Tíminn - 29.11.1941, Page 2
488
TlMliyiy, lawgardaginn 29» nóv. 1941
123. blatB
Fornsögurnar fóra ekki í svaðið
Fyrir nokkrum vikum kom til-
kynning í Vísi frá „margarine“-
framleiðanda hér í bænum um
að innan skamms myndi Hall-
dór Kiljan Laxness byrja að
ummynda fornsögurnar eins og
þar var nánar til tekið. Var
auðséð, að útgefandinn bjóst
við harðri mótstöðu, enda varð
sú raunin á. Alls staðar, þar
sem til spurðist, utan við flokks-
drefjar kommúnista, var litið
svo á, að hér væri í uppsiglingu
óvenjulega andstyggilegt
hneykslismál. Ritaði ég þá
grein hér í blaðið, sem mjög
var í samræmi við skoðunar-
hátt allra sómasamlegra
manna í landinu. Árni Jónsson
í Múla ritaði þá einu nýtilegu
blaðagreinina, sem eftir hann
liggur. En þar bilaði þó mót-
staðan fyrst. „Margarine“-for-
stjórinn lét þjónustupilt sinn,
Arnór Sigurjónsson, verja ráða-
gerð sína í Vísi. Síðan tók blað-
ið til birtingar þann aumasta
og afkáralegasta formála, sem
nokkurn tíma hefir verið rit-
aður í sambandi við íslendinga-
sögur. Jafnframt þessu sáust
þess merki, að Árni Jónsson var
snúinn til fylgis við „margar-
ine“-útgáfuna.
Nú hefði mátt búast við, að
norrænudeildin við háskólann
tæki upp vörn í málinu. Var
vitað, að þrír af fjórum starfs-
skilni og djörfung til að segja
verkamönnum það, sem rétt -er,
að með frumvarpl viðskipta-
málaráðherrans var engin árás
gerð á þá, fremur en nokkra
aðra stétt í þjóðfélaginu. Það
er hagsmunamál verkamanna
og allra annarra landsmanna,
að komið sé í veg fyrir verðhrun
peninganna. í stað þess að
skýra málið fyrir verkamönn-
unum og halda fram því, sem
rétt er, reynir Sjálfstæðis-
flokkurinn að skapa hjá þeim
tortryggni og óánægju, með
sömu aðferðum og Alþýðu-
flokksmenn og kommúnistar
beita.
Það kemur fáum á óvart þótt
kommúnistar beiti sér gegn
föstum tökum í dýrtíðarmál-
inu. Þeir vænta sér ávinnings
af vandræðunum, sem síðar
skapast, ef ekkert er gert til að
vinna á móti verðfalli pening-
anna. Hitt er alvarlegra fyrir
þjóðfélagið, að bæði Alþýðu-
flokkurinn og Sjálfstæðisflokk-
urinn, sem undanfarið hefir
haft stærstan kjósendahóp,
skuli fylgja í sporaslóð kom-
múnistanna.
Sk. G.
mönnum, sem við sögu- og1
móðurmálsdeildina starfa, voru
æfir gegn þessari útgáfustarf-
semi. En bókmenntafræðingur
háskólans, Sigurður Nordal, lét
ekki til sín heyra. Litlu síðar
tilkynnti Laxness, að Sigurður
Nordal vildi leggja blessun sína
yfir þetta nýstárlega athæfi.
Þegar hér var komið hélt
stjórn Þjóðvinafélagsins og
menntamálaráð fund um mál-
ið. Vou þar mættir Árni Páls-
son, Barði Guðmundsson, Bogi
Ólafsson, Guðmundur Finn-
bogason, Jónas Jónsson, Pálmi
Hannesson og Þorkell Jóhann-
esson. Rituðu þeir kennslumála-
ráðherra og skoruðu á hann að
flytja frv. á Alþingi og leggja
bann við að fornbókmenntirnar
væru prentaðar í afbökuðum
útgáfum. Hermann Jónasson
tók máli þessu vel og fól
menntamálanefnd neðri deild-
ar að flytja frv. um þetta efni.
Var því vel tekið í deildinni,
en þótti tæplega ganga nógu
langt í varnaráttina. Fluttu þá
þrír þingmenn í neðri deild,
Bjarni á Laugarvatni, Gísli
sýslumaður og Pálmi rektor til-
lögu um, að Alþingi lögfesti
eignarrétt alþjóðar á útgáfu
fornbókmenntanna. Skyldu all-
ir, nema Fornritafélagið, þurfa
leyfi kennslumálastjórnarinnar
til að gefa út þessar bókmennt-
ir. Kommúnistar risu með mik-
illi grimmd gegn frv. enda var
þeirra málstað að verja. En
þingmenn stjórnarflokkanna í
neðri deild studdu málið ein-
huga nema Jóhann Möller sat
hjá við lokaatkvæðagreiðsluna.
Meðan þessum aðgerðum fór
fram á Alþingi hraðaði „marga-
rine-fabrikantinn“ bókaiðju
sinni. Hann lét vinna dag og
nótt að vanmyndun Laxdælu.
Af ótta við yfirvofandi bann Al-
þingis felldi hann niður mynd-
ir, sem þar áttu að koma. Út-
gáfan er öll hin ömurlegasta.
Textinn var tekinn ófrjálsri
hendi frá fornritaútgáfunni,
allar skýringar felldar niður,
ýmsir kaflar úr sögunni og flest
ljóð. Enginn formáli með efnis-
skýringum og ekkert registur.
Öllu var verkinu hroðað af sem
mest mátti vera. Hin afbakaða
Laxdæla í þessu formi er seld
óbundin á 14 krónur, en hinar
vönduðu útgáfur fonritafélags-
ins hafa verið seldar á 9 krón-
ur.
Halldór Kiljan Laxness ritar
inngang að þessari útgáfu. Ger-
ir hann ráð fyrir, án þess þó
að færa fram nokkrar sannan-
ir, að Laxdæla sé óáreiðanleg-
ur samsetningur. Málið á þess-
um formála er með byltingar-
yfirbragði, svo sem vera ber.
Höf. talar um „dulúðga“,
„kontrapúnkta“ og „höfuð-
tema“. Má af þessu sjá, hvert
stefnt var um meðferð forn-
ritanna, ef Alþingi hefði ekki
gripið í taumana.
Meðan Laxness starfaði á
þennan hátt að vanmyndun
Laxdælu var annar kommún-
isti, Steinþór Guðmundsson,
fyrrum skólastjóri á Akureyri,
önnum kafinn við að gera „mar-
garine“-útgáfu af Odysseifs-
kviðu. Svo sem kunnugt er
þýddi Sveinbjörn Egilsson ljóð
Homers á íslenzku, í tíð Bessa-
staðaskóla. Og hann vann þetta
verk með þeim ágætum, að þessi
þýðing varð einn öflugasti
hyrningarsteinn hins endur-
fædda móðurmáls íslendinga.
Homersþýðing Sveinbjarnar er
eitt af stórvirkjum íslenzkrar
menningar. Þangað geta kom-
andi kynslóðir sótt þrótt og
skapandi mátt í hinni ævar-
andi baráttu við að fegra móð-
urmálið.
Ragnar Jónsson, „margarine-
fabrikant“ og fylgifiskar hans
töldu rétt að gera þetta fræga
ritverk að skrípi engu síður en
fornbókmenntir þjóðarinnar.
Þess vegna var Steinþór Guð-
mundsson fenginn til að þýða
Odysseifskviðu úr dönsku, og
var hún gefin út af sama for-
lagi og hin umrædda Laxdæla.
Verk Steinþórs er fólgið í því
að tilfæra nokkuð af efni
skáldverksins á máli aumustu
aumingjanna, sem til eru á
landinu. Ef nokkur af mál-
blómum Steinþórs væri flutt
yfir í Njálu, mætti segja, að
hjarta Gunnars á Hlíðarenda
hafi „gelt“ í brjósti honum, er
hann skildi við Kolskegg. Á
sama hátt mætti segja, að
Skarphéðinn hafi hlaupið að
Þráni og „stútað“ honum eða
að Egill Skallagrímsson hefði
„slegið hendinni á lærið“ áður
en hann gekk á hólm við Ljót
bleika. Öll þýðingin er full af
hliðstæðum orðtækjum, úr
hrakmáli ómenntaðra dóna.
Við umræður i neðri deild
tók Bjarni Bjarnason all-
mörg sýnishorn af þessu hrogna-
máli og mátti segja, að all-
ur þingheimur undraðist
heimsku og menningarleysi
þeirra ólánssömu manna, sem
stóðu að þessu þjóðskemmdar-
verki. Óx drjúgum óbeit þing-
manna á „margarine"- bók-
menntunum við athugun máls-
ins í neðri deild.
Frv. kom til efri deildar
daginn fyrir þingslit. Er þá sið-
ur, að hraða góðum málum með
afbrigðum gegnum umræður.
Þótti flestum dugandi mönnum
sjálfsagt að svo myndi verða um
frumvarp til varnar fornbók-
menntunum. En þar fór á ann-
an veg. Árni í Múla og Magn-
ús Jónsson guðfræðiprófessor
risu upp við hlið Brynjólfs
Bjarnasonar og lýstu fullkom-
inni andstöðu við frv. Lögðu
þeir til, áð neita afbrigðum,
breyta frv. svo, að það dagaði
uppi eða að fella það. Þegar
ekkert dugði af þessum úrræð-
um, beittu þer félagar málþófi
En Einar Árnason forseti deild-
arinnar kvaðst ljúka málinu,
annaðhvort til lífs eða dauða,
þótt vakað yrði alla nóttina.
Munaði stundum ekki nema
einu atkvæði þetta kvöld, að
frv. yrði eyðilagt. Með málinu
stóðu allir Framsóknarmenn í
deildinni nema Páll Zophónías-
son, sem fékk illkynjað gigtar-
kast þetta kvöld og fór heim.
Auk þess stóðu Sigurjón Ólafs-
son og Þorsteinn Þorsteinson
eindregið með björgun fornrit-
anna. Jakob Möller á ekki sæti
í deildinni, en hann kom til
liðs málinu og hélt fjórar ræður
móti flokksmönnum sínum,
Árna og Magnúsi, og sneri
spjalli þeirra í villu. Sigurjón
Ólafsson og Hermann forsætis-
ráðherra héldu mjög skörulegar
ræður fyrir íslenzka málstaðn-
um. Allir Framsóknarmenn í
þinginu, að frátöldum P. Z.,
veittu málinu eindregið fylgi.
Þessari bókmenntaorustu lauk
með fullum sigri hins góða mál-
(Framli. á 4. síSu)
Mál og sál
H. K. Laxness ritar langar og
strangar ritgerðir í tímarit
kommúnista um þessar mundir
til að afsaka stílbrengl sitt.
Hann segist vera allra manna
vandvirkastur. Hver setning 'sé
fædd með harmkvælum. Hann
segist aldrei „sleppa sjónar“ á
listinni. Samkvæmt því ætti
hann ekki heldur að „sleppa
marksins". Þetta er kiljanska.
Á íslenzku er sagt að „missa
sjónar" og „missa marksins".
Þá válda kommur og lestrar-
merki honum ekki síður heila-
brotum. Öll listin getur verið í
því fólgin að setja kommu á
nógu annarlegan stað. Ef hann
neyðist til að nota orðskrípi, þá
sé það eingöngu af því, að málið
eigi ekkert annað orð, sem gefi
hugsun Skáldsins réttan blæ. —
Þarna liggur hundurinn graf-
inn. — Afkáraleg hugsun leitar
afkáralegs orðfæris. Þá endur-
speglast sál og mál.
Svar tíl frú Sígríðar
Eiríksdóttur
JÓIVAS JÓIVSSOIV:
Sextugasla leiksýmng
‘gtminn
Laugardayinn 29. nóv.
f
I spor kommúnísta
Frumvarp Eysteins Jónssonar
viðskiptamálaráðherra um ráð-
stafanir gegn dýrtíðinni var al-
varlegasta tilrunin, sem gerð
hefir verið til að stöðva dýrtíð-
ina og verðfall peninganna.
Þar var lagt til að bannað yrði
með lögum að hækka kaup,
verð á helztu innlendu neyzlu-
vörunum og húsaleigu. Enn-
fremur að lagt yrði fram fé úr
ríkissjóði til þess að vinna á
móti verðhækkun á öðrum
nauðsynj avörum og til verð-
uppbótar á útfluttar landbún-
aðarafurðir.
Um leið og þetta frumvarp
var lagt fram á Alþingi, var
það tekið greinilega fram af
flutningsmanni þess, að hann
og hans flokkur teldi óhjá-
kvæmilegt að gera jafnframt
fleiri ráðstafanir í dýrtíðarmál-
unum. í samræmi við þá yfir-
lýsingu ráðherrans, báru Fram-
sóknarmenn fram á þinginu á-
lyktun um takmörkun á vinnu
íslenzkra manna í þjónustu
brezka og ameríska setuliðsins
og ennfremur frumvörp um
breytingar á skattalögunum og
um fjársöfnun í sjóð, er varið
yrði til framkvæmda eftir
styrjöldina.
Dýrtíðarfrumvarp Eysteins
Jónssonar mætti strax mikilli
mótspyrnu og afdrlf þess eru
öllum kunn. Kommúnistar ráku
upp óp mikil út af þessu máli,
og Alþýðuflokkurinn tók þar
undir. Þeir héldu fram þeirri
fjarstæðu, að frumvarpið væri
árás á verkamenn og aðrar
launastéttir í landinu. f mál-
gögnum þeirra var yfirleitt forð-
azt að geta þess, að í frumvarp-
inu var eigi aðeins gert ráð
fyrir að banna hækkun á kaupi
verkafólks og annarra launa-
manna, heldur einnig bænda-
stéttarinnar. Það var gert með
því, að banna hækkun afurða-
verðs á innlendum markaði.
Alþýðuflokksmenn og kom-
múnistar héldu því fram, að
með því að samþykkja frum-
varpið, væri mikil áhætta lögð
á verkamannastéttina. Það er
alrangt, að hættan af verð-
hækkun á aðfluttum vörum sé
meiri fyrir verkafólk og launa-
menn heldur en aðra lands-
menn. Liggur í augum uppi, að
sú áhætta er mest fyrir fram-
leiðendur. Þeir þurfa að kaupa
vörur frá öðrum löndum, bæði
til framleiðslu og neyzlu, en
aðrir, sem enga framleiðslu-
starfsemi hafa, þurfa aðeins að
kaupa vörur til neyzlu. En vit-
anlega var áhættan af verð-
hækkun á aðfluttum vörum
mjög lítil fyrir hvern einstakl-
ing, þegar þess er gætt, að gert
var ráð fyrir að verja fé úr
sameiginlegum sjóði lands-
manna til þess að mæta verð-
hækkun á innfluttum nauð-
synjavörum.
Þrátt fyrir andstöðu Alþýðu-
flokksins og kommúnista gegn
þessu nauðsynjamáli, hefði
verið auðvelt að koma því fram
ef aðrir flokkar þingsins hefðu
sameinast um það. Forráða-
menn Sjálfstæðisflokksins
höfðu lýst sig fylgjandi málinu,
en skyndilega breyttu þeir um
stefnu. Hefir það komið skýrt
fram 1 ræðum þeirra og blaða-
greinum, að flokkurinn hafi
breytt um stefnu' í þessu máli
eftir tillögum frá verkamanna-
félögum Sjálfstæðismanna.
Einn af leiðtogum flokksins
hefir haldið því fram í grein í
Morgunblaðinu, að Sjálfstæðis-
flokkurinn geti ekki fylgt
frumvarpi Eysteins Jónssonar
vegna þess að hann sé orðinn
stærsti verkamannaflokkurinn
á landinu en frumvarpið sé á-
rás á verkamannastéttina. Af
þessu er ljóst, að sem verka-
mannaflokkur er Sjálfstæðis-
flokkurinn á nákvæmlega sömu
leiðum og hinir flokkarnir, sem
kalla sig verkamannaflokka, Al-
þýðuflokkurinn og kommúnist-
ar. Starfsaðferðir hans eru þær
sömu. Blekkingarnar af sömu
tegund hjá þessum stærsta
verkamannaflokki og hinum
smærri. Hann skortir hrein-
I.
Fyrir nokkrum dögum hafði
franskur söngleikur verið sýnd-
ur 60 sinnum á leiksviði Reykja-
víkur. Aðsóknin er ennþá svo
mikil, að allar líkur benda til,
að nægir áheyrendur verði að
þessu leikriti í 60 kvöld í vetur.
Leikfélag Reykjavíkur og
Tónlistarfélagið standa saman
að þessari leiksýningu og skipta
með sér tekjum og heiðri. Har-
aldur Björnsson er leikstjórinn.
Er gengi þessa sjónleiks verð-
skulduð viðurkenning honum
til handa. Sú viðurkenning er
því ánægjulegri af því, að þessi
leikstjóri hefir um undangeng-
in 12 ár löngum plægt óþakk-
látan akur í höfuðstað lands-
ins.
Það er einhver bezti kostur á
snjöllum leiðtoga, að kunna að
velja sér samstarfsmenn, og að
unna þeim eðlilegra vinnuskil-
yrða. Snjall og eljusamur út-
lagi frá Vínarborg stýrir söng
og hljóðfæraslætti í þessum
leik. Af eldri leikurum Reykja-
víkur taka Gunnþórunn Hall-
dórsdóttir og Brynjólfur Jó-
hannesson mikinn þátt í leikn-
um, auk nokkurra minna
þekktra manna. Af yngri leik-
endum bera þau Lárus Pálsson
og Sigrún Magnúsdóttir megin-
þungann af erfiði þessa vin-
sæla leiklistardagsverks.
Leikurinn gerist í Frakklandi
og er eftir franskan höfund.
Efnið er hversdagslegt, en
meðferð þess er prýðileg og
mjög í frönskum anda. Þar er
víða komið við. Hvarvetna gæt-
ir andrikis og hinnar svifléttu
gagnrýnandi gamansemi. Mann-
legur veikleiki er hvarvetna
sýnilegur. En honum er ekki
hegnt með öðru en léttum, góð-
látlegum hlátri áheyrenda.
II.
Lárus Pálsson fer með aðal-
hlutverkið og mjög í breytileg-
um myndum. Hinar vinsælu
leiksýningar eiga mikið af
gengi sínu að þakka leiksnilld
þessa unga manns. Hann hríf-
ur leikhúsgestina með list sinni
í hinum margháttuðu gervum,
frá því að hann kemur fyrst
fram á leiksviðið sem tónskáld
og söngkennari í kvennaskóla
og þar til hann lýkur hlutverk-
inu sem tötralegur garðyrkju-
maður. Það er mikið lán fyrir
Lárus Pálsson að fá hlutverk nú
þegar sem hentar honum svo
prýðilega sem raun ber vitni
um, og það er lán fyrir leiklist
landsins að hafa fengið þennan
efnilega listamann í hið erfiða
landnám leikmenntarinnar hér
á landi.
Frá sjónarmiði leikhúsgesta
er jafn ánægjulegt að sjá og
viðurkenna hina sj álfmenntuðu,
gamalkunnu leikara eins og
Gunnþórunni og Brynjólf, við
hlið hinna sérmenntuðu, skóla-
gengnu leikenda eins og Haralds
Sigrúnar og Lárusar. Allir þessir
listamenn, nema ef vera skyldi
Lárus, verða að hafa leiklistina
í hjáverkum og vinna fyrir dag-
legu brauði við önnur borgara-
leg störf. En á leiksviðinu
standa þau öll, og margir fleiri
dugandi leikarar, sem ekki taka
þátt í þessari leiksýningu,
reiðubúin til að sækja og verja
málstað merkilegrar listagrein-
ar í nútímamenningu landsins.
Þess má vænta, að innan
skamms fái íslenzk leiklist stór-
um betri skilyrði heldur en hún
nýtur nú, eða hefir notið á und-
angengnum áratugum. Þess
mun mega vænta, að á ókomn-
um árum gæti jöfnum höndum
ágætra sjálfmenntaðra leik-
enda og hinna, sem nema tækni
nútímans hjá stærri og ríkari
þjóðum.
III.
Sumir grunnfærir menn
halda, að leiklistin sé einskonar
hégómatildur, sem ekki hafi
rætur í andlegu lífi þjóðarinn-
ar. Mörg rök hníga í gagnstæða
átt. Ég varð sjónarvottur síð-
astliðið sumar að atviki í sam-
bandi við ást þjóðarinnar á
góðri leiklist. Haraldur Björns-
son og leikfélagar hans sýndu
þá söngleik þann, sem hér hef-
ir verið minnzt, í samkomu-
húsinu á Húsavík. Um hádegi
þann sama dag mætti ég bif-
reið skammt frá Kópaskeri.
Bifreiðin var hlaðin ungu fólki
frá einu af hinum stóru menn-
ingarheimilum á Sléttunni.
Bóndinn á þessum bæ átti bif-
reiðina, og börn hans og vanda-
fólk brugðu sér til Húsavíkur,
mitt á slættinum, 160 km. ferð
báðar leiðir, til að sjá þennan
vinsælá franska söngleik. Sann-
leikurinn er sá, að þjóðin ann
leiklist, þótt hún hafi haft hin
erfiðustu skilyrði til að njóta
leiklistar. Hvar, sem byggt er
samkomuhús í kaupstöðum,
kauptúnum og í sveitum lands-
ins, er haft leiksvið í húsinu í
því skyni að þar megi sýna sjón-
leiki. Þetta er ótrúleg saga, en
þó kunn hverju mannsbarni á
landinu. Þar er eins og íslend-
ingar bíði með óþreyju eftir því,
að eitthvert undursamlegt
kraftaverk gerist í landinu, svo
að hin fámenna og dreifða þjóð
fái þá ósk sína uppfyilta, að
sjá lífið og vandamál þess
skýrt með ánægjulegum leik-
sýningum.
Indriði Einarsson bar um
langa æfi í brjósti sér heita
þrá eftir að sjá byggt gott cg
vandað leikhús í Reykjavík.
Hann var sjálfur leikritaskáld.
Börn hans, tengdáfólk og
barnabörn urðu leikendur.
Sjálfur þýddi hann á íslenzku
mörg af helztu leikritum
Shakespeares og gaf þau Þjóð-
leikhúsinu. Hann vildi leggja
sinn skerf til þess, að í hinu
nýja leikhúsi yrðu sýnd fræg-
ustu leikrit stórþjóðanna. En
hvar sem Indriði Einarsson
knúði á hurðir stallbræðra
sinna í Reykjavík, þá var slag-
brandur dreginn fyrir dyr.
Frú Sigríður Eiríksdóttir rit-
ar enn í Morgunblaðið 25. þ. m.
um „hreinlætið“ í mjólkurbúð-
unum", og er það svar við lín-
um þeim, sem Tíminn birti fyr-
ir mig 13. s. m.
Ekki mun það hafa neina
þýðingu að svara þessari grein
frú Sigríðar til neinnar hlitar.
Þó eru þar atriði, sem ég tel
rétt að víkja að með nokkrum
orðum.
Það er næsta eftirtektarvert,
að frú Sigríður virðist telja það
ámælisvert, að ég skuli hafa
látið kynna afgreiðslustúlkun-
um ásakanir þær, sem hún bar
fram á hendur þeim, og sem
ekki voru þó óverulegri en það,
að stúlkurnar væru með „mis-
jafnlega þrifalegar hendur“ við
mælingu mjókurinnar, ' „mis-
jafnlega þrifalegar útlits“ og
létu renna niður af mjög ó-
hreinum flöskum ofan í mjólk-
urílátin. Flestum mun þó virð-
ast svo, sem stúlkurnar sjálfar
geti bezt bætt um, ef með þarf,
að því er snertir „misjafnlega
þrifalegar hendur“ þeirra
sjálfra. Og hver ætti betur að
geta varast að láta renna nið-
ur af óhreinum flöskum ofan í
mjólkurílátin en einmitt stúlk-
urnar, sem mæla mjólkina.
Með því að telja það ámælis-
vert af minni hendi, að hafa
látið stúlkurnar vita um það,
sem að var fundið og sem þær
einar gátu lagfært, fæ ég ekki
betur séð en að frú Sigríður
viðurkenni í rauninni, að fram-
angreindar ásakanir hennar á
hendur stúlkunum, hafi eigi
haft við þau rök að styðjást,
sem hún vildi gefa í skyn, enda
gæti ýmislegt annað og bent
til þess, eins og ég minntist lít-
illega á í fyrri grein minni. En
það verður frú Sigríður að
skilja, að þó henni kunni að
hafa sinnast við eina af af-
greiðslustúlkunum út af allt
öðru og lítilfjörlegu atviki, þá
réttlætir það á engin hátt, að
hún, þeirra hluta vegna, geti
tekið um 60 stúlkur í einum
hóp og sakfellt þær á þann hátt,
sem hún hefir gert, jafnvel þótt
stúlkur þessar vinni hjá mjólk-
ursamsölunni.
Nokkurrar þykkju virðist mér
gæta hjá frú Sigríði, í minn
garð, fyrir að hafa minnst á það,
eða nokkurt tillit sé tekið til
þess, sem afgreiðslustúlkurnar
sögðu um aðfinnslur hennar.
Að gefnu þessu tilefni vil ég
taka það fram, að þó ég telji
mér skylt að taka fullt tillit til
sanngjarnra umkvartana neyt-
endanna, þá tel ég stúlkur þær,
sem hjá samsölunni vinna, að
(Framh. á 4. síðu)
Valdamenn Rvíkur yptu öxlum
þegar talið barst að því, að
koma upp myndarlegu þjóð-
leikhúsi í höfuðstaðnum.
Svo vildi til, skömmu eftir
fyrra heimsstríðið, að Indriði
Einarsson mætti fulltrúum
byggðanna, Framsóknarmönn-
um, sem voru að hefja stór-
huga sókn til að gera þjóðina
að frjálsri menningarþjóð.
Indriði Einarsson trúði ekki á
Framsóknarmenn eða stefnu
þeirra nema í því eina máli,
sem var honum brennandi á-
hugaefni. Hér gerðu óskildir að-
ilar með sér heimullegt banda-
lag um að afla fjár til þjóð-
leikhússins í Reykjavík með
því að veita öllum tekjum af
skemmtanaskattinum í land-
inu til þessa fyrirtækis. Báðir
aðilar fengu sína trúnaðarmenn
til að bera fram málið í þing-
inu, og á Alþingi 1923 voru gerð
lög, sem áttu að tryggja það,
að þjóðleikhús yrði byggt. Nefnd
var sett til að stýra sjóðnum.
Indriði Einarsson var formað-
ur hennar. Hann fékk miklu
meiri tekjur í sjóðinn, heldur
en nokkur hafði búizt við.
Ýmsir menn sáu ofsjónum yfir
því, að svo mikið fé skyldi renna
til listarinnar, og þeir menn
gerðu hverja tilraunina af ann-
arri til að fá breytt löggjöfinni
um þjóðleikhúsið og svifta það
tekjum. En þetta tókst ekki.
Indriði Einarsson og Fram-
sóknarmenn stóðu saman um
leikhússjóðinn. Þegar komið var
fram á árið 1930 var sýnilegt,
að kreppa var í aðsigi. Þá fóru
óvaldir menn að ganga kring-