Tíminn - 15.11.1941, Síða 2

Tíminn - 15.11.1941, Síða 2
464 TÍMIM, laiigardaginn 15. n6v. 1941 117. blað 'gíminn Laugurdayinn 15. nóv. Stofntm fram« kvæmdasjóds Fimm þingmenn Framsókn- arflokksins, sem eiga sæti í neðri deild Alþingis, hafa ný- lega flutt frumvarp til laga um framkvæmdasjóð ríkisins. Að- alatriðanna í því frumvarpi hefir verið getið hér í blaðinu. í frumvarpinu er lagt til, að % hlutar þess tekjuafgangs, sem verður á rekstrarreikningi ríkisins á þessu og næsta ári, verði lagðir í sérstakan sjóð. Á árinu 1942 skal þó framlag rík- isins til sjóðsins eigi vera minna en 6 miljónir króna. Fé sjóðs- ins skal varið til framkvæmda í þarfir atvinnuveganna þegar styrjöldinni er lokið. Tekjur ríkissjóðs af tollum og sköttum á þessu ári fara svo langt fram úr áætlun fjárlaga, að þrátt fyrir mikla hækkun á útgjöldunum er fyrirsjáanlegt, að tekjuafgangurinn muni nema hárri fjárhæð. í grein- argerð með frumvarpinu er á- ætlað, að tekjuafgangur á rekstrarreikri|ingi ríkisins árið 1941 muni eigi verða minna en 10 milj. króna, og sennilega meiri. Ef svo reynist, verða tekj- ur framkvæmdasjóðsins á því ári eigi undir 6 milj. króna. Og samkvæmt frumvarpinu á rík- issjóður að greiða til fram- kvæmdasjóðsins a. m. k. 6 milj. króna á árinu 1942. Með breyt- ingum á skattalögunum ætti að vera auðvelt að tryggja ríkis- sjóði nægar tekjur til að leggja fram þessa upphæð á næsta ári, auk annarra lögboðinna út- gjalda. Fé framkvæmdasjóðs á að geymast í Landsbanka fslands. Fimm manna nefnd, kosin af sameinuðu Alþingi, hafi um- sjón með sjóðnum og geri til- lögur til Alþingis um fjárveit- ingar úr honum. Stríðið hefir valdið því, að verklegar framkvæmdir i land- inu eru nú miklu minni en áð- ur. Húsabyggingar, sérstaklega í sveitunum, hafa að mestu leyti stöðvast. Mjög hefir einn- ig dregið úr ræktunarfram- kvæmdum vegna þess að skort- ur er á vinnuafli í sveitunum og tilbúinn áburður er torfeng- inn og dýr. Framkvæmdir við sjóinn eru einnig minni en áð- ur, svo sem byggingar hafna og annarra mannvirkja. Allsstaðar bíða óleyst verk- efni. Eftir styrjöldina þarf að hefja nýbýlastofnun, ræktunar- framkvæmdir og byggingar í sveitum í stærri stíl en nokkru sinni fyrr. Þá þarf að byggja rafstöðvar, brýr, hafnir og nýj- ar verksmiðjur, t. d. áburðar- verksmiðju o. fl. Fé þarf að leggja til hliðar í þessu skyni. Verði það ekki gert nú, þegar tekjur ríkissjóðs og möguleik- ar til tekjuöflunar eru meiri en nokkru sinni áður, má búast við að örðugt reynist að afla fjár til þessara nauðsynlegu fram- kvæmda síðar. Síðan brezki herinn kom hing- að til lands, hafa margir ís- lenzkir verkamenn starfað í þjónustu hans. En sú atvinna er aðeins um stundarsakir. Væntanlega fellur hún niður innan skamms, en í staðinn verði horfið að innlendum verk- efnum. Þá mun slíkur sjóður koma i góðar þarfir. Ungir menn, sem nú vinna hjá setu- liðinu, en hafa áhuga fyrir að rækta og byggja landið, þurfa að fá stuðning til þess að kom- ast yfir örðugleika frumbýlings- áranna. Frumvarpið um framkvæmd- arsjóð ríkisins er í fullu sam- ræmi við ályktun um það efni, sem samþykkt var á síðasta flokksþingi Framsóknarmanna. Það var álit flokksþingsins, að eins og nú er ástatt væri fjár- málastjórninni skylt að safna fjármunum til nýrra fram- kvæmda. Sérstaklega er það skylda þeirra, sem með völdin fara, að hlutast til um að það inikla fjármagn, sem nú fer um hendur landsmanna, verði ekki allt eyðslueyrir, heldur verði því Hermann Jónasson forsætisráðherra: Stjórnmál eða svíkamylla 2. Getsakír Bjarna Benedíktssonar um glæpsamlegar íyrír- ætlanír ráðherra Framsékaarllokksíns á móti málinu og sagt af sér, en ráðherrar Sjálfstæðisflokks- ins töpuðu á því fylgi verka- manna. Þetta er hugsunin, sem á að felast í þessari gildru. Og Ólafur Thórs, atvinnumálaráð- herra, hefir lýst yfir því, að þrátt fyrir fyrri afstöðu sína til málsins verði hann að snúast gegn lögbindingunni vegna þess að forvígismenn verkalýðsins innan Sjálfstæðisflokksins hafi gert kröfu um það. Kemur þetta heim við það, sem Bjarni Bene- diktsson segir, að flokkurinn haldi, að hann hefði tapað fylgi á því að styðja lögbindinguna, og þess vegna snúizt gegn henni á síðustu stundu. En ef frumvarp Eysteins Jóns- sonar er sú gildra, sem átti að fá Sjálfstæðismenn til að ganga í, til að rýja af þeim verkalýðs- fylgið, var það þá ekki sama eða ennþá meiri gildra, ef ráðherr- ar Framsóknarflokksins hefðu krafizt þess í lok ársins 1940, að ráðherrar Sjálfstæðisflokks- ins framlengdu það ákvæði gengislaganna, að kaupið hækk- aði ekki nema um 75% af vísi- tölu? Þá var jafnvíst og nú, að St. Jóh. St. myndi gera þetta að fráfararatriði, þjóðstjórnar- samvinnan hefði þar með rofn- að og Stefán fengið tækifæri, ekki lakara en B. B. telur það nú, til að auka kjörfylgi Al- þýðuflokksins meðal verka- manna, sem vildu fá kaupið hækkað um 100%, en ekki 75% af vísitöluhækkun. Ég sé ekki betur en aðstaða Stefáns og Al- þýðuflokksins hefði verið þá ennþá sterkari en nú, ekki sizt þegar þess er og gætt, að Morg- unblaðið hafði lýst yfir fylgi sínu við stefnu St. Jóh. St. I málinu. Niðurstaðan af röksemdum borgarstjórans er því sú, að það voru svikráð, að ég gerði ekki framlengingu á ákvæðum gengislaganna að fráfararat- riði — og að það hefðu einnig samkv. röksemdum hans í kaup- festingarmálunum verið svik- ráð, ef ég hefði gert það. En ástæðan til þess, að frum- varp var ekki lagt fyrir ríkis- stjórnina um framlengingu fyr- nefndra ákvæða gengislaganna, var sára einföld. Eftir yfirlýs- ingu Morgunblaðsins og eftir að vitað var um ákveðna af- stöðu St. Jóh. St., var auðsætt, að málið næði ekki fram að ganga og Framsóknarflokkur- inn gat því alveg sparað sér að athuga aðstöðu sína til þess máls frekar. Með pólitískum getsökum komast stjórnmálin í algert öngþveiti. Við skulum setja upp eitt dæmi samkvæmt hugsanagangi borgarstjórans. Árið 1938 var verkfall á tog- urunum. Fjármál þjóðarinnar Lárus Helgason — Vínarkveðja — Dáinn, horfinn — harmafregn, hvílíkt orð mig dynur yfir. En ég veit, að látinn lifir, það er huggun harmi gegn. Þessar ljóðlínur komu mér í hug, þegar ég frétti lát vinar míns, óðalsbóndans og héraðs- höfðingjans Lárusar Helgason- ar á Kirkjubæjarklaustri. Meiri drengskaparmann á flestum sviðum hefi ég ekki þekkt. Góðvild og hjálpsemi átti hann í svo ríkum mæli, hvort sem hann var heima eða heim- an. Ég minnist þess oft, er ég kom að Klaustri, að þótt þar væri yfirfullt af fólki, þá var hann eins og ungur maður hlaupandi úti og inni, og vildi hvers manns götu greiða. Þá komu mér í hug sálmur eftir séra Matthías Jochumsson: Mitt kærleiksdjúp á himins víð- ar hallir, í húsl mínu rúmast allir — allir. Þetta átt þú, svona varstu. — Hafðu hjartans þakkir fyrir þetta allt, og sérstaklega þakka ég þér fyrir þá dáð, og þann drengskap, sem þú sýndir sveit- inni þinni, sýslunni þinni og þjóðinni allri sem heild. Ég hlakka til þess að sjá þig seinna, því að ég veit, að látinn lifir, það er huggun harmi gegn. Svo kveð ég þig góði vinur minn, með þeim yndislegu orð- um, er eitt skáldið okkar ís- lendinga kvaddi vin sinn: Flýt þér, vinur, í fegra heim. krjúptu að fótum friðarboðans, og fljúgðu’ á vængjum morgunroðans, meira’ að starfa Guðs um geim. P. Þ. voru í alvarlegri hættu, ef verkfallið yrði langvinnt. Al- þingi afgreiddi lög um gerðar- dóm í málinu o g verkfallinu lauk. Mjög fá mál hafa komið fram á Alþingi, sem hafa ver- ið jafn óvinsæl hjá sjómönn- um og verkamönnum í svip og þetta lagafrumvarp. Það var uppþot kringum Alþingishúsið og í forsölum þess. Alþýðu- flokkurinn treysti sér ekki til þess að taka á sig óvinsældirn- ar og ráðherra hans baðst lausnar. Sjálfstæðismenn sam- þykktu lagafrumvarpið. Ef Sjálfstæðismenn hefði árið 1938 hugsað eins og flokkurinn hugsar 1941, hefði þeir sagt: Haraldur Guðmundsson er lát- inn segja af sér til þess að auka fylgi Alþýðuflokksins meðal sjómanna og verkamanna, og til þess að sýna, að hann sé (Framh. á 3. síðu) III. Hin síðasta grein B. B., Véla- brögð Framsóknarflokksins, endar eftir langa röksemda- færslu á þeirri niðurstöðu, „að samvinna flokka og þá fyrst og fremst Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í einhverri mynd, er þjóðarnauðsyn.“ Ég býst við að ýmsum þyki þetta næsta kynleg niðurstaða eftir að hafa lesið greinina, sem hefst á þess- um orðum: „Þegar leið á árið 1940, þóttust Framsóknarmenn sjá sér leik á borði.“ Og hver halda menn að leikurinn hafi verið? Vegna þess, að kosning- ar stóðu fyrir dyrum 1941, segir borgarstjórinn, að Framsóknar- menn hafi ætlað að efla Al- þýðuflokkinn. Og hver voru svo ráðin sem ráðherrar þjóðarinn- ar ætluðu að grípa til í þessu skyni? Bjarni segir: „í þessu skyni átti um ára- mótin að efna til stórfelldra kaupdeilna. Hatrið gegn at- vinnurekendum átti að magna í hugum verkamanna.“ Til að ná þessu marki, segir B. B„ að ég hafi ákveðið að beita mér ekki fyrir framleng- ingu gengislaganna, er gengu úr gildi í lok ársins 1940. Já, þessi var þá ásetningur æðstu manna þjóðarinnar á þeim tíma, þegar þjóðin græddi meir á framleiðslu sinni og út- flutningi en áður voru dæmi til. Þá ætluðu þeir Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson að stöðva þessa framleiðslu af ráðnum hug með verkföllum, stofna til haturs og jafnvel ó- eirða í landinu og skaða þjóð sína um miljónir eða öllu frem- ur um tugi miljóna, til þess að geta aukið fylgi Alþýðuflokks- ins. En sem betur fór átti þjóð- in hauk í horni, „Sjálfstæðis- menn sáu hvert stefnt var. í kyrþey beittu þeir áhrifum sín- um, bæði hjá verkamönnum og atvinnurekendum gegn þeim aðgerðum, sem ráðgerðar voru.“ Menn taki eftir þessum orð- um borgarstjórans í Reykja- svo sem unnt er varið til að tryggja fjárhag þjóðarinnar og til að létta lífsbaráttu hennar þegar stundir líða fram. Sk. G. vík „sem ráðgerðar voru“. Hin fagra lýsing heldur áfram: „Framsóknarflokkuirinn taldi ! hitt mikilsverðara, að koma bragði á samstarfsmenn sína, sem hann áleit að uggðu eigi að sér, en allt höfðu séð fyrir og þagað og hljóðlaust komið vörnum við“! Ég vil nú spyrja: Dettur B. B. í hug að jafnvel æstustu flokks- menn hans trúi þessari skrök- sögu. Ég hygg, að mörgum fari eins og mér og spyrji: Hvaðan er þessi annarlegi hugsunar- háttur, sem birtist 1 grein borgarstjórans og ég hygg að verki á flesta menn eins og þegar þeir horfa inn í myrkur. En málið er allt miklu ein- faldara og ljósara, ef sagt er frá því eins og það var. B. B. skýrir réttilega frá því, að ég hafi verið þeirrar skoðunar, að ekki bæri að afnema þau á- kvæði gengislaganna í byrjun árs 1941, að hækka kaup að- eins um 75% af vísitölunni. Það er rétt, að ég var þessarar skoð- unar og er það enn. Ég hafði lítið eitt kynnt mér þessi mál annars staðar. Hjá flestum eða öllum þjóðum, að ég hygg, var beitt þessari að- ferð til að halda niðri dýrtíð- inni. í Svíþjóð, þar sem jafn- aðarmenn réðu því, er þeir vildu í ríkisstjórn og á þingi Svíþjóðar, var það talin sjálf- sögð fjármálamennska, að velja þessa leið til að koma í veg fyrir aukna dýrtíð. Síðan hefir verið samið við framleiðendur, einkum bændur, um að hækka ekki mjög í verði innlendar framleiðsluvörur og þessa leið samþykkja verkalýðsfélögin, jafnaðarmennirnir í Svíþjóð. Þessi leið álit ég, að hefði verið hin farsælasta. Á þennan hátt gat þjóðin lifað góðu lífi, vegna hinnar auknu atvinnu og hækk- andi verðlags útflutningsaf- urða. — Peningaveltan hefði orðið minni, en peningarnir jafnframt verðmeiri, dýrtíðin minni og eyðslan minni. Síðan átti að nota skattakerfið til þess að taka ríflega kúfinn af stríðsgróðanum og safna í rík- issjóð, sem ekki þurfti að standa straum af neinum verulegum framkvæmdum á stríðsárunum, miklum fjármunum verðgildra peninga. Þetta fé átti að nota á árunum eftir stríðið, þegar at- vinnuleysið byrjar aftur að gera vart við sig, — en eftir því, sem hagfræðingar telja, hefði þó at- vinnuleysið og erfiðleikar yfir- leitt orðið miklu minna í stríðs- lok, ef þessari stefnu hefði ver- ið fylgt, en nú mun verða. Ég veit, að það er ekki vinsælt að halda fram þessum skoðun- um, og það er heldur ekki gert með það fyrir augum. Að dómi borgarstjórans stafar það sjálf- sagt af skorti á klókindum, skorti á lævísi, að ég skuli halda slíkum skoðunum fram. Borgarstjórinn álítur, eða segir öðrum það að minnsta kosti, að ég hafi ekki gert það að kröfu minni, að þessi ákvæði yrðu framlengd, vegna þess, að ég hafi viljað efna til stórkost- legra kaupdeilna um áramótin 1940—-1941, eins og áður er að vikið! Ég ræddi þráfaldlega um þetta mál við atvinnumálaráð- herra, Ólaf Thors, og mér virt- ist hann ekki vera fráhverfur framlengingu þessara ákvæða gengislaganna. En það kom greinilega í ijós hjá Stefáni Jóh. Stefánssyni, utanríkis- málaráðherra, að hann var framlengingunni svo andvígur, að hann kvaðst myndu fara úr ríkisstjórninni, ef til þess ráðs yrði gripið. Jafnframt kom og fram skýr yfirlýsing í Morgun- blaðinu, svo sem alkunnugt er, um að hin rétta lausn væri að hverfa frá þeirri reglu gengis- laganna að hækka kaupið að- eins um 75% af vísitöluhækk- un og taka upp þá reglu í þess stað, að hækka kaupgjaldið í fullu samræmi við hækkun vísitölunnar. Síðar í þessari grein borgar- stjórans lætur hann þá skoðun í ijós, að það hafi verið vélræði af hálfu Framsóknarflokksins að krefjast þess af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, að þeir fylgdu frumvarpi Eysteins Jónssonar, er flutt var á þessu þingi um lögbindingu kaup- gjalds og verðlags, þar sem farið er fram á, að grunnkaupið sé ekki hækkað, en kaupgjald- ið fylgi vísitölunni í aðalatrið- um. Þetta segir Bjarni Bene- diktsson, að hafi verið gert til þess, að Stefán Jóh. Stefánsson, félagsmálaráðherra, gæti verið ágætlega, byggðu rafstöð fyrir heimilið við þátt úr hvíta foss- inum bak við bæinn. í Klaustri var jafnan hlýtt og bjart. Langferðamenn tóku eftir því, að bæði þar og á öðrum skaft- fellskum raforkubæjum vissu inniblómin ekki um vetur né skammdeg'i. Birtan og hitinn flutti suðrænt vor inn í heim- ilin. Kirkjubæjarklaustur er þannig í sveit sett, að það er naumast hægt að fara um Síð- una nema koma þar við. En á ofanálag á staðhætti var Lárus Helgason svo skapi farinn, að hann seiddi til sín gesti. Fáir af samtíðarmönnum hans kunnu jafnvel að taka á móti ferðamönnum. Honum var yndi að vera veitandi. Fjör hans og meðfædd hreysti kom fram í allri aðbúð við gestina. Risnan þar var svo ánægjuleg af því að gestirnir fundu, að húsbænd- urnir í Klaustri höfðu innilega ánægju af því að gera þeim dvölina sem bezta og skemmti- legasta. Á ferðalögum, eins og þau voru áður í Skaftafells- sýslu, var Lárus Helgason hinn æskilegasti félagi og forgöngu- maður. Hann var prýðilegur vatnamaður, í einu djarfur og varfærinn. Hann var alinn upp við hina miklu erfiðleika nátt- úruaflanna í Skaftafellssýslu. Hann þekkti votnin og allt þeirra hættulega og síbreytilega eðli. Hann þekkti brimströnd- ina og mátt hins volduga hafs. Það var verulegur þáttur í ævi- starfi hans, að ryðja mörgum þessum erfiðleikum af vegi Skaftfellinga. Samhliða rausnarbúskap á Klaustri tók Lárus Helgason brátt mikinn þátt í héraðsmál- um. Hann var einn af stofn- endum Sláturfélags Suðurlands. Það var stórfelld umbót fyrir bændur í héraðinu. En Lárusi þótti ekki henta til lengdar að reka féð að austan til Reykja- víkur, langan veg yfir mörg vötn. Hann fékk því komið til leiðar, að byggt var sláturhús í Vík í Mýrdal, og tunnurnar síð- an fluttar til Vestmannaeyja þegar leiði gaf, en það var stundum ekki fyr en á vorin. Honum þótti lítil búmennska að slátra fénu hröktu og biautu úr haustrigningunum sunnlenzku og hafði forustu um að gert var mikið fjárhús úr steinsteypu, þar sem féð gat hvílst og þornað áður en því var slátrað. Lárus sá, að sýslan hlaut að búa við erfiðar sam- göngur nema hún ætti sinn eig- in farkost. Hann gerðist aðal- forgörigumaður að þvi, að sýslubúar eignuðu;st vélbátinn Skaftfelling. Hann lá oftast í Vestmannaeyjum en brá við, þegar brim lægði við ströndina, til að flytja vörur og sækja vör- ur í Vík, að Skaftárósi og fleiri stöðum á hafnlausu ströndinni. Með þessum hætti gerbreyttust allir verzlunarhættir og vöru- flutningar Skaftfellinga. í stað hinna löngu og dýru ferða til Reykjavíkur, gátu bændur í sýslunni nú sinnt umbótastörf- um heima á jörðum sínum. Kom brátt í ljós, að mikil framfara- öld hófst í sýslunni i kjölfar hinna margþættu samvinnu- IÓNAS JÓNSSON: LárnN Þegar Jón Sigurðsson forseti var eitt sinn á ferð um Suður- land fór hann Fj allabaksveg og kom niður á Síðu. Honum þótti mikið koma til fegurðar sveit- arinnar og þá ekki sízt hins fræga höfuðbóls Kirkjubæjar- klausturs, sem verið hefir ein- hver frægasta jörð á íslandi síð- an landið byggðist. Flestum þeim, sem koma á Síðuna mun fara líkt og Jóni Sigurðssyni. Þeim verður sveitin ógleyman- leg. En lengst muna þeir þó eft- ir útsýninu frá Klaustri. Bær- inn stendur hátt á víðlendu túni, sem hallar niður að Skaftá, lygnri og breiðri. Bak við bæinn er fjallshlíðin, þar sem græn- gresið vefur sig um hvern stein. í hlíðinni, ofan við bæinn, er hár og hvítur foss, samfelldur strengur ofan af brún. í suður- átt er Systrastapi, eins og forn- mannavirki milli árinnar og fjallshliðarinnar. Lítið eitt sunnar er hin ægilega rönd Eldhraunsins. Þar stöðvaðist hin mikla hraunbylgja í Skaftáreld- um, meðan Jón prestur Stein- grímsson söng „eldmessuna" í Kirkjubæjarklaustri. í norðri eða norðausturátt frá Klaustri blasir við Lómagnúpur, hæsta standberg í byggð á íslandi, og Öræfajökull í allri sinni dýrð. En beint á móti Klaustri, hinu megin við Skaftá, eru hin öldu- Helga§on mynduðu, grónu lönd í Land- broti. Nokkru fjær byrja við- áttumiklir sandar, og loks hin opna, brimsæla strönd, þar sem háð er hið eilífa stríð, milli hafs og lands. Kirkjubæjarklaustur hefir lengi þótti vildisjörð. Þar hafa löngum búið öndvegishöldar Skaftfellinga, sýslumenn og bændahöfðingjar. Jörðin er þannig sett, að hún er vegna allrar aðstöðu sjálfvalið höfuð- setur byggðarinnar milli Skeið- arár og Mýrdalssands. Fyrir hérumbil 40 árum flutt- ist skörulegur sýslumaður og þinghöfðingi frá Kirkjubæjar- klaustri norður í land. Þá keypti ungur og harðsnúinn bóndasonur Klaustrið og flutti þangað búferlum. Þessi maður hét Lárus Helgason. Hann hefir síðan þá búið á þessu höfuðbóli með mikilli rausn og skörungsskap. En í dag er hann lagður til hinztu hvíldar í kirkjugarðinum á Klaustri, við hlið Jóns Stein- grímssonar. Fer vel á, að þeir tveir menn, sem gert hafa garð- inn frægastan verði á þann hátt í minningunni órjúfanlega tengdir Kirkjubæjarklaustri. Lárus Helgason og Elín Sig- urðardóttir, kona hans, voru bæði borin og barnfædd á Síð- unni. Þau voru alin þar upp, þar hafa þau starfað í heilan mannsaldur, og aldrei verið þaðan burtu svo að kalla megi nema á ferðum innan héraðs eða til Reykjavíkur. Sú orka og sú menning, sem kom fram í starfi þeirra var fyrst og fremst heimafengin. Undir stjórn þeirra var Kirkjubæjarklaust- ur rammíslenzkt sveitaheimili með miklu af þeim erfðavenj- um, sem einkennt hafa íslenzk stórbýli frá því á landnámsöld. Heimilið var mannmargt, húsa- kynni mikil og góð, búskapur stór og umsvifamikill og gest- risni með óvenjulegum stórhug og skörungsskap. Þau hjón, El- in og Lárus, voru gædd mörg- um þeim eiginleikum, sem mest þykja prýða konur og karla. Elín var fríðleikskona, yfirlæt- islaus, glaðvær og drenglynd. í sál hennar var ævarandi sólar- birta. Hún var gædd flestum þeim kostum, sem gert hafa íslenzkar konur að hetjum með óskráða ævisögu. Lárus var karlmenni að burðum og í lundarfari. Hann var rammur að afli, viljasterkur, djarfur og einhuga. Kjarkur hans og þrek kom fram í því að eignast mesta höfuðbólið í sveitinni, og gerast síðan forgöngumaður um flest hin mestu og erfiðustu vandamál sveitar sinnar og héraðs. Hjónin á Klaustri höfðu byrj- að búskap með litlum efnum en brátt varð heimili þeirra eitt hið mesta og kunnasta í allri sýslunni. Þau urðu vel efnuð, áttu fimm hrausta og mann- vænlega sonu, húsuðu bæ sinn

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.