Tíminn - 08.11.1941, Síða 2

Tíminn - 08.11.1941, Síða 2
452 TÍMM, langardaginm 8. nóv. 1941 114. blað Gull og grávara Ætla þeír beínt í vökina? I. Bjarni Benediktsson borgar- stjóri hefir ritað alllanga grein í Mbl. um íslenzk stjórnmál. Kemur hann þar nokkuð við sögu Framsóknarflokksins og gætir þar nokkurs ókunnug- leika, þar sem maðurinn er ungur en flokkurinn gamall. Tilgangur greinarinnar er sýni- lega sá, að leiða í ljós að Framsóknarmenn misskilji eðli og styrkleik Sjálfstæðis- flokksins. Telur höfundur, að sá misskilningur hafi leitt til rangra ályktana. Ég mun gera nokkrar athugasemdir við þessa grein um þá hluta hennar, þar sem mér er efnið kunnugt, en að öllum líkindum munu aðrir samflokksmenn mínir leiðrétta misgáning, sem þeir þekkja betur til en ég. II. Bjarni Benediktsson telur að ég hafi átt mikinn þátt í að stofna bæði Framsóknar- og Alþýðuflokkinn. Telur hann, að ég hafi á unga aldri haft að- stöðu til að kynna mér frönsk stjórnmál, m. a. af samvistum við Courmont ræðismann, sem dvaldi hér nokkur ár. Þykir honum líklegt, að ég hafi tekið til fyrirmyndar franska barna- kennara, sem mjög hafi verið starfandi með frönsku flokkun- um og oft ráðið þar allmiklu, einkum í bandalagi við verka- mannaflokkana þar í landi. Borgarstjórinn álítur, að ég hafi sýnt allmikla kænsku í því að laga þessar frönsku fyrir- myndir eftir íslenzkum stað- háttum, í því skyni að halda Mbl.flokknum í bóndabeygju, a. m. k. um langa stund, en taka þó upp samstarf við hann undir vissum kringumstæðum. Bjarni Benediktsson álítur að Framsóknarflokkurinn sé byggð ur eftir „fyrirfram gerðri áætl- un.“ Hann virðist ætla, að það sé hægt að búa til stóra flokka, eins og hús eða aðra dauða hluti, einkum ef beitt sé kænum útreikningi og slóttugheitum. Því miður fyrir borgarstjórann, eru þessar skoðanir hans ekki nema að mjög litlu leyti í sam- bandi við veruleikann. III. Á árunum 1908—1918 var mikill glundroði í islenzkri póli- tík. Gamla flokkaskiptingin um viðhorfið til Dana var að hætta að hafa áhrif á hugi manna. Sýnilegt var, að deilan við Dani yrði von bráðar útkljáð. En í þjóðlífinu var mikill gró- andi. Vélaiðjan var að ná tökum á útgerðinni. Síminn var kom- Eftir Jónas Jónsson inn til landsins, og verzlunin varð innlend. Kaupfélögin og ungmennafélögin voru í hröð- um vexti. Vélaiðjan í kaupstöð- um byrjaði að valda stéttaskipt- ingu milli snauðra manna og burgeisa. Á þessu tímabili hlaut hverjum manni, sem bar skyn á flokkskipun og þingstjórn í lýðræðislöndum Norðurálfu, að vera fullljóst, að hér á landi hlytu innan skamms að mynd- ast nýir flokkar, byggðir á efnamun og lífsaðstöðu. Áður en ég byrjaði skipti af þjóðmálum, voru hafin samtök bænda og verkamanna, og vann hvor stéttin fyrir sig. Þó var einskonar samúð á milli, á þann veg, að Sigurður Sigurðs- son ráðunautur var annars vegar einn af stofnendum verkamannafélagsins Dagsbrún og riðinn við fyrstu samtök bænda á Alþingi við að halda saman í landsmálabaráttunni. Bjarni Benediktsson misskil- ur þessa þróun. Hann telur, að Framsóknarfl. og verkamanna- flokkurinn hafi verið tilbúnir með pólitískum klókindum, og að ég hafi átt meginþátt í því starfi, og þar farið eftir frönsk- um fyrirmyndum, m. a. lært í því efni af Courmont ræðis- manni. Hér skýtur mjög skökku við. Courmont var að vísu ná- kominn vinur minn um mörg ár,og af kynningu við hann fékk ég aukinn skilning á fegurð ís- lenzkrar náttúru og þjóðlegra íslenzkra verðmæta. En hann var gersamlega áhugalaus um öll stjórnmál, bæði frönsk og íslenzk. Ég hygg, að einu áhrif hans hér á landi hafi verið þau, að hann bar mér eitt sinn munnleg skilaboð frá ríkis- manni, sem átti þá mikla eign í Morgunblaðinu, og spurði hvort ég vildi starfá við Mbl. fyrir fer- föld laun mín við Kennaraskól- ann. Ég sinnti ekki þeim skila- boðum, en hefi þó orðið Mbl. til eflingar á annan hátt, svo sem kunnugt er. Borgarstjórinn víkur að því, sem sönnun fyrir áhrifum Cour- monts á íslenzka pólitík, að hann bar mér í síma á frönsku skilaboð frá Guðbrandi Magn- ússyni um að sonur biskups myndi fáanlegur til að verða ritstjóri Tímans. Hann sagði þessa einu setningu fyrir góð- kunningja sinn, til að koma á framfæri dulmálsskeyti, sem eins hefði mátt vera á esper- antó eöa hebresku, ef ég hefði skilið þau mál. Jafn veik er sú röksemd borg- arstjórans, að ég hafi haft franskar fyrirmyndir hér á landi. Ég hefi aldrei haft mæt- ur á franskri pólitík, þótt hún of óstöðug og glundroðakennd. Að því leyti, sem ég hefi átt þátt í störfum Framsóknar- flokksins, hefir gætt norrænnar festu í aðgerðunum. Sigurður í Yztafelli var þrjú ár við stjórn. Ráðuneyti Tr. Þórhallssonar var nálega 5 ár við völd og Her- mann Jónasson mun vera kom- inn á 8. árið sem forsætisráð- herra hér á landi. Ég hefi verið stuðningsmaður allra þessara ráðuneyta. Ef ég hefði fengið mótað mitt viðhorf af hinum skammlífu ráðuneytum Frakka, myndi fyrirmyndinni lítt hafa verið fylgt hér á landi. IV. Ástæðan til þess að Bjarni Benediktsson notar svo hald- lausar röksemdir I skýringum sínum, er sú, að hann er sem málfærslumaður að verja mál, sem ekki er hægt að styðja með rökum, af því að þau eru ekki til. Meginvilla hans liggur í því, að hægt sé að búa til flokka eða flokksbrot með klókindum. Það er jafn ómögulegt, eins og | að veita vatni opnar leiðir upp fjallahlíðar. Flokkur myndast af náttúrlegri innri þörf manna með skyldar lífsskoðanir, til að vinna saman að áhugamálum sínum. Aðrir flokkar hafa ekki lífsgildi. Lárus H. Bjarnason reyndi að mynda flokk með klókindum. Jón í Stóradal fór í slóð hans. Héðinn Valdimarsson hugði að gera flokk um sig eft- ir að hann kom úr heimsókn- inni til kommúnista. En öllum þessum mönnum mistókst. Þeir stefndu í auða vök og hurfu þar niður sjálfir. Ég hygg, að þeir íleiðtogar Sjálfstæðisflokksins, sem á undanförnum missirum hafa unnið að því, að koma upp verkamannadeild utanvert við flokkinn, stefni hiklaust og brotalaust í vökina til þeirra þriggja gáfuðu og sniðugu manna, sem voru haldnir af þeirri villu, að hægt sé að búa til stjórnmálaflokka með klók- indum og kænsku, en í and- stöðu við eðlilega þróun og andlega strauma í landinu. Bjarni Benediktsson veit, að ég hefi í rúmlega aldarfjórðung unnið að málefnum Framsókn- armanna, og að nokkuð mikinn hluta þess tíma hefi ég af og til haft vinsamleg skipti við Al- þýðuflokkinn. Út frá sínu sjón- armiði ýkir hann þessi skipti mín við verkamannaflokkinn og virðist álíta, að ég hafi þar framkvæmt fyrirfram gerða áætlun um, að þessir tveir flokkar skyldu vinna saman móti Mbl.flokknum og hindra þannig, að hann hefði nokkur áhrif. Rétt er að geta þess, að borgarstjórinn viðurkennir, að ég hafi strax 1923 gert ráð fyrir hugsanlegu samstarfi Fram- sóknarmanna við Mbl.flokkinn. Fyrst uppruni íslenzkra flokka er á dagskrá og aðstaða mín til þessarar þróunar, þá vil ég nota tækifærið til að skýra bað. að fyrir'mér var aðalatriðið að ííslenzk póHijík kæmist út úr beirri ringulreið, sem hún var komin í með „grútnnm" og ..bræðinirnum“, „Árvakri", ,.langsum“ og ,.þversum“. Ég á- leit, að þessir flokkar væru haldlausar vinnúvélar fyrir þjóðina, og að hinir haldlausu og síbreytilegu flokkar stæðu þjóðinni fyrir þrifum bæði við endanlega lausn frelsismálanna og þó einkum að því er gnerti hinnar óhjákvæmilegu fram- farabaráttu. Hvar sem ég ritaði 'um málið, í Skinfaxá, Tíman- um og Komandi árum, hélt ég hinu sama fram. Hér þurftu að myndast þrír flokkar, byggðir á lífsstöðu og lífsskoðunum. Þessir flokkar starfa síðan sam- an, eftir því sem málefni eru til. Tveir af þessum flokkum, Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn, voru fullmynd- aðir um 1916—18. Af því að mér var aðaláhugamál að þessir þrir flokkar yrðu til, vann ég í fyrstu allmikið með Alþýðuflokknum, því að hann var veikari og hafði færri ólaunuðum hjálpar- mönnum á að skipa heldur en samvinnumenn. Mér var vel ljóst, að þessi hjálp við verka- mannahreyfinguna myndi verða gerð að tortryggnisefni gagn- vart mér, og ef ég hefði hugsað mér að ná fljótt og varanlega í launaðar vegtyllur á vegum Framsóknarflokksins, myndi ég aldrei hafa gefið andstæðing- unum þann höggstað á mér. En takmark mitt var fjarlægara heldur en þeirra manna, sem ekkert sjá nema sinn eigin flokk. Fyrir mér vakti varan- leg umbót á öllu þjóðlífi íslend- inga í sambandi við eðlilega og heilbrigða flokkaskipun. Bjarni Benediktsson gerir of mikið úr starfi mínu við mynd- un Alþýðuflokksins, þó að það væri nokkurt og nokkurs virði. Hann og flokksbræður hans yfirleitt, munu varla hafa gert sér grein fyrir því, að ég varð óbeinlínis og óviljandi mjög til eflingar þriðju flokksmyndun- inni, Sjálfstæðisflokknum. Hann þurfti líka að myndast, en nokkur ár liðu svo, að þau frumefni, sem áttú að fara í þá ■©trnimt Luugardaginn 8. növ. Skatfafrumvarpið á Alþíngí Nýlega var skýrt frá því hér í blaðinu, að fram væri komið á Alþingi frumvarp um breyt- ingar á skattalögunum. Er það flutt af fimm Framsóknarmönn- um í neðri deild, og er Eysteinn Jónsson, viðskiptamálaráðherra, fyrsti flutningsmaður þess. Til- lögur þær, sem felast í þessu frumvarpi, eru einn þáttur í þeim dýrtíðarráðstöfunum, sem Framsóknarflokkurinn leggur til að verði gerðar. Þýðingarmesta breytingin á skattalögunum, sem frumvarp- ið gerir ráð fyrir, er sú, að hætt verði að draga greiddan tekju- skatt og útsvar frá tekjum áð- ur en skattur er á þær lagður og að settur verði nýr tekju- skattstigi, sem miðaður sé við þá breytingu. Ályktun um þetta atriði var samþykkt á síðasta flokksþingi Framsóknarmanna, og við undirbúning skattafrum- varpsins s. 1. vetur, gerðu Fram- sóknarmenn tilraunir til að koma þessari breytingu fram, en þær tilraunir báru ekki árangur í það skipti, þar sem Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks- menn stóðu sameinaðir á móti breytingunni. Er frá þessu skýrt í nefndaráliti fjárhagsnefndar neðri deildar og í ræðum Fram- sóknarmanna um skattamálin á síðasta aðalþingi. Var það fram tekið í ræðum Framsókn- armanna á Alþingi og í blaða- greinum, að flokkurinn myndi halda áfram að vinna að þess- ari breytingu á skattalögunum, unz hún fengist samþykkt. í greinargerð með frumvarp- inu er bent á það, sem oft hefir verið vikið að hér í blaðinu, að samkv. núv. fyrirkomulagi á þessum málum þurfa þeir ein- staklingar og félög, sem hafa ójafnar og breytilegar tekjur frá ári til árs, að borga hlut- fallslega miklu hærri skatta en hinir, sem hafa jafnar og stöð- ugar tekjur. Þyngst verður skattabyrðin á þeim, sem hafa háar tekjur eitt ár, en lágar tekjur bæði árið á undan og ár- ið eftir. Ef frumvarp Framsóknar- manna verður samþykkt, verða álagðir skattar hins vegar ein- göngu bundnir við tekjur skatt- ársins, án nokkurs sambands við önnur ár, og tveir menn með jafnháar tekjur og sömu fjölskylduástæður, hverjar sem þær eru, greiða þá jafnháan skatt til ríkisins. _ Eins og nú er ástatt í þjóð- félaginu, er sérstaklega þýð- ingarmikið að þessi breyting verði gerð áður en skattur er reiknaður af tekjum ársins 1941. Eins og kunnugt er, voru tekjur margra einstaklinga og félaga mjög háar árið 1940. Skattgreiðslur þeirra eru því allháar á þessu ári. Eftir nú- (Jildandi lögum koma þær skattgreiðslur til frádráttar tekjum ársins 1941, áður en skattur er á þær lagður. Af því leiðir það, að gróði þessa árs sleppur að verulegu leyti und- an sköttum, ef skatta lögunum verður ekki breytt. í greinar- gerð frumvarpsins er útreikn- ingur á skattgreiðslum hluta- félags, sem hafði 600 þús. kr. hreinar tekjur árið 1940, og jafn mikinn ágóða árið 1941, áður en skattar og útsvar er greitt. Að óbreyttum skattalög- um myndi þetta félag þurfa að borga aðeins tæpl. 74 þús. kr. í tekjuskatt og stríðsgróðaskatt árið 1942, en samkvæmt frum- varpi Framsóknarmanna yrðu skattgreiðslur þess til ríkisins um það bil 230 þús. krónur. Er af þessu ljóst, hverja þýð- ingu skattalagabreytingin hefir fyrir rikissjóð, eins og nú er ástatt. Skattatekjur ríkisins verða óeðlilega litlar á næsta ári, ef ekki tekst að koma fram þessum nauðsynlegu breyting- um á skattalögunum. Sk. G. Fjarlæg lönd IV. I. Maður var nefndur William Seward. Hann var roskinn mað- ur um miðbik 19. aldar ag krafðist mannréttinda til handa öllum þegnum Banda- ríkjanna og boðaði löndum sín- um þá mannúð og mildi, sem landnemunum þar vestra hafði ekki verið hent að temja sér. Hann gerðist þingmaður og rík- isritari á forsetadögum Abra- hams Lincoln. Að kvöldi þess 14. apríl 1865, um svipað leyti og Abraham Lincoln var myrt- ur í leikhúsi, var honum veitt tilræði á heimili sínu.. Hann hlaut sár, en eigi bana. En William Seward var eigi aðeins réttsýnn maður. Hann var og framsýnn. Rússar höfðu um skeið talið Alaska, land- flæmi mikið, nær fimmtán sinnum stærra en ísland, sér til eignar. Hinn danski land- könnuður, Vitus Bering, er fann Beringssund árið 1728, kom þangað fyrstur hvítra manna með förunauta sína, rússneska, en nokkurum ára- tugum síðar helguðu rússneskir selveiðamenn sér landið. 1784 var loks rússnesk verzlunar- stöð sett á Kadiakeyju í Al- askaflóg. En Alaska varð Rúss- um lítt til fjár og frama, og flestir munu litla ágirnd hafa haft á landflæminu. William Seward sá betur en aðrir, og fyrir hönd Bandaríkjastjórnar keypti hann landið af Rússum fyrir 7200 þúsund dollara. Þótt- ust Rússar hafa selt vel, og ekki var örgrannt að Seward tapaði vinsældum og áliti meðal landa sinna vegna þessa. Þetta gerð- ist tveim vetrum eftir dauða Abrahams Lincoln. II. Alaska er skagi mikill, er gengur til vesturs frá megin- landi Norður-Ameríku, norðan við 60. breiddarstig, gegnt aust- urodda Síberíu. Skilur þar Ber- ingshaf og Beringssund tvær mestu heimsálfurnar. Landið er víða mjög hálent, og fjöllin hul- in jöklum, er sums staðar ganga í sjó fram. Eru skriðjöklarnir sumir býsna ferlegir, og á ein- um stað hrapa jakarnir í sjó fram af 100 metra háu bergi. Gustar kalt á þeim slóðum, eigi síður en í Greipum norður, eins og Fornólfur kvað. „Gaddur og helja drottnar þar.“ Þarna eru einnig eldfjöll, og er skammt síðan mikil eldgos hafa orðið þar. Með ströndum fram er úr- koma gífurlega mikil, sums staðar 6300 millimetrar á ári. Má geta þess, að þar sem úr- koma er talin mest hér á landi, í Vík í Mýrdal, er hún aðeins 2175 millimetra á ári. í Grímsey hefir hún hins vegar mælst minnst, 275 millimetrar, og | geta lesendur Tímans á þessum slóðum haft þessar tölur til samanjafnaðar um úrkomuna á Alaskaströndum. Veturnir eru þar fremur mildir, en sumur svöl. í Sitka, sem menn hér á' landi kannast helzt við vegna Sitka-grenisins, er skógræktar- menn okkar hafa tengt miklar vonir við til skógræktar hér á landi í framtíðinni, bæ við miðja strandlengju þá, austan Alaskaflóans, er tilheyrir Al- aska, er aðeins 1 stigs frost til jafnaðar í janúarmánuði og ekki heldur nema 12 stiga með- alhiti í ágúst. En inni á meg- inlandinu er veðurfar allt ann- að: Miklar vetrarhörkur og miklir sumarhitar. Hlýir haf- straumar frá Kyrrahafi leika um vesturströndina, en norður í Beringssundi mæta þeir köld- um íshafsstraumum, og eru þokur þar tíðari en á flestum öðrum stöðum á hnettinum. Skógar miklir eru í Alaska, einkum sunnan til, en norður á íshafsströndinni eru túndrur miklar, þar sem kaldir vindar gnauða og klaki fer aldrei úr jörðu. Fljót mikið, er heitir Yukon, fellur út í Beringshaf. Langt inni í landinu fellur í það önn- ur stórá, Tanana. pru dalir miklir og breiðir meðfram fljót- um þessum, og er talið, að þar séu um 165 þúsund ferkílómetr- ar lands, sem séu ágætlega vel fallnir til akuryrkju. Ætlar landsstjórnin, að þar gætu 10 miljónir bænda búið. j Nú eru íbúar Alaska aðeins 80 þúsund manns, auk 20—30 þús- und fiskimanna frá Kanada og Bandaríkjunum, er þangað fara í atvinnuleit á vissum tímum ársins. Af íbúum landsins eru um eða yfir 30 þúsund Eski- móar og Indíánar, er lifa mest á veiðiskap, að sið feðra sinna, Eskimóarnir við ströndina, en Indíánarnir inni í landinu. En margir hafa á síðari árum einnig gerzt skógarhöggsmenn og námumenn og jafnvel bændur. En eins og eðlilegt er, i slíku landi sem Alaska, er þar mun færra kvenna en karla, og hvít- ar konur jafnvel fágætar. Alaska er auðugt land að náttúrugæðum. Þar eru miklir skógar, möguleikar til jarðyrkju, málmar fólgnir í jörðu, fiskigengd i sjó og vötn- um og gnægð villtra dýra, sela, refa, bjarndýra, úlfa, elga, marða og bjóra. Þrjár eru hinar helztú út- flutningsvörur frá Alaska: Málmar margvíslegir, gull, kop- ar, silfur, blý, tin, nikkel og platína, lax og fiskiafurðir aðr- ar og grávara. Af málmunum hefir gullið og koparinn gefið langmestar tekjur, og þær nema engum smáupphæðum. Lax frá Alaska er árlega seldur fyrir 100 milljón dollara. Grá- varan er bæði af villtum dýr- um, sem veidd eru að vetrar- lagi í skógum landsins og við íshafsröndina, og alidýrum, einkum refum. Eiga landsmenn 40—50 þúsund alirefi. Við stjörnu, héldu áfram að vera í þokukenndu ástandi. Forgöngu- menn í því liði ’skildu ekki þró- unina nógu vel fyrr en Jón Þor- láksson kom til skjalanna og hafði fullmyndað íhaldsflokk- inn árið 1923. En sú samherta óbeit á mér, sem kom fram'um langa stund í blöðum íhalds- manna gagnvart mér og mínu pólitíska starfi, varð til mikils gagns við flokksmyndun íhalds- manna. í viðbót við málefnin, sem sameinuðu flokksmennina, höfðu þeir sameiginlegan skot- spón fyrir allar sínar vígvélar. Ég hygg, að ég hafi orðið Sjálf- stæðismönnum meira að liði við flokksmyndun sína heldur en Alþýðuflokknum. Sem betur fer, stendur Sjálfstæðisflokkurinn þó ekki í þakklætisskuld við mig fyrir þennan stuðning, því að hann var borgaður nlér með staðgreiðslu þegar í stað. Mér hafa fyr og síðar orðið til lið- semdar hinar ólíku skoðanir Sjálfstæðismanna um störf mín, og gætir þess síðast í ritgerð borgarstjórans. V. í kosningunum 1923 var ung- ur frambjóðandi í liði Alþýðu- flokksins, sem ætlaði að afla sér kjörfylgis með því að bregða mér um sviksemi í starfi mínu í Framsóknarflokknum. Þetta gaf mér tilefni til að marka greinilega miðflokksaðstöðu Framsóknarmanna. Ég sagði, að ég vildi gjarnan vinna að al- mennum framförum með verka- mannaflokknum, ef hann starf- aði á þjóðlegum grundvelli og færi að lögum. En ég bætti því við, að ef verkamannahreyf- ingin yrði byltingarkennd, og vildi brjóta niður þjóðskipulag íslendinga, þá myndi ég velja mér aðstöðu við hlið Ólafs Thors, til að verja mannfélag- ið móti byltingaröldunni. Skoð- un mín var þessi: Miðflokkur- inn reynir að hrinda áleiðis sem mestum framförum með verka- mannaflokknum, en verja verð- mæti þjóðfélagsins með íhalds- mönnum. Þessi yfirlýsing mín var því gleggri 1923, sökum þess, að Ól. Thors hafði verið einna fremstur og harðdrægastúr maður í liði Mbl.manna móti Framsóknarmönnum. Persónu- lega þekkti ég hann þá ekki nema sem höfuðandstæðing frá pólitískum deilum á fundum og í blöðum. Með þessari yfirlýs- ihgu var lagður grundvöllur að öllu framtíðarstarfi Framsókn- arflokksins. Hann vinnur til beggja handa eftir málefnum. Þegar ekki var hægt að fá tog- araflotann af stað fyrir nokkr- um árum, unnu Framsóknar- menn og Sjálfstæðismenn að því sameiginlega að leysa vand- ann með lögskipuðum gerðar- (Framh. á 3. síðu) ströndina eru selveiðar stund- aðar, einkum á Pribilofeyju og Aleuteyjum, og voru þær um skeið af slíku kappi sóttar, að til algerðrar auðnar horfði. En þá var kippt í taumana og strangar veiðireglur settar, og nú er selveiðin mjög árviss og ákaflega arðbær. Hér hefir svo ekki verið á það drepið, að á sléttum landsins halda hjarð- menn einni miljón hreindýra til haga. Voru tamin hreihdýr fyrst flutt til landsins frá Rúss- landi árið 1896. Loks eru svo skógarhögg í suðurhluta lands- ins. Hefir Alaska því reynzt Bandaríkj amönnum farsælt til fjárafla, þótt eigi þætti þangað fýsilegt að sækja á þeim dög- um, er Seward ríkisritari keypti það af Rússum fyrir 7200 þús- und dollara. Einkennilegt er, að i þessu mikla, norðlæga landi, sem enn er lítt numið, munu flugvélar vera hlutfallslega þýðingarmeiri samgöngutæki heldur en í nokkru öðru landi í heimi. Jafnvel grávaran er flutt með stórum flugvélum suður til hinna miklu markaðsborga í Bandaríkjunum. Milli Alaska og Síberíu eru flugvélar í för- um, og milli hinna litlu bæja eru reglubundnar flugferðir. III. Árið 1896 gerðist sá atburður, að gull fannst í jörðu í Klon- dyke í Kanada, örskammt frá landamærum Alaska. Fregnin barst á svipstundu um hálfa heimsálfu. Næstu misseri fang- aði gullið í Klondyke svo hugi

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.