Tíminn - 15.11.1941, Síða 1

Tíminn - 15.11.1941, Síða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. \ FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: \ JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: j FRAMSÓKNARFLOKKURINN. { RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A. Slmar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÍISI, Undargötu 9 A. Siml 2323. PRENTSM3ÐJAN EDDA hJt. Símar 3948 og 3720. 25. ár. Reykjavik, laugardagiim 15. nóv. 1941 11T. blað Hermanu Jónasson forsætisráðherra: Frjáls leið tíl að auka dýrtíðina í blöðum Sjálfstæðisflokksins hefir því iðulega verið haldið fram, að ráðherrar Framsóknarflokksins hafi ver- ið búnir að fallast á „hina frjálsu leið“ í dýrtíðarmálinu, en snúizt frá henni á seinustu stundu. í eftirfarandi grein Hermanns Jónassonar forsætisráðherra er þessi fullyrð- ing hrakin til fullnustu, og jafnframt sýnt fram á, hvern- ig hin „frjálsa leið“ muni reynast og hvert hún stefnir. Lárus Helgason Kirkjubæjarklaustri Á öðrum stað í blaðinu birt- ist grein eftir Jónas Jónsson um hinn nýlátna bændahöfðingja, Lárus Helgason í Kirkjubæjar- klaustri, en hann verður jarð- sunginn þar eystra i dag. Árangur dýrtíd- arSrumvarpsins Forráðamenn Dags- brúnar og HHfar ótt- uðust að kaupíesting yrði sampykkt, ef peir efndu til kaup- deilna Morgunblaölð ræðst með miklu offorsi á forsætisráð- herra í gærmorgun í tilefni af þeim upplýsingum hans, að það hafi verið eitt grundvallarat- riði þjóðstjórnarsamvinnunnar, að Sjálfstæðismenn hættu að vinna með kommúnistum í verkalýðsfélögunum. . Blaðið neitar því þó ekki, að um þetta hafi verið samið, og ekki heldur því, að mjög náin samvinna hafi verið milli kom- múnista og Sjálfstæðismanna, þegar þjóðstjórnin var mynduð. Hafnarfjarðardeilan er líka enn í svo fersku minni, að Mbl. þýð- ir ekki að neita þessu. Komm- úinistar höfðu, þá stjórnina í Hlíf og stóðu fyrir verkfallinu, en allir vita, aö þeir eru svo fá- mennir í Hafnarfirði, að slíkt var þeim ókleift, án stuðnings Sj álfstæðismanna. Mbl. heldur því fram, að það sé að þakka Sjálfstæðismönn- um i Dagsbrún og Hlíf, að þessi félög fara nú ekki fram á grunnkaupshækkun. Sannleik- urinn er sá, að forystumenn fé- laganna óttuðust, að lögfesting- arfrv. myndi vaxa fylgi og ná framgangi, ef þessi félög ætl- uðu að efna til kaupdeilna og verkfalla um áramótin. Þess vegna kusu þeir heldur að segja ekki upp samningum að sinni. Það er því fyrst og fremst að þakka kaupfestingarfrv. Pram- sóknarmanna, að þessi félög efndu ekki til vinnuófriðar. Þess vegna fer því mjög fjarri, að Sjálfstæðismenn geti nokkuð þakkað sér það, að þessi félög hafa nú hægt um sig. En þetta sýnir, að nokkur á- rangur hefir náðst með því, að leggja kaupfestingarfrv. fram á þinginu, þótt hann hefði nátt- úrlega orðið miklu meiri, ef frv. hefði verið samþykkt. Þá hefðu ekki aðeins þessi félög haldið sér í skefjum, heldur hefði verið komið í veg fyrir allar tilraunir til kaup- og verðlagshækkunar. I. Eftir frumvarp Framsóknar- flokksins um lögbindingu kaup- gjalds og verðlags hefir verið fellt á Alþingi, er rétt að gera sér ljóst, að það er stefna Sjálf- stæðisflokksins, Alþýðuflokks- ins og kommúnista, sem hefir sigrað i dýrtiðarmálin, og það er þeirra stefna, sem þjóðin mun nú búa við fyrst um sinn i því máli, hverjir, sem með stjórn landsins fara. Þessi leið hefir verið kölluð „hin frjálsa leið“. En ég tel það viðeigandi ,að almenningur kalli þessa stefnu þegar frá upphaíi sinu fulla og rétta nafni: Prjálsa leið, til að auka dýrtíðina. Þetta er raunveru- lega stefnan, sem sigrað hefir á Alþingi um skeið. í henni felst, að á mestu gullæðistím- um íslenzku þjóðarinnar eigi menn að geta óhindrað hækkað kaupgjaldið og framleiðslu- verðið. Stefnan byggist á þeim misskilningi, að á þessum gull- æðistímum geti atvinnumála- ráðherra landsins haft áhrif á dýrtiðina með því að tala við á annað hundrað verkalýðsfélög og biðja þau að hækka ekki kaupgjald eins og atvinnurek- endur hafa gert síðustu áratug- ina. En vald hefir ráðherrann ekkert, ef eigtt er góðfúslega orðið við beiðninni. Svipað hlutskipti er öðrum ráðherrum ætlað að því er snertir þeirra viðfangsefni í sambandi við þetta mál. Vitanlega mun svo fara, að þeir, sem óbilgjarnir eru, munu ganga á undan með að hækka kaupgjald, en hinir tillitssömu og sanngjörnu munu bera skarðan hlut frá borði, og því fljótlega þykjast neyddir til þess að feta í slóð hinna. Þessvegna er réttnefni hinnar „frjálsu leiðar“: Frjáls leið til að auka dýrtíðina. II. Þar sem þessi stefna verður ráðandi um sinn í dýrtíðarmál- unum, vil ég jafnframt leið- rétta margendurtekin ósann- indi í blöðum Sjálfstæðis- manna um viðtöl, sem átt hafi sér stað á ráðherrafundum, þar sem við Framsóknarmenn erum sagðir hafa léð máls á því, að hín „frjálsa leið“' yrði farin. Þessi missögn er a. m. k. tví- tekin í grein Bjarna Benedikts- sonar borgarstjóra. Tilefni þessara ummæla, er ræða atvinnumálaráðherra, Ól- afs Thors, við fyrstu umræðu dýrtíðarfrumvarpsins á Alþingi, þar sem hann skýrir frá því, hver afstaðan hafi verið innan ríkisstj órnarinnar til hinnar „frjálsu leiðar“. Hann segir svo, eftir því sem Mörgunblaðið birtir ræðuna: „Við margræddum þetta í ríkisstjórninni (þ.e. hvort hægrt væri að festa kaupið án löggjafar) og: trúðum því sum- ir okkar a. m. k. — ég man, að forsætisráðherra taldi alt- af mjög hæpið, að slíkir samn- ingar næðust, — að sterkar líkur væru fyrir því, að þetta gæti orðið.“ Við ráðherrarnir héldum fund rétt eftir að þessi ræða var flutt og í viðurvist ráðherranna allra þakkaði ég Ólafi Thors fyrir það, að hafa þó a. m. k. ekki bendlað mig við það, að hafa nokkru sinni tekið því lík- lega á ráðherrafundum að hin svonefnda „frjálsa leið“ yrði farin. Kvað ráðherrann það ekki nema sjálfsagt að láta þessa getið, þar sem ég hefði alltaf verið þessari leið andvígur. En næstu daga byrja þessi urnmæli, sem atvinnumálaráð- herra lét falla í ræðu sinni, og hér hafa verið tilfærð, að breytast æði mikið í meðför- unum, bæði í ræðu og riti. Að lokum verða þau að þeirri stað- hæfingu, að frá laugardeginum 18. okt. til mánudagsins 20. s. m. hafi ráðherrar Sjálfstæðis- og Alþýðuflokksins haft ástæðu til þess að ætla, að við Fram- sóknarmenn myndum sætta okkur við „frjálsu leiðina“. í allra nýjustu útgáfu, er skrök- sagan á þá leið, að við höfum eiginlega fallizt á „frjálsu leiðina“. Eins og hver maöur getur séð, sem les kaflann úr ræðu at- vinnumálaráðherra, er tilfærð- ur hefir verið hér að framan, er nýjasta útgáfa skröksögunn- ar í fullkomnu ósamræmi við yfirlýsingu Ólafs Thors. Mér virðist eðlilegt, að gefnu til- efni, að atvinnumálaráðherra hefir skýrt nokkuð frá því, sem fram hefir farið á ráðherra- fundum um þetta mál, að hin- ar réttu umræður um þetta mál á þeim vettvangi sé gerðar heyr- um kunnar. Laugardaginn 18. okt. s. 1. var haldinn ráðherrafundur i svo- nefndu Vesturherbergi í Al- þingishúsinu. Voru allir ráð- herrarnir mættir á þeim fundi. Við ráðherrar Framsóknar- flokksins höfum talið fullvíst, að ráðherra Sjálfstæðisflokks- ins féllust á lögbindingarleið- ina. En ráðherrarnir höfðu að lokum reynzt tregir í því máli og byrjaði atvinnumálaráðherra þann dag að ræða um hina svo- nefndu „frjálsu leið“, sem Stef- án Jóh. Stefánsson, utanríkis- ráðherra, hafði minnst á áður, en aldrei fékk neinar undir- tektir. Með henni átti að fást samkomulag við öll verkalýðs- félög landsins um að hækka ekki kaupgjaldið og samkomu- lag við bændur um að hækka ekki framleiðsluvörur sinar, þar til í september næsta ár. Spurð- ust ráðherrar Sjálfstæðisflokks- ins fyrir um það, hvernig okk- ur Framsóknarmönnum litist á þessa leið. Ég lét þegar í ljós megnustu vantrú á þessari að- ferð, eins og atvinnumálaráð- herra réttilega skýrði frá í fyrstu ræðu sinni á Alþingi um málið. Viðskiptamálaráðherra sagði eitthvað á þá leið, að ef skriflegir samningar við verka- lýðsfélögin lægi fyrir um það, að þau muni ekki hækka kaupgjald á því tímabili, sem lögbindingunni væri ætlað að gilda eða ef þeir lægju fyrir áð- ur en vika eða hálfur mánuður væri liðinn, mætti segja að svip- uðum árangri væri náð og með lögbindingunni, og þá mætti ræða þessa lausn. Þó að ég tæki þegar í stað þvert fyrir um þessa lausn má segja, að ummæli viðskipta- málaráðherra væru í rauninni eðlilegri. — Þessi ráðherra- fundur endaði með þvi, að Stefán Jóh. Stefánsson, utan- ríkismálaráðherra, ætlaði að tala um málið við Alþýðusam- bandið, sem hann kvað þó engu geta lofað fyrir hönd verkalýðs- félaganna, en atvinnumálaráð- herra ætlaði að hafa tala af verkamannafélaginu Hlif í Hafnarfirði og Dagsbrún í Reykjavík. — Þetta var ekki gert fyrir þá sök, að neinn gæti litið svo á né gerði það, að svar aðeins þessara þriggja aðila tryggði hina „frjálsu leið“, heldur vegna þess, að ef svör þessara aðila (Alþýðusamb. og tveggja stórra verkalýðsfélaga) yrði neikvæð um atriðið, þá þyrfti þegar af þeirri ástæðu ekki frekar um þessa lausn að hugsa. Mánudaginn 20. okt. var svo á ný haldinn ráðherrafundur. Atvinnumálaráðherra skýrði frá því, að Dagsbrún og Hlíf myndu ekki segja upp samningum.*) Stefán Jóh. Stefánsson sagði Alþýðusambandið hlynnt hug- myndinni um „frjálsu leiðina“, en þyrfti langan tíma til að komast að raun um, hvort fé- lögin vildu gera slíkan samn- ing. Hann lagði þá fram í fyrsta sinn, eftir ósk okkar, skrá yfir verkalýðsfélögin, sem sýndi, að mörg verkalýðsfélaganna gátu enn sagt upp samningum á hvaða tíma árs, sem er. Upp- sagnarfrestur sumra félaganna var ekki liðinn. Á skránni voru ekki hin stóru félög trésmiða og múrara, en múrarar hafa und- anfarið auglýst sinn taxta. Og loks voru svo sex stór félög, sem höfðu sagt upp samning- um um kaupgjald til þess að fá það hækkað. Þegar spurt var um það, hvort bifreiðarstjórar myndu ætla að krefjast kaup- hækkunar, þá var svarið, að búist væri við því, að þeir vildu fá einhverjar hækkanir. Þegar spurzt var fyrir um Iðju, félag verfesmiðjufólks, en í kjölfar hennar fara mörg félög út um land, var svarið, að þessir starfs- menn væru ekki vel launaðir og myndu þurfa að fá lagfær- ingar á kjörum sínum. Þegar spurzt var fyrir um klæðskera, þá var svarið, að þeir ynnu nú þegar fyrir hærra kaupi en samningar gerðu ráð fyrir, svo að þar yrði ekki um kauphækk- un að ræða, heldur aðeins stað- festingu á því, sem væri. Þegar spurt var um járniðnaðinn, var sama svarið. Þegar spurt var um prentara, var sagt, að það væri að visu ekki gert ráð fyrir því, að þeir vildu hækka kaup sitt, en einhverjar breytingar þyrftu þeir þó að fá. Nú er mér tjáð, að þeir mun krefjast kaup- hækkunar. Á mánudagsfundinum var því allt í óvissu, og er enn, um það, hvort nokkrir möguleikar væri á því að ná samningum við félögin. En það lá þannig meira fyr- ir mánudagsfundinum en al- ger óvissa, sem ein út af fyrir sig var næg til þess að ekki kæmi til mála að senda þingið heim og stefna öllu út í vafa- samar samningatilraunir við tugi félaga. Það lá fyrir fund- inum að minnsta kosti sex stór félög höfðu sagt upp og ætl- uðu að krefjast kauphækkunar. Engum gat komið til hugar, að öðrum yrði haldið í skefjum, ef þessum sex stóru félögum, eða fleirum, yrði leyft að fara á stað. Þau eru miklu meir en nægilega stórir steinar til þess að koma (Framh. á 4. síðu) *) Komið hefir í ljós síðan, að Dagsbrún fékk viðurkennt viku sumarfrí fyrir verkamenn og er þeim greitt fullt kaup þann tíma. Svívirðileg árás á viðskípta- málaráðherra Honum er kennt um örðugleika víðskípta- líísíns, sem síafa af styrjaldarástandínu og íhlutun útlendínga í Mbl. 14. þ. m. er ráðizt á ; Eystein Jónsson fyrir fram- kvæmd viðskiptamálanna síð- | an styrjöldin hófst. Blaðið hef- j ir oft ráðizt á E. J. fyrir þau ' mál, en þó sjaldan eins ósvífið ■ og rótarlega og að þessu sinni. Ber það glöggt vitni um sam- starfsvilja Morgunblaðsins, að það skuli ráðast þannig á við- skiptamálaráðherra á sama tíma og verið er að athuga það, hvort samstarf milli flokkanna getur haldizt áfram. í þessari grein Mbl. segir m. a.: „En öllu örlagaríkara hefir þó sú reginheimska Eysteins Jóns- sonar reynzt, að koma í veg fyrir aukinn innflutning til landsins, eftir að gjaldeyrir var nægur fyrir hendi og enn- þá var hægt að fá vörur keypt- ar með hóflegu verði. Barátta Eysteins Jónssonar gegn því, að landið yrði birgt að nauðsynj- um og hinar vaxandi fjárfúlgur íslendinga erlendis hagnýttar til þess að afla verðmæta inn í landið, bera vott einni hinni mestu skammsýni, sem íslenzk- ur stjórnmálamaður hefir gerzt ber að. Það er beinlínis grát- broslegt að lesa nú hið barna- lega hjal þessa manns um nauð- syn þess að safna sterlings- pundainneignum í Englandi, en skaðsemi þeirrar stefnu, að breyta þeim í matvæli, fram- leiðslutæki handa íslenzkum at- vinnuvegum eða því um líkt.“ Allar þessar fullyrðingar Mbl. eru ósannar frá rótum. Alllöngu áður en stríðið hófst byrjaði viðskiptamálaráðherra að vinna að því, að innflytjendur söfn- uðu sem mestum birgðum af nauðsynjavörum. Snemma á ár- inu 1939 voru sumar helztu nauðsynjavörurnar settar á „frílista“. Meðan skortur var á gjaldeyri, varð að takmarka innflutning ónauðsynlegra vara til þess að nægur gjaldeyrir væri til kaupa á nauðsynjavör- um. En strax og gj aldeyrisað- staðan batnaði að ráðl, var rýmkað um innflutning þessara ónauðsynlegri vara og hefir innflutningurinn raunverulega verið frjáls af hálfu íslenzkra stjórnarvalda um alllangt skeið og allt gert, sem hægt hefir verið af þeirra hálfu, til að örfa hann. Þær hömlur, sem hafa hvílt á honum, hafa sum- part verið aðhald erlendra ríkja og sumpart skortur á skipakosti og afgreiðsluörðug- leikar í þeim löndum, sem við höfum þurft að skipta mest við. Það má óhætt fullyrða, að enginn maður hafi unnið meira að því en Eysteinn Jónsson að tryggja innflutning nauðsynja- Stórbruggarí tekinn á Snæfellsnesí Síðastl. mánudag voru tekn- ir hér í bænum þrír ölvaðir Akurnesingar, sem höfðu heimabruggað áfengi f fórum sínum. Höfðu þeir fengið það lijá Jóhannesi Jónssyni, Freyju- götu 9 á Akranesi. Við nánari rannsókn kom í ljós, að Jó- hannes hafði fengið talsvert af áfengi hjá Bjarna Finnboga- syni, Tjaldbúðum í Staðarsveit. Áfengi þetta seldi Jóhannes á um 200 kr. lítrann, en Bjarni seldi Jóhannesi hvern lítra á 75 krónur. Framh. á 4. síðu. vara til landsins síðan hann fór að hafa afskipti af þeim málum. Meðan skortur var á gjaldeyri, var það tryggt með gjaldeyris- höftunum, að innflutningur nauðsynj avara takmarkaðist ekki, sökum hlutfallslega of mikils innflutnings ónauðsyn- legri vara. Án haftana myndi nauðsynj avöruinnf lutningurinn hafa orðið stórum minni, því að gjaldeyrinum hefði verið varið til kaupa á ónauðsynlegri varningi, sem þoldi meiri verzl- unarálagningu. Síðan gjaldeyr- isaðstaðan batnaði, hefir Ey- steinn Jónsson unnið að því manna mest, að létt yrði af þeim hömlum, sem útlend stjórnarvöld hafa lagt á inn- flutninginn, og að nægur skipa- kostur fengist til flutninga. Jafnhliða hefir hann hvatt inn- flytjendur til að kaupa sem mest af nauðsynj avörunum. Þetta starf hefir ekki verið unnið með bumbuslætti og sjálfshóll, eins og hefir verið háttur sumra manna í fisksölu- málunum, en hin stöðuga vinna viðskiptamálaráðherra hefir eigi að síður oft borið mikinn árangur, þótt ekki hafi verlð hlaupið með það í blöðin í hvert sinn. En það má telja hámark stráksskapar, ósvífni og ábyrgð- arleysis á þessum tímum, að pólitískir andstæðingar við- skiptamálaráðherra skuli reyna að kenna honum um þá örðug- leika í viðskiptum, sem stafa af styrjaldarástandinu og íhlut- un útlendinga, þar sem hann hefir manna mest unnið gegn þeim. Væri það og vissulega þjóðræknara að beina skeytum gegn útlendingunum, sem að hömlunum eru valdir en að rógbera sína eigin landa. Blað, sem beitir slíkum vopnum gegn mönnum, sem það annað veif- ið óskar eftir að vinna með að þjóðmálum, opinberar bezt með slíkum árásum sinn raunveru- lega samstarfsvilja. Erlendar fréttir Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í fyrradag þá breyt- ingu á hlutleysislöíguhum, að Bandaríkjaskipum væri ley^i- legt að sigla til ófriðarlanda, þ. e. til Bretland, Klna og Rúss- lands. Breytingin var samþykkt með 212:194 atkv., en áður hafði öldungadeildin samþykkt hana með 50:37 atkv. Áður en gengið var til atkvæða í fulltrúadeild- inni var lesið ávarp frá Roose- velt forseta, þar sem hann taldi það mikinn ávinning fyrlr öx- ulríkin en ósigur fyrir lýðræð- isþjóðirnar, ef frv. yrði fellt. Einnig myndi það veikja bar- áttu stjórnarinnar gegn hinum yfirvofandi verkföllum. — Áður hefir Bandaríkjaþing samþykkt þá breytingu á hlutleysislögun- um, að leyfilegt sé að vopna amerísk kaupför. — Wendell Willkie hefir sagt, að hin nýju lög njóti hlutfallslega miklu meira fylgis hjá þjóðinni en þinginu. Ark Royal, frægasta flug- vélaskip Breta, sem mjög hefir komið við sögu styrjald- arinnar, hefir verið sökkt. Þjóðverjar hafa margsinnis tal- ið sig hafa sökkt því, en nú loksins hefir þeim heppnast það. Kafbátur kom tundurskeyti á skipið og átti að draga það til (Framh. á 4. síöu)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.