Tíminn - 11.10.1941, Side 4

Tíminn - 11.10.1941, Side 4
404 TÍMIM, langardagiiin 11. okt. 1941 101. blað Sundlaugarnar Á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtu- dögum frá kl. 12—17, verða laugarnar aðeins opnar fyrir vel synda karlmenn. Ráðstöfun þessi er gerð vegna Laugarnesskóla og gildir frá 12. þessa mánaðar. tJ R BÆNUM Útvarp til Bandaríkjanna. Síðastliðinn fimmtudag var útvarpað í fyrsta sinn héðan til Bandaríkjanna, á vegum National Broadcasting Com- any, en það er stofnunin, sem Björn Björnsson starfar fyrir. Útsendingin hófst kl. 11,24 e. h., eða 7,24 Eastem Standard Time, og stóð í tvær minútur. Björn talaði um herinn og dvöl hans hér. Eftirleiðis verða útsendingar á sama tima á fimmtudögum. Bráðabirgðaíbúðirnar. í gærmorgun var hafin vinna við byggingu húsa þeirra, sem bærinn læt- ur reisa yfir húsnæðislaust fólk. Samn- ingar um verkið voru imdirritaðir í gærmorgun. Húsameistararnir gáfu sameiginlegt tilboð að upphæð kr. 19800,00 í hverja húsasamstæðu, en hver húsasamstæða samanstendur af 6 íbúðum. Alls verða þessi hús 8, og á smíði þeirra að vera lokið innan 7 vikna. Kirkjufundurinn. Á morgun kl. 11 hefst hinn almenni kirkjufundur með guðsþjónustu í dóm. kirkjunni. Sr. Árni Sigurðsson prédikar en vígslubiskuparnir Priðrik Rafnar og Bjarni Jónsson þjóna fyrir altarinu. Kl. 2 verður fundurinn settur af Gísla Sveinssyni alþm., en dómkirkjukórinn syngur á undan og eftir. Setningunni verður útvarpað. Alþingi kemur saman á mánudaginn. Á fundi ríkisráðs í Alþingishúsinu 9. október var gefið út opið bréf, sem stefnir Alþingi saman til aukafundar mánudaginn 13. október, kl. 2 e. h. Sjö skáldkonur. Á morgun kl. 1,30 e. h„ ætla skáld- konur, búsettar í Hallgrímssókn, að láta til sín heyra í Nýja Bíó. Allur á- góði af þessari samkomu rennur til byggingar Hallgrímskirkju. Ættu því þeir, sem vilja leggja kirkjubyggingar- málinu lið, að koma í Nýja Bíó á morg- un, því vafalaust þykir mörgum skemmtilegt að hlusta á skáldkonurnar. Aðgöngumiðar fást í Bókaverzlun ísa- foldar og Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar og kosta kr. 2.00. 4 krossgötum (Framh. af 1. siðu) mun uppskeran vera 200—300 tunnur. Húsmæðraskólinn á Laugalandi er tek- inn til starfa. Er aðsókn að honum svo mikil, að árlega verður að vísa frá fjölda umsækjenda. Sláturtíð var í haust lokið með fyrra móti, þvi margt var keypt í Eyjafirði af lífgimbrum, sem flytja átti á þau svæði í Þingeyjar- og Skagafjarðarsýslum, sem niður- skurður var framkvæmdur á, sakir fjár- pestar. Dilkar reyndust í haust nokkru rýrari en undanfarin tvö ár. r t t Samkvæmt fregnum frá Akureyri, veiddu sjómenn frá Grenivík við Eyja- fjörð töluvert af sild í lagnet nú á dögunum. Sildin var spikfeit haust- síld og telja kunnugir, að hún sé nú á göngu inn fjörðinn. 4 vítSavpngi. (Framh. af 1. siOu) og fremst í þágu fylgismanna Sjálfstæðisflokksins. Þó mætti það ekki meiri skilningi íhalds- forkólfanna en það, að 8 af 17 þingmönnum flokksins voru á mófti hjálpinni, er útgerðinni var veitt. Mbl. gerir því flokki sínum mestan skaða með því að rifja þetta upp. Land hinna frjálsu (Framh. af 3. síðu) lendingar hafa kosið sér aðrar leiðir til valda og áhrifa í Síam og komið ár sinni betur fyrir borð. Þeir hafa náð miklum í- tökum í ýmsum framleiðslu- greinum og ráða mjög yfir fjár- magninu. Gúmmíekrur, tin^ námur og brúnviðarskógar eru eign þeirra og viðskiptin við út- lönd liggja að mestu leyti: í þeirra höndum. Verzlunin heima fyrir er hins vegar að mestu leyti í höndum Kínverja, sem eru slyngari í viðskiptum og skapfastari menn heldur en hinir hjartahreinu og refja- lausu Síamsmenn. Á síðustu áratugum hafa Japanir eflzt að áhrifum í landinu, og eiga veru- leg ítök meðal æðstu manna landsins, þótt djarflega hafi verið haldið á rétti landsins gegn þeim seinustu mánuðina. Þannig má, í hinu síamska þjóðfélagi, rekja spor hinna er- lendu þjóða, sem átt hafa sam- skipti við þjóðina, friðsamleg og fjandsamleg, á liðnum tím- um. En því merkilegra er það, að þessi litla þjóð skuli enn í dag halda sjálfstæði sínu og jafnvel á slæmum tímum eygja þá von, að sjá frelsi sitt styrkj- ast og eflast. V. Seinasta áratuginn hefir merkileg nýskipun farið fram um stj órnarhætti í Síam. Landið er konungsríki frá gamalli tíð og sama ættin hafði farið með völd síðan á 18. öld, eins og frá var skýrt. Konung- urinn var einvaldur í landi sínu, og var það síðasta ríkið er við slíka stjórnarhætti bjó. Porrétt- indastéttin í landinu, prinsar og konungbornir menn, réðu í rauninni lofum og lögum. Og konungsættin var mjög fjöl- menn. Chulalongkom, sá er ríkti frá 1869—1910 og ruddi vestrænum háttum braut í ríki sínu, átti 48 konur og gat við þær 362 börn. Þrjár af konum hans voru hálfsystur hans. En í löndum, þar sem svo kyn- sælir konungar ríkja, verður öll þjóðin fljótlega kynborin. Því er talið í Síam, að kon- ungsblóðið þynnist fljótt í æð- um manna og verði eigi greint frá því, sem streymir um lík- ama venjulegra alþýðumanna, þegar komið er í fjórða lið. Samt voru hinir síömsku prinsar og aðalsmenn harla margir og frekir til fjár. Þess vegna kom til byltingar í land- inu árið 1932, og áttu liðsfor- ingjar og stúdentar mestan þátt í henni. En þessi bylting er ein- stök í sinni röð, því að engu skoti var hleypt úr byssu og engum manni fjörráð búin. Valdi prinsanna og forréttind- um var hnekkt, en konungur fékk að halda tign sinni. Ári síðar efndu jarðeigendur og aöalsmenn til gagnbyltingar, sem brátt var kæfð, vegna þess að þeir vildu ekki stofna til styrjaldar, þegar þeir sáu, að byltingu varð eigi komið á bar- dagalaust. Þá lét konungurinn af embætti, en í stað hans varð bróðursonur hans, Ananda, barn að aldri, tekinn fyrir konung, en konungsvaldið selt í hendur þriggja manna ríkis- ráði. Ananda er nú 17 ára gam- all. Völdin í landinu eru í hör\d- um þjóðlegs umbótaflokks. Bæði konungurinn og þegnarn- ir velja menn á löggjafarsam- kundu þjóðarinnar. En það er aðeins til bráðabirgða, einskon- ar námsbraut, er síamska þjóð- in verður að ganga, áður en henni verður endanlega skipað til sætis á bekk meðal fullkom- inna lýðræðisþjóða. Að fáum árum liðnum hverfa fulltrúar konungs af þingi, en í þeirra stað koma kjörnir fulltrúar fólksins. Svo hratt snýst hjól tímans i síðasta einvaldsríkinu. Öll viðleitni stjórnmálaleið- toganna miðar að því að hefja þjóðina á hærra'stig um verk- lega menningu, og færa mál hennar í nútímahorf að vest- rænum hætti. Skólaskylda barna, allt til 14 ára aldurs, var tekin í lög 1921, og metra- mál tekið upp 1923. Skattar og tollar hafa verið teknir í lög. Síðan stjórnarbyltingin varð hefir obbanum af tekjum ríkis- ins verið varið til áveitufram- kvæmda og samgöngubóta. í beztu akuryrkjuhéruðunum er jarðræktin á mjög háu stigi, en járnbrautirnar eru harla strjál- ar enn sem komið er. En í þess stað hefir mikið verið lagt af bifreiðavegum. En erfiðleikarn- ir, sem við er að etja, eru miklir: Fjöll og firnindi, frumskógar og stórfljót. Hér við bætist, að Sí- am er á sumum árstíðum eitt af heitustu löndum jarðarinnar. Meðalhitinn í desember, kald- asta mánuði ársins, er 23,8 stig. Hér á landi er meðalhiti í júlí heitasta mánuði ársins, 10,9 stig. Erfiðisvinna er því ákaflega torveld, og enginn afber til lengdar neitt viðlíka áreynslu á þessum stöðum sem í kaldari löndum. í fenjaskógunum er og margt banvænna flugna, er hafa átt drjúgan þátt í þvi mannfalli, sem verið hefir í liði þeirra síömsku hersveita, er barizt hafa fyrir þjóð sína í skógum og villimörkum með axir, haka og skóflur að vopn- um og rutt kynslóðum framtíð- arinnar greiðar brautir. Síambúar hafa og leitast við að efla her sinn og hervarnir. Þeir eiga nokkur lítil herskip, allvel þúinn landher, og dálít- inn flugher, er stofnsettur var 1914. En smátt er það lið og vanbúið andspænis herjum stórveldanna, japönskum, brezk- um og amerískum, sem á þess- Tónlístarfélagið og Leikfélag Reykjavíkur NIT0UCHE Sýning kl. 2.30 á morgun. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag. Ath. Frá kl. 4—5 verður ekki svarað í síma. Þormóður hleffur til Drangsness og Hólmavíkur á mánudag. Vörum sé skilaff fyrir hádegi sama dag. Skípaútgerð ríkísíns um slóðum vaka yfir rétti þess sterka til þess að auðga sig á því, sem dregið verður úr greip- um hinna varnarlitlu, fjöl- mennu þjóða í Asíulöndum. Sí- ambúar þurfa því að beita stjórnkænsku og halda fast á sinu, ef frelsið skal varðveitt og losað um ránsklærnar útlendu, sem hafa teygt sig inn í þjóð- félag þeirra, þar sem mest fjár- fengs er von, og ekkert tækifæri látið ónotað til þess að ná æ traustari tökum. J. H. Upplausn . . . (Framh. af 1. síðu) fangelsa um 1000 forystumenn verkalýðssamtakanna í Oslo. Nokkrum tókst þó að flýja úr borginni, m. a. til Svíþjóðar. Mál þessara manna voru öll dæmd, án rannsóknar. Auk Hansteen og Wikström voru fimm aðrir dæmdir til dauða, en síðan náðaðir. Margir fengu æfilangt fangelsi og megin- þorrinn lengri eða styttri fang- elsisvist. Þann 10. sept. var birt tilskip- un þess efnis, að Odd Fossum hefði verið falin yfirstjórn Al- þýðusambandsins norska og gæti hann skipað hinum sér- stöku deildum þess forystu- menn. Sjóðir verkalýðssamtak- anna voru einnig settir undir stjórn hans. Eftir 10. sept. voru því ekki lengur til raunveruleg verkalýðssamtök í Noregi. En þrátt fyrir allt hafa norsk- ir verkamenn ekki gefist upp, segir „Göteborgs Handels och Sjöfartstidning.“ í röðum þeirra ríkir ekki örvænting og upp- gjafarhugur, heldur festa og niðurbælt hatur, sem mun brjót- ast út, þegar kallið kemur. Verkamenn hafa nær undan- tekningarlaust ekki brugðizt málstað sínum og samtökum,en því miður hafa nokkrir af for- ystumönnum þeirra gert það. Þjóðverjar notuðu þetta tæki- færi ekki aðeins til að brjóta verkalýðssamtökin á bak aftur. Þeir notuðu það einnig til að leggja undir sig eða Quisling ýms önnur merkileg félög, m. a. Stúdentafélagið. Margir þekkt- ir menn, sem aldrei höfðu haft samband við verkalýðssamtök- in, voru handsamaðir. Þar á meðal var Seip háskólarektor og Gjerlöw ritstjóri „Morgen- bladet“, sem var dæmdur í 15 ára fangelsi. íbúar Osloborgar sýndu verkamönnum fulla samúð sina í þessum sorgarleik. Andrúms- loftið í borginni var svo ugg- vænlegt og kvíðaþrungið dag- ana, sem handtökurnar stóðu yfir, að flestir þóttust ekki hafa lifað verri daga. Enginn vissi hver næstur yrði í röðinni. Þann 15. sept. var hernaðar- ástandinu aflétt. Nazistablað- inu „Fritt Folk“ fannst þá við- eigandi, að þakka Terboven fyrir þá miklu velvild, sem hann sýndi með þeirri ráðstöf- un. Mikla ánægju vakti í Noregi hin djarfmannlega samúð, sem þing sænsku verkalýðssamtak- anna vottaði norskum stéttar- bræðrum sinum í tilefni af -----GAMLA BÍÓ ___ HUCKLEBERRY FIM Hin heimsfræga skáld- saga eftir Mark Twain. Aðalhlutverkin leika: MICKEY ROONEY, WALTHER CONNOLLY, o. fl. Sýnd kl. 7 og 9 ÁFRAMHALDSSÝNING klukkan 3%—6% l»Ö\Cl LHALSAR þessum atburðum. í ályktun þingsins var sagt, að Hansteen og Wikström hefðu fallið í bar- áttunni fyrir frelsi Noregs og minning þeirra myndi varð- veitt, sem nýr tengiliður milli hinna norrænu þjóða. Vaxandi áhugi . . (Framh. af 1. siðu) breytingu á rennsli Jökulsár, hafa engjalönd beggja . megin árinnar gengið mjög úr sér og liggja nú undir eyðileggingu af völdum ofþornunar og uppblást- urs. Liggur mikið við að unnt reynist að ráða bót á þessu með áveitu. Grímsey. Að tilhlutun ríkisstjórnarinn- ar mældi ég alla Grimsey, en ríkið á 9 jarðir af 11, sem eru á eyjunni. Er það skemmst af að segja, að ég tel, að miklir og glæsilegir möguleikar séu þar ónytjaðir, bæði til lands og sjávar. En það yrði of langt mál að fara út í það. Selá. í landi jarðarinnar Selá á Ár- skógsströnd hefir myndazt dá- lítið þorp, vegna hinna góðu út- ræðisskilyrða, sem þar eru. Nú hefir land Selár verið mælt og var tekin nokkuð stór spilda -------NÝJA BÍÓ --- Eígínmanni oiaukid (Too many Husbands) Amerísk skemmtimynd. Aðalhlutv. leika: JEAN ARTHUR, MELWYN DOUGLAS, og FRED MAC MURRY. Sýnd kl. 5, 7 og 9 undan jörðinni og hún fengin þeim fjölskyldum til ræktunar, sem þar hafa reist sér bú. En áður höfðu þorpsbúar ræktað töluvert stóra landræmu, enda eru ræktunarskilyrði mjög góð á þessum stað. Höfðahverfi. í Höfðahverfi mældi ég engi og nokkuð af heimalandi á bæjunum Grund, Lómátjörn, Nesi og Hléskógum, með þaff fyrir augum að unnt verði að þurrka þetta land og auka með því ræktunina á þessum jörðum. Nú þegar er búið að reisa ný- býli í landi Grundar og ef allt gengur að óskum með þurrkun þessa lands, sem ég gat um áðan, þá skapast skilyrði fyrir skiptingu jarðanna Ness og Lómatjarnar. Landbrot í Hjaltadal. Að síðustu mældi ég fyrir breytingu á farvegi Hjaltadals- ár rétt við Hóla. En undanfar- ið hefir engi Hólastaðar legið undir skemmdum af völdum ár- innar og hið mikla tún jarðar- innar er í hættu af landbroti frá ánni. Byrjað verður á fram- kvæmdum þarna strax í haust. Síðasta Alþingi veitti 5000 kr. til þess að flytja ána, en búast má við, að verkið í heild kosti aldrei minna en 17—18 þús. kr. 210 Victor Hugo: að maður stóð uppi á norðurturninum, er vissi út að Greifatorginu, og hallað- ist fram á handriðið. Hann bar prestsskrúða. Klæðnaður hans og and- litsfall varð glögglega greint, þar sem hann studdist fram á hendur sínar. Hann stóð þarna kyrrlátur og hreyf- ingarlaus eins og líkneski. Hann beindi hvössum sjónum niður á torgið. — Þetta er djákninn af Josas, mælti Fleur de Lys. — Þér eruð ekki sjóndaprar, ef þér berið kennsl á hann héðan, mælti ung- frú Gaillefontaine. — Hví starir hann svona á ungu dansmærina? spurði ungfrú Christ- euil. — Tatarastelpan má gæta sin, mælti Fleur de Lys. — Hann er svarinn ó- vinur Tataranna. Það er illa farið, að maðurinn skuli líta hana óvildaraugum, því að hún dansar dásamlega, mælti Amelotta de Montmikel ennfremur. — Elsku Föbus, mælti Fleur de Lys allt í einu með óvæntum hætti. — Fyrst þú þekkir Tataratelpuna, ættir þú að gefa henni merki um að koma hingað til okkar. Það væri svo gaman. — Ó, gerið þér það, mæltu hinar stúlkurnar einum rómi og klöppuðu hugfangnar saman lófunum. Esmeralda 211 — En þetta nær engri átt, mælti liðsforinginn. — Hún hefir efalaust gleymt mér, og ég veit ekki einu sinni, hvað hún heitir. En ef þér óskið þessa, ungfrúr, skal ég reyna að freista gæf- unnar. Hann laut fram af svölunum og hróp- aði: — Heyrðu mig, þú þarna. II. KAFLI. Öfund. Þannig vildi til, að dansmærin hafði tekið sér hvíld frá trumbuslættinum, er hér var komið sögu, og greindi því orð liðsforingjans. Hún sneri sér undr- andi í þá átt, sem rödd hans barst úr. Hún starði undrandi á Föbus og nam staðar í dansinum. — Heyrðu, þú þarna, endurtók Föbus og benti henni að koma. Dansmeynni varð litið upp til hans öðru sinni — og roðnaði. Síðan tók hún trumbuna undir arm sér og gekk að húsdyrunum 1 augsýn hins undrandi mannfjölda. Hún gekk hægum skrefum og var reikul í spori. Að andartaki liðnu var dyrunum lokið upp. — Tatarastúlkan stóð kyrr 1 sömu sporum undrandi og niðurlút og áræddi ekki að halda förinni áfram að (Lækkaff verff kl. 5) Aðvörun til eigenda veðdeildarbréfa (bankavaxfa- bréfa) Landsbankans. Athygli skal vakin á því, að vextir, sem kunna að vera greidd- ir af útdregnum veðdeildarbréfum (bankavaxtabréfum) fyrir tímabil eftir gjalddaga þeirra, verða dregnir frá höfuðstólnum um leið og bréfin eru innleyst. Eigendur slíkra bréfa eru þvi á- minntir um að athuga gaumgæfilega lista þann yfir útdregin veðdeildarbréf (bankavaxtabréf), sem auglýstur er í Lögbirt- ingablaðinu ár hvert, í febrúar eða marz og fæst einnig sér- prentaður hjá oss og útibúum vorum. LMDSBANKI ÍSLAIVDS. Reykvíkingar. Hallgrímssóknarfólk. Sunnudaginn 12. október 1941 kl. iy2 e. h. verður upplestur í Nýja Bíó. Nafnkenndar og vinsælar skáldkonur (búsettar í Hall- grímssókn) lesa upp frumsamin ljóð og sögur. Allur ágóffinn rennur til Hallgrímskirkju f Reykjavlk. Aðgöngumiðar seldir í bókabúðum Sigfúsar Eymundssonar og ísafoldar. Kosta 2 krónur. Höfum fyrirliggjandi I. flokks Æðardún í V4> Yz og 1 kíló umbúffum. Gefjun - 10iiiiii Aðalstræti 6. HandíOaskélínn Þeir, sem sótt hafa um kennslu á námskeiðum skólans 1 vet- ur, eru beðnir að greiða skólagjöld sln á skrifstofu Hjartar Hans- sonar umboðssala, Bankastræti 11, n. k. mánudag, þriðjudag eða miðvikudag kl. 5—7 síðdegis, Verður þeim þá tilkynnt hvaða dag kennslan hefst. Skólastjórinn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.