Tíminn - 11.10.1941, Page 3

Tíminn - 11.10.1941, Page 3
101. blaðS TÍMEVN. langardagmn 11. okt. 1941 403 A N N A X L Dánardæg'nr. Þorsteinn Matthíasson frá Efri-Tungu í Próðárhreppi and- aðist að heimiii sínu í Hafnar- firði 16. sept. síðastl. Þorstemn var nylega oröinn 77 ára gamall, er' hann lézt. Hann var fæddur í Dalasýslu, en fluttist ungur með foreldr- um sínum að Skerðingsstöðum í Eyrarsveit. Ólst hann þar upp, en flutti síðar til Ólafsvíkur og dvaldi þar í mörg ár. Var hann lengi formaður og þótti hinn heppnasti'sjósóknari. Þar giftist hann mætri konu, Krist- ínu Þórarinsdóttur. Um alda- mótin fluttu þau að Efri-Tungu í Fróðárhreppi og bjuggu þar í rösklega 30 ár, en þá brugðu þau búi og fluttu til Hafnar- fjarðar. Kristín lézt fyrir nokkrum árum og bjó Þorsteinn eftir það með yngstu dóttur sinni. Þorsteinn var prýðilega greindur maður og unni mjög bóklegum fræðum. Hann las mikið og hafði sérstaklega gott minni. Hann var ræðinn vel og óspar á að miðla öðrum af fróðleik sínum, einkum þeim, sem hann fann að voru fróð- leiksfúsir. Hann var glaðvær og léttlyndur og hélt því til síð- asta dags. Þorsteinn hafði mikinn á- huga fyrir ýmsum félagslegum og menningarlegum efnum. Hann var einn aðalhvatamaður að stofnun Sparisjóðs Ólafs- víkur, sem nú er hálfrar aldar gamall, og átti jafnan sæti í stjórn sjóðsins meðan hann dvaldi vestra. Skólamál og kirkjumál lét hann sig miklu varða og gegndi ýmsum trún- aðarstörfum í þágu þessara stofnana. SeinUjStu árin, sem hann dvaldi vestra, átti hann drjúgan þátt í starfi lestrarfé- lags, er var nýstofnað, og var m. a. bókavörður .þess. Hann gegndi einnig ýmsum fleirum trúnaðarstörfum. Seinustu ár æfi sinnar hafði hann mikinn áhuga fyrir trúmálum og var manna kirkjuræknastur. Hann var þó enginn öfgamaður í trú- málum. Þorsteinn var aldrei fjáður maður. Sennilega hefir það stafað nokkuð af þvi, að hugur hans var það bundinn bókleg- um og andlegum efnum, að hann hirti eigi um veraldlega fjármuni meira en nauðsyn krafði. Hann hafði þó jafnan nægjanlegt fyrir sig og sína og aldrei bar á því, að hann væri óánægður með kjör sín. Hefði honum þó hentað betur annað starf og umhverfi, sökurn gáfna og hneigða. Heimili hans var jafnan gestkvæmt og komu margir að Tungu, án þess að bein náuðsyn krefði, meðan hann dvaidi þar. Engan gest vildu þau hjón láta fara svo frá garði, að eigi hefði hann hlot- ið beina. Hafði Þorsteinn tví- mælalaust ánægju af því að taka á móti gestum, fá hjá þeim fréttir, ræða við þá um um- talseíni dagsins, rifja upp liðna atburði, auka fróðleik sinn og miðla öðrum af hinni marg- þættu þekkingu sinni. Flestum gestanna mun líka hafa þótt ánægjulegt að ræða við þenn- an glögga og fróða mann. Þorsteinn var hjálpfús og greiðvikinn og neitaði aldrei bón, ef hann hafði einhverja möguleika- til að verða við henni. í sumar ferðaðist Þorsteinn til hinna fornu dvalarstöðva sinna og var þar nokkurn tíma. Líkamsþrek hans var þá stór- um hrörnað, en hann var enn hinn glaðværi, skrafhreifni og fróðleiksfúsi maður, sem fékk hina gömlu sveitunga sína til að gleyma önnum og áhyggj- um um stund og leiða hugann að öðrum efnum. Þannig var hann til hinzta dags. Hann fékk hægt og rólegt andlát. Kunningjar hans og vinir fjöl- menntu við jarðarför hans. Allir munu þeir hafa verið á einu máli um það, að merkur samferðamaður var í valinn hniginn. Þ. Þ. Vinnlngaskrá í happdrætti Barnaskóla Breiff- dalshrepps 1. sept. 1941. Nr. 4451, 6918, 6907, 1084, 9427, 8045, 664, 2190, 6607, 9618. 7143, 8053, 6505, 8046, 9298, 7233, 6986, 6140, 5214, 7847, 7225, 3911, 9617, 1291, 2315. Vitja má vinninganna tii oddvita Breiðdalshr., Suður- Múlasýslu. Vinnið ötullega fyrir Tímann. grjönarækt. En það er ekki að- eins, að hrísgrjónin sé bezta nytjajurt þeirra, heldur hefir hún einnig haft mikil áhrif á félagsmál þeirra og jafnvel trú. Við mynni Menam er eitt hið ágætasta hrísgrjónasvæði, sem tiL er í heimi. Þar er áveitu- kerfi mikið og gott, og þarf ekki að óttast uppskerubrest sökum þurrka, því að mennirnir hafa sjálfir vald á vatninu. Þetta mikla áveitulcerfi er að mestu leyti nýtt, en í mörg hundruð ár hafa þó jarðyrkjumenn í Menamdalnum þekkt mátt á- veítuvatnsins og notfært sér hann. Um gervallt Suður-Síam er hver hrísgrjónamylnan við aðra og við Bangkok eru þær eigi færri en 70. Fátt er húsdýra í landinu. Þó eru þar nokkrar miljónir buffla og uxa, sem notaðir eru við jarðyrkjuna, og í fjallahéröð- unum, þar sem vegir eru engir og samgöngur erfiðar, eru fílar notaðir til viðarflutninga. Skóg- arhögg er all-þýðingarmikill atvinnuvegur og brúnspónn ein hinna verðmestu útflutnings- vara. Trén eru dregin að ánum og síðan fleytt niður eftir þeim, þegar þær eru í vexti, einkum í lok regntímabilsins, í október- og nóvembermánuðum. Seinustu áratugi hefir ný grein atvinnulífs sprottið upp í Síam, einkum á Malakkaskag- anum: Gúmmíræktin. Stórar gúmmíekEur hafa verið rækt- aðar og gúmmíframleiðslan aukizt hröðum skrefum og orðið mjög eftirsótt vara í fjarlæg- um löndum. IV. Síambúar eiga sér merka sögu og forna frægð. Víða um landið má sjá rústir hrundra halla og æfagamalla mann- virkja, sem bera þögult vitni um framtak og verkmenningu horfinna kynslóða. Frá sama tíma eru hinar gömlu áv.eitur, sem breyttu þurrum og órækt- uðum grassléttum og nöktum auðnum í akra og ræktarlönd. Það er ætlað, að forfeður Sí- ambúa hafi flutt sig upi set úr Suður-Kína nokkrum öldum eftir Krists burð. Þá var blóma- öld meðal Tai-manna þar í landi, landvinningastefna efst á baugi og útfararhugur í landslýðnum. Þjóðflutningum þeim, er þessi grózka í þjóðlíf- inu hafði i för með sér, linnti eigi fyrr en um 1200, að erlend- ur herkonungur tók Suður- Kína herskildi. Indverskra á- hrifa tók og að gæta í Síam mjög snemma á öldum, og frá Indlandi barst Búddhatrúin á 6. öld. Runnu mjög saman kín- verskir og indverskir menning- arþættir. Á 7. öld hóf hinn frægasti konungur Síambúa, Phra Ruang, styrjöld gegn kín- verskum þjóðflokkum. Var það upphaf gullaldar landsins, er stóð langt fram á 8. öld. Þá voru reist musteri, turnar og súlna- hallir, sem að íburöi og glæsi- brag hafa verið fremri flestu því, sem nútíminn þekkir. Risa- vaxin likneski af Vishnu og Siva leiða glöggt í ljós þátt Hindúamenningar í þessum af- reksverkum fornaldarinnar. Brátt fölnaði ljómi Síam. M.s. ESJA austur um land til Siglufjarffar fyrripartinn í næstu viku. — Vörumóttaka á alla venjulega viðkomustaði í dag. Sendid oss kopaskiun yðar og lambskinn — Vér kaupum pau hæsta verðí. — M A G N I H. F., Reykjavík. Hreinar léref tsí nsknr T /\ 4" a lr kanpir L ö g l o .11, Prentsmiðjan Edda Leslrarf élög’ - Bókamenn Samkvæmt krölu bæjargjaldkera Reykjavíkur og að undangeugnum Bókaverzlun Kristjáns Kristjánssonar hefir jaínan á boðstól- um úrval af bókum, skáldsögum (íslenzkum og þýddum), ljóða- bókum, rímum og fræðibókum mar.gskonar. Forráðamenn lestrarfélaga og aðrir, ættu að kynna sér verð hjá okkur, áður en þeir gera bókakaupin fyrir veturinn. Það eru hyggindi sem í hag koma. Bókaskrá send ókeypis. Bókaverzlun Kr. Kristjánssonar, Hafnarstræti 19, Reykjavík. úrskurðum, verda eltirtalm ógreídd gjöld til bæjarsjóðs Reykjavákur. 1. Leigugjöld árslns 1940. 3. ErfOafestugjöld og fasteignaskatt- ur af þeim fyrir árið 1940. Símaskráín 1942 Breytingar við simaskrána fyrir árið 1943 óskast sendar til skrifstofu Bæjarsíma Reykjavíkur fyrir 18. þ. m. Einnig má aflienda þær til innheimtugjald- kerans í afgreiðslusal landssímastöðvarinn- ar í Reykjavík. Aýjar bæknr Árbækur Reykjavíkur 1786—1936. Stórmerk hók eftir dr. Jón Helgason biskup. ÁRBÆKURNAR eru VIII + 452 bls. + 16 heilsíðu Reykja- víkurmyndir í stóru broti. ÁRBÆKURNAR skýra frá öllu því markverðasta, er gerst hefir í Reykjavík í 150 ár. ÁRBÆKURNAR þurfa að vera til á hverju heimili. Nasreddin ódauðlegar tyrkneskar kímnisögur um Nasreddin skólakenn- ara. Þýðing Þorst. Gíslasonar ritstjóra. — 2. útg. með fjölda teikninga, er Barbara Árnason hefir gert. Tvö herbergl og e&dhús Bezta skemmtisaga ársins. í pjónustu æðri máttarvalda Eftir Leon Denis; þýðing séra Jóns Auðuns. Bráðum uppseld. H.F. LEIFTUR. 3. Fastcignagjöld (þar á meðal vatns- skattur) ársins 1941 með gjald- daga 3. jan. s. 1. 4. Lóðaleigugjöld fyrir árið 1941, með gjalddaga 3. jan. s. 1. 5. Étsvör 1940, sem lögð voru á með aukaniðurjöfnun, með gjalddaga 1. nóv. og 1. des. það ár. 6. Samvittnuskattur fyrir árið 1940 með gjalddaga 31. des. það ár, tekin lögtakí með dráttarvöxtum og kostnaði, að átta dögam liðn- um frá birtíngfu pessarar auglýs- ingar, séu pau eigi að fullu greidd innan pess tíma. Lögmaðurinn í Reykjavik, 10. okt. 1941. Björn Þórðarson. Kaupfélagsstjórastarííð við Kaupfélagið „BJÖRK** á Eskifirði er laust frá 1. marz 1943. - Lmsóknir sendist fyrir 15. des. n. k. til stjórnarformanns félagsins, Lúð- víks Ingvarssonar, sýslumanns á Eskifirði, sem gefur allar nánari upplýsingar. Konungum var steypt af stóli og borgarastyrjaldir geisuðu. Á 14. öld hófst loks nýtt blóma- tímabil með sigursælu stríði við Kambodjumenn. En gæfan var fallvölt, og Burmabúar óðu inn í landið. í byrjun 16. aldar komu Ev- rópumenn fyrst við sögu. Portú- galar hernámu Malakkaskaga 1511,en hönd þeirra var skamma stund höggvi fegin. Á 17. öld ætlaði grískur þjóðhöfðingi þar eystra að svikja landið á vald Frakka, er sendu herlið til Bangkok, en honum var ráðinn bani. Náðu Burmabúar enn tangarhaldi á landinu um skeið, en hinn kínverski konungur. Phaja Tak, hreif það úr hönd- um þeirra og gerði Bangkok að höfuðborg. Núverandi konungsætt hófst fyrst til valda 1782. En tímabil það, sem einkennt er af til- komu vestrænnar vélamenn- ingar,hófst er Chulalongkorn kom til valda 1868. Kynni Síam- búa af vestrænum mönnum og menningu þeirra eru þó hvergi nærri á eina lund. Sérstaklega hefir kastazt í kekki milli Frakka og Síambúa. T. d. kúguðu Frakkar af þeim Kambodju nokkru eftir aldamótin. Eng- (Framh. á 4. síSu) 212 Victor Hugo: sinni. Berangera klappaði saman lófunum. Dansmærin stóð sem á báðum áttum á þröskuldinum. Koma Tatarastúlkunnar hafði haft hin furðulegustu áhrif á ungu dansmeyj arnar. Þær gerðu sér allar sem fyllsta far um að vekja á sér athygli liðsfor- ingjans og tóku sérstöku ástfóstri við einkennisbúning hans. Áður hafði eins- konar dulin öfund ríkt þeirra í millum sem þær vildu þó engan veginn játa en kom eigi að síður glögglega fram í orð- um þeirra og látbragði öllu. En þar sem þær voru hver annarri líkar og engin þeirra sérstök að fegurð, beittu þær einu og sömu baráttuaðferð í sam- kepppinni um ástir liðsforingjans. Öf- undin varð því aldrei mikil, þegar sér- hver þeirra hafði von um sigur. En koma Tatarastúlkunnar hafði gerbreytt þessu viðhorfi með skjótum hætti. Hún var gædd sérstakri og ó- venjulegri fegurð. Þegar hún birtist sýn, var sem ljós væri borið í salinn. Hún var mun fegurri og bjartari yfir- litum hér í rökkvuðum salnum en úti undir berum himni. — Hún minnti á kyndil, sem er borinn úr sólskini dags- ins á myrkan stað. Hinar aðalbornu meyjar gátu ekki varizt því að hrífast af fegurð Tatara- Esmeralda 209 Virtu Tatarastúlkuna fyrir þér, sem dansar þarna á torginu. — Er það sú hin sama? Föbus varð litið niður á torgið og mælti: — Já, ég þekki hana aftur á geit- inni. — Ó, þetta er svo ljómandi snotur geit, sagði Amelotta og klappaði sam- an lófunum af hrifningu. — Getur það verið, að hornin henn- ar séu úr gulli? spurði Berangera. Frú Aloisa tók til máls, þaðan sem hún sat í hægindastólnum. — Er þetta ekki sama Tatarastúlk- an og lagði leið sína inn um Gibard- hliðið í fyrra? spurði hún. — Mamma, þetta hlið heitir nú orðið Vítishliðið, mælti Fleur de Lys. Ungfrú Gondelaurier vissi, hversu liðsforingj anum gazt lítið að fortíðar- dýrkun móður sinnar. Hann glotti líka háðskur og tautaði í skegg sér: — Gibardhliðið! Gibardhliðið! Það er frá sömu öldinni og Karl VI.! Augu Berangeru voru á sífelldu iði. Skyndilega hafði hún tekið eftir ein- hverri hreyfingu efst uppi á turni Frúarkirkj unnar. — Hver er þarna uppi? hrópaði hún. Ungu stúlkunum varð litið í áttina til turnsins. Það var ekki um að efast,

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.