Tíminn - 15.11.1941, Page 3

Tíminn - 15.11.1941, Page 3
117. blafS TÍMIM, laagardaginn 15. n6v. 1941 465 i r k j a n Kírkjan og gagn- rýnendurnir Það er reyndar lítt í frásögur færandi þótt einhver, sem mað- ur hittir á förnum vegi, fari ekki dult með það, að hann hafi enga trú á kirkjunni nú á tímum. Það er svo um flesta. Þeir láta sem kirkjan hafi brugðizt vonum þeirra. Hún hafi hvorki getað hafið trúar- vakning í landinu né leitt al þýðu manna hinn þrönga veg helgunarinnar. Og þetta er ekki nema satt. En i hvert skipti, sem við kirkjunnar þjónar heyrum dregna af þessu þá ályktun, að þar með sé gildisleysi kirkj- unnar sýnt og sannað, hljótum við að hugsa málið á ný. Marg- ar spurningar vakna, sem fæst- ar verða taldar hér. T. d.: Hvers vegna kveða menn upp slíka dóma? Og eru menn al- mennt komnir fram úr kirkj- unni? Eða hafa þeir ef til vill dregizt aftur úr henni? Það er nokkuð athugavert, að þeir, sem dæma kirkjuna harð- ast, eru henni oft harla ókunn- ugir. Þeir fara yfirleitt ekki í kirkju. Það er sennilega skýr- ing þess, að þeir virðast marg- ir hverjir hafa ærið ófullkomn- ar, ef ekki alskakkar hugmynd- ir um, hvað kirkjan er. Þeir virðast helzt líta svo á, að kirkj - an auglýsi sig sem einhverskon- ar yfirnáttúrlega töfrastofnun, sem hafi ætlað sér að umskapa þjóðfélagið í einni svipan, en mistekizt það hrapallega. Þar af leiðandi sé hún einskis nýt. En í raun og sannleika er kirkjan félagsskapur þeirra manna, sem fylgja flokki Krists, og þótt þeir eigi foringjann öll- um öðrum betri, reynast þeir sjálfir upp og ofan eins og gengur. Það er því varla við þvi að búast, að félag þeirra verði einrátt í heiminum á skammri stund, frekar en önnur félög. Þeir hljóta að hugsa „ekki í árum en öldum“. Kirkjan sýnir líka að vonum ákaflega vel á- galla kristinna manna um liðn- ar aldir, mistök þeirra og magn- leysi oft og einatt. En mér og öðrum virðist hitt þó enn eftir- tektarverðara, hve undursam- lega hún hefir þrátt fyrir allt, sýrt veröldina. Annars á ekki fyrst og fremst að spyrja um það, hvort kirkj- unni hafi mistekizt hlutverk sitt eða ekki, heldur hitt: Á kristindómurinn erindi til heimsins eða ekki. Það finnst mér flestir játa að hans sé þörf. Maðurinn á götunni, og ann- ars staðar, sem hefir ekki svo mikið við kirkjuna að kynna sér hana, harmar það, að hann og aðrir skulí ekki vera kristn- ari. Svo við t. d. þyrftum ekki að þola stríðið og ástandið. En því dettur honum þá aldrei það snjallræði í hug, að helga sig hugsjón kristindómsins og gerast einn af brautryðjendum hans með því að vera virkur meðlimur kirkjunnar? Hér sýnist einmitt bíða hans hæfilegt hlutverk. Og jafnframt er þetta það, sem kirkjuna skortir mest. Hana vantar lifandi áhuga- menn úr öllum stéttum, sem halda uppi safnaðarlífinu meira en að nafninu, menn og konur, sem fylla kirkjurnar við helgar tíðir, og eiga þá ósk ein- lægasta, að lifa kristilegu lífi í önn hversdaganna. Ef menn svara því til, að kirkjufyrirkomulagið fæli þá — er það í hendi þeirra að breyta því að meira eða minna leyti. Ekki sýnist slíkt að minnsta kosti vera svo erfitt hér á landi, þar sem nýjar biblíuþýðingar, nýjar helgisiðabækur, nýjar helgisiðabækur, nýjar sálma- bækur, reka svo að segja hver aðra. En að mínu viti vantar okkur fyrst og fremst nýja starfs- krafta innan kirkjunnar. Og hverjum stendur nær að hlaupa þar í skörðin en þeim, sem þykjast elska kristindóminn, en finnst ekkert ganga fyrir kirkj- unni að koma henni í fram- kvæmd. Þeirra er líka skyldan eins og okkar, ef þeir viðurkenna rétt- indi málstaðarins. Því það er lifsskylda hvers manns að vera því trúr og fylginn, sem hann veit sannast og réttast. Annars heldur mannkynið helveginn. Einmitt þeir tímar, sem við lifum nú, sýnast kjörnir til að almenningur taki nýja stefnu í kirkjumálunum: Hætta að kasta allri sökinni á kirkjuna, en hver maður spyrji sjálfan sig, hvað hann hafi lagt fram til kristni þjóðarinnar. Og þá stendur manni næst að reyna að bera sjálfur kristninni vitni. Ef fjöldinn hugsaði svo, yrði ástandið betra og hætt að tala um áhrifalausa kirkju. G. Á. Láttu guðs hönd þig leiða hér. Lifsreglu hald þá þeztu. Blessað orð hans,sem boðast þér, í brjósti og hjarta festu. H. P. starfsemi um verzlun og sam- ' göngur. Annar þáttur 1 samvinnu- framkvæmdum Lárusar Helga- sonar var forganga hans í kaup- félaginu í Vík. Hann hafði ekki tekið þátt í stofnun þess, en gerðist þar brátt hinn mesti at- hafnamaður og var formaður félagsins í nálega 30 ár. Honum þótti óhægt fyrir bændur austan Mýrdalssands að sækja verzlun til Víkur og beitti sér fyrir að kaupfélagið gerði sér vöru- skemmu við Skaftárós. Skaft- felingur flutti þangað vörur, eins og fyr er sagt. í fyrstu sóttu bændur úr austursýslunni vörur að Skaftárósi, en brátt sá Lárus, að það sparaði flest- um félagsmönnum tíma og fyr- irhöfn að sækja varninginn að Klaustri. Gerði hann þá kaup- félagsbúð á heimili sínu og hafa tveir af sonum hans veitt henni forstöðu. Eftir heimsstyr j öldina varð sú breyting á aðstöðu Lárusar Helgasonar, að hann komst í kynni við samvinnumenn af öllu landinu. Kaupfélag Skaft- fellinga gekk í Sambandið, og hafði af því mikinn stuðning. Vegna baráttu Framsóknar- manna um hlutleysi Lands- bankans tókst kaupfélagi hans að fá rekstux-slán til viðskipta- vina, sem því hafði áður verið synjað um af þröngsýnni verzl- unax’pólitík. Þá kynntist hann einnig mörgum þeim mönnum hvaðanæfa af landinu, sem unnu að því að skipuleggja pólitísk samtök samvinnu- manna. Gei’ðist Lárus Helga- son sjálfkjörinn oddviti Fram- sóknarmanna í sýslunni. Hann var kosinn á þing við auka- kosningu 1922, en tapaði því sæti árið eftir. Síðan vann hann kjördæmið i annað sinn 1927 og hélt hann því síðan þar til klofningsstarfsemin byrjaði í Framsóknarflokknum upp úr þingrofinu 1931. Lárus var áhrifamikill þingmaður á stjórnartíma Framsóknar- manna 1927—31. Beitti hann sér þá með stuðningi flokks- bræðra sinna á þingi fyrir stór- felldum umbótum á samgöngu- málum sýslunnar. Sími var lagður um héraðið og einka- sími á mörg heimili. Brýr voru gerðar yfir stórvötnin, og lang- ir vegir lagðir og ruddir. Ak- vegakerfi landsins náði innan skamms yfir mestalla sýsluna. Fyrir snilld og hugkvæmd Bjarna Runólfssonar var byrj- að að frysta dilkakjötið austur í Landbroti og flytja það þann- ig til Reykjavíkur. Samhliða þessu byggði Bjarni á Hólmi hverja rafstöðina af annarri um allt héraðið. Skaftá skildi þessa merkilegu brautryðjend- ur heimafenginna framfara í Skaftafellssýslu. Undir forustu þeirra hélt nýi tíminn innreið sína í hið fagra en afskekkta hérað. Fyr voru Skaftfellingar einna mest einangraðir af öll- um landsbúum. Nú ganga bif- reiðar á öllum árstímum um (Framh. á 4. siSu) Nýjar bækur irá Isaíoldarprentsmiðíu: KÍNA, eflir Srú Oddnýju Sen. LJOÐ Guðfinnu frá Hömrum. VINIR VORSINS, eftir Stefán Jónsson. BORNIN OG JÓLIN, eftir Guðrúnu Jóhannsdóttur frá Brautarholti. GUÐFINNA JÓNSDÓTTIR frá Hömrum: Ljóð Hér kemur á bókamarkaðinn ljóðabók, sem vekja mun athygli og aðdáun, og mun verða talin eiga samstöðu með því, sem bezt hefir verið kveðið á íslenzka tungu. Guðmundur Finnbogason landsbókavörður skrifar um þessa fallegu ljóðabók í Skírnishefti, sem nú er að koma út: Það er nokkuð langt síðan ný, íslenzk ljóða- bók hefir vakið mér jafnmikla gleði og óvænt- an unað og þessi. Ég hrökk við, er ég las fjögur kvæði, sem birtust eftir höfundinn í „Þingeyskum ljóðum" í fyrra. Þarna var þá nýr snillingur mitt á meðal vor, sem ég hafði ekki áður heyrt getið, og ég þráði að fá meira af svona góðu. Og nú er bókin komin i smekk- legum búningi: 45 ljóð, er öll bera sama aðals- svipinn, ekki eitt einasta, er ég kysi burt. Öll eru Ijóðin stutt. Hin lengstu taka rúmlega tvær blaðsíður. Það kemur vel heim við þá kröfu, er Edgar Allan Poe gerði til ljóða. Hann sagði, að langt ljóð væri blátt áfram fjarstæða. Um leið og þessi ljóð eru stutt, eru þau heilsteypt og stílhrein. Um mörg af yrkisefnunum hefir oít verið kveðið áður og um sum ágætlega; en það gerir ekkert til. Það ljómar allt 1 nýrri fegurð og nýjum skilningi, þegar þessi skáld- mær snertir við því. Hún er afarnæm á myndlr og raddir lífsins og náttúrunnar, finnur and- ann, sem í þeim bærist, og getur skilað áhrif- unum dagghreinum og í kristaltæru máli. Hrein- leiki og tign hugsunar og máls er aðalmark þessara ljóða. Þarna er ekkert ástarkvæði, en ástúð og samúð er sem falin glóð í þelm mynd- um, er skáldið málar, og í hljómblæ og hrynj- andi ljóðanna, en helgilotning fyrir æðstu öfl- um tilverunnar og liin djúpa vmdiralda. Mátt- urinn til að lyfta hversdagslegu efni í æðra veldi er frábær. LesendUr Skírnis geta séð með- ferðina af kvæðunum „Rokkhljóð“ (í fyrra) og „Villifugl" (í ár) og hér er ekki rúm fyrir nema örfáar tilvitnanir. Hvar hefir t. d. hlnni heilsu- samlegu snertingu við móður Jörð verið lýst af næmari skynjun en í upphafi kvæðisins „Heiða- kyrrð“: Ég gekk um vordag í Víðihlíð og varlega skó af fótum dró og heitan, töfrandi fögnuð fann, er fjalldrapinn ökla minn nakinn sló, og rammur safi mér rann í æð, frá rótarkvisti um holt og mó. Og hvar er fegra erindi um skýin en þetta niðurlagserindi kvæðisins „Ský“: Þið kallið mig heitast, kvöld- og morgunský, er kveðið í sárum fegurst himnanna ljóð og birtið 1 austri dagroðans dýru heit og drauma nætur ritið á vesturslóð. Þið vefjið æðstu litfegurð ljóssins strönd og lyftið gullnum væng yfir húmsins flóð. í hinu djúpúðga kvæði „Þagn- argull“ streyma myndirnar hver af annarri, glæsilegar og óvænt- ar, til dæmis: Ég leit hið hljóða himingull um hamingjunnar arm þess fagurskyggðu sylgju sá við sorgarinnar barm og festa’ í svefnlauf sumargrænt í sveig um draumsins hvarm. Þessi ljóð eru raunar öll „ÞagnarguU", orðin til í helgri þögn og einlægni, fjarri skarkala heimsins. Þess vegna munu þau lengi ljóma í bókmenntum vorum. G. F. STEFÁN JÓNSSON: Vinír vorsíns Þetta er saga fyrh unglinga, um lítinn dreng, og segir frá fyrstu 10 árum æfi hans. Stefán Jónsson er orðinn vel þekktur rithöf- undur, og liggur eftir hann margt ágætra verka, í bundnu og óbundnu máli. Má þar nefna meðal annars: „Konan á ldettinum“, sem út kom fyrir nokkrum árum, „Á förnum vegi“, sem kom út í vor, og hafa báðar bækurnar hlotið mjög góða dóma. En þekktastur mun hann vera meðal yngri kynslóðarinnar fyrir ýmsar vísur og ljóð, sem hann hefir ort fyrir börn. — Stefán Jóns- son er greindur maður og góður rithöfundur, og mun þessi bók auka hróður hans. GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR frá Brautarholti: Börnín og jólin Sigurgeir Sigurðsson biskup fylgir þessari litlu bók úr hlaði með eftirfarandi formála: Árlega eru sendar á bókamarkaðinn margar bækur, sem ætlaðar eru börnunum. Færa þær þeim margvíslegan fróðleik og ýmislegt efni, sem á að styðja að þroska þeirra og þekkingu, eða vera þeim til skemmtilesturs. Má segja, að börnin hafi þar úr allmiklu að velja. En það er ekki margt um andleg ljóð við barna hæfi í bókaverzlunum landsins, ljóð, sem sérstaklega séu bömunum ætluð og þau í bernskunni geti tileinkað sér. Þess vegna hygg ég, að þessi litla bók, sem hér birtist, verði mörgum börn- um og unglingum kærkominn gestur. Ég hefi lesið handritið og dylst mér ekki, að sá andi er yfir því sem bókin hefh inni að halda, að það er óhætt að mæla með henni. Höfundurinn, frú Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti, læt- ur líka bókina frá sér fara með þeim óskum, að hún mætti verða til þess að gróðursetja það, sem fegurst er og bezt í hugum hinna ungu lesenda, að ljóðin og þulumar mættu vekja lotningu barnanna fyrir guði og vekja hjá þeim trú á föðurkærleika hans og handleiðslu. Mörg af ljóðunum eru vel til þess fallin, að læra þau utan að, og flestum, sem í æsku sinni lærðu fögur ljóð, mun koma saman um, að gott var að geyma þau í huga og rifja þau upp, þegar lengra kom út í lífið og reynslu þess. — Mættu þessi ljóð verða sem flestum börnum, er þau lesa, slíkar leiðarstjörnur. Sigurgeir Sigurðsson. Hvað vitum við um Kína, þetta undraland, sem er að víðáttu og mannfjölda eins og heil heimsálfa, þar sem býr þjóð, sem stóð á há- tindi menningar, þegar álfa vor var enn lítt byggð og menning í bernsku. Þar sem allt er svo ólíkt, að jafnvel sólskinið er öðruvísi þar en hér. Á miðöldum höfðu þjóðir Evrópu óljósar sagnir um mikið æfintýraland fjærst í austri, þar sem kryddið greri, þar sem silkið var unnið, þar sem gnægðir voru gimsteina og heilar hallir voru gerðar úr skíru gulli. í þessari bók lýsir frú Oddný E. Sen með skýrum dráttum og á fögru máli, landi og þjóð, háttum og siðum, sögu og sérkennum. Höfundur bókarinnar, frú Oddný E. Sen, er fædd 9. júní 1889 að Breiðabólsstöðum í Bessa- staðahreppi, dóttir hjónanna Erlends Björns- sonar hreppstjóra og Maríu Sveinsdóttur. Hún tók burtfararpróf úr kvennaskólanum og Kenn- araskólanum, en fór skömmu síðar til Skot- lands (árið 1908), þar sem hún var við nám og skrifstofustörf. Árið 1917 giftist hún Kín- verja að nafni K. T. Sen, sem þá var að undh- búa doktorsritgerð sina í uppeldisfræði við há- skólann í Edinborg. Komu þau hjónin hingað til lands skömmu eftir síðustu heimsstyrjöld, og flutti þá dr. K. T. Sen nokkra fyrirlestra um Kína. Árið 1922 fór frú O. E. Sen til Kína, ásamt manni sínum, sem þá varð prófessor við háskólann í Amoy. Dvöldust þau þar samfleytt til ársins 1937, en þá kom frú O. E. Sen hingað til lands til að sjá æskustöðvar sínar. Frú O. E. Sen er þegar orðin landskunn af þeim mörgu greinum, sem hún hefir skrifað um Kína í blöð og tímarit, og eins fyrirlestr- um þeim, sem hún hefir flutt um það land, bæði í útvarpið og eins á ýmsum samkomum. Einna kunnust mun hún þó hafa orðið vegna sýninga þeirra, sem hún hélt hér í bæ árin 1938 og 1939 á ýmsum kínverskum munum, sem hún flutti með sér frá Kína. Stjórnmál eða svikamylla (Framh. af 2. síðu) málsvari þeirra. ÞaS á að láta Sjálfstæðisflokkinn samþykkja málið til þess að rýja af hon- um verkamannafylgið, og með því að sýna, að hann sé fjand- samlegur verkalýðnum en gæti hagsmuna útgerðarmanna. Menn geta hugsað sér af- leiðingarnar 1938. Hinar sömu geta þær orðið næsta oft. — Það er næstum aldrei hægt að koma fram stórmáli, án þess að svo geti litið út, í svipinn a. m. k., að gengið* sé verulega á hag einhverrar stéttar. Fyrir flokk eins og Sj álfstæðisflokk- inn, sem telur sig þjóna öllum stéttum, er þvl alltaf hægt að beita röksemdum Bjarna Bene- diktssonar, að það sé komið fram með málin af andstæðing- unum til þess að eyðileggja fylgi Sjálfstæðisflokksins. Slíkar getsakir enda vitan- lega í gagnkvæmri tortryggni milli flokkanna, skaða öll mál- efnaleg vinnubrögð, og enda eins og þar segir: „Trúðu þeir hvor öðrum illa, enda trúðu fáir báðum.“ 268 Victor Hugo: niður að aðalhliðinu, og þá skal ég skýra þetta nánar fyrir yður. — Þakkir, lærifaðir minn og meist- ari, mælti Gharmoulue og hneigði sig svo djúpt fyrir erkidjáknanum, að enni hans snart gólfið. — Enn einu sinni var ég í þann veginn að gleyma! — Hvað viljið þér, að ég geri af þessu unga galdrakvendi? — Hvaða galdrakvendi? spurði erki- djákninn. — Tatarastúikunni, sem þér munið sjálfsagt eftir. Hún kemur daglega og stígur dans á torginu framan við kirkj- una, þrátt fyrir bann það, sem við því hefir verið lagt. Hún á geit með gull- hornum. Djöfullinn hefir tekið ér að- setur í þessari geit hennar. Hún les og skrifar og reiknar eins og mikilhæfasti stærðfræðingur. Slíkt er næg ástæða til þess að fá alla Tatara hengda. Ákær- an er þegar tilbúin. Það er því unnt að koma þessu í kring nær sem er, eins og þér getið séð. En þessi dansmær er dá- samlega fögur! Fegurri augu getur ekki! Þau eru tveir gimsteinar frá Egiptalandi! — Hvenær eigum við að hefjast handa? Erkidjákninn hafði gerzt næsta fölur. — Ég skal segja yður nokkuð, stam- aði hann, en orð hans urðu vart greind. — Það fer líklega bezt á því að þið af- Esmeralda 265 — Jæja, hélt erkidjákninn áfram máli sínu eftir nýja þögn, sem meist- ari Jakob hafði orðið til þess að rjúfa. — Mun yður heppnast þetta? — Æ, meistari! svaraði komumað- ur og brosti vandræðalega. — Ég geri eina tilraunina af annarri. Það er nóg um ösku, en það gengur erfiðlega að finna gullið. — Ég á ekki við það, meistari Jakob Charmolue! mælti hann. — Það var galdramál yðar, sem mér lá þyngst á hjarta. Heitir hann ekki Mark Cena- ine? Er honum það kunnugt, að hann hefir gerzt sekur um galdra? Hefir pislarhrekkurinn komið að tilætluðum notum? — Æ, nei, svaraði melstari Jakob og brosti vandræðalega á nýjan leik. — Þetta ætlar að ganga næsta erfið- lega. Mark er harður eins og tinnu- steinn væri. Hann myndi ekkert segja, þótt maður syði hann í olíu. Þó gerum við allt, sem okkur er auðið, til þess að komast að hinu sanna. Píslirnar virð- ast engin áhrif hafa á hann haft. Ég eyði allri latínunni minni í viðureign- inni við hann. — Þið hafið ekkert nýtt fundið í húsi hans? spurði erkidjákninn. — Jú, svaraði meistari Jakob, — þetta bókfell hérna. Það eru skrifuð

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.