Tíminn - 11.10.1941, Síða 2

Tíminn - 11.10.1941, Síða 2
402 101. blað 'gtminn Laugardaginn 11. oht. Fornbókmenntírnar í svaðíð Alveg nýverið kom tilkynning í einu af dagblöðum bæjarins um, að nú ætti, með föstu skipu- lagi, að draga íslendingasög- urnar niður í svaðið. Það eru rithöfundar kommúnista, sem standa að þessu ólánsverki, og útgefandi þeirra, smjörlíkissali í Reykjavík, stendur fyrir fram- kvæmdinni. Halldór Laxness á að koma Laxdælu í forina, en síðar á að gera öðrum perlum fornbókmenntanna svipuð skil. Tilgangurinn mun vera sá, að afbaka allar fornbókmenntirn- ar á þennan hátt. Það er alkunnugt, að Halldór Laxness var mjög efnilegur rit- höfundur, áður en hann varð gegnsýrður af byltingaskvaldri Rússa. Er til eftir hann frá þeim tíma talsvert af vel rituðu ’ óbundnu máli. En því meira, sem hann hefir hallazt að bylt- ingarbrölti rússnesku út- breiðsludeildarinnar, því meiri skemmd hefir orðið á málfari hans. í sumar kom út á forlagi smjörlíkiskaupmannsins amer- ísk saga, mjög hversdagsleg að allri gerð, en þurfti þó ekki að verða lakari en venjulegar neðanmálssögur. En sökum af- káraskapar í málsmeðferð þýð- andans varð bókin að almennu orðtaki fyrir rangt og sóðalegt mál. Málfróður maður athug- aði bókina gaumgæfilega og komst að þeirri niðurstöðu, að í þýðingunni væru að minnsta kosti 4000 villur, sem hver sæmilegur barnakennari myndi leiðrétta í stíl hjá viðvaning- um. Þó var hitt engu betra, að þýðandinn umsnéri og úthverfði málinu með rangri og óeðlilegri setningaskipan. Þá lagði höf- undur stund á að nota hið hrak- legasta orðbragð götustráka, sem er að myndast í þéttbýli landsins. Hversdagslegt enskt orðtæki eins og „not a bit“, þýðir Halldór Laxness með orðasamsetningunni „ekki ras- kat.“ Öll er þýðingin með sama blæ eins og þessi nýja íslenzka. Kommúnistarnir íslenzku hafa sýnt í mörgu, að þeir eru veiklaðir menn. Þeir hafa hlaup- ið til fjarlægrar þjóðar og lagzt flatir fyrir valdhöfum þar. Þeir hafa orðið viljalaus verkfæri í höndum þessara útlendinga. Þeir hafa þegið fé frá þessum yfirmönnum sínum til að gefa út á íslandi blöð, sem vinna fyrir Rússland, eins og þau væru gefin út í Rússlandi. Þeir hafa sprengt sundur félagsskap íslenzkra verkamanna, og eyði- lagt með návist sinni nokkra sæmilega skrifandi menn á ís- landi. Um tíma gáfu þeir út byltingarrit, sem hét „Rauðir pennar“. Það drukknaði í fyr- irlitningarhafi íslenzks al~ menningsálits. Þá reyndu þeir að koma upp fastri útgáfu- starfsemí, þar sem meginkjarni hins prentaða máls var áróður fyrir Rússa, en blandað innan um nokkuru hlutlausu efni. Þessi útgáfa er líka að stranda á sama skeri og „Rauðir pennar“. Kommúnistar hafa í mörg ár leitað að öllum veilum í hinu íslenzka þjóðfélagi til að koma að skemmdarstarfsemi sinni. Um leið og eitt hlið lokast, þá er leitað að nýjum úrræðum til skaðsemdar. Og að lokum koma þeir auga á fornbókmenntirnar. Þær hafa öldum saman verið innsta virkið í andlegri og þjóðlegri menningu fslendinga. Nú á að jafna það við jörðu. Nú á mað- ur, sem notar móðurmál sitt á þann hátt, að viðhafa orða- sambandið „ekki raskat", að þýða Laxdælu á það mál, sem úrhrak þjóðarinnar ber á vör- um sér. Væntanlega sér Alþingi það, sem nú kemur saman, sóma sinn í því að verja fornbók- menntir þjóðarinnar, með þvi að gera það að skilyrði, að stór fjármunaleg viðurlög, ef ekki þrælkunarvinna, liggi við því TlMllYIV, lawgardaginn 11. okt. 1941 Ur ræðu dr. Brodda Jóhannessonar á stúdentaSundí 25. sept. Orsakir siðferðisvandamálanna Hinn 25. september var efnt til stúdentafundar í Reykja- vík, og voru siðferðisvandamál þau, sem skapazt hafa við hérvist hinna erlendu herja, þar til umræðu. Dr. Broddi Jóhannesson, sem var einn þeirra þriggja manna, er sæti áttu í nefnd þeirri, er hafði þessi mái til rannsóknar, flutti langa frumsöguræðu á fundinum. Ræddi hann nokkuð um ástandið í þessum efnum og rakti ítarlega orsakir þess, hversu komið væri. Var margt mjög merkilegt, er dr. Broddi hafði fram að flytja. En sökum þess, hve ræðan var löng, er eigi kostur á að birta hana alla. Flytur Tíminn því nokkurt ágrip af henni. í upphafi ræðu sinnar vék dr. Broddi að því, að öllum sjá- andi mönnum hefði verið Ijóst. frá því landið var hernumið, að nokkur siðferðileg og þjóðernis- leg hætta væri búin af dvöl fjölmenns setuliðs í lantíinu. Margir urðu til að aðvara: Kennarastéttin, sakadómarinn í Reykjavík, sem mun hafa lagt fyrir síðasta Alþingi, í samráði við barnaverndarnefnd, frum- varp til laga um breytingu á barnaverndarlögunum, land- læknir, biskupinn yfir íslandi og með honum öll prestastéttin. Þannig hefir kirkjan, kennara- stéttin, yfirmenn heilbrigðis- málanna og lögregluyfirvöldin verið einhuga í þessu máli. Þessi ótti hefir ekki reynzt ástæðulaus, eins og marka má á skýrslum sakadómara og lögreglustjóra, þótt ekki komi þar öll kurl til grafar. Þegar jafn fámenn þjóð og íslending- ar fær staðfestingu á því, að hundruð ungra stúlkna ganga glapstigu, er ekki að undra þótt eftir því sé rýnt, hvað valdi. Okkur hefir verið tamt að nota setuliðið sem skotspón og kenna því um ófarir okkar í þessum efnum. En þær eiga sér því miður miklu lengri sögu. Þau vandamál, sem nú eru mest rædd, hafa fylgt Reykjavík eins lengi og saga hennar verður rakin. Á síðustu árum hafa barnaverndarráð, barnaverndar nefnd og ráðunautur hennar hvað eftir annar látið í ljós það álit, að hér væri brýn þörf á vistarheimilum fyrir vandræða- unglinga. Sú barátta hefir enn ekki borið æskilegan árangur, þótt nú muni fara að rætast úr því. Það er kunnara en frá þurfi að segja, hvaða straumhvörf hafa orðið í atvinnulífi okkar og menn munu vart gera sér að gefa út fornrit þjóðarinnar, nema með heimild stjórnar- ráðsins. J. J. Ijóst, hvaða menningarlegar af- leiðingar þetta hlaut að hafa. Menn þyrptust í iðjuverin, þeg- ar fjármagnið í atvinnurekstr- inum tók að aukast. Reykja- vík gleypti flesta. Það, sem hér hefir gerzt, er eðlilegt, en samt er það alvarlegt, því að breyt- ingin hefir orðið örari, hraði verðandinnar meiri, en hollt var. Hundruð lausamanna og iausakvenna, sem flykktust í kaupstaðina, kunnu ekki þann hátt daglegs lí£s, sem nauðsyn- legur er í bæjarlífi. Vöxtur bæj- anna var svo ör, að hollar og eðlilegar venjur gátu ekki skap- azt. Fyrst ber að nefna heimilin. Hollar venjur eru skilyrði þess, að heilbrigð menning varðveit- ist, og þær þróast og varðveit- ast fyrst og fremst á heimil- unum. Vegna breyttra at- vinnuhátta eru sveitaheimilin of fámenn, en í bæjunum eru þúsundir heimilisleysingja, lausamenn og lausakonur, að viðbættum fjölmennum heim- ilum, sem eru miklum ann- mörkum bundin. Það einkennir mjög borga- og bæjaheimilin, að þar býr aðeins ein kynslóð eða tvær — börnin og foreldr- arnir — en elzta kynslóðin — afarnir og ömmurnar og önn- ur gamalmenni á sveitaheimil- unum — áttu mjög merkan þátt í að varðveita venjur og rótgróna þjóðmenningu. Mönnum er það yfirleitt ljóst, að einstaklingurinn og þroski hans er háður erfðaeiginleik- um og ytri áhrifum — og mönn- um ætti að vera jafn Ijóst, að það er erfitt að móta heil- brigðan einstakling, ef heimil- in bregðast. Það er ekki á allra færi að.ala upp vandalaus börn, og þótt við berum djúpa og ein- læga lotningu fyrir öllum þeim konum, sem af ótakmarkaðri fórnfýsi og elju hafa helgað sig uppeldi föðurlausra barna.þá er vitað, að það uppeldi ber sjald- nar hinn ákjósanlegasta árang- ur. Hérlendar rannsóknir eru ekki til um þetta efni, en þær þjóðir, sem styrjaldir hafa háð, vita hve miklum vandkvæðum slíkt uppeldi er bundið og árangurinn oft miður góður. Nú munu ýmsir benda á, að margur góður lausaleikskrakk- inn hafi verið fóstraður á ís- landi. En því er til að svara, að þau dæmi, sem við þekkjum af þessu tagi, eru ekki frá stór- borginni Reykjavík. Þau börn í Reykjavík, sem þannig njóta ekki æskilegra uppeldiskjara, eru næsta mörg. Staðfestar tölur er ekki hægt að leggja fram, en það er hægt að geta sér til um það, svo ekki skeiki miklu. í Reykjavík munu fæðast 800 börn á ári hverju og í lausaleik munu fæðast á annað hundrað. Ef uppeldistími þeirra er talinn 16 ár, verða hér um 2000 hálf munaðarlaus börn og ungling- ar. Síðastliðin ár hafa hjóna- skilnaðir, bæði lögskilnaðir og skilnaðir að borði og sæng, verið rúmlega 100 á ári, börn í hverju hjónabandi að meðal- tali 1.35 og meðalaldur 5,75 ár samkvæmt reynslu síðasta árs. Uppeldistími til viðbótar 10 ár. Hér bætast nokkur hundruð barna í hóp þeirra hálfmunaðarlausu. Einnig eru börn ekkna og heilsulausra for- eldra. Loks eru svo í Reykjavík á 2. þúsund menn, sem eru mjög gallaðir þegnar vegna of- drykkju, og margir eru heimil- isfeður. Bætist því enn drjúg- um í hóp barna, sem brestur á að fái æskilegt uppeldi. Seinustu áratugina hafa tíu af hverju hundraði manna, sem hafa verið dæmdir í hegning- arhús hér, vegna glæpa og ann- arra grófari atburða, verið út- lendir í aðra ættina, flestir átt íslenzka móður. Hreinir útlend- ingar eru ekki meðtaldir. Er þetta nokkur bending þess, að uppeldi, sem slík börn fá, er meira og minna misheppnað. í Reykjavík dvelur og fjöldi ungmenna úr sveit og smærri þorpum, sem ekki kunna að hegða sér í fjölmenni. Þar á meðal fjölmennur hópur kvenna, miður hefir komið fram í um- gengni við setuliðið heldur en æskilegt getur talizt. Það er ekki hægt að sakfella skóla og fræðslustofnanir, þótt uppeldi áðurnefndra þúsunda munaðarlausra og hálf munað- arlausra barna, sem nú vaxa upp í höfuðstaðnum, mistakizt, íslenzkur minnisvarði vestanhafs Við aðalstræti Gimlibæjar í Vestur-Kanada stendur minn- isvarði, sem á er letrað: „íslendingar námu hér land 21. októ- ber árið 1875.“ — Árlega er haldin stór Íslendingahátíð að Gimli og er þá jafnan gengin skrúðganga úr bæjargarðinum niður að minnisvarðanum og blómsveigur lagður þar til heiðurs hinum föllnu landnámsmönnum. Mynd þessi var tekin á hátíðinni í sum- ar, sem var mjög fjölmenn. Sést Fjallkonan, sem var þá Kristín F. Jónasson, vera að leggja blómsveiginn við minnisvarðann. Myndin er tekin úr Lögbergi. því að þróun þeirra hefir vart getað haldizt í hendur við fjölg- un bæjarbúa. Með þessu er heldur ekki ver- ið að leggja dóm á meginþjóð- félagsbreytingarnar. Þær hafa aðeins gerzt í of skjótri svipan, og við höfum oft hegðað okkur eins og kálfar, er hleypt er úr fjósi á vordegi. Við höfum með tíma- og daglaunavinnunni rof- ið öll innri bönd, skuldbindingar og gagnkvæma ábyrgð, sem áður tengdu vinnuveitendur ogvinnu- þiggjendur. Við höfym eytt og spillt uppeldisáhrifum vinn- unnar. Meðferð áfengis leyfir einnig nokkurn dóm um menningu hvers tímabils.. Og ekki verður annað sagt, en að ofdrykkja, einkum ofdrykkja unglinga, hafi verið þjóðarlöstur á síð- ustu árum. Á flestum dansleikj- um hefir mátt sjá drukkna unglinga, og minnist ég þeirrar sögu sorglegastar er sé sá tvo nýfermda bræður berja hvorn annan grjóti í ölæði. Framhald af þessum út- drætti úr ræðu dr. Brodda birtist í næsta blaði og er þar bent á mörg athyglisverð at- riði. Hershöfðingjar Þjóðverja. Seinustu vikurnar hefir einkum gætt þriggja hershöfðingja í sókn Þjóðverja á austurvígstöðvunum. Eru það mar- skálkarnir von Leeb, sem stjórnar um- sátrinu um Leningrad, Fedor Bock, er stjórnar“ sókninni á miðvigstöðvunum, og von Rundstedt, sem stjórnar sókn- inni í Ukrainu. Upphaflega stjórnuðu aðrir hers- höfðingjar sókn Þjóðverja, en þegar erfiðleikarnir ukust, lét Hitler þessa pienn taka við stjórninni á vígstöðv- unum. Þeir eru allir gamalreyndir og gátu sér frægðarorð í seinustu heims- styrjöld. Rundstedt er 66 ára, Leeb 65 ára og Boch 61 árs. Sá hershöfðingi Þjóðverja, sem nú er talinn valdamestm1, er Halder. Hann er einkaráðunautur Hitlers. Hann er 59 ára. Hann hefir verið í stórskota- liðinu frá upphafi. Hann er hugvits- samur mjög og hefir fundið upp ýmsar nýjungar og endurbætur, sem eiga verulegan þátt í yfirburðum þýzka stórskotaliðsins. Hann er talinn líkleg- asta einræðisherraefni hersins, ef til þess kæmi, að Hitler yrði að segja af sér og fela hernum völdin. Fjarlæg 1 ö n d 1. „Land hínna frjálsu(< i. Síðan á dögum Rómaveldis hafa Norðurálfumenn og af- komendur þeirra í Vesturheimi verið voldugasti kynþáttur jarðarinnar. í krafti þess valds, er vísindi og tækni hafa selt þeim í hendur, bæði til frið- samlegrar menningarathafna og kúgunar og eyðingar, hafa þeir drottnað í heiminum. Þekkingin hefir gert þá sterka, og réttur þess sterka er jafnan hið viðurkennda rétt- læti. En saga siðmenningarinnar ef miklu eldri heldur en drottn- unartímabil Norðurálfumanna, hvort sem þar er átt við and- legan þroska eða athafnamenn- ingu, sem að vísu helzt jafnan allmjög í hendur. Æfaforn skáldskapur Kínverja og 4—5000 ára gamlar smásögur frá Egipta- landi standa því ekki að baki, sem ágætast er í nútímabók- menntum, sambærilegrar teg- undar. Konfúsíus og Búddha boðuðu speki sína 500 árum fyr- ir Krists burð, áður en íbúar Norðurálfu hófust til verulegr- ar menningar. Egiptar reistu hin frægu grafhýsi, sem eru öll- um undrunarefni enn í dag, og verða það jafnan meðan vit- neskjan um þau lifír meðal mannanna, fyrir 5000 árum, og Etiópíumenn hlóðu minnís- merki sín mörgum öldum fyrir fæðingu Krists. Nabukudurzur konungur í Babýlon, sem um Vesturlönd er kunnur sem Ne- bukadnesar, lét á árunum 600 —560 fyrir Krists burð reisa þær stórbyggingar í borg sinni, að ekki munu minni mannvirki verið hafa en stórbyggingar nú- tímans, og hinar mörg þúsund ára gömlu áveitur í Nílardal og Mesópótamíu bera órækt vitni um þroskað þjóðfélag, mikla verkfræðilega þekkingu og jarðyrkju á háu stigi. Á þessum slóðum var líka siðmenningin fóstruð, og þar er skoðun manna og sögn fornra fræða, að vagga mannkynsins hafi staðið. Enn eru í menningu Austur- landabúa, einkum Indverja og Kínverja, þeir þættir, sem taka því langt fram, er gerist í Vest- urlöndum. En enda þótt þessar tvær þjóðir séu hinar fjölmenn- ustu í heimi, eiga þær mjög for- ráð sín í höndum stórum mun fámennari þjóða í þúsund mílna fjarlægð, önnur beinlínis, hin óbeint. Raunverulega eru Jap- anir eina Asíuþjóðin, sem held- ur hlut sínum andspænis vest- rænu þjóðunum. En þrátt fyrir alla ágengni af hálfu vestrænna þjóða i Austurálfu, bæði ásælni til landa og auðlinda og viðleitni til að treysta vald sitt þar sem bezt, hefir eitt smáríki á þess- um slóðum varðveitt frelsi sitt til þessa dags. Það er Síam, eitt þeirra landa, sem í augum ís- lendingsins er orpið ljóma fjar- lægðarinnar. Yfir nafni þess hvilir líka sá sérkennilegi blær, er Austurlönd eiga sér í hugum okkar. En flestir munu fremur lítið vita um þetta land, og er það að vonum. II. Siam er allstórt land, lítið eitt minna en Frakkland, en talsvert stærra en Svíþjóð, Á síömsku er ríkið nefnt Muang Tai, er þýðir „Land hinna frjálsu“. Stórfljótið Menam á upptök sín nyrzt í fjallahéruð- um landsins og fellur gegnum það, allt suður i Síamflóa. Þetta fljót er hin mikla móðir lands- ins, líkt og Níl í Egiptalandi. Menamsléttan er frjósamasti hluti þess, og á hinum miklu hólmum við mynni fljótsins býr meginþorri landsmanna, og þar er höfuðborgin Bangkok. Umhverfis Menam-sléttuna liggja fjallgarðar miklir og tor- færir. í Norður-Síam eru þeir vaxnir brúnviðarskógum hið neðra. En þegar dregur hátt til hlíða, rísa hvítir kalktindar yf- ir dökkan skóginn, sumir nær 2800 metra háir. Að vestan, á landamærum Burma, eru fjöll- in miklu lægri. Að austan ligg- ur franska Indó-Kína að Síam, og rennur stórfljótið Mekong á landamærunum á löngu svæði. Sunnar eru löndin aðskilin af reginöræfum, frumskógum og auðnum. Síam á sér því mjög náttúruleg takmörk, og er sjálf- sagt að nokkru leyti runninn þaðan sá „huldi verndarkraft- úr“, sem hefir hlíft því við þeirri beinu undirokun, er sig- urför vestrænu þjóðanna hefir haft í för með sér fyrir Austur- lönd. En að nokkru leyti er þetta þvi að þakka,að sambúð Frakka og Breta, sem báðir hafa viljað koma ár sinni sem bezt fyrir borð þarna eystra, hefir verið þannig á stundum, að báðum hefir þótt hagkvæmt að láta smáríki þetta aðskilja lönd sín, Indó-Kína og Burma. Stórir hlutar landsins eru lítt kunnir hvítum mönnum. Risa- vaxnir frumskógar þekja stór svæði, sem engum manni eru byggileg, fyrr en sigrazt hefir verið á hinni villtu náttúru, og austan Síamflóans eru mikl- ar og ónumdar grassléttur suð- ur um Kamboju, héraðið við Mekong-fljót í Indó-Kína, norður að landamærum Síam. Líkt og i öðrum löndum Suð- ur-Asíu, er dýralíf allfjöl- skrúðugt. Þar eru fílar, nas- hyrningar, hirtir, villisvín og birnir á reiki í skógunum og „binturong" norður í laufskóg- um háfjallahéraðanna. III. Síambúar eru sundurleitir mjög að ætterni, en meginhluti landsmanna er þó af Tai-fólki, er greinast í ýmsa kynþætti, Laosa, Karena og loks hina eig- inlegu Síammenn. Þeir eru Ijósbrúnir á hörund, Ijósari en Malajar, en dekkri en Kínverj- ar og Shanar, fremur smáir vexti, en samsvara sér vel. Þeir eru kurteisir, prúðir og dags- farsgóðir, en þykja værukærir og áræðalitlir. Alls eru þeir nær 14 milj. Auk þeirra er um hálf miljón Kínverja í landinu, Malajar, Indverjar, Kambodju- menn, Shanar, Annamítar, Burmabúar og nokkrir Vestur- landamenn. Flestir eru Síam- búar Búddhatrúar nema Mal- ajarnir. Þeir hafa haldið trú sinni, Múhameðstrú, þótt þeir hafi glatað tungu sinni og tali nú síömsku. Það er þó eftir- tektarvert, að Múhameðstrúin hefir eigi haft neina stjórn- málaþýðingu í Síam, líkt og raun er á víðast annarsstaðar, þar sem hún hefir fest rætur, til dæmis í Indlandi og meðal arabiskra þjóða. Hins vegar hefir Búddhatrú verið mjög á- hrifarík, og í Búddhaklaustr- unum fer fram mjög mikið af þeirri fræðslu, sem börn og unglingar í Síam njóta, enda eru klaustrin eigi færri en 17500. Alls eru 225 þúsund prestar í landinu. Musteri og klausturbyggingar setja mjög svip á höfuðborglna, með skrauti sinu og útflúri, og á öllum götum hennar er jafnan krökt af prestum i gulum skikkjum. Hrísgrjónaræktin er lang- samlega þýðingarmesta at- vinnugrein landsmanna. Þeir lifa á hrísgrjónum, og megin- hluti útflutningsins eru hrls- grjón. Mest af hinu ræktaða landi eru hrí)Sgrjónaa/krar og 80 af hverju hundraði Síambúa hafa lífsframfæri af hrís-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.