Tíminn - 08.11.1941, Síða 4

Tíminn - 08.11.1941, Síða 4
454 TlMEViV, langardagiim 8. nóv. 1941 114. blað Slsli silttÉiur i 9. ílikki er i dog. HHPPDRíETTIÐ Ú R BÆNUM Falsanir Sjálístæð- Laugarneskirkja. Tíminn hefir nýlega haft tal af séra Garðari Svavarssyni, og fengið hjá honum þessar fregnir um hina nýju kirkju í Laugarnessókn: Vinna við kirkjubygginguna er hafin og hefir þegar verið lokið við að grafa grunn- inn. Kirkjan á að standa á ofanverðu Kirkjubólstúni. Fær söfnuðurinn þar töluvert landsvæði til umráða. Er það breiðast þar sem kirkjan á að standa, en dregst svo í odda, er nær dregur Eaugarnessveginum. Við enda þessa svæðis, við Laugamessveginn, er fyrir- hugað að gera torg. Svæðið kringum kirkjuna á að gera að skrúðgarði, þar sem fólk geti notið næðis í tómstund- um sínum. Alls munu vera um 60 þús. kr. komnar í kirkjubyggingarsjóð, sem safnazt hefir s.l. 4 ár. En við þetta fé bætist svo framlag ríkissjóðs, sem í ár nemur 67 þús. kr. Svo að alls eru nú til um 130 þús. kr. af handbæru fé til kirkjubyggingarinnar. Þorsteinn Ein- arsson húsasmíðameistari tók að sér verkið. En Þorlákur Ófeigsson annast eftirlit með byggingunni af hálfu sókn- amefndar. Teikningu af kirkjunni gerði próf. Guðjón Samúelsson húsa- meistari rikisins. Nægilegt efni er til I bygginguna, en verkamannaekla veldur miklum erflðleikum. Áhugi fyrir þess- um málum er mikill í sókninni og gengur kvenþjóðin þar fram fyrir skjöldu með miklum dugnaði. Leikfélag Reykjavíkur sýnir leikritið „Á flótta" kl. 3,30 á morgun. Áf sérstökum ástæðum verður engin sýning annað kvöld. f fyrrakvöld fundust tvær vændiskonur um borð í amerísku skipi hér í höfninni. Stúlk- urnar era báðar um tvítugt og hafa áður verið teknar í pólskum skipum. Hvor stúlknanna fékk 100 kr. sekt. Ekið á hest. í fyrrakvöld ók brezk bifreið á hest og drap hann. Slys þetta vildi til á Suðurlandsbrautinni, rétt inni við Elliðaár. í Áfengisútsalan. Sá orðrómur hefir gengið um bæinn, að til standi að opna áfengisútsöluna i húsi Nathans & Olsens. Blaðið hefir fengið þær upplýsingar hjá Ólafi Sveinssyni forstjóra áfengisútsölunnar um þetta mál, að sennilega verði búðin opnuð áður en langtum líður. En þar verður ekki selt áfengi í þetta sinn, heldur jólatré, jólagreinar, ásamt leik- föngum og skrauti á jólatré. I Töluðu um veðrlð. Nýlega fór fram réttarhaldhjásaka- dómara yfir tveimur skipstjórum, sem höfðu verið að spjalla saman um veðr- ið í talstöðvum skipa sinna, en notkun talstöðva er nú óleyfileg, nema í brýn- ustu nauðsyn. Mennirnir fengu 500 kr. sekt hvor. Hjá Sól og Bil heitir ný bók eftir Huldu skáldkonu. Er bók þessi gefin út í tilefni sextugs- afmæli skáldkonunnar. Sól og Bil hétu Ásynjur, segir í Eddu. Nýjar bækur. Fyrir stuttu síðan komu út á for- lagi ísafoldarprentsmiðju, þýzk lestr- arbók eftir dr. Jón Gíslason, 2. hefti af Enskunámsbók eftir Önnu Bjarnadótt- ur og „Þegar drengur vill“, drengjasaga frá Korsiku, í þýðingu Aðalsteins Sig- mundssonar kennara. Þá hefir Bóka- búð Æskunnar gefið út Evu, sögu handa ungum stúlkum. Bókin er þýdd af Guðjóni Guðjónssyni skólastjóra. Flug-slys. Á sunnudaginn fórst amerískur flug- ísmanna . . . (Framh. af 1. siðu) ins, sem stefnu Framsóknar- flokksins og færði rök fyrir því, og gaf síðan sérstaka yfirlýs- ingu um það atriði, sem hér er rætt. Um það segja Þingtíðind- in eftirfarandi og er þar farið eftir óleiðréttu handriti þing- skrifaranna: „Nú vil ég taka það fram, að enda þótt þetta hafi verið hér sagt um þessa breyt. og Fram- sóknarflokkurinn hafi ákveðið að beita sér fyrir því að koma henni á, hefir það þó verið gert til samkomulags að flytja ekki þessa breytingartillögu eins og nú standa sakir. En ég verð þó að nota tækifærið til þess að lýsa því yfir, að við Framsókn- armenn munum reyna að koma þessarri breytingu fram seinna, enda þótt við flytjum ekki sér- staka till. að þessu sinni. Ég vil einnig geta þess um leið, af því að ég gleymdi að tala um það áðan, að við höfum fallizt á að takmarka ekki árið 1940 þær upphæðir, sem aðilar mættu leggja til varasjóða. En eigi að síður teljum við, að þessar tak- markanir verði að setja, vegna þess að við álítum, að þessi varasjóðshlunnindi geti ekki náð lengra en að vissu marki.“ Menn taki eftir því, að ég segi „að takmarka ekki árið 1940,“ því að það sýnir ljóslegast, að bráðabirgðalausnin náði aðeins til skattálagningar á tekjur ársins 1940. 4. Sama kemur mjög greini- lega fram hjá öðrum aðalsamn- ingamanni Framsóknarflokks- ins, Skúla Guðmundssyni, í grein, sem hann reit í Tímann um þessi mál 17. apríl í fyrra eða um leið og hann skýrir frá skattasamkomulaginu. Þar seg- ir hann m. a. á þessa leið: „Á samningafundum um skattamálin báru Framsóknar- menn fram tillögu um það, að sú regla yrði upp tekin, að hætta að draga útsvör og skatta frá skattskyldum tekium, en skattstigarnir lækkaðir, sem því svarar. Hinir stjórnarflokk- arnir vildu ekki á þetta fallast, og er því ekki unnt að koma þeirri breytingu á að þessu sinni. En Framsóknarflokkur- inn mun halda áfram að vinna að því máli, unz það hlýtur hægilega mikið fylgi.“ 5. Það kom skýrt fram í um- ræðunum á þingi í fyrra og eins bátur með þeim hætti, að hann rakst á fjall skammt frá Grindavík. Á flug- bát þessum vora 12 menn, 11 manna áhöfn og einn foringi í landhemum. Fórust þessir menn allir. Flugbáturinn hafði tætzt í sundur við áreksturinn og lágu brot úr honum víðs fjarri slys- staðnum. Þrjár sprengjur voru í bátn- um og hafði engin þeirra sprungið. I blaðagreinum, að flokkarnir litu á samkomulagið í skatta- málunum sem bráðabirgðasam- komulag. Allir töldu sig meira og minna óánægða með nýju lögin og lýstu sig fúsa til að breyta þeim, ef þeir fengju til þess nægilegt fylgi. 6. Þegar bráðabirgðalausnin í skattamálum náðist, var geng- ið út frá kosningum á árinu. Þegar af þeim ástæðum gátu flokkarnir enga bindandi samn- inga um það gert, hvaða skatta þingið skyldi leggja á tekjur ársins 1941, enda kom slíkt aldrei til mála. Enginn vissi, hvernig hið nýja þing yrði skipað, ' og enginn vissi, nema nýjar aðstæður gerðu breytingar á skattalögun- um óumflýjanlegar. Af okkar hálfu hefðu það t. d. síður en svo verið talin nokkur brigð- mælgi, þótt Sjálfstæðisfl. hefði breytt skattalögunum, ef hann hefði unnið kosningarnar, þar sem hann hafði lýst sig óá- nægðan með lausnina, enda hefði flokkurinn tvímælalaust talið sig hafa fullan rétt til þess Það er vissulega hrein fjarstæða að halda því fram, að þingið 1941 hafi nokkuð getað bundið hendur þingsins 1942 eða þessa aukaþings í þessum efnum. 7. Vitanlega var ekki hægt við afgreiðslu fjárlaganna að miða við annað en gildandi skatta- lög. Þess vegna sannar af- greiðsla þeirra hvorki til né frá um þetta atriði. Ég vænti þess, sagði ráðherr- ann að lokum, að þau atriði, sem ég hefi hér nefnt, sanni, að sú skoðun, að þetta frum- varp sé brot á bráðabirgða- samkomulaginu í fyrra, byggist á fullkomnum misskilningi, svo ekki sé meira sagt. Haraldur Guðmundsson tal- aði af hálfu Alþýðuflokksins, en hann átti sæti í samninga- nefndinni í fyrra. Hann sagði m. a.: „að viðskiptamálaráð- herra hefði orðað það þannig í samninganefndinni, að flokkur hans legði hina mestu áherzlu á afnám frádráttarfyrirkomu- lagsins og myndi flytja um það frv. þing eftir þing, unz það næði fram að ganga.“ Skúli Guðmundsson, sem átti sæti í samninganefndinni, sagðist engu síður en viðskipta- málaráðherra hafa tekið það fram í viðræðum, að Framsókn- armenn myndu ekki hætta bar- áttunni fyrir afnámi frádrátt- arfyrirkomulagsins fyrr en það fengist framgengt. Því til sönn- unar, að samkomulagið í fyrra hefði aðeins fjallað um álagn- ingu skatta á tekjur ársins 1940, væru sjálf lögin. Þar væri árið 1940 margsinnis nefnt sér- staklega. Nokkrar meiri umræður urðu um þetta mál, án þess að fleiri Leikfél. Heykjavíkur Á FLOTTA eftir Robert Ardrey Sýning á morgun kl. 3.30. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. Kaupendur Tímans Tilkynnið afgr. blaðsina tafar- laust ef vanskil verða á blaðinu. Mun hún gera allt, sem í hennar valdi stendur til þess að bæta úr því. Blöð, sem skilvísa kaup- endur vantar, munu verða send tafarlaust, séu þau ekki upp- seld. 254 Victor Hugo: Esmeralda 255 þessum stað engan veginn að skapi. Hann hneig niður í hægindastól sinn gripinn skjálfta. — Hvað? Ert það þú, Jóhann? varð honum að orði. — Sjálfsagt er það skárra, að ég komi en enginn, svaraði Jóhann og bjarma brá á rauðbirkið og strákslegt andlit hans. Erkidjákninn varð harðlegur á svip. — Hvað vilt þú hingað? spurði hann. — Bróðir! svaraði stúdentinn og gerði sér allt far um að verða sem blíðlegast- ur á svip. — Ég ætlaði að biðja þig? — — Um hvað? greip erkidjákninn fram í fyrir honum. — Um örlitla siðgæðisboðun, sem ég þarfnast mjög. Jóhann dirfðist ekki að bæta við: — Og nokkra skildinga, sem ég þarfn- ast enn meira. — Herra minn! mælti erkidjákninn kuldalegri röddu. — Ég er mjög óánægð- ur með þig, — Æ, andvarpaði stúdentinn. Meistari Claude Frollo lét hæginda- stól sinn snúast í hálfhring og horfði hörkulega á Jóhann. — Það gleður mig þó að sjá þig, hélt hann áfram máli sínu. Þetta var ægileg byrjun. Jóhann bjóst við harðri útreið. — Jóhann, hóf erkidjákninn máls að nýju. — Daglega berast mér kvartanir yfir atferli þínu. Hvað á það að þýða, að þú hefir lagt hendur á Albert de Ramonchamp greifa? — Það voru nú bara smámunir, svar- aði Jóhann. Hann er keskinn drengur og gerði sér leik að því að hylja stú- dentana í ryki með því að hleypa hesti sínum eftir veginum. — Og hvað á það að þýða, hélt erki- djákninn áfram, — að þú hefir rifið kjólinn af Mahít Fargel. Tunicam de- chiraverunt,*) hljóðar ákæran. — Þetta var nú bara lélegt rósaléreft. — Ákæran greinir frá „tunicam" en ekki „rósalérefti". Skilur þú ekki latinu? Jóhann svaraði ekki. — Já, svaraði klerkurinn og hristi höfuðið. — Á þessu sér maður, á hvaða stigi vísindin og námsiðkanirnar eru staddar nú á dögum. Ungu mennirnir skilja latínu alls ekki svo að talizt geti. Sýrlenska er algerlega framandi tunga Þeir leggja auk þess slíkan haturshug á grískuna, að þeir láta sér ummmæli sem þessi um munn fara: Græcum est, non legitur.*) Ráðast Japanir á Rússa (Framh. af 1. siðu) ekki að dragast saman næstu 15 mánuðina. Einn af samverka- mönnum Roosveelts hefir full- yrt, að Japanir eigi olíubirgðir til tveggja ára. Það myndi því ekki þrengja að Japönum fyrst um sinn, þótt hægt væri að stöðva aðflutninga á þessum vörum til þeirra. En næði þeir Síberíu á vald sitt þyrftu þeir ekki lengur að vera háðir neinum aðflutning- um, sem Bandaríkin og Bret- land gætu ráðið yfir. Það eina, sem getur hindrað árás Japana á Síberíu, er nógu einbeitt afstaða Breta og Banda- ríkjanna. Ef Japanir vissu, að slík árás þýddi styrjöld við Bandaríkin og Bretland og þeir yrðu að mæta sameinuðum flota þeirra í Kyrrahafi, myndu þeir áreiðanlega hugsa sig um tvisvar áður en þeir legðu út slíkt ævintýri. — atriði kæmu fram. Frv. var síð- an vísað til 2. umr. Það virðist vera orðinn fastur siður Sj álfstæðismanna að reyna að flækjast fyrir málum með því að segja samstarfs- menn sína hafa verið búna að fallast á þetta og þetta, þótt enginn fótur sé fyrir því. í lög- festingarmálinu héldu þeir því fram, að ráðherrar Framsókn- arflokksins hefðu verið búnir að fallast á „frjálsu leiðina,“ enda þótt þeir hefðu tekið það fram svo ekki varð um villst, að þeir myndu því aðeins geta gert það, að þegar yrði tryggt, að engar kauphækkanir yrðu, en athugun sýndi, að mörg félög ætluðu að knýja fram kauphækkanir. Nú er því haldið fram í skattamálunum, að bráðabirgðasamkomulagið í fyrra sé bindandi um aldur og æfi! Geta allir séð, hversu flónskulegur sá málflutn- ingur er, eða vill Sjálf- stæðisflokkurinn halda því fram, að hann hafi talið sig ei- líflega bundinn af skattalögun- um, sem voru samþykkt í fyrra, og það eins fyrir því, þótt sum- ir forystumenn flokksins lýstu því yfir á Alþingi, að þau lög væru engu skárri en „skatta- brjálæði“ Eysteins Jónssonar, og engin stefnubreyting frá því, sem áður var! íhaldsmenn munu áreiðanlega ekki hljóta nema skömm og skaða af slíkri mál- færslu. *) Þú reifst yfirhöfnina. *) Þetta er gríska og verður ekki lesið. Verndun fornritanna (Framh. af 1. siOu) þjóðin hefir tekið að arfi frá fyrri kynslóðum, verði þannig stefnt I voða. Þá hefir þótt rétt að setja fyrirmæli um það, að á útgáf- um fornrita vorra skuli vera forn, samræmd, („normaliser- uð“) stafsetning, svo sem tiðk- ast hefir. Ætlazt er til að hún verði í grundvallaratriðum hin sama og er á útgáfum Hins ísl. fornritafélags. Auðvitað má má samt gefa handrit út staf- rétt. -GAMLA BlÓ . Vér verjum virkin. (The Ramparts We Watch). Amerísk kvikmynd frá Heimsstyrjöldinni 1914— 1918 og Póllandsstyrjöld- inni 1939. Sýnd kl. 7 og 9. Framhaldssýning kl. 314—61/2: 6000 óvinir Amerisk sakamálamynd Börn fá ekki aðgang. -NÝJA BlÓ. Olnbogabarnið The Under-pup). ývj Hrífandi og fögur ame- rísk tal- og söngvamynd. Aðalhlutv. leika: GLORIA JEAN, ROBERT CUMMINGS, NAN GREY. Sýnd kl. 5, 7 og 9. (Lægra verð kl. 5). Hugheilar þakkir frá mér og konu minni til sveitunga okkar og vina fjœr. og nœr, er sýndu okkur vinsemd með heimsóknum, skeytum og gjöf á 70 ára afmœlisdag minn, 2. nóvember 1941. BALDVIN BALDVINSSON, Ófeigsstöðum, S.-Þing. Sendisvein vautar oss nú pegar. Satnband ísl.samvinnufélaga Drengjasaga frá Korsíkn: Þegar drengur vill Aðalsteinn Sigmnndsson kennari þýddi. Hann hét Glenn, var 14 ára gamall, hár, beinvaxinn og sterklegur, ijós á hár, með blá og skýrleg augu. Andlitið var frítt, og þegar hann brosti, sást röð af skjallahvítum tönnum. Hann var norðan úr Dan- mörku, drengur svona rétt eins og gengur og gerist. Hann var alinn upp við algeng kjör í sveitaþorpi, þar sem faðir hans var dýralæknir. Hann var búinn að missa móður sína, og var nú á leið til föður síns, sem var kominn suður til Kor- síku. Póstbáturinn nálgaðist óðum Calví, þorpið, sem státar af þvl að vera fæðingarstaður Kolumbusar. — Drengurinn stóð í stafni og horfði hrifinn: há fjöll með snjó á tindum, og þorpið með mjallhvít- tun húsum, sem sólskinið glitraði á. — En yfir gnæfði kastalinn á klettahæð. — Þessi kastali átti sína sögu. Þar höfðu karlar þorpsins og konur varizt bæði Tyrkjum og Frökkum á liðnum öldum. Og siðar hafði hann staðizt umsát Englendinga, en í þeirri hrlð var það, sem Nelson missti annað augað. Nú er hann veðraðar tóttir. Þarna byrjar hann baráttu sína. Leikbræðumlr eru algerar andstæður hans. Þeir eru gljásvartir á hár, dökkeygir, hrifnæmir og uppstökkir, stundum ótrúlega ákafir og fljótir til hefnda. — Þama er „Vendetta", blóðhefnflin, varla útdauð, og vegendurnir leita sér hælis í fjöllunum, sem vaxin era sígrænu kjarri. — Þama er skemmtileg bók handa drengjum og unglingum, vel skrifuð og ágætlega þýdd. Fæst hjá öllum bóksölum og kostar 10 krónur I góðu bandi. Bókavcrzlun ísafoldarprentsmiðfu Ákvæði 2. gr. eru sett til varn- ar gegn því, að fólk villist á bókum, sem köflum hefir verið sleppt úr.“ 4 krossgötnm (Framh. af 2. síðu) jafnvel þótt ljósmóðirin vinni sitt verk með samvizkusemi. í röntgendeild- inni. en yfirlæknir þeirrar deildar er dr. G. Claessen, vora framkvæmdar 4982 röntgenskoðanir. 210 menn komu vegna beinbrots. í lækningaskyni vora gerðar 2748 röntgengeislanir. Á þessu ári er í fyrsta skipti síðan árið 1915 ekki talinn fram neinn sjúklingur með geitur. Ljósböð vora alls 6132, en sjúkl- ingar 366. Radiumlækninga nutu 33 sjúklingar. Háls-, nef- og eymalæknir spltalans, Ólafur Þorsteinsson, fram- kvæmdi 67 aðgerðir, en augnlæknirinn, Kristján Sveinsson, 26 aðgerðir. Þá var risasegullinn til útdráttar á járnflís úr auga, notaður í eitt skipti. Alls vora krufin 60 lík á vegum Rannsóknarstofu Háskólans. Úr Hjúkrunarkvennaskól- anum útskrifuðust 12 nemendur sem fuUnuma hjúkranarkonur. En úr Ljósmæðraskólanum útskrifuðust 9 ljósmæður. Spitalalæknamir héldu sex umræðufundi um ýmisleg læknisfræði- leg efni, og voru þá viðstaddjr aðstoð- arlæknar Landspítalans. Gistivist Landspítalans var sótt af 2 læknum utan af landi, sem dvöldu þar um lengri tíma. Erlendar fréttir. (Framh. af 1. siðu) ar fregnir. Er það stærra svæði en Noregur, Jugoslavia, Grikk- land, Holland, Belgia og hinn hernumdi hluti Frakklands til samans. Atkvæðagreiðsla, sem Gallop- stofnunin vestra efndi til sið- astliðinn fimmtudag, gaf til kynna, að 68% af Bendaríkja- mönnum vilja heldur að Banda- ríkin fari 1 stríðið en Þýzkaland sigri.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.