Tíminn - 08.11.1941, Qupperneq 3

Tíminn - 08.11.1941, Qupperneq 3
114. blatS TÍMIM, langardaginn 8. nóv. 1941 453 V c I u r Söngrmálastjóri þjóðkirkjunnar Vetur er fyrir skömmu geng- inn í garð yfir landi voru.. Fyrstu vetrarnæðingarnir hafa farið yfir landið, og há- fjöllin hafa skautað vetrarfaldi. íslenzka þjóðin á margar sár- ar minningar frá átökum sínum við vetraröflin, bæði á höfum úti og í hverri byggð. Þess vegna vekur koma vetrarins jafnan alvarleg geðhrif með mönnum hér á landi og beinir hugum þeirra að harðnandi átökum lífsbaráttunnar og hættum þeim, er henni fylgir. Að þessu sinni eru það ekki aðeins náttúruöflin, sem fær- ast í vetrarham yfir þjóð vorri, heldur koma þar til önnur vetr- aröfl geigvænlegri og meiri, — þau, sem frá mannshugunum stafa og auka á hætturnar hvar sem farið er. — Sjómenn vorir, sem um höfin fara, þurfa ekki tryllt og grimmúðug átök mann- viðrin og ósjóina, sem um þá rísa, heldur vítisvélar, sem trylt og grimmúðug átök mann- anna hafa varpað á leiðir þeirra. Og hvar sem dvalið er á landi, eru hættur þess mann- lega fimbulvetrar á hvers manns leið, og þær aukast mjög með skammdegisskuggunum. Það er þjóðinni því hollt að minnast, hvað var henni „langra kvelda jólaeldur," á förnum vetrarleiðum, og tendra þann eld á arni sínum, er vetr- ar að, að þessu sinni. Margt það bezta af þjóðar- auði sínum á hún frá vetrar- kvöldunum, bókmenntir sínar og trúar- og vökuljóð. Það má óhætt fullyrða, að þá varð flest það bezta til, sem nú er arfur hennar á þessu sviði, og í vetrarmyrkrunum og á fjöll- unum yljaði það bezt þjóðar- sálinni og verndaði hana frá kali. Oft hefir henni verið þess þörf að leita sér yls og afls frá þessum arfi, er vetur kom, en sjaldan meiri en nú. Þar sá hún, og sér enn, eins og skáldið Matthías Jochums- son, að: „í sorgarsögu þjóða, er sækjast líf og hel, skín guðdómslíknin góð/a sem glaðast fagrahvel, sem löndin veki vorið og vermi freðna slóð, sem barn á hjarni borið, er bjargar heilli þjóð.“ Vetraröflin eiga enn að knýja íslenzka þjóðarsál til að skapa sér vor og gróðuröfl, sem vernda hana í hættunum, — og vísa henni leið til andlegs og efna- legs frelsis. Á síðasta Alþingi oru samþykkt lög um ;öngmálastjóra þjóð- úrkjunnar. Er þar svo oil ætlazt, að sérstakt ;mbætti verði stofnað, 11 þess að reyna að ^ndurbæta safnaðar- ;önginn og vekja meiri ihuga um hann en verið hefir. Hefir nú maður verið skipaður í þetta embætti, Sig- urður Birkis, söng- kennari, og má óhikað fullyrða, að allir eru á eitt sáttir um það, að þar hafi verið val- ;nn hinn rétti maður. Sigurður Birkis hefir 'oegar starfað hjá 2 ’.öfnuðum, á Akureyri og á Akranesi, og rík- ir mikil ánægja hjá 'oessum söfnuðum með ;tarf hans. Verður 'oess að vænta, að oöfnuðir landsins veiti honum alla þá aðstoð, sem unnt er, þegar hann kemur til þeirra, þvi að engmn efast um áhuga og starfs- hæfni hins nýja söngmálastjóra, þeirra, sem þekkja hann. Safnaðarsöngurinn er annar aðalþáttur guðsþjónustunnar, og hann engu veigaminni en sá, sem presturinn leysir af hendi með ræðuflutningi og bænagerð. Það á nú að verða metnaðarmál milli presta og safnaða þeirra, að hvor um sig leysi sitt hlutverk sem bezt af hendi við guðs- þjónusturnar, og að hvorugur geti yfir hinum kvartað. íbúðarhúsið og kirhjan Maður einn, sem ferðaðist1 nokkuð um landið síðastl. sum- ar, tók mjög til þess, hve víða hann hefði séð kirkjur í slæmu ásigkomulagi og illa hirtar. Oft ómálaðar og eigi ósjaldan með ryðjárni að utan. Gat hann þess sérstaklega, hve illa það hefði komið við sig, að sjá heim á eitt prestset- ur, þar sem reist hafði verið myndarlegt íbúðarhús og allt nýmálað að utan, en rétt hjá stóð kirkjan, hrörleg og ómál- uð og líktist einna mest skemmu eða útihúsi til að sjá. En er þetta ekki sönn mynd af því, sem gerzt hefir með þjóðinni hin síðari ár? Umbæt- ur og framfarir í húsagerð til íbúðar hafa verið geysimiklar, jafnhliða því, sem kyrrstaða hefir vlðast ríkt um aðbúð og endurreisn kirknanna. Kirkjurnar voru áður beztu húsin víðast hvar. Nú eru þær á góðum vegi með að verða þau lélegustu og þau, sem minnst er um hirt. Allt viðhald vanrækt mjög, og flestar sveitakirkjur a. m. k. sem reistar hafa verið síð- ustu áratugina, bera mjög ein- kenni vanefna og handahófs- byggingarstíls. Aðbúnaði öllum er þar mjög ábótavant. Hvort mun það ekki hugsanlegt, að þetta hafi meiri áhrif á kristni- hald þjóðarinnar en flesta grunar? Það er meir en hugsan- legt, að aðbúnaður guðshús- anna, samanborið við aðbúnað- inn í híbýlum manna, orki eigi svo litlu til ills eða góðs. Það er vissulega kominn tími til þess, að hefjast handa um alla ytri aðbúð kristnihaldsins í landinu, því að sannarlega er þar mörgu áfátt, ef það á að vera samboðið guðsdýrkun menningarþjóðar, sem á öllum öðrum sviðum hefir tekið risa- skref fram á við, í lifnaðar- háttum og þægindum. — Minnsta krafan er sú, að hús þau, sem vér reisum guði til dýrðar, séu ekki lakari en þau, sem vér reisum yfir sjálfa oss. manna, að þeir hurfu þúsund- um saman frá heimili sínu og atvinnu til hinna norðlægu ævintýralanda, i von um auð og hamingju. Á þessum árum beindust augu manna fyrst að Alaska. Látlaus straumur gijll- nema var til Klondyke, yfir fjþll, gegnum skóga, eftir straumhörðum ám og viðsjálum vötnum. En þrátt fyrir alla erf- iðleika, þrátt fyrir vosbúð, kulda, harðrétti, hungur og allsleysi brutust menn áfram, því að í fjarska sáu þeir vafur- loga gullsins, sem duldist í hinni freðnu jörð við landamæri Al- aska. Þessir menn voru af öllum þjóðflokkum^ og þar á meðal voru ýmsir íslendingar. Harð- fengi og hreysti voru þeir eig- inleikar, sem mest voru metnir. Þar varð hver og einn að gæta síns réttar sjálfur, og sjálfir urðu menn að sjá sér farborða. Þeir féllu í valinn, er þess voru eigi umkomnir. Tvær voru þær leiðir, er eink- um voru farnar: Önnur lá um Skagway, syðst í Alaska, yfir Chilkonskarð að Yukonfljóti, hin frá vesturströnd Alaska eft- ir Yukonfljóti endilöngu, og var sú leið bæði löng og harð^ sótt. Margir voru þeir, er aldrel komust á áfangastað. Sjálft gulllandið var harla ó- milt. Gullnemar settust að i lé- legum tjöldum, því að fyrst í stað gaf enginn sér tíma til þess að reisa betra skýli yfir höfuðið. Matur vai; einhæfur og stundum af mjög skornum skammti, og sjúkdómar, skyr- bjúgur, beri-beri, berklaveiki og brjóstveiki, gerðu brátt vart við sig. Starfið var mjög erfitt, því að hér var gaddur í jörðu árið um kring. Á gullsvæðunum gat að líta óteljandi gryfjur, sem gullnem- arnir höfðu grafið sér, og upp úr þeim stigu reykjarmekkir Þeir kyntu bál niðri í gryfjun- um til þess að þíða klakann, er tórveldaði þeim svo mjög gull- leitina. En það voru fáir, sem höndluðu gæfuna, fundu gullið, Ef til vill voru það átakanleg- ustu þjáningarnar, sem þessir vesalings menn, er horfið höfðu frá öllu sínu og sótt norður um land, liðu, að leita og leita dag eftir dag, mánuð eftir mán- uð, án þess að bera meira úr býtum heldur en þurfti til þess að draga fram lífið á þessum norðurhjara. Örfáir urðu ríkir menn, en flestir felldu tjöld sín eða hurfu brott úr bjálka- kofa sínum jafn snauðir og þeir komu, máske firrtir heilsu og kröftum. Sumir féllu í valinn með grefið í höndunum. Á næstu árum fannst einnig gull í Alaska. Þar risu skjótt upp nýir bæir líkt og í Klondyke, og að flestu leyti mun saga um gullnemanna í Alaska vera svipuð og þeirra, er freistuðu hamingjunnar austan landa- mæranna. Nú er gullæðið þorr- ið mönnum fyrir löngu og námugröfturinn orðin kyrrlát atvinna, sem lítt heillar hug ævintýramanna. En yfirgefin þorp, sem reist voru á gullár- unum, eins og Nome og Fair- banks, vitna um hina hraustu menn, sem sáu elda gullsins brenna í fjarska og héldu út í óvissuna. Kröpp voru kjörin í þessum bjálkakofum, en hér fóru menn, sem ruddu öðrum braut. Og þö að maðurinn hafi um stund hopað, þá mun áreið- anlega koma sá tími, að ný byggð rís, þar sem vonir gull- nemanna brustu og svo margir þeirra voru lagðir til hinztu hvíldar. Seinustu áratugina hefir byggðins aukizt mest á suður- ströndinni. Þar hafa margir litlir bæir risið upp, meðal ann- ars höfuðstaðurinn Juneau, sem hefir að vísu ekki nema 4 þús. íbúa. Smátt og smátt hefir þessum bæjum fjölgað og smátt og smátt hafa þeir stækkað. Eftir harðrétti, þrautir og von- brigði frumbýlisáranna hefir komið farsæl þróun, þótt sjálf- sagt skiptist þar á skin og skúrir eins og gerist í mannlegu lífi, meðan hver og einn teflir um gæði jarðarinnar við bróður sinn. J. H. fif bók. Nýkomin er í íslenzkri þýð- ingu bók Niemöllers: „Kafbáts- foringi og kennimaður.“ Er þýðingin góð og bókin skemmti- leg og athyglisverð aflestrar. Meira gætir þó frásagnar kaf- bátsforingjans en kennimanns- ins, og mun marga fýsa að fá að kynnast kennimanninum betur en unnt er af þessari bók. Eru vonir til, að það verði unnt innan skamms, þar sem verið mun vera að þýða á ís- lenzku nokkrar prédikanir hans. ! NIGLMGAR milli Bretlands og íslands halda áfram, eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar inn vöru- sendingar sendist GulliSord & Clark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. Hremlætisvörur frá SJÖFIV mæla með sér sjálfar — Þær munu spara yð- ur mikið ómak við hreingerningarnar N O T f Ð S J AFN AR Stangasápu O P A L RÆSTIDUFT Krystalsápu PERLII ÞVOTTADUFT Allt frá Sjöfn Héraðsfundnr Kjalar- nessprófastsdæmis. Héraðsfundur var nýlega haldinn í Kjalarnessprófasts- dæmi, að heimili prófastsins, sr. Halfdánar Helgasonar á Mosfelli. Auk venjulegra hér- aðsfundarstarfa voru þar gerð- ar nokkrar ályktanir og hljóð- ar hin fyrsta þannig: „Héraðsfundurinn lætur í ljós ánægju sína yfir lögum þeim, er samþykkt voru á síðasta Al- þingi, og snerta málefni kirkj- unnar." Mun þar átt við lögin um söngmálastjórann, um breyting- una á lögum um sóknargjöld o. fl. Er það nýtt að sjá kirkjunnar menn lýsa ánægju sinni yfir gerðum Alþingis í kirkjumálum, og er þess að óska, að svo megi til takast, að afskipti Alþingis af þeim málum verði framvegis meir að óskum áhugamanna kirkjunnar en oft hefir verið undanfarið. Gef þú að móðurmálið mítt, minn Jesú þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt, krossins orð þitt út breiði, um landið hér, til heiðurs þér — helzt má það blessun valda — meðan þín náð lœtur vort láð, iýði og byggðum halda. (Hallgr. Pét.). Ætla þeir beint . . . (Framh. af 2. síðu) dómi. Varð það til þess, að Har- aldur Guðmundsson lagði niður völd sín sem atvinnumálaráð- herra. Nú í haust myndi Fram- sóknarflokkurinn hafa myndað samstjórn með Sjálfstæðis- flokknum um dýrtíðarmálin, ef þar hefði snúist, þó að Alþýðu- flokkurinn hefði látið sinn ráð- herra hætta störfum í ríkis- stjórninni. Vísir virðist á sama hátt gera sér í hugarlund, að Framsóknarmenn og Alþýðu- flokksmenn geti líka í bili stað- ið einir saman að lausn skatta- málanna. Framh. J. J. Viimið ötulleqa ft/rir Tímann. Dr^inar léreftstuskur kaupir PrentsmilSjan Edda Skrifstofa Framsóknarflokksins er á Lindargötu 9 A Framsóknarmenn! Munið að koma á flokksskrifstofuna á Lindargötu 9 A. 256 Victor Hugo: Stúdentinn leit djarflegur á erki- djáknann, er hér var komið sögu. — Bróðir minn, mælti hann. — Æsk- ir þú þess, að ég þýði fyrir þig griska orðið þarna á múrveggnum? — Hvaða orð? spurði erkidjákninn. —Gríska orðið, sem er þarna efst uppi. Léttur roði færðist i öskugráa vanga erkidjáknans. Stúdentinn varð hans vart var. — Nú jæja, Jóhann! stunidi eldri bróðirinn með augljósum þreytumerkj- um. — Hvað þýðir þetta orð þá? — Örlög, svaraði Jóhann. Meistari Claude fölnaði að nýju. Stúdentinn hélt ótrauður áfram máli sínu: — Griska orðið, sem stendur næst fyrir neðan, letrað á múrvegginn sömu hendi, þýðir holdfýsn., Þarna getur þú séð, að maður skilur þó örlítið í grísku. Erkidjákninn varð hljóður við. Þess- ari grískuþekkingu gazt honum ekki alls kostar að. Hann varð því hugsi. Jóhann áleit tilvalið tækifæri komið til þess að bera fram tilmæli sín. Hann hóf því máls með ísmeygilegri og mildi- legri röddu: — Kæri bróðir minn, leggur þú raun- verulega slikan haturshug á mig, að þú Esmeralda 253 eigi, hversu haf hinna mannlegu þján- inga svellur og ólgar. Hinn harðneskjulegi og kuldalegi svipur Claude Frollo, er bar glöggt vitni um festu og viljastyrk, hafði jafnan valdið Jóhann vanþóknun. Hinn lífs- glaði stúdent hafði aldrei um það hugs- að, að undir snæenni hans væri eld- hraun fólgið. Jóhann var að sönnu mjög léttúð- ugur og alvörulaus æskumaður. Þó var honum ljóst, að hér hafði hann verið sjónarvottur þess, er honum var ekki ætlað augum að líta, og að hann hafði ónáðað eldri brðður sinn í vizkuleit sinni, sem hann gat ekki skynbragð á borið. Þegar erkidjákninn hafði vitjað síns fyrra sætis, dró hann sig i hlé bak við hurðina og gerði dálítinn hávaða eins og nýkomins manns er vandi, er hann vill vekja athygli þess, sem fyrir er á komu sinni. ANNAR KAFLI. Bræðurnir liittast. — Kom inn! hrópaði erkidjákninn innan úr klefa sínum. — Ég hefi beð- ið yðar. Ég hefi af ráðnum huga látið lykilinn standa í hurðinni. Komið bara inn, meistari Jakob! Stúdentinn gekk ófeiminn inn. Erkidjáknanum var slík heimsókn á

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.