Tíminn - 13.02.1942, Blaðsíða 4
4
TÍMIM, föstmlagiim 13. febr. 1943
1. blað
ÚR BÆNIIM
Skemmtanir
Framsóknarmanna.
Síðan um áramót hafa Framsóknar-
félögin í Reykjavik haldið tvær fjöl-
mennar skemmtisamkomur í Odd-
fellowhúsinu. í bæði skiptin hafa fleiri
viljað fá aðgang heldur en húsrúm
hefir leyft. Fyrri samkoman var 4. jan.,
og var það jólatrésfagnaður fyrir um
200 börn að deginum, en ræðuhöld,
söngur og dans að kvöldinu. Fluttu þeir
m. a. ræður þeir Jónas Jónsson alþm.
og Hermann Jónasson forsætisráð-
herra. — 10. febr. var svo önnur
skemmtun, er hófst með hinni einkar
vinsælu Framsóknarvist. Síðan var
verðlaunum úthlutað til sigurvegar-
anna í vistinni. Stuttar ræður fluttu
alþingismennirnir Skúli Guðmundsson
og Steingrímur Steinþórsson. Síðan
var dans stíginn með hinu mesta fjöri
langt fram á nótt. Skemmtanir Fram-
sóknarmanna eru taldar — jafnvel af
mörgum andstæðingum — einhverjar
fjörmestu og heilbrigðustu skemmtan-
ir, sem haldnar eru í Reykjavik. Með-
al annars er það algerlega undantekn-
ing, ef þar sést ölvaður maður, en það
er meira en hægt er að segja almennt
um skemmtisamkomurnar í höfuð-
staðnum nú á dögum.
„Gullna hliðiff".
Leikfélag Reykjavikur hefir nú sýnt
leikrit Davíðs Stefánssonar 25 sinnum.
Fær leikritið mjög góða dóma og er
aðsókn að því alltaf jafn mikil.
Farsóttir í bænum.
Orðrómur hefir gengið undanfarið
um, að hettusótt og kighósti séu
mjög útbreidd hér í bænum. Tíminn
hefir leitað upplýsinga um þetta mál
hjá Magnúsi Péturssyni héraðslækni
og kvað hann hettusótt hafa verið hér
viðloða síðan í fyrravor og væri hún
mjög væg, en nú eftir áramótin hefði
orðið vart óvenju margra tilfella af
henni. Um kíghóstann gaf Magnús þær
upplýsingar, að hann væri kominn í
nokkur hús hér í bænum en vægur og
á byrjunarstigi. Að öðru leyti kvað
héraðslæknir heilsufar bæjarbúa vera
gott miðað við allar aðstæður.
Vegabréfin.
Þessa dagana er verið að úthluta
vegabréfum til íbúa Reykjavíkurbæjar.
Fulltrúi lögreglustjóra hefir látið blað-
inu þær upplýsingar í té, að þegar sé
búið að úthluta um 3000 vegabréfum,
en alls verður úthlutað um 30000 vega-
bréfum. Allir bæjarbúar á aldrinum
12—60 ára eru skyldir til að bera vega-
bréf og er þeim úthlutað þannig, að
göturnar eru afgreiddar eftir stafrófs-
röð. Fólk ætti ekki að láta dragast að
vitja vegabréfanna og muna eftir að
hafa í fórum sínum tvö eintök af
myndum af sér. Verður önnur myndin
fest á vegabréfið en hina geymir lög-
reglan. Það er ekki áríðandi að mynd-
irnar séu nýjar, heldur að þær séu
hreinar og greinilegar.
Samkvæmt skeyti
frá sendiráðinu í Kaupmannahöfn
til utanrikisráðuneytisins hafa þessir
íslendingar nýlega lokið prófi við
verkfræðingaháskólann þar í borginni
og hlutu þeir allir fyrstu einkunn: Sig-
urður Jóhannsson í byggingaverkfræði
með vatnsvirkjun sem sérgrein, Rögn-
valdur Þorkelsson í byggingaverkfræði,
Vilhjálmur Guðmundsson í efnaverk-
fræði og Gísli Hermannsson í véla-
verkfræði. Auk þess hefir Guðm. Arn-
laugsson lokið prófi í stærðfræði við
háskólann í Kaupmannahöfn og Björn
Bjamason lokið fyrrihluta-prófi í
stærðfræði við sama skóla með ágætis
einkunn.
Skíðaskáli Ármanns brennur.
Hinn 4. jan. síðastl. brann skíða-
skáli Ármanns í Jósefsdal til kaldra
'kola. Skíðafólkið, er svaf í skálanum
bjargaðist á síðustu stundu, skólaust
og klæðlítið að öðru leyti. Ármenning-
ar hafa nú þegar hafizt handa um
byggingu nýs skíðaskála og er fjár-
söfnun hafin með þessar framkvæmdir
fyrir augum. Ættu bæjarbúar að leggj-
ast á sveifina með þessu duglega fél-
agi og styrkja það til að koma upp
nýjum skíðaskála. Það er ekki aðalat-
riðið að leggja fram háar fjárupphæð-
ir, heldur að hver og einn gefi sinn
skerf, því að margt smátt gerir eitt
stórt.
Skjaldarglíma Ármanns.
Hin árlega skjaldarglíma Glímufé-
lags Ármanns fór fram 2. febr. síðastl.
Þátttakendur voru alls 20, þar af 10
úr Ármann en 10 úr ýmsum ung-
mennafélögum úti á landi. Hafa utan-
bæjarmennirnir æft glímu í einn til
tvo.vetur á vegum Glimufél. Ármanns,
en tóku að þ essu sinni þátt i skjaldar-
glímunni sem fulltrúar þeirra ung-
mennafélaga, sem þeir eru meðlimir
í. Hlutskarpastur varð Kristmimdur
Sigurðsson lögregluþjónn úr Ármann.
Hlaut hann 18 vinningar og glímu-
skjöldinn. Annar var Kjartan Berg-
mann Guðjónsson úr Ármann með 17
vinninga. Auk þess hlaut Kjartan
verðlaun fyrir fegurðarglimu. Þriðji
varð Jóhannes Ólafsson úr Ármann
með 16 vinninga. Þátttaka í þessari
glímukeppni var meiri en í nokkurri
annari, sem fram hefir farið á vegum
Glímufél. Ármanns. Fór keppnin fram
í húsi Iðnaðarmannafélagsins við Von-
arstræti. í ráði er að seinna í vetur fari
fram tvisvar glímukeppni á vegum Ár-
manns. Verður annað flokka-
glíma en hitt glímusýning og í sam-
bandi við hana fer fram bændaglíma.
Hjónaband.
í gær voru gefin saman í hjónaband
af Bjarna Jónssyni vígslubiskupi
ungfrú Svava Rosenberg (Rosenberg
hóteleiganda) og Adolf Frederiksen,
verzlunarstjóri. Heimili ungu hjónanna
er Hringbraut 191.
Verkföllin,
sem hófust um áramót, eru nú úr
sögunni. Bókbindarar, skipasmiðir,
járniðnaðarmenn og klæðskerar hafa
hafið vinnu samkvæmt úrskurði gerð-
ardóms. Prentarar hafa horfið til
vinnu við sömu kjör og áður án íhlut-
unar gerðardóms. Verkfall rafvirkja
hefir verið úrskurðar ólöglegt, þar eð
þeir voru bundnir samningum til 22.
janúar. Þeir eru nú í þann veginn að
hefja vinnu á ný.
Áheit á Strandarkirkju.
afhent Tímanum, að upphæð kr.
50 frá Þingeyingi.
Næsta blaff
Tímans kemur ekki út fyrr en eftir
helgi.
Samníngarnir . . .
(Framh. af 1. siðu)
tilkynnt opinberlega, að hún
muni gera slíkan samning við
ísland.
5. Samið var um, að beint
póst- og símasamband yrði tek-
ið upp milli landanna og hefir
Bandaríkjastjórn staðfest, að
svo verði bráðlega.
6. íslenzku ríkisstjórninni var
heitið því, að hún skyldi fá til
umráða þrjú leiguskip af hent-
ugri stærð, og hefir nú verið
gengið frá leigu þessara skipa.
Vilhjálmur Þór bankastjóri
var formaður nefndarinnar, sem
annaðist þessa samninga við
Bandaríkjastjórn, en aðrir
nefndarmenn voru Ásgeir Ás-
geirsson bankastjóri og Björn
Ólafsson stórkaupmaður. —
Cordell Hull utanríkismálaráð-
herra undirritaði samninginn
fyrir hönd Bandaríkjanna.
**% Eldri árgangar Dvalar
eru nú þegar farnir að
hækka í verði. Eftir
nokkur ár mun Dvöl öll frá byrjun
(complet) verða komln i hátt verð.
Herðatré
fyrirliggjandi til kaupmanna og kaupfélaga.
S Ö G IIV Ð. F.
Einholt 2.
Sími 5652.
TILKYNNIN G.
Frá og með föstudeginum 13. febrúar 1942 verður reiknað
30 aura heimsendingargald fyrir hverja sendingu frá verzlunum
félagsmanna.
Jafnframt eru heiðraðir viðskiptamenn áminntir um að
gera innkaup sín tímanlega, sérstaklega á laugardögum.
Félag' kjötverzlana í Reykjavík.
Úrskurðir gerðard. . .
(Framh. af 1. síðu)
vikukaupið skyldi vera kr. 1Q0.00
í stað kr. 103.30 í hinum nýja
samningi. Eftirvinnukaup skyldi
iækka að sama skapi. Að öðru
leyti staðfesti rétturinn nýja
samninginn.
Sveinafélag skipasmiða hafði
samið við atvinnurekendur um
að kaupið yrði framvegis kr.
100.00 á viku í stað kr. 1.93 á
klst., að vinnutíminn verði
styttur úr 53 í 48 klst. á viku,
að sumarleyfi lengist úr 8 í 12
daga, að yfirvinna bætist með
50% í stað 59% og að kaup
greiðist í allt að 4 vikum, er
slys eða atvinnusjúkdóm ber að
höndum. Eftir upplýsingum,
sem gerðardómurinn fékk hjá
skipasmíðastöðvunum, hafa
smiðirnir haft undanfarið kr.
98.44 vikukaup, miðað við 48
klst. vinnu. Gerðardómurinn
úrskurðaði því, að vikukaup
sveina skyldi vera kr. 100.00 í
stað 103.30 í nýju samningun-
um, en hann skyldi staðfestast
að öðru leyti.
Gerðardómurinn hefir fengið
nokkur fleiri kaupgj aldsmál til
úrskurðar, en þau eru þýðing-
arminni en þessi.
Þá hefir gerðardómurinn fellt
nokkra úrskuði um verðlag á
ýmsum vörum. Þannig hefir
gerðardómurinn lækkað smá-
söluverð á kjöti um 10 aura og
sett hámarksverð. á sykur, korn-
vörur og kaffi.
Strax eftir að bráðabirgða-
lögin höfðu verið staðfest, birti
viðskiptamálaráðherra skrá um
helztu nauðsynjavrur, sem ekki
má selja hærra verði en gert
var í seinustu árslok, nema
gerðardómurinn staðfesti verð-
breytinguna.
Rvík. 27. ágúst 1941
_ Herra ritstjóri!
Út af grein yðar „Ættemi Þjóðólfs“,
sem birtist í Tímanum 26. þ. m., þar
þar sem þér segið að ég sé einn af á-
hrifamestu aðstandendum blaðsins
Þjóðólfur, bið ég yður góðfúslega að
leiðrétta í blaði yðar þessari röngu
staðhæfingu. Hefi ég hvorki vérið eða
er neitt við blaðið riðinn, aldrei verið
styrktarmaður þess, kaupandi þess eða
skrifað í það nokkurt orð og ekki einu
sinni séð blaðið, að undanteknu fyrsta
eintakinu, sem óvænt barst mér í
hendur.
Virðingarfyllst
Gísli Jónsson
HEILÐSÖLUBIRfiBTTr—WSfNI JÓNSSON.
HAFNAR6TR.S, REYKJAVlK,
Kopar,
aluminium og fleiri málmar
keyptir i LANDSSMIÐJUNNI.
KAUPI GULL
langhæsta verði
SIGURÞÓR,
Hafnarstr. 4.
ÞUSUNDIR VITA
að æfilöng gæfa fylgir hringum
frá
SIGURÞÓR,
Hafnarstræti 4.
heildsölubirgðir: f
ÁRNIJÓN5S0N |
REYKJAVÍK §
Húsmæðraskólinn
326 Victor Hugo:
hverja ljósa veru; það var fanginn. Hún
hafði dregizt á stað þann, er henni var
ætlaður.
Þegar Charmolue var kominn til sæt-
is síns, tjáði hann dómurum og áheyr-
endum, að sú ákærða hefði gengizt við
öllum þeim sökum, er á hana voru born-
ar. Fas hans allt og orðfar var mjög
virðulegt og auðséð, hve ánægður hann
var yfir happi sínu og dugnaði.
— Tatárastúlka, sagði dómsforsetinn.
Þér hafið meðgengið þær sakir, sem á
yður eru bornar, galdra, lauslæti, morð?
Það var sem kjark stúlkunnar brysti
og mátti gerla heyra, að hún grét í
myrkrinu.
— Ég játa öllu, öllu, sem þið viljið
láta mig játa, svaraði hún loks, og
röddin var bæld. En drepið þið mig
fljótt!
— Umboðsmaður í kirkjulegum mál-
um, sagði forsetinn. Dómararnir eru
reiðubúnir að hlýða á mál yðar!
Meistari Jakob Charmolue reis upp.
Hann hélt á þykkum skjalabunka. Hann
tók nú að lesa af blöðum sínum. Til-
burðir og látbragð allt var mjög hlægi-
legt, orðfæri tilgerðarlegt, málhreimur-
inn annarlegur og tilvitnanir margar.
Hann hafði ekki lokið innganginum að
ræðu sinni, þegar svitinn tók að leka
af enninu og augun ætluðu að springa
Esmeralda 327
úr höfðinu. Hann þagnaði í miðju kafi,
og allt í einu var sem neistum lysti
úr augum hans:
— Herrar mínir! hrópaði hann svo og
talaði nú á frönsku, því að þetta las
hann ekki af blöðum sínum. Djöfullinn
er svo tengdur þessu máli, að hann er
hér enn nærstaddur. Hann stendur og
hefir hágöfugan konunginn að spéi!
Sjáið þið, sagði hann og benti á geit-
ina, sem veitt hafði öllum hinum ein-
kennilegu tilburðum meistara Jakobs
athygli og hélt, að hún ætti að apa þær
eftir. Hún hafði því risið upp á aftur-
fæturna og reigði hausinn með síðu
geitarskegginu og fálmaði út í loftið
með framlöppunum. Yfir henni var
jafnvel sá hræsnisblær, sem manninum
var svo tamur.
Þessi atburður hafði mikil áhrif.
Geitin var nú tekin og fætur hennar
bundnar ramlega. Meistari Jakob, hinn
konunglegi embættismaður, hóf aftur
máls, þar sem hann hafði frá horfið.
Það var löng ræða, og ræðuflutning-
urinn í engu frábrugðinn því, sem venja
var. En loks hafði hann þó lokið máli
sínu. Hann lét þá á sig höfuðfat sitt
og settist.
Pétur Gringoire andvarpaði.
Maður í svartri skikkju kom nú til
Esmeröldu. Það var málsvari hennar.
(Framh. af 1. siðu)
kennir frú Ólöf Blöndal og ég
sjálf að nokkru leyti. Vefnað
kennir frú Erna Ryel, heilsufr.
kennir María Hallgrímsdóttir
læknir en leikfimikennsluna
annast ungfrú ‘ Sonja Carlson.
Þá verður stúlkunum veitt til-
sögn í teikningu og annast
Þjóðverjinn Kurt Zier þá
fræðslu. Aðrar greinar mun ég
annast sjálf að mestu leyti.
Frú Fjóla Fjeldsteð annast
matreiðslukennslu á kvöldnám-
skeiðunum.
— Hvað er að segja um hús-
næði skólans?
— Eins og þér sjáið, segir frú
Hulda, er þetta gamalt hús. En
nýlega hefir farið fram gagn-
gerð breyting og viðgerð á því
og má segja, að húsið sé orðið
mjög þægilegt og vistlegt. Öll
gluggatjöld og áklæði eru gerð
hér á landi og er það sannar-
lega mikið verk, sem liggur í
því einu saman. Annars er
óhætt að segja, að skólanum
hefir verið séð vel fyirir flestum
hlutum, sem þarf til að hefja
skólareksturinn.
— Hverjir gengust aðallega
fyrir því að skólinn var stofn-
aður?
— Skólinn er stofnaður og
starfræktur eftir hinum nýju
lögum um húsmæðraskóla.
-GAMLA BtÓ ■
OF MARGAR
STtLKVR
(TOO MANY GIRLS)
Amerísk dans og söngva-
mynd.
RICHARD CARLSON
LUCILLE BALL
ANN MILLER.
Sýnd kl. 7 og 9.
Framhaldssýning
kl. 3i/2—ey2:
Tengdamamma
(You can’t fool your wife)
LUCILLE BALL
JAMES ELLISON
----NÝJA BÍÓ
RADDIR
VORSINS
(SPRING PARADE)
Hrífandi fögur músik-
mynd, sem gerist I Vínar-
borg og nágrenni hennar
á keisaratímunum.
Aðalhlutverkið leikur og
syngur:
DEANNA DURBIN.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
(Lægra verð kl. 5.)
Innilegustu hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin-
arhug, með nœrveru og skeytasendingum, við andlát og
jarðarför föður okkar, Ingimundar Ma&iússonar, Bœ í
Króksfirði.
Fyrir mína hönd og systra minna
Magnús Ingimundarson
Tilkyiming
Irá viðskiptamálaráðuneytinu.
frá viðskiptamálaráðimcytinu.
í viffskiptasamningum þeim, sem gerffir hafa veriff milli ís-
lands og Bandaríkjp.nna, er áskiliff, aff kaup á þeim vörum, sem
hér eru taldar, fari fram sameiginlega fyrir milligöngu ríkis-
stjórnarinnar:
Hampur,
Gúmmívörur,
Járn og stál,
Aðrir málmar.
Er því hér meff skorað á innflytjendur aff senda viffskipta-
nefndinni, Austurstræti 7, pantanir sínar af vörum þessum fyrir
næstu 12 mánuffi, ásamt umboffi til aff annast kaup á þeim.
Pöntununum skulu fylgja innflutningsleyfi.
Ennfremur fylgi pöntununum skýrsla um hve miklar birgffir
viffkomandi á fyrirliggjandi af þessum vörum, hve mikiff hann
hefir þegar pantaff af þeim og gerir ráff fyrir aff fá afgreitt eftir
venjulegum viðskiptaleiðum.
Vfðskiptamálaráðuneytið, 4. febr. 1942.
Ttlkynninn
frá viðskiþtanefiid
Meff tilvísun til samnings um sölu á fiski til Bret-
lands dags. 5. ágúst 1941, tilkynnist það hérmeff, aff
frá og meff deginum í dag til aprílloka 1942, hafa öll
íslenzk og færeysk fiskflutningaskip leyfi til aff kaupa
fisk á Breiffafirði, til sölu í Bretlandi.
VIÐSKIPTAXEFIVDIN,
Reykjavík, 11. febrúar 1942.
Fundarboð
Samkvæmt breytingum á lögum Slysavarnafélags íslands,
sem samþykktar voru á aðalfundi félagsins 1941, ber að stofna
sérstaka slysavarnadeild í Reykjavík. Samkvæmt þessari breyt-
ingu verður stofnfundur Reykjavíkurdeildar Slysavarnafélags
íslands haldinn í Kaupþingssalnum í Eimskipafélagshúsinu
sunnudaginn 15. febr. n. k. Verður uppkast að lögum fyrir deild-
ina lagt fram til umræðu og samþykktar, stjórn og endurskoð-
endur kosnir tíl eins árs og fulltrúar á Landsþing Slysavarnafé-
lagsins, sem ákveðið er að komi saman í Reykjavík fyrri hluta
marzmánaðar n. k.
Allir æfifélagar Slysavarnafélags íslands búsettir í Reykja-
vík, allir félagar, sem greitt hafa árstillag til félagsins fyrir ár-
ið 1941 og það sem af er þessu ári, og búsettir eru í Reykjavík og
Seltj arnarneshreppi, svo og þeir, sem gerast vilja stofnfélagar
deildarinnar á sofnfundinum, hafa atkvæðisrétt á fundinum og
verða taldir félagar Reykjavíkurdeildar Slysavarnafélags íslands.
Fundurinn hefst kl. 2 síðdegis.
Reykjavík, 12. febr. 1942.
Stjorn Slysavarnafélags íslands.
4 krossgötum
(Framh. af 1. siðu)
af vörum skipsins. Skipverjar komust
allir í land á skipsbátnum, enda dágott
veður. En áður en skipinu yrði bjarg-
að á flot hvessti, svo að vonlaust er
nú að skipið náist út. Línuveiðaskipið
Fróði var 124 smálestir að stærð, eign
Þorsteinn Eyfirðing.
Skrifstofa
Framsóknarflokksins
er á Lindargötu 9 A
Framsóknarmenn! Muniff aff
koma á flokksskrifstofuna á
Lindargötu 9 A.