Tíminn - 13.02.1942, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.02.1942, Blaðsíða 1
Aukablað TlHIIMV, föstiidagiiui 13. febr. 1942 AnkablafK Lausn dýrtíðarmálsins SteSna Framsóknarílokksíns heíir sigrað Vegna þess að Tíminn hefir ekki getað komið út frá síðustu áramótum, en síðan hafa ýmsir stórir atburðir gerzt í dýrtíðarmálinu, þykir rétt að rekja þá og aðdrag- anda þeirra í aðaldráttum. Síðan styrjöldin hófst hefir það mátt heita sameiginlegt á- lit manna, að það væri eitt stærsta viðfangsefni þjóðar- innar að sporna gegn aukinni dýrtíð. Þótt atvinnuvegirnir geti um stund risið undir nú- verandi verðlagi og kaupgjaldi, ætti öllum að vera það ljóst, að þeir megna það ekki, þegar útflutningsvörurnar fara að falla í verði. Þá er ekkert annað framundan en hrun fjölmargra atvinnufyrirtækja, stórfellt at- vinnuleysi og almennt neyðar- ástand. Verðfelling krónunnar og margháttaðar þvingunar- ráðstafanir munu sigla í kjöl- farið. Þess vegna er það óum- flýjanleg nauðsyn, ef ekki á að stefna fjármálum og atvinnu- vegum þjóðarinnar í beinan voða, að stöðva eftir fremsta megni hækkanir á verðlagi og kaupgj aldi. Þess misskilnings gætir hjá ýmsum, að nægilegt sé að stöðva annað hvort verðlagið eða kaup- gjaldið. En slíkt er hin mesta firra. Það er ekki hægt að halda kaupgjaldinu niðri, ef verðlag- ið hækkar stöðugt. Það er held- ur ekki hægt að halda verðlag- inu niðri, ef kaupgjaldið er alltaf að hækka. Það er ekki hægt að stöðva dýrtíðina, nema hvort tveggja sé stöðvað, kaupgjaldið og verðlagið. Dýrtíðarlögin. Framsóknarflokkurinn hefir beitt sér meira fyrir því en nokkur annar ísl. stjórnmála- flokkur, að dýrtíðin yrði stöðv- uð. Það var fyrst og fremst verk Framsóknarmanna að sett voru sérstök lög um þetta efni, dýrtíðarlögin svokölluðu, á vetrarþinginu 1941. Flokkurinn notaði meirahluta þingtímans þá til þess að ná samkomulagi um þetta mál innan ríkis- stjórnarinnar, en þegar það tókst ekki, lagði viðskiptamála- ráðherra fram frv. í þinginu. Aðalatriði frumvarpsins var að afla verulegs fjár, sem yrði notað til þess að halda verð- laginu niðri, og koma þannig í veg fyrir kaupgjaldshækkanir, af völdum verðhækkana. Af hálfu Framsóknafflokksins var tekið fram, að frv. mótaði ekki nema að nokkru leyti stefnu hans í dýrtíðarmálinu, þar sem það væri flutt í von um sam- komulag við hina stjórnar- flokkana. Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæð(isflokkivrinn rfamein- uðust þó um að fella veigamesta atriðið úr frumvarpinu. Þrátt fyrir það hefðu dýrtíðarlögin getað orðið að verulegu gagni, ef þau hefðu verið röggsamlega framkvæmd. En lögin voru ekki framkvæmd, því að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins neituðu að framkvæma þau, enda þótt þeir hefðu greitt atkvæði með þeim í þinginu. Dýrtíðin hélt því á- fram að vaxa án þess að nokkuð væri gert af hálfu þess opinbera til þess að stöðva hana. Frá þeim tíma, er lögin voru samþykkt og fram í okt. síðastl. eða á þrem mánuðum, hækkaði vísitalan um 17 stig, eða úr 155 stigum í 172 stig. Ef dýrtíðarlögin hefðu verið rögg- samlega framkvæmd, hefði vel mátt koma að mestu í veg fyrir þessa hækkun vísitölunnar. Tillögur Framsóknar- maima á aukaþing- inu. Framsóknarmönnum var það vel ljóst, að þessi þróun í dýr- tíðarmálinu var hin háskasam- legasta. Sökum þeirrar miklu vísitöluhækkunar, sem hafði orðið síðan dýrtíðarlögin voru samþykkt, var málið orðið enn erfiðara viðfangs, og auk þess mátti búast við víðtækum kaupkröfum um áramótin. Þess vegna þurfti orðið fjöl- þættari og víðtækari ráðstaf- anir en dýrtíðarlögin gerðu ráð fyrir, til þess að halda verðlag- inu og kaupgjaldinu í skefjum. Vegna þess, að Framsóknar- mönnum var þetta ljóst, beittu þeir sér fyrir því síðastl. haust, að kvatt yrði saman aukaþing, þar sem reynt yrði að gera dýrtfðarmálinu fullnægjandi skil. Þar lagði flokkurinn fram mjög víðtækar tillögur í mál- inu. Aðalatriðið í dýrtiðarfrumv. flokksins voru þessi: Banna kauphækkanir, banna verð- hækkun innlendra vara og stöðva verðhækkun erlendra vara með framlögum úr dýr- tíðarsjóði, ef þörf krefði. Með slíkum ráðstöfunum var dýrtíðin stöðvuð, án þess að nú- verandi kjör fólks til sveita og sjávar yrðu á nokkurn hátt erfiðari, en sneitt hjá baráttu um gagnslausar augnabliks- hækkanir. Jafnframt þessu var nauð- synlegt að gera ýmsar aðrar ráðstafanir. Nauðsynlegt var að koma í veg fyrir það, að á meðan kaup launamanna og bænda væri lögbundið, gætu einstakir menn safnað stórfé og notað það til að auka braskið og verðbólguna. Þess vegna lagði Framsóknarflokkurinn til, að skattar á þessu ári yrðu veru- lega þyngdir á háum tekjum og að það fé, sem þannig aflaðist, yrði geymt til hörðu áranna, sem 1 vændum eru. Einnig þurfti að koma í veg fyrir, að hernaðaryfirvöldin torvelduðu þessar ráðstafanir með of mik- illi eftirspurn eftir íslenzku vinnuafli. Þess vegna lagði Framsóknarflokkurinn það til, að sérstaklega yrði samið við þau um þetta efni. „Frjálsa leiðln.“ Eins og kunnugt er náðu til- lögur Framsóknarflokksins ekki samþykki á aukaþinginu í haust. Forráðamenn Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins vísuðu þeim á bug með þeim forsendum, að þær væru óþarf- ar og hættulegar þvingunarráð- stafanir, sem ekki myndu ná tilætluðum árangri, en honum mætti hinsvegar ná með hinni svokölluðu „frjálsu leið“, þ. e. með samningum við verkalýðs- félögin og verðlagsnefndirnar. Ráðherrar Sjálfstæðis- og Al- þýðuflokksins þóttust sérstak- lega hafa kynnt sér viðhorf verkalýðsfélaganna og þyrfti ekki að óttast þau í þessum efnum. „Mér er kunnugt“, sagði Stefán Jóhann í umræðum á Alþingi 24. okt. s. 1., „að það er engin sérstök hreyfing í þá átt að segja upp kaupsamningum með það fyrir augum að hækka grunnkaupið.“ Framsóknarmenn vantreystu hinni „frjálsu leið“ frá upp- hafi. Þeir töldu ógerlegt að hægt yrði að halda verðlaginu niðri, ef „frjálsa leiðin“ yrði farin. Þeir töldu ótrúlegt, að ekki myndu einhver hinna mörgu stéttarfélaga knýjafram grunnkaupshækkanir og ef að þeim heppnaðist það, myndu hin félögin koma á eftir. Jafn- framt bentu þeir á, að miklu örðugra yrði fyrir ríkisvaldið að leysa þessi mál eftir að kaup- deilur væru hafnar en áður en kaupkröfur væru komnar fram. Linleg framkoma Alþingis myndi líka hvetja félögin til þess að gera auknar kröfur, þar sem þau óttuðust þá minna af- skipti löggjafarvaldsins. Reynslan hefir fullkomlega staðfest mat Framsóknar- manna á hinni „frjálsu leið“. Vísitalan hefir hækkað úr 172 stigum í 183 stig siðan dýrtíð- arfrumvarp Framsóknarflokks- ins var fellt. Nokkur helztu fé- lög iðnaðarmanna hófu verk- fall um áramótin og kröfðust 20—30% grunnkaupshækkunar. Það er mjög augljóst mál, ef bezt launuðu stéttirnar fengju slíka kauphækkun, að félög verkamanna, sem eru lægra launuö, myndu þá einnig vilja fá kauphækkanir, enda væri það sanngirnismál eftir að þannig væri komið. Launamenn í opinberri þjónustu yrðu þá einnig að fá svipaða kaup- hækkun. Átökin í þessum kaupdeilum voru því raunverulega um það, hvort kaupgjald ætti almennt að hækka um 20—30%, og verð- lagið myndi þá fylgja eftir að sama skapi. Ættu allir að geta séð hvaða afleiðingar það hefir fyrir atvinnuvegina í framtíð- inni. Gerðardómuriim. Um áramótin var það því ljóst, að „frjálsa leiðin“ myndi leiða til fullkomins öngþveitis. Framsóknarmenn voru þá sem fyrr reiðubúnir að grípa til rót- tækra ráðstafana. Alþýðuflokk- urinn vildi ekkert gera frekar en á aukaþinginu, sökum bæjarstjórnarkosninganna, en SjálfstæðisflQkkurinn var tví- skiptur. Meðal hinna hyggnari og gætnari manna flokksins hafði stefna Framsóknarflokks- ins I dýrtíðarmálinu náð veru- legu fylgi, en hinsvegar voru blö'ð flokksins búin að æsa tals- vert af verkamönnum og launa- mönnum, sem flokknum hafa fylgt, gegn stefnu Framsóknar- flokksins með þvi að telja hana andstæða hagsmunum þeirra. Það'var því orðið miklu erfiðara fyrir Sjálfstæðisflokkinn að standa að íausn þessara mála nú en það hafði verið á haust- þinginu. Niðurstaðan varð samt sú, að samkomulag náðist milli Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins um skipun gerð- ardóms í kaupgjalds- og verð- lagsmálum. Má ekki gera neina breytingu á kaupgjaldi eða verð- lagi helztu nauðsynja, án leyfis dómsins, en hann skal í kaup- gjaldsmálum fylgja þeirri meg- inreglu, að grunnkaup sé ekki hækkað. Gerðardómslögin ná skemmra en dýrtíðarfrv., sem Framsókn- arflokkurinn bar fram á auka- þinginu. Aðalkos’tur þeirra er sá, að þau koma í veg fyrir grunnkaupshækkanir. Hinsveg- ar hindra 'þau ekki verðhækk- anir erlendra vara og stöðva því ekki hækkun vísitölunnar og kaupgjaldsins eins og dýrtíð- arframvarpið hefði gert, ef það hefði verið samþykkt. En þrátt fyrir þennan annmarka hikaði Framsóknarflokkurinn ekki við að beita sér fyrir lögunum, því að með þeim var stigið fyrsta stóra sporið í dýrtlðarmálinu og fyrsti verulegi árangurinn feng- inn af baráttu Framsóknar- flokksins á haustþinginu, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði nú orðið að lögfesta það, sem hann hafði þá verið á móti. Með því að ná þessum árangri var líka fengin stórum bætt aðstaða til þess að koma fram öðrum stefnuatriðum flokksins í dýr- tíðarmálinu, Framsóknarflokkurinn lét það ekki hafa nein áhrif á aðstöðu sína, að það hlaut að vera miklu erfiðara að framkvæma gerðar- dómslögin en það ' var síð- astliðið haust, að fá almenning til að sætta sig við lögfesting- una, Þá voru engar kaupdeilur hafnar, en nú voru verkföll byrj uð og menn eru þá alltaf treg- ari til undanlátssemi. Hin slæ- lega framkoma aukaþingsins hefir líka bersýnilega ýtt undir kröfur stéttarfélaganna, því að þær urðu miklu meiri en gert var ráð fyrir síðastliðið haust. Blöð Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins höfðu líka reynt eftir megni að gera lög- festingarleiðina sem óvinsæl- asta hjá launastéttunum. Það höfðu því skapazt verulegir ný- ir örðugleikar við framkvæmd þessara mála síðan dýrtíðarfrv. Framsóknarflokksins var fellt, en Framsóknarmenn voru eigi að síður reiðubúnir að taka á sig vandann og óvinsældirnar, sem oft fylgja því að vinna fyr- ír framtíðarheill þjóðarinnar gegn skammsýnum stéttar- kröfum. Árangur gcrðardónislaganna. Enn er of snemmt, að fella- dóm um árangur gerðardóms- laganna. Árangur þeirra hefir þó þegar orðið sá, að þau stétt- arfélög, sem gert höfðu kröfur um 20—30% kauphækkun, hafa aftur hafið vinnu, þótt kaup fé- lagsmanna þessara verði hið sama og það var síðastliðið ár. Telja má því víst að grunn- kaupshækkanir hafi verið stöðv- aðar og er sá árangur vissulega þýðingarmikill. Gerðardómurinn hefir þegar fellt nokkra úrskurði um verð- lag á ýmsum vörum. Þessir úr- skurðir lækka yfirleitt verðlag- ið. að mun frá því, sem það hefði annars orðið. Ýmsir ala þann ugg, að þessum verðlags- úrskurðum verði ekki hlýtt. En það er fyrst og fremst á valdi neytenda. Þeir eiga að fylgjast með hinu úrskurðaða verðlagi gerðardómsins og verði þeir þess varir, að verzlanir selji vörurnar hærra verði, eiga þeir að kæra til lögregluyfirvald- anna. Gerðardómnum er meðal annars ætlað það hlutverk, að ákveða það gjald, sem ýms iðn- fyrirtæki taka fyrir verk sín, t. d. smiðjur, prentsmiðjur og saumastofur. Vitanlegt .er að gróði þessara fyrirtækja hefir verið mjög mikill og því eðli- lega ýtt undir kaupkröfur hjá verkafólki þeirra. Nú hefir kaup starfsfólksins verið lögbundið. Ekkert réttlæti mælir með því, að fyrirtækjum þessum haldist uppi að safna stórgróða og þyngja þannig byrðar frarn- leiðslunnar og neytenda í land- inu. Þess verður því að vænta, að gerðardómurinn taki hér rösklega i taumana. Fjárframlög til að halcla vcrðlag- iim niðri. Með gerðardómslögunum var fenginn fram veigamikill þátt- ur úr dýrtíðartillögum Fram- sóknarflokksins, en þó voru enn óleyst þýðingarmikil atriði eins og t. d. framlög úr dýtíðarsjóði til að halda verðlaginu niðri, hæfilegur samdráttur Breta- vinnunnar og skattamálið. Framlög úr dýrtíðarsjóði til að halda verðlaginu niðri voru grundvallaratriði dýrtíðarlag- anna, sem Sjálfstæðisflokkur- irin hafði ekki fengizt til að framkvæma. Þegar ríkisstjórn- in var endurreist á aukaþing- inu í haust, settu Framsóknar- menn á ný það skilyrði, að þessu atriði dýrtíðarlaganna yrði framfylgt til að halda verðlag- inu niðri. Þótt hinir flokkarnir tækju þessu greiðlega þá, fékkst því ekki fullnægt. Strax eftir setningu gerðardómslaganna lagði Framsóknarflokkurinn enn aukna áherzlu á þetta atriði og sýndi fram á, að þegar búið væri að stemma stigu fyrir hækkun kaupgjaldsins, yrði að gera öflugri ráðstafanir til að halda verðlaginu niðri. Enn- fremur var bent á það, að vegna aukinnar Amerikuverzlunar hlytu erlendu vörurnar að hækka mjög í verði, ef slíkar ráðstafanir væru ekki gerðar. Náðist að lokum samkomulag um það i ríkisstjórninni, að þessu ákvæði dýrtíðarlaganna skyldi framfylgt og mun fram- kvæmd þess hefjast innan skamms. Ennfremur hefir náðzt samn- ingur um það milli stjórnar- flokkanna, að komið verði í veg fyrir að setuliðsvinna dragi verkafólk frá atvinnuvegunum. Hafa hernaðaryfirvöldin tekið þeirri málaleitun með fullum skilningi. Skattamálið. Það er því svo komið, að enn er ekki óleyst nema eitt atriði úr dýrtíðarlögum Framsóknar- flokksins, breyting skattalag- anna. Ef unnt hefði verið að taka Dessi mál í réttri röð, hefði ver- ið réttlátast og eðlilegast að 'af- greiða skattabreytinguna fyrst. Þá hefði aldrei skapazt hjá launastéttunum nein tortryggni um það, að dýrtíðarráðstafan- irnar ættu fyrst og fremst að ná til þeirra, en hátekjumennirn- ir ættu að komast undan með misjafnlega fenginn gróða. En rás viðburðanna hefir orðið pannig, að ekki hefir verið auð- ið að taka málin í þeirri röð. Gerðardómslögin, sem raun- verulega lögfesta kaup og kjör launafólks og bænda, gera það enn nauðsynlegra en áður að stríðsgróðinn sé réttlátlega skattlagður. Það væri ranglæti í mesta máta, ef launakjör meg- inþorra þjóðarinnar væri lög- bundin meðan fáir menn gætu safnað meginhluta stríðsgróð- ans í eigin pyngjur og notað Detta fé til að auka braskið og verðbólguna í landinu. Fátt væri líka þjóðinni háskalegra en að fjármagnið drægist í fárra manna hendur og skapaði þeim aðstöðu til þess að drottna yfir almenningi. Réttlát lausn skattamálsins er því stærsta velferðar- og réttlætismálið, sem nú bíður úrlausnar, Það fyrirkomulag er nú ríkj- andi í skattamálunum, að menn geta dregið skatta fyrra árs frá skattskyldum tekjum. Skattgreiðendur, sem greiddu háa skatta í fyrra, geta því að miklu leyti komizt undan því að greiða skatt af tekjum síð- astliðins árs. Framsóknarmenn reyndu að fá þessu fyrirkomu- lagi breytt á aðalþinginu 1941, en það tókst ekki þá. Ef þessu verður ekki breytt á næsta þingi, jafnframt nokkrum öðr- um endurbótum á skattalögun- um, myndi stríðsgróðinn að mestu leyti lenda í fárra manna höndum. Það er sjónarmið Framsókn- armanna að lita beri á stríðs- gróðann sem sameign þjóðar- innar, er eigi að geymast til örðugri tíma. Nú getur þjóðinni ekki nema að litlu leyti notazt hann til gagns. En eftir styrj- öldina þarf hún að endurnýja framleiðslutæki sín og halda uppi míklum verklegum fram- kvæmdum í stað hinnar óeðli- legu hernaðarvinnu nú. Þetta getur aldrei orðið, ef stríðsgróð- anum verður eytt í tilgangs- lausa kaupgjalds- og verðlags- keppni eða hann dregst í hend- ur fárra manna, sem eingöngu ráðstafa honum í samræmi við eigin hagsmuni. Útgerðarfélög eiga rétt á því að fá að safna nægilegum varasjóðum til end- urbyggingar skipa sinna og tryggingar rekstrarins, en vara- sjóðirnar eigá að vera undir ströngu eftirliti, sem tryggir það, að þeim sé ekki ráðstafað á annan hátt. Það, sem er þar framyfir af tekjum útgerðar- félaga, verður að renna í hinn sameiginlega sjóð þjóðarinnar, og sama gildiy með gróða verzl- ana og iðnfyrirtækja. Framsóknarflokkurinn mun telja það eitt meginverkefni sitt á næsta þingi að tryggja rétt- láta skattlagningu á stríðsgróð- anum. Flokkurinn mun leggja orku sína í það, að skattamálin fái skjóta og réttláta lausn. Afstaða AlþýðuflokJksins. Ekki má gleyma Alþýðu- flokknum, þegar þessi mál eru. rædd. Alþýðufl. var eindreg- ið þeirrar skoðunar i haust, að grunnkaupið ætti ekki að hækka, enda kemur það greini- lega í ljós í áðurgreindum um- mælum St. Jóhanns Stefáns- sonar á aukaþinginu, þar sem hann segir, að engin almenn hreyfing sé fyrir því, að fá grunnkaupið hækkað. Nú hefir Alþýðuflokkurinn alveg snúið við blaðinu. Flokk- urinn berst nú fyrir almennri kaupgjaldshækkun. Er alveg ljóst, að bæjarstjórnarkosning- arnar hafa valdið þessum skoð- anaskiptum flokksins. Flokkur- inn heldur að hann geti unnið sér fylgi launastéttanna með þessari breyttu afstöðu sinni. Það var strax hætt við því, að Alþýðuflokkurinn myndi lenda í þessari vök, þegar kommún- istar fóru að deila á hann síð- astliðið haust fyrir það, að hann vildi halda kaupgjaldinu niðri með „frjálsu leiðinni". Alþýðu- flokkurinn hefir alltaf staðizt illa ögranir kommúnista og iðu- lega látið þá lokka sig út í ófær- una. „Þriggja mánaða víxillinn“ 1936 og kosningaósigurinn 1937 hefir ekki getað kennt Alþýðu- flokknum. Annars má fullyrða það, að ísl. Alþýðuflokkurinn mun vera eini jafnáðarmannaflokkurinn í heiminum, sem berst fyrir grunnkaupshækkunum á þess- um tíma. í Bretlandi, Kanada, Svíþjóð og Ástralíu hafa verið gerðar víðtækar ráðstafanir til að koma i veg fyrir kauphækk- anir, en verkalýðnum hafa hins vegar verið tryggðar nokkrar dýrtíðarbætur, þó nær allstaðar minni en hér. Ástæð- an er sú, að verkalýðssamtök bessara landa skilja fullkom- lega, að þau eru að vinna verka- lýðnum mestan skaða, ef þau eru sífellt að hækka kaupið — og þá jafnframt dýrtíðina — og stuðla þannig að allsherjar hruni atvinnuveganna fyrr eða síðar. Alþýðuflokkurinn heldur því fram nú, að það sé réttarskerð- ing að lögfesta, kaupgjald eða að setja gerðardóm í vinnudeil- ur. í þessu sambandi má benda á það, að á þinginu 1939 sam- aykkti Alþýðuflokkurinn geng- islögin, sem lögfestu allt kaup- gjald í landinu. Árið áður höfðu Alþýðuflokksmenn beðið Al- Dingi að leysa stýrimannadeil- una með gerðardómi. í Noregi og Danmörku hafa jafnaðar- mannastjórnirnar hvað eftir annað leyst verkföll með gerð- ardómi. Það sýnir líka betur en allt annað tvöfeldni Alþýðu- flokksins í þessum efnum, að hann hefir iðulega krafizt lög- festingar á verðlagi innlendra afurða, þ.e. á kaupgjaldi bænda. Um kommúnista er óþarft að ræða. Þeirra markmið er þjóð- félagslegt hrun og bylting að því loknu. Frá sjónarmiði þeirra er því ekkert æskilegra en að dýrtíðin vaxi atvinnuvegunum yfir höfuð. Barátta þeirra fyrir aukinni dýrtíð er því vel skilj- anleg. Afstaða Sjálfstæðisflokksins. Þegar litið er yfir þessi mál frá upphafi verður því ekki neitað, að Sjálfstæðisfl. ber að verulegu leyti ábyrgð á því, hve mikil dýrtíðin er orðin og hversu erfiðara er orðið nú að koma fram nauðsynlegum dýrtíðar- ráðstöfunum en það var fyrir nokkrum mánuðum síðan. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengizt til að framkvæma dýr- tíðarlögin tafarlaust benda all- ar líkur til þess, að hægt hefði verið að draga verulega úr dýr- tíðinni. í stað þéss hefir hún hækkað úr 155 stigum í 183 stig síðan lögin voru sett. Slíkar ráðstafanir til þess að halda verðlaginu niðri myndu vafa- laust hafa friðað verkalýðssam- tökin, og þau þá síður haldið kaupkröfum sínum til streitu. En mistök Sjálfstæðisflokks- ins liggja ekki eingöngu í því að hindra framkvæmd laga, sem hann var búinn að samþykkja, heldur felldi hann einnig lög- festingarfrv. Framsóknarflokks- ins á aukaþinginu og gerði sitt ýtrasta til þess að skapa and- úð gegn frv., með því að telja það árás á launastéttirnar. Þetta gerði flokkurinn eftir að ráðherrar hans voru búnir að lýsa fylgi sínu við frv. Þessi áróður íhaldsblaðanna er meg- inorsök þeirra óvinsælda, sem gerðardómslögin hafa Sætt. Ástæðan til vinnubragða Sjálfstæðisflokksins í dýrtíðar- málinu er alkunn. Flokkurinn hefir ætlað a& byggja tilveru sína á því að látast vera eins- konar „bandaríki allra stétta“. Það hefir ekki getað samrýmzt þessum starfsháttum að fylgja fram málum, sem beindust gegn ímynduðum stundarhags- munum einnar eða annarar stéttar. Þess vegna hefir flokk- urinn ekki fengizt til að aka föstum tökum á viðkvæmustu og vandamestu viðfangsefnunum. Hin ákveðna og markvissa barátta Framsóknarmanna í dýrtíðarmálinu hefir nú orðið þess valdandi, að meirihlutinn af forráðamönnum Sjálfstæðis- flokkins hefir ekki talið sér lengur fært að fylgja hinni óábyrgu afstöðu, sem flokkur- inn hafði valið sér. Framsókn-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.