Tíminn - 15.11.1941, Page 4

Tíminn - 15.11.1941, Page 4
466 TÍMIM, langardaginn 15. nóv. 1941 117. blað Frjáls leíð (Framh. af 1. siðu) skriðunni á stað og halda henni áfram. Frelsi þessara félaga og annarra til þess að halda áfram kapphlaupinu, þýðir sama frelsi öðrum til handa, Ekkert nema almenn og ófrávíkjanleg regla gat eða getur stöðvað kapp- hlaupið. Ég trúði aldrei á frjálsu leið- ina sem lausn, en á mánudags- fundinum 20. okt. taldi ég lagð- ar fram sannanir fyrir því að hún var ófær, og um það bar okkur Eysteini Jónssyni ekkert í milli. Lýstum við því yfir, að þar sem þessi leið væri ekki fram- kvæmanleg, héldum við fast við okkar lausn — lögbindinguna. — Á þriðjudaginn 21. okt., var frumvarp Eysteins Jónssonar lagt fram á ráðherrafundi. Það var rætt og vissu allir ráðherr- arnir áður en greidd voru at- kvæði um það, hvaða afleiðing- ar það mundi hafa, ef það feng- ist ekki gert að stjórnarfrum- varpi. Þegar það fékkst ekki, buðum við að hafa ákvæði um það í frumvarpinu, að lögbind- ingarákvæðið félli úr gildi af sjálfu sér um áramót, ef samn- ingar hefðu þá náðst við aðila. Það fékkst heldur ekki sam- þykkt. III. Hin frjálsa leið mun hafa sín miklu áhrif á íslenzkt fjár- mála- og þjóðlíf á næstunni, þótt eitthvað verði gert til að draga úr verðbólgunni. En það táknræna við þessa stefnu er þó ef til vill enn hættulegra. Það er þetta að taka helzt aldrei á neinu, gera eins og öllum þóknast, sem endar með því, að verða öllum vanþóknanlegt og skaðlegt. Láta alla ráða, sem endar með því að enginn ræður. Láta aðra bera ábyrgð en ýta henni frá sér — sem endar með því, að enginn ber neina ábyrgð. Mér verður í þessu sambandi minnisstæð bók eftir þekktan höfund um fall Frakklands. Bókin kom út á síðastl. vetri og lýsir átakanlega afleiðingum hinnar „frjálsu leiðar“ á öll- um sviðum þjóðlífsins. Hinir frakknesku stjórnmálamenn spurðu fólkið, hvað væri vin- sælt og hvað það kysi sér. Það var ekki vinsælt í Frakklandi frekar en annars staðar að leggja á skatta. Þess vegna þorði enginn að leggja á nægj- anlega skatta og ríkið safnaði skuldum. Það var vinsælt að veita verkalýðnum 40 stunda vinnuviku. Þess vegna var það gert — þótt framleiðslu, fjár- hag og öryggi Frakklands væri stefnt í beinan voða. Fyrsta ár styrjaldarinnar stóðu ýmsar verksmiðjur, jafnvel vopna- verksmiðjurnar, ónotaðar vegna þess, að það borgaði sig ekki fyrir eigendurna að reka þær. Aðrar ástæður komu og til og endirinn varð upplausn. Þannig varð endir hinnar „frjálsu leið- ar" þar, þannig varð hann í Ítalíu fyrir um 20 árum og elnn- ig fyrir nokkrum öldum; þann- ig hefir hann ætíð orðið. — Höfundur þessarrar bókar telur sig geta sýnt fram á — og ég held hann geri það — að enska þingræðið hafi staðið á öðrum grundvelli. Ensku bændahöfðingjarnir hafi um langt skeið sett sinn svip á hið enska þing og þær venjur hafi orðið varanlegar. Þar hafi ekki verið fyrst og fremst spurt um, hvað væri vinsælt, hvort ein- hver sterk alda gæti lyft stjórnmálamönnum hátt i svip, heldur að jafnaði um hitt, hvað væri rétt og hyggilegt. Það hafi ekki verið hikað við að vísa veginn, taka á sig ábyrgð og ó- vinsældir af því, sem talið var rétt. Það hafi verið lán Eng- lands, að þessir menn hafi næsta oft orðið sigursælir. í þessu sambandi er það um- hugsunarvert, að um 1935 var sú stefna sterkust og vinsælust í Englandi að hervæðast ekki. Jafnaðarmenn og friðarvinir höfðu beitt sér gegn hervæð- ingu og þjóðin virtist mjög fylgjandi þeirri stefnu. Þá var gengið til kosninga í Englandi. Forsætisráðherrann, Baldwin, og flokkur hans, íhaldsflokkur- inn, notaði meðal annars sem einskonar kjörorð í kosningun- um: Það verður engin endur- vopnun, eða það verður engin hervæðing. Stuttu síðar breytti verulegur hluti þjóðarinnar skoðun á þessu atriði. Baldwin hélt þá ræðu, sem mjög er í minni höfð og verður senni- lega lengi. Hann afsakaði sig eitthvað á þá leið, að ef hann hefði sagt þjóðinni að hún ætti að hervæðast, mundi hann og flokkur hans hafa tapað kosn ingunum. Enginn getur um það sagt, hvað þetta atvik kostaði England og aðrar þjóðir. Ég hygg, að þeir Englendingar séu fáir í dag, sem kysu nú heldur, að forvigismenn Englands hefðu í kosningunum 1935 ekki bar- izt fyrir hinni vinsælu stefnu, heldur fyrir hervæðingu, þótt óvinsæl væri. Ef til vill hefði þá aldrei komið til ófriðar. Hér sjáum við hina vinsælu, auðveldu, frjálsu leið í stækk- aðri mynd og þær afleiðingar, sem hún getur haft. Þjóðfélag okkar er lítið, mál- efnin smá, en afleiðingar af rangri stefnu og réttri þó hinar sömu fyrir okkur og aðrar þjóð- ir. Ég veit ekki um sannfær- ingu þingmanna, en get þó ekki varizt þeim grun, að sannfær- ing meira hluta þinginí>.nna hafi verið fyrir hinni lögbundnu leið í dýrtíðarmálunum og ýms- um ráðstöfunum í sambandi við hana. En þó var hin „frjálsa leið“ valin og það er ekki hikað við að segja það opinberlega, að það hafi verið gert meðal annars vegna þess að hún er í svipinn talin vinsælli meðal verkalýðshreyfingarinnar og Víklegri til kjörfylgis en lög- bindingin. Það kann að vera, að þessi vinnubrögð sé sigurvæn- leg fyrir flokkana í svipinn, en ég efast þó um þaö. En hvert stefna slík vinnubrögð? Hefir það verið hugleitt svo sem vert er? Lárus Helgason (Framh. af 3. síSu) héraðið. Stórvötnin eru brúuð. Síminn tengir saman flesta bæi. Raforkan yljar og lýsir heim- ilin. Allt langræði um verzlun og aðdrætti má heita horfið úr atvinnuháttum héraðsbúa. Forgangan um þessar varanlegu stórbreytingar á högum Skaft- fellinga hefir verið í höndum tveggja sjálfmenntaðra bænda- höfðingja í héraðinu, Lárusar Helgasonar og Bjarna Runólfs- sonar. Þegar leið á þingferil Lárusar Heljgasonar kom mikijll vandi fyrir Framsóknarmenn. Það kom upp í hugum nokkurra dugandi manna í flokknum vafi um, að rétt væri stefnt í lands- málabaráttunni. Þessum mönn- um fannst sér vera andleg nauðsyn að rjúfa samheldni flokksins. Þá menn skorti hvorki gáfur eða marga aðra gagnsamlega eíginleika. En þeir gleymdu því að í félagsmála- baráttunni er beini vegurinn styztur. Þeir lögðu út á nýja vegferð, og eftir fáein missiri höfðu allir þessir leiðtogar misst þingsæti sín og lokað fyr- ir sér hliðum pólitískrar fram- tíðar í landinu. Lárus Helga- son var einn hinn fremsti mað- ur í þessari fylkingu, þó að ekki hefði hann átt upptök að þess- •ari ráðábreytni. Klofningur í félögum og flokkum veldur jafnan nokkurri beiskju og oft djúpum sársauka milli gamalla samherja. Klofningur Fram- sóknarflokksins var engin und- antekning í þessu efni. En að- staða Framsóknarmanna til Lárusar Helgasonar var með nokkuð sérstökum hætti. Lárus hafði svo marga af þeim per- sónulegum eiginleikum, sem skapar hlýhug og vináttu. Eng- inn hinna fyrri samherja gleymdi þessum kostum í fari gamals félagsbróður, sem villst hafði úr leið. Framsóknar- menn deildu við Lárus Helga- son, þegar ekki varð hjá því komizt. En þeim kom aldrei til hugar að draga í efa manndóm hans eða heiðarleika. Eftir burtför Lárusar Helga- sonar úr pólitískum samtökum samvinnumanna var hann líkt settur og mikil eik, sem stendur ein sér og hlífðarlaus á berum hæðum. Margir menn myndu í hans sporum hafa bognað við mótganginn. En svo var ekki. Lárus Helgason kunni ekki til undanhalds. Það hug- tak var ekki til í hans orða- safni. Honum kom ekki til hug- ar að viðurkenna eitt augna- blik, að sér hefði yfirsézt. Að lokum kom þar að hann stóð að því er virtist „einn á beru svæði" með sama kempuyfir- bragði eins og þegar hann, á unga aldri, hóf baráttu sína fyrir nýmenningu Skaftfellinga. Nú er þessari löngu baráttu- æfi lokið. Merki hennar munu lengi sjást i byggðum Skafta- fellssýslu. Þrek og karlmennska Lárusar Helgasonar á að geta orðið varanleg hvatning fyrir Leikfél. Reykjavíknr Á FLÓTTA eftir Robert Ardrey Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag. Tónlislarlélagið og Leikfélag Reykjavíkur NITOUCHE Sýning á morgun kl. 2,30 Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. íslandskvikmyud S. L S. verður sýnd í Iðnó mánudaginn 17. nóv. og þriðjudaginn 18. nóv. kl. 6 báða dagana. Aukamynd: SKÍÐAMYND FRÁ SIGLUFIRÐI. Aðgöngumiðar í Iðnó frá kl. 4 báða dagana. Jörð tii sölu. Hálf jörðin Kirkjuból í Ön- undarfirði, eða meira ef um semur, fæst til kaups, og laus til ábúðar í næstu fardögum. í- búðarhús, peningshús, áburðar- hús, og votheyshlöður úr stein- steypu. Tún að mestu vélslægt. Engjar á annað hundrað dag- sláttur, samliggjandi við túnið, slétt gulstarar- og flæðiengi. Tún og engjar samgirt. Semjið við eiganda og ábú- anda. STEFÁN PÁLSSON. þá kynslóð, sem tekur við þeim margháttaða menningararfi, sem þessi víkingsbóndi skildi eftir í eigu Skaftfellinga. J. J. Erlendar fréttir. (Framh. af 1. síðu) lands, en það sökk á leiðinni. Allmiklum hluta skipshafnar- innar var bjargað. — Skipið sökk 25 sjómílum austur af Gí- braltar.. — Ark Royal var fullsmíðað 1937 og var eitt stærsta og vandaðasta flug- vélaskip Breta. Voru á því venjulega 60—70 flugvélar. Stórbruggari (Fravih. af 1. síöu) Jóhannes hafði sótt áfengið síðastliðinn sunnudag eftir að GAMLA BÍO____ AIVDY HARDY A BIÐSLSRUXUM Aðalhlutverkin leika: LEWIS STONE, MICKEY ROONEY, CECELIA PARKER og FAY HOLDEN. Sýnd kl. 7 og 9 Framhaldssýning kl. 31/2—6VZ: OFURHUGINX með FRANK MORGAN. -NÝJA BÍÓ. Syndararnír sjö (Seven Sinners). Aðalhlutverk leika: MARLENE DIETRICH JOHN WAYNE Og MISCHA AUER. Sýnd klukkan 5, 7 og 9. (Lægra verð kl. 5) Börn fá ekki aðgang. Konan mín, Marta María Melsdóttir, andaðist 13. nóvember að heimili sínu, Álftanesi á Mýrum. HARALDUR BJARNASON. Hjálparstúlkur á heímílum. Bæjarráð hefir ákveðið að ráða í þjónusta bæjarins tvær stúlknr til aðstoðar heienilum, sem í hili ern umsjárlaus, vegna forfalla hós- móðnr. I»ær stólkur, er vildn sinna þessu, leiti nán- ari upplýsinga hjá yfirframfærslufeelltreian- uin, Masjfnósi ¥. Jóhannessyni, í skrifstofu leans kl. 1—3 dag'lega alla virka daga nema laug- ardaga, eða í síma 1200 á sama tíma. DORGARSTJÓRIM. Húmæði. Þeir bæjarbúar, er ætla að sækja um íbúðir I bráða- birgðahúsum bæjarins, eru beðnir að koma tii viðtals í skrifstofu minni, Austurstræti 16, 3. hæð (herbergi nr. 27) dagana 17.—21. þ. m., að báðum meðtöldum. Umsóknum er veitt móttaka kl. 1—3 e. h. þessa daga, og þurfa menn að vera við því búnir að gefa skýrslu um húsnæðisþörf sína og ástæður til þess, að þeir eru hús- næðislausir. BORGARSTJÓRINN. Nýkomíð goti úrval al lata- og Irakkaeinum. EnnSrenmr vatnsledurs skórnír o. 11. tegundír. Crefjou - Iðunn Aðalstræti hafa fengið svohljóðandi skeyti frá Bjarna: „Þyrfti að senda 266 Victor Hugo: nokkur orð á það, sem við getum ekki skilið. Filipus Lhelier, ríkissóknari, skilur þó dálítið í hebresku, sem hann lærði við málaferlin gegn Gyðingunum í Brússel. Erkidjákninn rakti bókfellið sundur. — Látum okkur nú sjá, mælti hann. Um leið og honum varð litið á blaðið, varð honuin að orði: — Emen Hetan! Það er hróp norn- anna, þegar þær safnast saman á Brokksfjall. — Per ipsum et cum ipso et in ip- so!*) Þetta er töfraorðið, sem hlekkjar djöfulinn í helvíti. Hax, pax, max. Þetta er regla fyrir læknislyfi gegn blti óðra hunda. Meistari Jakob. Þú ert málaflutningsmaður konungsins í kirkjumálum. Þetta bókfell tilheyrir hinu opinbera. — Við verðum að leggja Mark á pisl- arbekkinn einu sinni enn, varð mála- flutningsmanninum að orði. — Og þetta hefir einnig fundizt hjá honum. Málaflutningsmaðurinn dró fram ker samskonar því, er stóð á arni erkidjákn- ans. — Þetta er deigla, sem gull er brætt í, mælti erkidjákninn. *) Vlö hann og með hann og 1 honum. Esmeralda 267 — Ég verð víst að játa, að ég hefi reynt hana í ofninum, en hún hefir engan veginn reynzt minni betri, mælti gesturinn. Erkidjákninn tók að rannsaka deigl- una nánar. — Hvað er þetta annars, sem hann hefir letrað á deigluna sína? — Och! Och! — Það er orðið, sem eyðir flóm. Það hlýtur að vera meiri asninn, þessi Mark Cenaine. Mig skal ekki undra, þótt ykkur yrði lítið ágengt með þessa deiglu. — Já, það er auðskilið, hvers vegna þið gátuð ekki búið til gull í henni. Hún er til þess elns hæf, að hafa hana í svefnherbergi sínu. Það er llka hið eina gagn, sem af henni verð- ur haft. Fyrst að talið hefir borizt að mistök- um, mælti málaflutningsmaður kon- ungsins, — vil ég geta þess við yður, að ég var fyrir skömmu að íhuga áletr- unina á aðalhliðinu. — Er yðar tign sannfærður um að myndin af verunni með vængina meðal myndanna sjö sé af Merkúr? — Já, anzaði klerkurinn. — Það er Augustin Nyfo, sem lætur þess getið. Nyfo þessi var ítalskur að ætt. Hann átti loðinn djöful, sem miðlaði honum hvaða fróðleik og vitneskju, er hann æskti eftir. Annars getum við gengið netið 50 metra sem fyrst með- an bílfært." Þetta þýddi: Komdu og sæktu 50 flöskur af áfengi, sem ég hefi lofað þér. Þetta var alls 19%L, sem Bjarni seldi Jóhannesi á 1485 kr. Enn- fremur höfðu þeir samið um áframhaldandi viðskipti og átti Bjarni að senda svohljóðandi skeyti, er áfengið væri til: Komdu með síldina. Ekki er uppiýst, hvort þetta hafa verið fyrstu viðskipti þeirra Bjarna og Jóhannesar. Síðastliðinn miðvikudag fram- kvæmdi Björn Blöndal, lög- gæzlumaður, ásamt sýslumann- inum á Snæfellsnesi, húsrann- sókn hjá Bjarna. Fundust fyrst hjá honum 400 kg. af strásykri í kössum, merktum skóverzlun Lárusar Lúðvígssonar, og voru brauðkringlur ofan á sykrinum í kössunum. Kvaðst hann hafa fengið þennan sykur keyptan hjá sveitungunum. Ennfremur fundust eftir mikla Ieit tvær stórar tunnum með 400—500 I. í gerjún í gryfju undir búr- gólfinu. Aðeins nokkur hluti bruggunartækjanna fannst, en Bjarni kvað ketil vera til við- gerðar í Ólafsvík. Bjarni hefir lcngi verið grun- aður um bruggun, þótt ekki hafi hann verið tekinn fyrr en nú. Békahúð KBOJV ALÞÝÐUHÚSINU. SÍMI 5323 Bækur Hins íslenzka Þjóð'vinafélags með ótrúlega lágu veröi: Páll E. Ólason: Jón Sigurðsson I—V bindi á kr. 20.00 öll bindin. Bókamenn! Látið' yður ekki vanta æfisögu Jóns Sigurðssonar I bókasafn yðar. Ýmsar aðrar bækur Þjóðvinafélagsins, svo sem: Bókasafn Þjóð'- vinafélagsins. Það er: I. Marett: Mannfræði. II. Plato: Varnar- ræða Sókratesar. III. W. James: Máttur manna. IV. Björg Þor- láksdóttir: Svefn og draumar. V. Vilhj. Stefánsson: í norðurvegi. VI Tactius: Germania. VII. Maeterlinck: Býflugur, þýð. Bogi Ólafsson. VIII. Kruif: Baketríuveiðar, þýð. Bogi Ólafsson. IX. E. Abrahamson. Tónlistin. — Allar þessar bækur fyrir einar 35.75. — Einnig allar eldri bækur Þjóðvinafélagsins með gamla lága verð- inu. BÓKABÚÐ KRON ALÞÝÐUHÚSINU. SÍMI 5323 Víl kaupa góða hlunnindajörð (helzt við sjó). Upplýsingar um verð og greiðsluskilmála óskast sendar til Magnúsar Eyjólfssonar, pósthólf 58, Hafnarfirði. í HAUST var mér dregið í Reyðarvatnsrétt svart hrút- lamb með mínu marki, sem er: Stýft hægra, gagnbitað vinstra. Réttur eigandi vitji lambsins fyrir 31. des. n. k. Tobbakoti í Þykkvabæ, 2. nóv. 1941, Gunnar Eyjólfsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.