Tíminn - 20.12.1941, Page 2

Tíminn - 20.12.1941, Page 2
TÍME\I\, lawgardagiim 20. des. 1941 132. blað 524 JQMS JÓXSSOX: Hvíldartími í listum og bókmenntum ÍUÍM ^íminn Luufíardafiinn 20. des. Vetrarhjálp »banda- ríkjanna(< Þeim Vísismönnum hefir sýni- lega brugðið illa í brún við smá- grein um Vetrarhjálpina hér í blaðinu. Var þar mjög hógvær- lega á það bent, að margir kynnu því illa, að fremsti og helzti kosningasmali Sjálfstæð- isflokksins hér í bænum væri einvaldur, að heita mætti, um starfsemi Vetrarhjálparinnar svo nefndu. Vísir setur upp helgisvip og fárast yfir því, að með þessu sé verið að spilla fyrir því, að fá- tæku og einmana fólki sé veitt jólaglaðning frá þeim, sem nóg hafa efnin. Það er svo langt frá því, að Tíminn vilji draga eða hafi dregið úr því. En hitt er jafn augljóst mál, að enginn ein- stakur stj órnmálaflokkur ætti að lúta svo lágt að gera þessa starfsemi að pólitískri féþúfu sinni. Öllum bæjarbúum er ætlað að leggja í eina allsherj- ar guðskistu eftir efnum og á- stæðum, og þá er það líka skylt að haga starfinu þannig, að enginn minnsti grunur geti á fallið um pólitíska sérdrægni í sambandi við það. — Þetta hefir verið vanrækt. Og því verður ekki leynt, sem allir bæjarbúar hafa verið sjón- arvottar að, við undanfarnar bæjarstjórnarkosningar og al- þingiskosningar, að Sj álfstæð- isflokkurinn hefir flutt á kjör- stað ótrúlega mikið af örvasa fóiki og jafnvel orðið að bera það að kjörborðinu. Um þetta getur hver og einn gert sínar hugleiðingar. Vetrarhjálpin safnar allmiklu fé á ári hverju í peningum, auk annarra nýtilegra hluta. Fyrir nokkuð af þessum peningum munu vera gefnar út ávísanir á vörur, föt • og matvörur. Ekki fer það leynt, að viðskipti þessi þykja ganga nokkuð ójafnt yf- ir. Eðlilegt má telja, að meiri- hlutinn lendi til hinna stærri verzlana, sem hafa fjölbreytt- astar vörur, eða til þeirra, sem eru í næsta nágrenni við styrk- þegana. Hitt er og vitað, að al- veg virðist gengið fram hjá vissum verzlunarfyrirtækjum án þess, að ástæður liggi í aug- um uppi. Hvað skyldi Vetrarhjálpin beina mörgum slíkum ávísun- um til KRON? Þær munu vart vera til. Af hverju? Er KRON ekki samkeppnisfært um verð- lag? Hefir það ekki sæmilegt úrval af vörum? Er það svo illa sett í bænum með útbúum sín- um, að erfitt sé að sækja þang- að vörur? Eða er hér um blákalda hlut- drægni að ræða frá kaupmann- inum, safnaðarformanninum og kosningastjóranum, sem veitir Vetrarhjálpinni forstöðu? Vísir veit það vel, að gagn- rýni á starfsemi Vetrarhjálp- arinnar nær langt inn í fylk- ingar Sjálfstæðismanna hér í borginni. Margir þeirra fara þar um hörðum orðum, meira að segja. Þess vegna bregður Vísi svona ónotalega við smáklausu í Tímanum. Þar var að vísu vikið að því, sem satt er og á allra vitorði, að þessi starfsemi var tekin hér upp, að þýzkri fyrir- mynd, af manni, sem var vel kunnugur í Þýzkalandi. En þar er Vetrarhjálpin starfrækt á vegum nazistaflokksins. Þetta er aukaatriði. Hitt er kjarni málsins, sem Vísir geng- ur steinþegjandi fram hjá, að það er brot á velsæmi og skort- ur á háttvísi, að velja kosninga- stjóra ákveðins stjórnmála- flokks til þess að hafa tögl og hagldir um vetrarhjálp fyrir al- menning hér í bænum. Flokk- urinn ætti þá hreinlega að láta slíka Vetrarhjálp ganga undir sínu nafni. Hún gæti þá heitið „Vetrarhjálp bandaríkjanna.“ Nei, Vísir sæll. Það er ekki til neins að ætla sér að fela kjarna málsins bak viö helgigrímu. Það grisjar of mikið gegnum hana. Það er heldur ekki til neins að I XVIII. Svo sem fyr er sagt, sömdu þrír kommúnistar innan óró- legu deildar myndlistarmanna sóknarskjal á hendur mennta- málaráði og borgurum hins ís- lenzka þjóðfélags. Var skjalið birt í öllum dagblöðum höfuð- st.aðarins. Verða hin mörgu óá- nægjuefni höfundanna tilfærð hér, og um leið krufin til mergj- ar. Kemur þá í ljós, hve senni- legt er, að höfundarnir séu færir um að bæta á sig þeirri byrði í mannfélagsmálum, sem þeir telja sig færa um að bera. Fyrsta sóknaratriðið er sam- anburður á höfundum fornbók- menntanna og höfundum um- rædds plaggs. Segja þeir jafnt á komið. Höfundar fornbók- menntanna hafi farið út í lönd, drukkið í sig menntastrauma þar, komið heim með mikinn forða, ávaxtað útlenda lær- dóminn í ritum sínum og með þessu gert þjóðina fræga. Sama segjast þeir gera, sækja útlend áhrif og bregða frægðarljóma yfir land sitt. Höf. er ókunnugt um, að frægð hinna fornu rithöfunda liggur í því, að þeir brutu nýj- ar leiðir. Þeir öpuðu ekki eftir að skrifa á klerklega vísu á lat- inu. Þeir voru brautryðjendur sem höfundar og skáld á sinni tíð. Þeir rituðu á móðurmáli sínu, einir allra menningar- þjóða á þeim tíma. Frægasti rithöfundurinn á þessu tíma- bili var Jíóndasonur, alinn upp í sveit, og bóndi á mörgum jörðum alla sína manndóms- tíð. Hann var á fertugs aldri er hann fór fyrst til útlanda, al- gerlega fullmótaður og há- menntaður af sveitamenningu og tómstundaiðju. Aftur á móti hafa forsprakkar órólegu deild- arinnar farið ungir utan, stund- um með litla kjölfestu, drukk- ið gagnrýnilítið í sig erl. stefn- ur, og þær stundum ærið öfga- kenndar, gerzt gagnrýnilitlir eftirlíkjendur útlendra fyrir- mynda og ekki brugðið áber- andi frægðarbirtu yfir land sitt utanlands. Eina íslenzka lista- manninn, sem hafði vakið eft- irtekt í Ameríku og Englandi, Kristján heitinn Magnússon, eltu afbrýðisamir stéttarbræður með kaldyrðum og viðurkenn- ingarleysi fram á grafarbakk- ann. Samanburður lítt þrosk- aðra íslenzkra myndgerðar- manna við höfunda gullaldar- ritanna er þess vegna rangur og óviðeigandi hvernig sem á er litið. Næst benda höfundarnir á, að sumir íslendingar reyni að stunda. myndlist í tómstundum sínum. Einn sé meira að segja sveitabóndi og hafi fengið að skreyta Búnaðarbankann, en ekki verið til þess fær, af því að hann sé bóndi og eigi heima í sveit. Hér gleyma höf. að svo að segja allar íslenzkar bók- menntir frá fornöld til þessa dags eru tómstundavinna og unnin í sveit. Egill Skallagríms- son seldi ekki ljóð sín. Ekki er vitað að Hallgrímur, Bjarni, Jónas, Matthías, Steingrímur, Hannes, Þorsteinn, Einar Bene- berja sér á brjóst og segja, að svona séu þessir Framsóknar- menn illa innrættir og harð- brjósta. Þeir vilji ekki unna fá- tæku fólki jólagleði. Framsóknarmenn munu í þessum efnum vera eins og fólk er flest. Sumir hafa einhverju að miðla, sumir ekki. En þeir munu margir þannig skapi farnir, að þeir vilja heldur buga einhverju að náunganum í kyrrþey en leggja það í guðs- kistu Sjálfstæðisflokksins, enda þótt þess verði þá getið á prenti. Og það eru ekki alltaf þeir, sem sækja um styrk til Vetrar- hjálparinnar, sem erfiðast eiga. Þeir verða oft harðast úti, sem fæst mæla. Það færi óefað betur á því, að Vetrarhjálpin yrði eftirleiðis háð opinberu eftirliti eða þá falin einhverjum viðurkennd- um félagsskap á borð við Rauða krossinn t. d. Þeirri kröfu mun mikill fjöldi bæjarbúa samsinna. +. diktsson eða Stephan G. Step- hansson hafi verið atvinnu- skáld. Allir þessir menn höfðu listina í hjáverkum. Það vill meira að segja svo til, að sá málari, sem höf. vilja óvirða, Ólafur Túbals, er alinn upp á sveitabæ í sömu sýslu og Snorri Sturluson, — langfræg- asti listamaður þjóðarinnar. — Það má kalla kaldhæðni örlag- anna, að sama dag, sm höfuð- staðarblöðin birtu umrædda á- rás á Ólaf Túbals, seldi hann 4 málverk eftir sig verkfræðing- um frá verzlunarfyrirtæki, sem starfar í mörgum löndum. Þeir fordæmdu ekki listamanninn fyrir að eiga heima í sveit. Þriðja árásin var beinlínis á menntamálaráð fyrir að hafa leyft sveitabóndanum að skreyta Búnaðarbankann. Höf- undarnir voru líka í þessu efni svo illa að sér, að vita ekki, að forstjóri bankans valdi sjálfur mann til þess verks. Hann einn hafði rétt og myndugleika til þess og datt ekki í hug að spyrja menntamálaráð eða óá- nægða listamenn um ráð í þessu efni. Fjórða ástæðan til sjálfhóls er að dómi höfundanna, að þeir séu eftirmenn hinna snjöllu forfeðra, sem rituðu fornritin á skinn með mikilli prýði. Hér ber enn að sama brunni. Höf- unlarnir vita ekki, að hér var um að ræða íslenzka listaiðju. Sveitamenn framkvæmdu hana í sveitaheimilum, við sams- konar lífsskilyrði og íslenzkir bændur, þar á meðal Ólafur Tú- bals, iga við að búa þann dag í dag. XIX. Fimmta ákæran er á hendur öllu hinu íslenzka mannfélagi, en sérstaklega þó þeim mönn- um, sem fyr eða nú hafa átt sæti í menntamálaráði. Þeir segja, að engir nema listamenn geti dæmt um gildi listaverka. Almennir borgarar hafi ekkert vit á þeim efnum. Þeir segja, að ekki væri fjarstæðara að láta blinda menn velja bækur handa Landsbókasafninu, heldur en að fela venjulegum borgurum að kaupa listaverk í söfn ríkisins. Ályktunin er vitanlega sú, að þar sem málarar og mynd- höggvarar einir hafi vit á að meta listaverk, þá eigi þeir að velja sín eigin verk í hendur hinna blindu, og þar á meðal fyrir allsherjar samsafn hinna blindu, sem sé mannfélagið sjálft. Hér er um að ræða mjög frumlega kenningu. Ef hún er rétt, þá eiga listamenn ein- göngu að vinna fyrir sína stétt. Engir nema listamenn eiga að hafa listaverk í heimilum sín- um, af því að engir aðrir hafa vit á gildi þeirra. Ef veröldin færi eftir þessari kenningu myndu allir lista- menn sálast úr hungri innan árs frá því að kenningin hlyti allsherjarviðurkenningu. Lista- menn hafa yfirleitt litlar mæt- ur á verkum keppinauta sinna, og langar að öllum jafnaði ekki til að hafa þau fyrir augum sér. Auk þess eru listamenn, jafnvel á íslandi, svo fáir, að þeir skapa sáralítinn markað að sínum eigin verkum. Reynslan er þveröfug við það, sem höfundarnir segja. Lista- menn þrá mest af öllu lof og viðurkenning samborgara sinna og þykir sú lind sjaldan streyma of örlega. í öðru lagi hafa þeir hinar mestu mætur á að selja verk sín hversdagslegum borg- urum, og fá sem mest fé fyrir þau. Má af þessu sjá, að höf- undarnir hafa ekki grundað dóma sína glögglega, þegar þeir misskilja hin óbreytanlegu lög, sem frá upphafi hafa gilt í öll- um löndum um viðskipti lista- manna og borgaranna sjálfra. Sjötta ádeiluefnið leiðir af hinu fimmta. Ef borgararnir í landinu hafa ekkert vit á list- um, er það sannað mál, að þeir fimm borgarar, sem Al- þingi velur í menntamálaráð, eru flís úr því tré, sem þeir eru “teknir úr. Ef venjulegar mann- eskjur eru steinblindar á list, þá eru menntamálaráðsmenn það líka. Ef raunin er hins veg- ar sú, að hver listamaður eigi frægð og fé algerlega undir dómum venjulegra borgara, þá er það hygginna manna hátt- ur, að láta nefnd venjulegra borgara koma fram í þessu efni fyrir almenning, því að hann er lánardrottinn og lífgjafi lista- mannanna. Sjöunda sökin er sú, að hið íslenzka mannfélag vanræki listamenn sína. Hér kemur greinilega fram mótsögn hjá höfundunum. Ef almennir borg- arar hafa ekkert vit á list, er eðlilegt, að þeir vilji ekki miklu fórna fyrir þau gæði, sem þeir hafa engin skilyrði til að meta. En sjálf ásökunin bendir á hitt, sem hér er haldið fram, að listamenn eru mjög fíknir í allskonar viðurkenningu og þó einkum mikinn orðstír og fé frá meðbræðrum sínum. Kem- ur líka að því, að höf. segja mannfélagið of naumt í fjár- útlátum til listamanna sinna. Hér kennir mikillar fákænsku hjá höf. Engin þjóð leggur til- tölulega jafn mikið fé fram til listamanna sinna eins og ís- lendingar. Engin þjóð nema ís- lendingar hefir tekið marga listamenn á laún ríkissjóðs, hjálpað þeim með sérstökum ríkisaðgerðum til að byggja sér hús, veitt fé úr ríkissjóði til að kaupa verk þeirra og tryggt fjölmörgum þeirra með ríkis- aðgerðum ókeypis ferðalög til annarra landa. Vel menntur og víðförull Breti, sem dvalið hef- ir hér á landi um stund hefir sagt við þann, sem þetta ritar, að hann hafi hvergi séð jafn mikið af listaverkum í húsum manna eins og í Reykjavík, ef miðað sé við íbúatölu bæjar- ins. Höfundarnir hafa þess vegna orðið glámskyggnir í þessu efni. íslenzkir borgarar hafa verið og eru æðsti dómstóll um ís- lenzka list. íslenzkir borgara höfðu hinn þjóðlega fróðleik um hönd öldum saman, unnu því, sem bezt var og vernduðu það. Það eru íslenzkir borgarar, sem hafa uppgötvað Hallgrím Pétursson og Jón Vídalín og öll þau skáld, ræðusnillinga og andans menn, sem síðar hafa lifað hér á landi. Fólkið í Ör- æfum, Mývatnssveit, Vatnsdal o. s. frv. vill ekki flytja burt úr byggðum sínum, af því að það metur fegurð þeirra með dómgreind hins listþroskaða manns. Öll menning íslendinga fyr og síðar byggist á þessum þroska almennings. Öll fram- tíð íslenzkrar listar byggist á þessari staðreynd. Áttunda ádeiluefnið er það, að listamenn sjálfir velji ekki verk sín handa væntanlegu lista- safni, en í stað þess kaupi menntamálaráð nú árlega nokk- uð af verkum í því skyni. Ég hefi áður fært fram aðalrökin gegn þessari ósk. Viðbótarrök liggja fyrir hendi í undangeng- inni lýsingu á samkomulagi listamanna. Myndi ein klíkan virða aðra? Myndi órólega deildin kaupa af þeim mönnum, sem hún fyrirlítur, og leyfir ekki húsrúm með sér á almennri sýningu? Menn geta svarað hver fyrir sig. En til frekari skýring- ar vil ég nefna eitt dæmi, þar sem listamaður átti að velja úr sínum eigin myndum handa væntanlegu listasafni og tókst það mjög illa. Fyrir nokkrum árum, og áður en ég tók sæti í menntamálaráði, bauð nefndin Jóni Stefánssyni málara að kaupa af sjálfum sér og verð- leggja sjálfur málverk eftir sig, handa væntanlegu listasafni. Honum var fengin rífleg fjár- hæð í þessu skyni. Jón er, svo sem kunnugt er, mjög dugandi málari. Hefir ríkisstjórnin og menntamálaráð fyr og síðar keypt af honum margar myndir og flestar mjög góðar. En þegar hann átti að velja sjálfur, brást honum bogalistin. Hann valdi eftir sig mynd, sem er svo andstyggilega ljót og klúr, að óhugsandi er að láta hana vera á almannafæri, hvorki í safni né húsum ein- stakra manna. Myndin er af Þorgeirsbola, þar sem hann veður fram, allur fleginn, og dregur húðina. Hann er í gífur- legu ástríðuástandi og er ekki farið leynt með hin ytri tákn þess, fremur en samsvarandi atvik í seinni skáldsögum Lax- Nokkrar nýjar bækur Roald Amundsen: Sókn min tii heimskautanna. Jón Eyþórsson þýddi. — Bókaútgáfan Edda. Ak- ureyri. 1941. Bls. 204. — Verð: Kr. 32.00 í skinnb. Æfisagnaritun hefir átt vax- andi vinsældum að fagna sein- ustu árin. Ný æfisagnagerð hef- ir rutt sér til rúms, þar sem þess hefir verið gætt jöfnum höndum, að hafa frásögnina skemmtilega og skapa glögga og heilsteypta mannlýsingu. Slíkar sögur, ef þær takast vel, eru í senn hið skemmtilegasta og lærdómsríkasta lestrarefni. Nokkrar æfisögur í þessum stíl hafa verið birtar á íslenzku, en yfirleitt hafa þær verið vald- ar með tilliti til þeirra lesenda, er hneigjast að lestri reyfara. Þessvegna hafa bækur um Neró, Maríu Antoinette, Maríu Stuart og Kleopötru verið valdar. Hinu hefir verið meira sleppt, að kynna þjóðinni æfisögur raun- verulegra mikilmenna og hug- sjónamanna. Er það áreiðan- lega rangt mat á íslenzkum les- endum, að þeim myndi síður geðjast bækur um slíka menn en vitfirrta grimmdarseggi og flagðkvendi. Roald Amundsen er vafalaust í hópi þeirra afreksmanna, sem heilbrigðum íslenzkum lesend- um mun þykja hollt að kynn- ast. Þegar á unga aldri tók hann tryggð við þá hugsjón, að gerast landkönnuður og rjúfa hina dularfullu leynd heims- skautanna. Alla æfi sina vann hann þrotlaust að því starfi, en þó hefði hann ekki náð slíkum árangri og raun ber vitni um, ef viljaþrek hans og kjarkur hefði ekki verið óbilandi. Hann hlaut mikla frægð fyrir afrek sín, en varð einnig fyrir marg- víslegu aðkasti og rógburði, eins og títt er um mikla menn. Sárast sveið honum andblástur landa sinna, en Amundsen var ættjarðarvinur mikill og reyndi jafnan að tryggja þjóð sinni fulla hlutdeild í sigrum sínum. Það var fyrst eftir hið skyndi- lega fráfall hans, er öllum Norðmönnum skildist, hvílíkan afburðamann þeir höfðu átt og hversu vítt hann hafði borið hróður Noregs.'í dag er Amund- sen viðurkennd þjóðhetja Norð- manna og hinn sterki vilji hans mun vera þeim öflug hvatning til að láta ekki bugast, þótt strangur mótbyr blási um stund. í bók þessari segir Amundsen frá hinni viðburðarríku æfi sinni. Hann byrjar á uppvexti sínum, getur atvikanna, sem réðu hinni örlagaríku ákvörðun hans, lýsir hinum markvissa undirbúningi að æfistarfinu og síðan koma frásagnirnar um hin mörgu afrek. Þá skýrir hann frá sorgleg- asta þætti æfi sinnar, er fjár- brallsmönnum tókst að gera hann félausan, Varpaði það um skeið rýrð á álit Amundsen, og mun honum ekki hafa fallið annað þyngra um dagana. Frásögnin er lipur og laus við málalengingar. Ýmsum kann þó að finnast kaflinn um við- skipti Amundsen og Nobile fulllangur, en orsök þess er nán- ar skýrð í formála bókarinnar. Jón Eyþórsson hefir þýtt bókina á gott mál og skrifar auk þess stutta skýringagrein með hverjum kafla og loks all- •ítarlega grein um Amundsen sjálfan. Er mikill fengur að þessum greinum Jóns, einkum aðalgreininni. Amundsen gerir lítið að því að lýsa sjálfum sér og verður mynd hans því miklu gleggri í huga lesendanna eftir að þeir hafa lesið viðbæti Jóns. þessa bók Amundsens. Margar góðar myndir og teikningar prýða bókina og er allur frágangur hennar mjög vandaður. Þeir, sem telja það holla dægrastyttingu að kynnast dugmiklum, reglusömum í- þróttamanni, traustum, forsjál- um leiðtoga í mannraunum, og drenglyndum þrekmanni, sem aldrei lét bugast, ættu að lesa þessa bók Amundsen. Þ. Þ. Kjartan J. Gíslason frá Mosfelli: Vor sólskinsár. Útg.: Jens Guðbjörnsson. Rvík 1941. Bls. 110. Verð: Kr. 10.00 ób., kr. 13.00 b. Kjartan frá Mosfelli er sér- stætt skáld. Hann hefir aðal- lega valið sér það hlutverk að yrkja gamankvæði,-, en bak við kímnina lætur hann þó oftast felast spaklega hugsun. Það gefur ljóðunum stórum meira gildi en venjulegum gaman- kvæðum. Þetta er þriðja ljóðabók Kjartans. Hinar tvær hafa afl- að honum viðurkenningar. Síð- asta bók hans er þó órækt merki þess, að hann er enn í framför. Gamankvæðin, sem eru um margvísleg efni, en þó oftast um ástina og kvenfólkið, taka mest rúm í bókinni. Eins og gefur að skilja, eru þau mis- jöfn að gæðum, en nokkur þeirra má hiklaust telja í fremstu röð slíkra kvæða. Þessi Ijóðabók sýnir það gleggra en kunnugt var áður, að Kjartan á til fleiri strengi en kímnina. Þar eru nokkur aðdá- unarljóð um íslenzka náttúru, t. d. Skógarsálmur og Göngu- ljóð. í Skógarsálmi farast Kjartani m. a. þannig orð: Hér kennir mér að biðja björkin græn, svo beiskja og kuldi víki úr mínu geði, því hér er skógarlauf hvert lítil bæn til ljóssins föður, þrungin trúargleði. í Gönguljóði segir hann: í fjallalofti finnst mér gott, að fá mér heilnæmt andlitsbað. Hvað yngir betur útlit manns? Og ekkert kostar það. Með eyrun full af fuglasöng ég fótgangandi held minn veg, og ekkert ferðafólk í bíl er fagnandi sem ég. Stundum bregður líka fyrir viðkvæmum, þunglyndum tón- um og sennilega býr Kjartan yfir meira af þeim en kímni- ljóð hans bera vott um. Ein- hvern veginn finnst mér að Vís- ur leikarans minni á hann sjálfan, en þar segir hann: Því þó að lífið lami þrátt mitt létta skap á margan hátt og færi sérhvert bros í bann, - er bezt að leika glaðan mann. Frágangur bókarinnar er vandaður. Þ. Þ. ness. En til að fullkomna mynd- ina, sést ung og saklaus stúlka, sem horfir í draumamóðu til- finningalífsins á hina trylltu æsing skepnunnar. Þannig liggur málið ljóst fyr- ir. Ofan á hin almennu rök, sem mæla móti því, að myndagerð- armenn selji ríkinu sín eigin verk með sjálfsmati, bætist sú staðreynd, að eina myndin, sem ríkið á, sem er algerlega óboð- leg í listasafn var seld rík- inu af dugandi listamanni, þeg- ar honum var falið sjálfdæmi. Ef svo fer með hið græna tréð, hvað myndi verða um hin visnu lauf? XX. Níunda árásarefnið er það, að menntamálaráð kaupi of lítið af þeim myndgerðarmönn- um, sem fylgja öfgastefnum. Hér er úr vöndu að ráða. Flestir þessir menn búa við mjög þröngan fjárhag. Borgarar vilja ekki kaupa myndir í klessustíl. Menntamálaráð hefir alla tíð keypt allmikið af myndum eftir slíka menn, bæði til að láta sjást öll straumhvörf í listaþró- uninni, en einkum í þeirri von, að með því að hlynna nokkuð að mönnum, sem sýnilega voru á afvegum, kynnu þeir með meiri reynslu að sjá að sér og verða menn að meiri. Meðan ekki er til listasafn eru málverk landsins geymd í ýmsum skrif- stofum ríkisins, skólum, bústað forsætisráðherra, ríkisstjóra o. s. frv. En þegar verið er að leita í geymsluhólfi mennta- málaráðs í þessu skyni, þá verða jafnan eftir málverk öfga- mannanna, svo sem skip, sem ekki er unnt að greina frá kólgubakka á himninum, fólk sem er helmingi lægra og helm- ingi gildara heldur en mann- (Framh. á 4. slðuj

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.