Tíminn - 20.12.1941, Page 1

Tíminn - 20.12.1941, Page 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAOUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON ÚTOBFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURENN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHtJSI, Llndargötu 9A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OO AUGLÝSINOASKRIFSTOFA: EDDUHÍJSI, Llndargötu 9A. Slmi 2323. PRENT8MIÐJAN KDDA hJT. Símar 3948 og 3720. 25. ár. Rcykjav£k, langardagmn 20. des. 1941 132. blað Svcinbiörn Höfnason: „Hinn óttalegi leyndardómur" Verkafólksekla heíir stórtaíið afgreiðslu skípa í Reykjavík Þórarinn Kristjánsson hafnarstjóri segir frá framkv. við höfnina Um þessar mundir er unnið að því að stækka athafnasvæði það, sem Reykjavíkurhöfn hefir yfir að ráða. Síðan landið var hernumið hafa margfalt fleiri skip leitað eftir afgreiðslurúmi við höfnina, enda hafa þrengsli iðulega tafið fyrir afgreiðslu skipanna. Þórarinn Kristj ánsson hafn- arstjóri hefir látið orð falla á þessa leið í viðtali við blaðið: „— Þegar Bretar hernámu landið tóku þeir strax nokkurn hluta af afgreiðslusvæði hafn- arinnar til hernaðarþarfa. Við það þrengist mjög um íslenzku skipin við höfnina. Síðar þegar Bandaríkjamenn komu hingað, þurftu þeir að sjálfsögðu að fá rúm fyrir sín skip. Varð þá að samkomulagi á milli hafnar- arstjórnar og Bandaríkja- manna, að haldið yrði áfram við að fullgera hafnarbætur, sem að nokkru leyti var byrjað á áður en landið var hernumið. Bandaríkjamenn féllust á að leggja til allt erlent efni, sem þyrfti til þessara mannvirkja, og að greiða allt að 90 þús. dollara í vinnulaun og fyrir efni keypt innan lands. Höfn- in skyldi hins vegar kosta verkið að öllu leyti og hefir hún látið framkvæma það eftir á- ætlunum, sem gerðar voru fyrir styrjöldina. í stuttu máli verða hafnar- bæturnar þessar: Við Ægisgarð austanverðan verður sett ný bryggja, 145 m. löng, kola- bryggjan verður lengd til suðurs um 70 m. og gamla farþega- bryggjan til austurs um 40 m. Áður var búið að fylla upp krikann norður af Eimskipafé- lagshúsin og verða hinar nýju bryggjur reistar framan við þá uppfyllingu í framhaldi af far- þegabryggjunni og kolabryggj- unni. Alls lengist það svæði, sem skip geta legið við, um 260 metra við þessa aðgerð. Áður voru bryggjurnar um 1000 m. að lengd en verða nú yfir 1200 metrar. Þegar minnst er á þrengslin við höfnina, er ekki unnt að ganga fram hjá öðru atriði, sem mjög hefir tafið afgreiðslu skipanna. En það er vinnuafls- eklan. Það hefir oft komið fyrir, að ómögulegt hefir reynzt að fá menn til þess að vinna við skipín og hafa þau af þeim á- stæðum orðið að bíða eftir af- greiðslu dögum saman, þótt rúm hefði verið fyrir þau við bryggjurnar. Áskorun til Val- týs Stefánssonar Valtýr Stefánsson heldur því fram í JVibl. í morgun, að J. J. hafi reynt að „einoka“ málara- listina sem leiðbeinandi ríkis- ins, og mun þar átt við for- mennsku J. J. í Menntamála- ráði. í tilefni af þessu er skor- að á Valtý Stefánsson að færa greinilegri rök fyrir máli sínu og nefna ákveðin dæmi því til sönnunar. Höíundum „leyndardómsíns" boðið að ræða um hann í útvarpínu Fyrir mörgum árum var gefinn úr hér á landi sér- staklega ómerkilegur reyf- ari, sem nefndist „Hinn óttalegi leyndardómur". — Nafnið mun hafa átt sinn þátt í því að bók þessi var mikið lesin og komst inn á flest heimili, svo að margir munu við hana kannast, þótt fátt merkilegt hafi af henni lærzt. Undanfarna daga hafa blöð bæjarins verið að semja drög að nýjum „óttalegum leyndar- dómi“ og telja víst, að hann verði lesinn mikið sem hinn fyrri. Enda er víst meira um það hugsað heldur en hitt, að hvaða gagni þessi saga megi koma — eða hve nærri hún fer lífinu og því, sem raunhæft er í því. Mbl., Vísi og Alþýðublaðið keppast öll um að semja drög að þessum leyndardómi, og á að hafa Mjólkursamsöluna sem uppistöðu reyfarans. Að vísu er aðalefnið fremur óheppilega valið, þar sem um fátt mun hafa verið meira rætt og ritað undanfarandi ár en stofnun þessa. — Árni frá Múla reynir að bæta úr þessu lítið eitt, með þvi að líkja Samsölunni við eitt fjarlægasta undraland verald- arinnar, Tíbet, og reyna þannig að varpa einhverjum dularfull- um blæ yfir efnið. Gallinn er aðeins sá, að menn hafa 'litla trú á Árna sem heimildar- manni um fjarlæg lönd, en máske gerir það reyfarann meira „spennandi“, að menn hafa það á tilfinningunni, að óhugsandi sé, að höfundurinn finni nokkru sinni leyndardóm- inn. Mjólkursamsalan hefir nú bráðum starfað í sjö ár, og birt reikninga sína um hver ára- mót. Henni hefir frá byrjun verið stjórnað af 7 mönnum. Ríkisstjórnin hefir skipað 2 þeirra, mjólkurbúin 2, bæjar- stjórn Reykjavíkur 1, Alþýðu- sambandið 1 og Samband ísl. samvinnufélaga 1. — Engin stofnun mun hafa fulltrúa frá svo mörgum aðilum í stjórn, að því, er ég bezt veit. Um starf- semina hefir verið rætt í út- varp, gefin opinber skýrsla um hana af mér, flest árin, bæði í blöðum og á fundum. Um hana hafa verið ritaðar fleiri grein- ar en um nokkra stofnun, sem ég þekki, að rekstri ríkisins ekki einu sinni undanskildum. Tveir endurskoðendur fara yf- ir alla reikninga hennar, iög- giltur endurskoðandi og annar skipaður af ríkisstjórninni. Sér- stakir menn og nefndir hafa þrásinnis verið skipaðir til at- hugana á fjölmörgu í rekstri hennar og skipulagi, og um það eru til opinberar skýrslur og greinargerðir. Margoft hafa verið gefnar upplýsingar um rekstur hennar á Alþingi, og öll mjólkurbúin byggja reikn- inga sína á reikningsskilum hennar og birta þá árlega. — Mér er ekki kunnugt um neitt fyrirtæki hér innan lands, sem almenningur hefir fengið slika fræðslu um, eða getað fylgzt eins vel með í öllum rekstri og skipulagi. Ég þyrði óneyddur að láta hana taka þátt í sam- keppni, sem þannig færi fram, að prófað væri hjá almenningi hvaða fyrirtækjum hann fylgd- ist bezt með og vissi mest um hér á landi, bæði um skipulag og rekstur, og það þótt ýms sómafyrirtæki væru með, eins og t. d. Alþýðubrauðgerðin, h.f. Árvakur, Sölusamband ísl. fisk- framleiðenda, og svo ég nú ekki nefni heildsalafyrirtækin öll, sem Vísir ber mest fyrir brjósti. Og þó jafnvel að í þessari sam- keppni væru prófaðir að þekk- ingu tornæmir menn á þessa hluti, eins og ritstjórar Sjálfstæðisblaðanna, ráðherra þess flokks, Guðm. Oddsson og nánustu dátar hans. Og svo á að telja mönnum trú um, að hér sé að nýju „hinn óttalegi leyndardómur“ á ferð. Allt sé hulið og engar upplýs- ingar fáist um þessa stofnun. Jafnvel er reynt að vekja grun hjá fólki um það, að þessi leyndardómur sé svo óttalegur, að mannorð mitt og forstjórans sé ekki sem öruggast, ef allt kæmi í dagsljósið, og annað á- líka drengilegt. — Helzt er ætlazt til, að Samsalan birti mánaðarlega reikningsskil, eða máske oftar, og stöðug rann- sókn fari fram, hvað hún á í sjóði, þennan og þennan dag- inn, hvaða fólk starfi hjá henni, — og meira að segja, hvar hver smáhlutur sé keyptur og til hvers notaður. — Þetta mun vera það, sem Sjálfstæðismenn kalla „vinnufrið“ og telja svo mikils verðan. Ég tala nú ekki um upplýs- ingarnar, sem blöðin veita um mig og nánustu samstarfsmenn mína. Flestir okkur ókunnugir menn ætla, eða hafa a. m. k. ástæðu til að ætla af þeirri fræðslu, að leit sé að illgjarn- ari og óheiðarlegri mönnum. Uppnefni og aðdróttanir eru daglegir viðburðir, og væru meiðyrðadómarnir orðnir æði- margir, ef við hefðum ávallt leitað til dómstólanna, er á- stæða var til mannorðs okkar vegna. — En hægt er að sýna fleiri en einn og fleiri en tvo slíka dóma, sem þegar hafa fall- ið, um að árásarmennirnir hafi ekki verið um of ráðvandir, en nálgast einatt ómennsku stiga- mannsins i vopnaburði. En nóg um það. Hver mun að lokum fá sinn dóm af verkum sínum, en ekki af því, hvað óvandaðir blaðasnápar eða illa siðaðir málrófsmenn segja um hann. En til þess að bæta ofan á fræðslu þá, sem almenningur þegar hefir um Mjólkursamsöl- una, — sem mér er jafnan kært að veita, — þá vil ég nú bjóða þeim, sem ætluðu að skapa „leyndardóminn óttalega", að ræða fyrir almenningi um þessi mál, einu sinni enn, og það í útvarpi, eins fljótt og því verð- ur við komið. Þar mun hægast að ná til flestra meðal þjóðar- innar, og má þá taka annað til athugunar um leið, t. d. mjólk- urhækkunina síðustu og dýr- tíðina, „tvísönginn“ og töfra- landið Tíbet og ýmislegt ann- að, sem frumdrættir þessa leyndardóms eru myndaðir af. Ég tel víst, að þetta tækifæri verði notað til að birta „leynd- ardóminn“ og sé því enga á- stæðu til að fjölyrða um ein- stök árásaratriði og getsakir að þessu sinnl, en mun víkja að þvi, þar sem alþjóð gefst tækifæri að hlýða á. Sveinbjörn Högnason. Bandankjamenn kaupa hér físk íyrír 20 milj. dollara Viðtal víð Hjálmar G. Bíörnsson viðsk.iulítrúa Hjálmar G. Björnsson, við- skiptafulltrúi Bandaríkjastjórn- ar á íslandi, kom til Reykja- vikur á fimmtudagsmorguninn var, ásamt aðstoðarmanni sín- um, Kenneth Lewis. Tíðinda- maður Tímans átti í morgun tal við Hjálmar. Lét Hjálmar meðal annars svo ummælt: — Eins og öllum er kunnugt hér á landi gerðust Bandarík- in aðili að fisksölusamningi þeim, sem ríkisstjórnin hafði í sumar gert við Bretland. Gekk sú breyting í gildi 27. nóvem- ber síðastliðinn. Er ég hingað kominn til þess að sjá um út- vegun á fiski þeim, sem hér verður keyptur, og annast greiðslu. Mun fiskur verða keyptur fyrir 20—25 miljónir dollara,það sem eftir er af samn- ingstímabilinu. Mun fiskurinn verða greiddur með ávísunum á dollara, sem íslendingar fá til fullra og óskertra umráða og geta ráðstafað á þá lund, er þeim bezt líkar. Ósk Bandaríkjanna er sú, að öll samskipti við ísland og ís- lendinga megi sem bezt ganga og verða sem ánægjulegust. Ég mun dvelja hér um óá- kveðinn tíma og innan skamms koma á stofn skrifstofu, þar sem dagleg störf vegna þessarra viðskiptamála fara fram. Meðan ég var vestra hitti ég oft fulltrúa íslands þar, Vil- hjálm Þór, Björn Ólafsson og Ásgeir Ásgeirsson, sem hafa innt af höndum mikið og gagn- legt starf í þágu viðskiptamál- anna og voru hvarvetna vel metnir og landi sínu til mesta sóma, Thor Thors, sem nú er nýkominn til Washington til þess að gerast fyrsti sendiherra íslendinga í nýja heiminum, og Agnar Klemensson, ræðismann í New York. Er hann góður vinur minn og bróðurlegur í viðkynningu og skyldurækinn maður. Enn hefir mér lítill tími unn- - Á krossgötum - Björn Kristjánsson kaupfélagsstjóri á Kópaskeri sagði blaðinu þessi tíð- indi: í gærdag fór bifreið yfir Reykja- heiði. En það hefir aðeins einu sinni komið fyrir áður að hún væri fær bif- reiðum á þessum tíma, en það var vet- urinn 1933—34. Það sem af er vetri hafa bifreiðar líka farið á milli Kópa- skers og Raufarhafnar. Sá vegur er venjulega ófær bifreiðum á þessum tíma árs, enda þótt hann liggi ekki um fjalllendi. Fólkseklan veldur bændum miklum erfiðleikum og áhyggjum. Bóndi héðan úr byggðar- laginu, sem kom til mín í morgun, kvað liggja við borð, að hann yrði að lóga nautpeningi sinum, vegna þess að sig skorti mannafla til þess að hugsa bæði um sauðféð og kýrnar. Má búast við að vinnufólkseklan orsaki mikil vandræði hjá bændum, ef ekki rætist úr innan skamms. t t t Hjálmar Tómasson frá Auðsholti í Biskupstungum er meðal gesta í bæn- um. Hann kom fyrir skömmu frá Höfn í Hornafirði, en þar hefir hann dvalið við íþróttakennslu á vegum U. M. F. í. um mánaðartíma. Að þessu sinni tóku um 30 nemendur þátt í íþrótta- námskeiði U. M. F. í. á Hornafirði. Voru það bæði piltar og stúlkur, flest ungt fólk, um og innan við tvítugt. Að námskeiðinu loknu fór fram leik- fimissýning. En vegna þrengsla 1 íþróttahúsinu gátu aðeins sárfáir á- horfendur notið þess að horfa á sýn- inguna. í vetur starfa 7 íþróttakenn- arar á vegum U. M. F. í. Kenna þeir íþróttir víðsvegar um landið, 1—3 mán- uði í senn. í vor fer fram landsmót í íþróttum á vegum Ungmennasam-* bandsins að Reykholti í Borgarfirði. ist til þess að skoða bæinn og landið, sagði Hjálmar að lok- um. En ég held, að hér sé gott að vera og mér lízt prýðilega á mig. Það er dálítið skuggsýnt núna, og engin norðurljós hefi ég ennþá séð. Hjálmar G. Björnsson er sem kunnugt er sonur Gunnars Björnssonar ritstjóra og Ingi- bjargar Augustine, konu hans, sem öllum íslendingum eru kunn og voru hér á ferð árið 1930 og ríkisstjórnin bauð hing- að 1940, og bróðir Björns G. Björnssonar, blaðamanns- ins vestur-íslenzka, er hing- að kom síðastliðið sumar og hefir verið hér síðan. Önnur systkini hans þrjú, Valdemar, Helga og Stephanía, hafa og komið hingað. Yngsti bróð- irinn heitir Jón, og er hann sá eini af börnum Gunnars, er eigi hefir enn heimsótt ættland sitt. Hjálmar er kvæntur íslenzkri konu, Ellu Jónasson frá Straum- firði á Mýrum. Er hún af þekktri ætt komin. Þau Hjálm- ar eiga eitt barn, fjögurra ára gamlan dreng. Ella Jónasson kom til íslands alþingishátíð- arárið. Hjálmar fæddist 18. marz 1904. Hann gerðist ungur blaða- maður og varð ritstjóri Minne- ota Mascot. Síðar varð hann meðritstjóri Minneapolis Tri- bune. En upp á síðkastið hefir hann starfað í landbúnaðar- ráðuneyti Bandaríkjanna. Það er eigi ofsagt, að fslend- ingar fagna hingaðkomu Hjálm ars. Munu þeir gerla sjá og meta þann vinarhug, sem kemur fram í því, að Bandaríkjastjórn sendir hingað hina ágætustu íslendinga erinda sinna. Erlendar fréttir Sókn Japana heldur áfram á Malakkaskaga. Hafa þeir tekið eyjuna P^enang, sem er við vest- urströnd’' skagans. Þar er mikil verzlunarborg og góður flug- völlur. Geta Japanir hindrað þaðan siglingar milli Singapore og Indlands um Bengalflóann. Japanskt herlið hefir komlzt yfir á Hongkongeyju. Segjast Japanir vera búnir að ná borg- inni á vald sitt, en Bretar segj- ast ekki hafa fengið þaðan fréttir seinasta sólarhringinn, en telji líklegt, að brezka setu- liðið þar verjist enn. Undanhald Þjóðverja í Rúss- landi heldur áfram, og fylgja Rússar þeim fast eftir. Sókn Breta í Libyu heldur á- fram, og hafa þeir nú tekið flug- völlinn við Derna. Hollenzkt herlið hefir tekið portugalska hluta eyjarinnar Japanskur her hefir náð fót- festu á Norður-Borneo. Á Filippseyjum verður Jap- önum lítið ágengt. Á víðavangi HVERJIR GRÆÐA Á VERÐ- FELLINGU PENINGANNA? Græða sparifjáreigendur? Nei, þeir hafa þegar tapað í raun og veru miklum hluta eigna sinna vegna dýrtíðar- innar. Græða útgerðarmenn? Varla, úr því að fiskurinn er seldur föstu verði, en tilkostn- aðurinn eykst með hverjum mánuði. Græða kaupmenn? Vafalaust fá þeir fleiri krón- ur handa á milli, en sá gróði verður minna virði á morgun en hann er í dag. Græða bændur? Margir þeirra telja búskap sinn blátt áfram í voða. Og hvernig á að verðbæta kjöt- ið, sem út er flutt og selt við lágu markaðsverði? Eða á að neyða þá til að bregða búi og flytja á mölina? Græða verkamenn og launamenn? Ekki er það sennilegt. Kaup þeirra hækkar að vísu í sam- ræmi við verðlagið. Hitt er annað mál, að margir hafa stórauknar tekjur vegna stöð- ugrar vinnu og lengri vlnnu- dags en venjulega. En það sem þeir hafa fram yfir dag- legar þarfir af þessum á- stæðum og geta dregið saman verður verðminna með hverj- um degi, sem líður. Af þessu er ljóst, að það er öllum stéttum þjóðfélagsins fyrir beztu, að verðlagið sé stöðugt. Hverjum er þá til hagsbóta, að dýrtíðin haldi áfram að vaxa? Fyrir hverja vinnur Sjálf- stæðisflokkurinn, sem kallar sig „bandaríki allra stétta.“ SVEINNINN FRÁ VIGUR, ritar leiðara í Morgunblaðið í gær. Greinar hans eru í senn illorðar og barnalegar. Hér er lítið sýnishorn: „Með misnotk- un samvinnufélaganna i þágu flokks slns, dauðarógi um aðrar stéttir (sic) þjóðfélagsins og rætnari lygum um einstaka menn úr hópi andstæðinga sinna en nokkur annar flokkur hefir Framsóknarflokknum tek- izt að blekkja nokkurn hluta bændastéttarinnar til fylgis við sig.“ — „Gjafar eru yður gefn- ar,“ bændur. — Þið gangist helzt upp við „dauðaróg" og „rætnar lygar“. Viturlega mælt! — Og þessi piltur þykist vera samboðinn fulltrúi bændum í Norður-ísaf j arðarsýslu. EFNI f KOLLUDÓMARA. Sveinninn frá Vigur hefir náð prófi í lögum við Háskóla ís- lands — eins og Ljótur litli. Hann virðist hafa talsvert af þeim eiginleikum, sem einn „kolludómara“ mega prýða. ÞRÍSÖNGUR. Vísir, Alþýðubl. og Morgun- bl. hafa undanfarna daga kyrj- að samróma þrísöng um mjólk- urverðið. Nú er farið að draga niður í þeim. í gær raulaði loks „bandaríkjakappinn“ einsöng í Vísi. Ber hann sig sem annar Golíat og þykir firn mikil, að Páll Zóphóníasson skuli ekki þegar ganga á hólm við sig. „Bíður hvað síns tíma,“ og svo óhæga gistingu hefir Árni þeg- ið undir vopnum Páls í Norður- Múlasýslu, að lítt mun hjarta hans fýsa aftur á þann vett- vang. Skyldi Alþýðublaðið veita honum vígsgengi á Seyðisfirði í sumar? Timor, sem liggur skammt frá Ástralíu, en Hollendingar og Portúgalar hafa átt sinn helm- ing eyjarinnar hvor. Portúgalar höfðu leyft Japönum að koma þar upp flugbækistöð og óttuð- ust Bandamenn að þaðan yrðu gerðar loftárásir á Ástraliu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.