessar byggingarframkvæmdir. Fjalviður var ófáanlegur. Varð að fletta sundur trjám til þess að fá efni í nauðsynlegustu klæðningu innanhúss. En rekaviður var notaður í máttarviðu. Byggingarframkvæmdir voru engar á Héraði, en rnikið unnið að vegabótum. Er það álit manna.að þær framkvæmd- ir hafi tekið allt of margt fólk frá landbúnaðarvinnu og öðrum störfum. Fólksekla var yfirleitt mikil hjá bænd- um og alls ekki unnt að fá fólk til landbúnaðarvinnu frá því í fyrravetur. í haust rak 35 álna langan hval á Borgarfjarðarfjörum. Hafði hann far- izt á rekdufli. Var hann óskemmdur og því hin mesta búbót. Héraðsskól- inn á Eiðum og Húsmæðraskólinn á Hallormsstað eru fullskipaðir og í þann veginn að taka til starfa. — Síðast 1 Fréttir úr Eyjafirði. september gekk mikið hvassviðri yfir Austurland. Olli það viða nokkrum skemmdum, meðal annars í Loðmund- arfirði. t t t Biskup íslands, herra Sigurgeir Sig- urðsson, hefir skýrt blaðinu frá því, að séra Jón Ólafsson, prestur að Holti í Önundarfirði, hafi nýlega verið skip- aður prófastur í prófastsdæmi Vestur- ísafjarðarsýslu. Ennfremur að reist hafi verið nýtt prestseturshús að Kol- freyjustað í Fáskrúðsfirði eystra. t t r Einar Ámason alþm. á Eyrarlandi hefir tjáð blaðinu eftirfarandi: í Eyja- firði hefir árferði verið gott til iands og sjávar. Veturinn óvenju snjóléttur. Vorið hagstætt, og fjárhöld góð. Gras spretta á túnum ágæt og einnig víðast á engjum. Heyskapur byrjaði i júní og var óvenju snemma lokið. Heyfengur víðast mikill og nýting ágæt. Þennan mikla heyafla má eingöngu þakka á- gætri sprettu, hagstæðri tíð og notkun heyvinnuvéla, því verkafólksskortur í sveitum var mjög tilfinnanlegur. Allt fór í Bretavinnu og vegagerðir. Haust- ið hefir verið einmuna gott, óslitin blíða og aldrei frostnætur og munu þess tæpast dæmi, þegar septemberlok eru komin. Þessi ágæta hausttið var fólksfáum heimilum ómetanlegt hjálp- ræði við kartöfluuppskeruna. Er kart- öflurækt mikil í mörgum sveitum við Eyjafjörð, svo að á sumum jörðum (Framh. á 4. síðu) 9. sept. var þeim tilkynnt, að engin mjólk yrði afgreidd til vinnustöðvanna, eins og áður hafði tíðkast. Þetta töldu verka- menn óþolandi til viðbótar öllu öðru. Niðurstaðan varð því sú, að mikill fjöldi þeirra lagði nið- ur vinnu í mótmælaskyni. Vinna stöðvaðist alveg við allan járn- iðnað borgarinnar og alls munu 35—40 þús. verkamenn hafa tekð þátt í verkföllunum. Um kvöldið voru haldnir mótmæla- fundir og hvöttu margir forvíg- ismannanna verkamenn til að taka upp vinnu á ný. Var það líka samþykkt á flestum fund- unum. Verkamannaforingjun- um varð tæpast kennt um verkfall þetta, þar sem verka- menn höfðu byrjað það, án þess að ráðgast við þá. Þjóðverjum þótti nú komið heppilegt tækifæri. Kl. 5 að morgni 10. sept. var tilkynnt, að Oslo væri lýst i hernaðar- ástand og herdómstóll myndi dæma þá, sem brotlegir hefðu gerzt með því að reyna að eyðileggja vinnufriðinn. Um sama leyti byrjuðu bílar þýzku leynilögreglunnar að þjóta um borgina og taka hina ákærðu fáklædda úr rúmum sínum. Lög- reglan framkvæmdi þetta verk með svo miklum kunnugleik, að auðséð var að þetta hafði verið lengi og vandlega undirbúið. Handtökum á forystumönn- um og trúnaðarmönnum verka- lýðsfélaganna hélt áfram allan þennan dag. Kl. 3 var Hansteen tekinn og fluttur til stöðva þýzku leynilögreglunnar. Tveim- ur tímum síðar var hann skot- inn, ásamt Rolf Wikström. Að- standendur þeirra fengu að vita um aftökurnar með þeim hætti, að fötin, sem þeir höfðu verið í, voru send þeim. Út- varpið sagði frá aftökunum um kvöldið, þegar útgöngubannið var komið í gildi. Aftökurnar vöktu hrylling um allan Noreg. En verkamenn tóku þeim samt með þeim skiln- ingi, að þeim myndi ver farn- ast að grípa til gagnráðstafana. Vinna hófst næsta dag, Ijíkt og lítið hefði ískorizt. En vél þýzku leynilögreglunnar snerist áfram með öllu meiri hraða. Strax þegar birta tók næstu morgna byrjuðu bílar hennar að þjóta um borgina og safna nýjum fórnardýrum. Eftir þrjá daga var álitið að búið væri að (Framh. á 4. síðuj Erlendar fréttir Þjóðverjar segjast hafa um- kringt f j ölmenna rússneska herflokka við Vyazma, Bryansk og Melitopol við Asovshaf. Telja þeir að herjum þessum verði ekki undankomu auðið, og sé hér um svo fjölmennt lið að ræða, að raunverulega sé mót staða Rússa úr sögunni, þegar búið sé að sigra það. Rússar segja hins vegar, að nokkuð af innikróaða hernum við Bry ansk hafi þegar komizt undan, og mótstaða þeirra sé syo hörð á Moskvavigstöðvunum, að Þjóðverjar hafi ekkert sótt fram tvö seinustu dægrin. Sókn Kínverja í Mið-Kína heldur áfram og hafa Japanir orðið að yfirgefa þýðingarmikla borg, Ichang. Það voru Japanir, sem byrjuðu sókn á þessum slóðum, en hún hefir snúizt í undanhald. Þýzk-tyrkneskur viðskipta- samningur hefir verið undirrit- aður. Gerir hann ráð fyrir auknum viðskiptum milli land- anna, en Bretar fá þó eftir sem áður helztu hernaðarhráefni Tyrklands, sem út eru flutt, næsta 1 y2 ár. w A víðavangi DRENGSKAPUR MBL.-MANNA. Morgunblaðið er mjög gramt yfir því, að Tíminn skyldi birta tvær forystugreinar þess um á- fengismálin hlið við hlið. í til- efni af því bregður blaðið Framsóknarmönnum um ó- drerígskap í stjómaxsamvinn- unni, en gleymir hins vegar að benda á rökin fyrir þeirri stað- hæfingu, líkt og endranær. En Framsóknarmenn eru reiðu- búnir til rökræðna um þetta efni. Vísir hefir alla tið stj órnarsamvinnunnar ofsótt Eystein Jónsson. Mbl. hefir ráð- izt á Hermann Jónasson fyrir hlutdrægni í embættaveiting- um og andúð á sérþekkingu, þótt störf ráðherrans sanni hið gagnstæða. Bæði blöðin hafa iðulega valið formanni Fram- sóknarfl. hin hraklegustu orð. Verst er þó,að þau hafa margoft ráðizt á Framsóknarflokkinn og ráðherra hans fyrir verk, sem þeirra eigin flokkur hefir ráðið mestu um. Þannig skamma þau t. d. viðskipta- málaráðherra fyrir tillögur í dýrtiðarmálinu, sem eru byggðar á löggjöf, er Sjálfstæð- isflokkurinn og Alþýðuflokkur- inn settu í sameiningu. For- sætisráðherra skamma þau eins og hann sé einn ábyrgur fyrir kosningafrestuninni og þeim samningum, sem stjórnarflokk- arnir gerðu þá um framboð. Það má heita óbrigðult, að í- haldsblöðin reyni að kenna ráðherrum Framsóknarflokks- ins um þau verk Sjálfstæðis- flokksins, sem geta bakað flokknum andúð. Og ráðherrar Sjálfstæðisílokksins sýna ekki meiri drengskap en það, að þeir láta blöðum sínum haldast uppi þessi skrif um samstarfsmenn- ina. Ólafur Thors leyfir til dæmis Morgunblaðinu að bera forsætisráðherra hinum verstu brigslum í kosningafrestunar- málinu og telja hann rangfæra samninga flokkanna um þetta mál. Ef Ólafur væri dreng- lyndur ætti hann að leiðrétta frásögn blaðs síns undir slík- um kringumstæðum. Svo þykj- ast þessir menn, sem þannig haga sér, geta gert drengskap- arkröfu til þess að Tíminn þegi um tvísöng þeirra og lofi þeim að blekkja landslýðinn óá- reittum. Ameríkupósturinn. Nýlega hefir verið skýrt frá því,. að nokkrir póstpokar, sem hafi átt að koma hingað frá Ameríku, hafi glatazt á leið- inni milli Ameriku og fslands. Þetta minnir á það óhæfilega fyrirkomulag, sem enn er á þessum málum. Það veldur ekki aðeins stórum og óþægilegum töfum, heldur er þá mun meiri hætta á því, að pósturinn glatist. Þá kröfu verður að gera hiklaust til Bandaríkja- stjórnar, að hún láti Bretum ekki haldast það ofríki uppi, að allur póstur frá Amerku til ís- lands eða frá íslandi til Ame- rku verði að fara um Bretland. Það má vel skoða póstinn hér- lendis eða vestra og myndi slíkt bæði verða öruggara og greið- ara. Það væri líka meira en kynlegt, ef Bretar spornuðu gegn slíkri breytingu. ÞEGAR 8 ÍHALDSÞINGMENN VORU Á MÓTI ÚTGERÐINNI. Mbl. er nú byrjað að rifja upp gömlu ósannindin, að Fram- sóknarflokkurinn hafi kallað Sjálfstæðisflokkinn til sam- starfs, því að allt hafi verið komið í óefni. Framsóknar- flokkurinn gekkst fyrir sam- starfinu til að bjarga útgerð- inni, sem komin var á heljar- þröm, sökum markaðstapa og lélegrar stjórnar íhaldsforkólf- anna. Björgunarstarfið, ef Mbl. vill kalla það svo, var þvi fyrst (Framh. á 4. siffu)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.