Tíminn - 08.03.1942, Blaðsíða 2
46
TÍMINW, saiMnmlagiim 8. marz 1942
12. blað
Vélráð kommúnísta í Bandaríkjunum
‘gímirin
Sunnudag 8. marz
Mál og menning
kommunista
Grein sú, er Tíminn birtir í
dag um vinnubrögð kommún-
ista í Bandaríkjunum, hlýtur
að vekja athygli allra þeirra,
seija eitthvað hafa gefið gaum
að starfsháttum þessa byltinga-
sinnaða einræðisflokks hér á
landi.
Bragðvísi og bakferli þeirra
vestan hafs, sem greinin fjallar
um, má rekja lið fyrir lið hér á
landi.
Hver kannast ekki við Æsku-
lýðsfylkinguna, sem átti að
gleypa Ungmennafélögin, eftir
að „sellur“ höfðu verið gróður-
settar í þau og látnar vinna um
nokkurt skeið. Tilraunin hefir
að vísu misheppnast, og flestir
forustumenn U. M. F. í. munu
standa þar dyggilega á verði
framvegis.
Hver kannast ekki við „Félag
byltingarsinnaðra rithöfunda",
sem hóf útgáfu Rauðra penna?
Hver kannast ekki við „Sam-
f ylkingu allra f rj álslyndra
flokka gegn stríöi og fasisma?"
Hver man ekki samfylkinguna
við Alþýðuflokkinn 1938 og
sprengingu hins síðar nefnda?
Hver man ekki bandalagið við
Héðin í „Samfylkingarflokki al-
þýðu — sósíalistaflokknum,“
og sparkið, sem Héðinn fékk,
þegar hann var genginn í gildr-
una?
Hver man svo ekki, er bylt-
ingarsinnaðir rithöfundar voru
látnir hætta útgáfu „Rauðra
penna“, en í stað þess reis upp
nýtt útgáfufélag undir nafninu
„Mál og menning“ með heila
halarófu af dauðskikkanlegum
borgurum til trausts og halds,
er skyldu bera félaginu vitni
fyrir guði og mönnum af öllu
brautargengi við kommúnista?
Smám saman tók gríman að
detta af ásjónu félagsins, og
hið rétta innræti að koma í
ljós. En enginn hefir orðið þess
var, að andlitin dyttu af vernd-
urum félagsins. Þeir virðast
hafa tekið slíka skollablindu, að
héðan af megi bjóða þeim, hvað
sem verða vill.
Mál og menning hagar starf-
semi sinni á þann hátt, að það
gefur út bækur almenns efnis
til fastra kaupenda. Eru þær
upp og ofan eins og gengur og
gerist. En jafnframt fá kaup-
endurnir tímarit félagsins. Og
þar birtist „sellan“ í réttu ljósi.
í stuttu máli er rit þetta hið
fúlmannlegasta, sem út kemur
hér á landi, Stormur ekki und-
an skilinn. Markmið tímaritsins
virðist vera fyrst og fremst að
hefja til skýjanna ritverk kom-
múnista og annarra stuðnings-
manna félagsins, en níða flest
annað eða gera lítið úr því. Þá
snýr tímaritiö einkum vopnum
sínum gegn Menntamálaráði
og aðstoð löggjafarvaldsins við
bókmenntir og listir í landinu.
Allt miðar að því að rugla fólk
í öllu mati á andlegum og þjóð-
legum verðmætum. Samhrúg-
unarþrugl Þórbergs skipar þar
öndvegi, en svo er nú almennt
nefnd sú stefna þeirra Kiljans,
að hrúga sem flestum orðum
saman í eitt — „tilþessað“ mál-
inu svipi sem mest til græn-
lenzku.
Þykir nú rétt að birta hér
nöfn nokkurra þeirra manna,
er að þessari ritmennsku standa
og bera á henni siðferðilega á-
byrgð. Geta menn þá ’norið
þetta saman við aðferðir kom-
múnista og taglhnýtinga þeirra
vestan hafs.
Formaður félagsins og fram-
kvæmdarstj óri er kommúnist-
inn Kristinn Andrésson. Vara-
formaður er Sigurður Thorlaci-
us skólastjóri. Meðstjórnendur:
Sigurður Nordal, H. K. Laxness
og Ragnar Ólafsson.
Hér eru svo sem ekki kom-
múnistar í meirahluta. Hver
mun t. d. láta sér til hugar
koma, að Sgurður Nordal vilji í
raun og veru leggja nafn sitt
við níðgreinar í timaritinu, sem
beint hefir verið að vinum hans
og samverkamönnum?
Þá er nú ekki slorlegt um að
Grein þessi er ágrip af rit-
gerð úr desemberhefti „The
Readers Digest“. Höfundurinn
var áður ritstjóri að komm-
únistiskum vikublöðum vestan
hafs. Síðar dvaldist hann um
fimm ára skeið í Rússlandi
til að kynna sér ástandið þar
eftir byltinguna af eigin
reynd. Sú reynsla gerbreytti
skoðunum hans, en veitti
honum á hinn bóginn djúp-
tækan skilning á starfsað-
ferðum byltingarmanna.
í grein þessari flettir hann
ofan af starfsemi þeirra í
Ameríku. En hún er rekin
með sama hætti í öllum iönd-
um, að því viðbættu, að naz-
istar beita nákvæmlega sömu
aðferðum í sínum undirróðri.
Sérhverjum þeim, sem kunn-
ugur er starfsemi kommúnista
heima fyrir og erlendis, hlýtur
að blöskra hin frámunalega
glámskyggni ýmisra mætra
borgara, er láta ginna sig til
brautargengis við undirróður
þeirra. Aðeins sárfáir skilja til
hlítar hinar lævíslegu árásir, er
sendiboðar Stalins hafa í
frammi til að brjóta niður þjóð-
líf okkar. Þeir vita, að flokkur
kommúnista telur innan við
100,000 áhangendur í Banda-
ríkjunum. Þrátt fyrir það getur
að lita félagasamtök með milj-
ónum meðlima, er sveigjast á
dularfullan hátt eftir duttlung-
um þessa flokks. Hvarvetna
blasa við dæmi þess, að verka-
mannaforingjar, kaupsýslu-
menn, kvikmyndastjórar, prest-
ar, cpinberir starfsmenn og
bókaútgefendur standa á höfði
til að hjálpa erlendum einræð-
isherra óbeinlínis til þess, að
brjóta niður lýðræði okkar.
Jafnvel sjálf forsetafrúin
— æðsta kona landsins — hef-
ir látið leiðast út í slíka glópsku.
Hvernig mega slík undur
verða? Hvernig ber að snúast
gegn þeim? Þessi vandamál eru
meðal hinna þýðingarmestu,
sem við blasa, og þau hafa ekki
orðið auðveldari síðan Stalin
varð í raun og veru vopnabróð-
ir okkar í ófriðnum. Af ein-
ræðisherrunum tveimur er Stal-
in minni fyrir sér, og allt mælir
því með því, að við styðjum
hann í baráttunni gegn Hitler.
En jafnframt ætti það að minna
okkur á, að vera á verði gegn
bættri aðstöðu sendiboða hans
hér í landi, sem brugga laun-
ráð gegn þjóðfélagi okkar.
Þessi launráð voru fundin
upp af Lenin 1903—04. Hann
stóð þá fyrir flokki byltingar-
manna, er stefndi að því að
steypa keisaranum af stóli og
grundvalla sósíalisma. Hann
sagði áhangendum sínum, að
ekki væri einhlítt að berjast
fyrir kjörum verkamanna, —
þcir yrðu að smeygja sér inn á
öll svið þjóðfélagsmála, og hvar
sem þeir yrðu varir við óánægju
með eitthvað, skyldu þeir ger-
ast talsmenn hennar. Með því
móti yrði hver óróaseggur og
hver umbótamaður vatn á mvllu
flokksins.
litast í fulltrúaráði félagsins,
en það virðast menn bæði út-
valdir og kallaðir af stjórn fé-
lagsins. Þar eru m. a. þessi
nöfn: Aðalsteinn Sigmundsson
kennari, Árni Friðriksson fiski-
fræðingur, Guðmundur Thor-
oddsen prófessor, Gunnar
Gunnarsson rithöfundur, Hauk-
ur Þorleifsson bankaritari, ’ Jó-
hannes úr Kötlum, Páll ísólfs-
son tónskáld, E. Ragnar Jóns-
son smjörlíkisgerðarmaður, auk
nokkurra fleiri smærri spá-
manna, sem margir munu vera
kommúnistar.
Þegar litið er yfir þennan hóp
rithöfunda, fræðimanna og
hversdagslegra borgara, skyldi
enginn að óreyndu telja sehni-
legt, að þeir stæðu að útgáfu á-
róðursrits fyrir kommúnista,
sem stefnir beint og óbeint að
því, að seilast til yfirráða í bók-
menntum þjóðarinnar og drepa
jafnframt niður alla þá, er ó-
fúsir ganga stefnu þeirra á
hönd. Þess vegna er Davíð frá
Fagraskógi talinn ómerkilegt
„borgaralegt“ skáld, og Guð-
mundur Hagalín lagður í ein-
elti.
Frá sömu rótum rennur út-
Hann sagði þeim líka, að bylt-
ing yrði aldrei unnin með bylt-
ingarmönnum einum saman.
Flokkurinn yrði að mynda út
frá sér halarófu af félögum, sem
koll af kolli væru honum minna
tengd beinlínis, unz þau fjar-
stæðustu væru óafvitandi und-
ir áhrifum hans. í öllum þess-
um félögum skyldi flokkurinn
gróðursetja „sellu“ af tryggum
flokksmönnum, sem gæti mót-
að stefnu þeirra, er tækifæri
gæfizt.
Þessi bragðvísi átti drjúgan
þátt í því að gera Lenin kleift
að hrifsa cll völd yfir rússnesku
þjóðinni í hendur hinum fá-
menna flokki sínum í okt. 1917.
Svo var sem hann hefði brugðið
neti yfir öll frjálslyndari öfl
þjóðfélagsins í einni svipan.
HIÐ RAUÐA NET STALINS.
Nákvæmlega samskonar neti
er nú verið að varpa yfir amer-
ísku þjóðina, samfara geysi-
miklu peningaflóði, en án hug-
sjóna Lenins um frelsi og
menningu. Sendiboðar Stalins
smeygja sér inn á öll svið þjóð-
lífsins, og hvar sem þeir verða
varir gagnrýni, gerast þeir tals-
menn hennar. Þeir stofna hvert
félagið af öðru, í orði kveðnu
helguð einhverjum framfara-
málum, en í raun og veru til að
sveigja fjöldann undir áhrif
flokksins. Þar sem félög eru
þegar fyrir hendi, reyna þeir
að gróðursetja „sellur“ innan
vébánda þeirra,nægilega sterkar
til að ráða stefnu þeirra eða
sprengja þau að öðrum kosti. í
þessu braski geta þeir lagt fram
mikið starf til nýtilegra hluta.
Þetta er það, sem villir á þeim
heimildir. En í raun og veru er
allt þeirra starf miðað við hag
flokksins, en bakhjarl hans er
Sovétsamveldið rússneska.
Fyrir eitthvað átta árum beitti
ung kona, Viola Ilma, sér-fyr-
ir því, að sameina öll amerísk
æskulýðsfélög, allt frá K.F.U.M.
til ungra kommúnista, í eina
heild. Gekk henni ekki annað
en kristileg sáttfýsi til. En kom-
múnistar sáu þarna leik á borði
til að ná tökum á stórri fylk-
ingu skoðunarlítilla unglinga.
Áður höfðu þeir stofnað áróð-
ursfélcg innan háskólanna,
„Þjóöræknisfélag stúdenta“.
Með félag þetta í broddi fylk-
ingar ásamt öðrum íélögum,
sem stofnuð voru til að „dubba
upp“ fulltrúa, tókst „Sambandi
ungra kommúnista“ að vinna
fcrystuna í hinni stórfelldu
æskulýðsfylkingu Ilmu. Á
fyrsta móti „amerísku æsku-
lýðsfylkingarinnar" tókst þeim
að vinna meiri hluta í banda-
lagi við jafnaðarmenn. Ungfrú
Uma vaknaði fyrst við illan
draum, er hún sjálf og sáttfýs-
in stóðu utan gáttar og fengu
ekki aðhafst.
Nú var aðeins eftir að sparka
jafnaðarmönnunum út. Þetta
var gert með þeim venjulega
hætti að stofna til sprengingar
1 félögum keppinautanna.
„Þjóðræknisfélag stúdenta,“
gáfa Kiljans á Laxdælu og af-
bökun Steinþórs Guðmunds-
sonar á Odysseifskviðu.
Það á að telja fólki trú um, að
íslendingasögur séu ekki skilj-
anlegar öllum almenningi í
þeim búningi, sem þær hafa
þekkst hingað til.
Hvort sem rætt er um þetta
lengur eða skemur, liggur í
augum uppi, að starfshættir
kommúnista hafa nákvæmlega
sama feril hér og vestan hafs.
Hann er eins í öllum löndum.
Honum er stjórnað frá einni og
sömu miðstöð — og hún er
austur í Moskva.’
Tvær einræðisstefnur berjast
nú um völdin í heiminum. Svo
getur farið, að lýðræðisskipu-
lag vestrænna þjóða merjist til
ólífis í þeim hildarleik. Um það
fáum við engu ráðið. Við of-
beldi getum við lítt spornað. En
sjálfviljugir og vitandi vits
þurfum við ekki að ganga undír
andlegt ok einræðissinna,
hvorki nazista né kommúnista.
Því er tími til kominn að
segja við þá menn, sem nú
hjálpa kommúnistum til að
villa á sér heimildir:
Hættið þessum leik! +
Eftír M a x
sem kommúnistar réðu yfir,
bauð „Stúdentafélagi jafnaöar-
manna“ samfylkingu. Nýtt
bandalag var stofnað, er nefnd-
ist „Bandalag amerískra stú-
denta.1*! í því bandalagi var
jafnaðarmönnum fengnar tylli-
stöður, en engin völd og hið
nýja bandlag þræddi stefnu
kommúnista nákvæmlega frá
upphafi vega.
ÆSKULÝÐSFYLKINGIN OG
KOMMÚNISTAFLOKKURINN.
Að þessari samfylkingu lok-
inni hafa kommúnistar haft ó-
skorað vald yfir sambandsþingi
amerísku æskulýðsfylkingarinn-
ar. Þó eru engin opinber eða
ytri tengsl við kommúnista-
flokkinn. Sambandsþingunum
er stjórnað mjög kænlega inn-
an frá af „sellukerfi“ kommún-
ista.
Á fimmta ársþingi fylkingar-
innar 1939 taldi hún 313 félög
innan vébanda ' sinna með
4,700,000 meðlimum samtals. í
ályktunum sínum hefir þessi ó-
samstæði múgur aldrei vikið
hársbreidd frá línu Moskva-
manna í nokkru því, er máli
skiptir.
Þar til Stalin og Hitler gerðu
með sér griðasamninga var
Roosevelt hylltur en Hitler for-
dæmdur. Á þeim degi er griða-
samningurinn var undirritaður
snarsnerist fylkingin eins og
skopparakringla: Roosevelt var
afneitað og árás stórveld-
anna á Hitler var fordæmd. En
við árás Hitlers á Rússland var
herópið gegn Hitler hafið á nýj-
an leik.
Frekari sannanir fyrir áhrif-
um kommúnista á þessi æsku-
lýðssamtök skjóta öðru hverju
upp kollinum í blöðum flokks-
ins. T. d. hefir „The party org-
anizer“ í New York gefið út leið-
beiningar til æskulýðsfylking-
arinnar með föðurlegum mynd-
ugleik. Earl Browder hefir blátt
áfram lýst yfir því í bók sinni,
.Kommúnisminn í Bandaríkj-
unum“, að Samband ungra
kommúnista væri þungamiðjan
í Amerísku æskulýðsfylking-
unni.
Þó kastaði tólfunum,þegar frú
Elinor Roosevelt fagnaði leið-
togum Æskufylkingarinnar í
Hvíta húsinu, eftir að stefnu-
breytingin í sambandi við griða-
sáttmála Stalins og Hitlers varð
lýðum ljós. Nokkru eftir heim-
boðið gerðu sumir af skjólstæð-
ingum frúarinnar hróp að eig-
inmanni hennar á grasfletin-
um framan við Hvíta húsið
samkvæmt beinum fyrirmælum
yfirmanna sinna í Moskva.
Ekki virtist frúin samt gera
sér ljóst, aö hún. hefði verið
blekkt. í heilt ár var hún þögul,
en þá lýsti hún loks yfir því, að
hún gæti ekki fellt sig við
stefnu hinna ungu manna í ut-
anríkismálum.
Nú hafa þeir á nýjan leik
skipt um stefnu. Spurningin er,
hvort forsetafrúin heldur, að
þeir hafi skipt um skoðun af því,
að þeir hafi hugleitt hlutina
sjálfir og komizt að nýrri, sjálf-
stæðri og viturlegri niðurstöðu?
Eða mun hún láta sér skiljast,
að þeir rökhugsa alls ekki sjálf-
ir, heldur láta leiðast af undir-
róðri einræðishneigðra bylt-
ingarmanna?
BYLTINGASINNAÐIR
RITIIÖFUNDAR.
Æskulýðsfylkingin er hið rót-
tækasta verkfæri Stalins til á-
hrifa á þjóðlíf, vort. Samhliða
fer fram barátta til þess að
brjóta bókmenntir landsins
undir veldi Stalins með ítökum
í Rithöfundafélaginu. Banda-
lag amerískra rithöfunda var
stofnað hreint og beint undir
yfirráðum kommúnista frá upp-
hafi vega. Því var hleypt af
stokkunum á ráðstefnu bylt-
ingarsinnaðra rithöfunda, sem
haldin var í New York 1935.
Einungis rithöfundar, sem voru
hlynntir svokallaðri öreigabylt-
ingu tóku þátt í ráðstefnunni.
Svo leið heilt ár, að engin til-
raun var gerð til að gera það
lýðum ljóst, að rithöfunda-
bandalagið var aðeins andlegt
Eastman
árásarlið í alþjóðaher Sovét-
samveldisins.
En svo tók Moskva upp sam-
fylkingarstefnuna. Ný lína var
ákveðin. Allt byltingarskraf
skyldi þagna. Áhangendur
Stalins skyldu kemba byltinga-
mosann úr skegginu og ganga
hreinir og þvegnir inn í lýð-
ræðisflokkana og veita þeim
hvarvetna lið. Með þessu var
ekki stefnt að því að vinna
fylgismenn, heldur afla Sóvét-
ríkjunum liðveizlu lýðræðis-
þjóðanna gegn Hitler. Jafn-
framt þessu breytti Rithöf-
undabandalagið um svip. Á árs-
þingi þess 1937 voru nöfn hinna
byltingarsinnuðu höfunda, er
stofnuðu það, horfin úr sögunni.
Flokkurinn hafði ákveðið að
bandalagið skyldi vera „þjóðleg
stofnun“, sem sýndi óbiluga rat-
vísi í slóðina, sakir andagiftar
sinnar og vitsmuna! En aldrei
hefir nokkur rithöfundur verið
tekinn í félagatöluna, sem eitt-
hvað hefir blakað við einræðis-
stjórn Stalins.
FRÆGIR MENN í GILDRUNNI
Þetta bandalag er ekki og hef-
ir aldrei verið Bandalag amer-
ískra rithöfunda. Það er banda-
lag til varnar Sovétríkjunum og
bandalag til þess að koma á
einræðisstjórn í stað lýðræðis.
Með yfirdrepsskap sínum hefir
það samt veitt í gildruna marga
frægustu rithöfunda þjóðarinn-
ar. Meðal þeirra má nefna Marc
Connelly, John Stelnbeck, Ern-
est Hemingway, Lincoln Stef-
fens, Le'wis Mumford, Upton
Sinclair, Thomas Mann o. fl.
Listinn er furðanlega langur yf-
ir nöfn þeirra höfunda, sem við
eitt eða annað tækifæri hafa
látið nota sig, áhrif sín, álit
sitt og peninga til framdráttar
þessari dulbúnu klíku einræð-
issinna. Flestir þeirra áttúðu
sig eftir að griðarsáttmála Stal-
ins og Hitlers var undirritaður.
Þeir hurfu steinþegjandi. Á ráð-
stefnu bandalagsins í júní 1941
voru aðeins fá „fræg nöfn“, til
skrauts og skjóls hinum yfir-
lýstu byltingarforkólfum.
Mörgum kann að vera skapi
næst að brosa að óförum rit-
höfundafélagsins. En stillum
brosinu i hóf. Stalin berst nú
við Hitler. Rithöfundar eru oft
hégómagjarnir menn. Aðeins
eitt getur forðað mörgum þess-
ara auðtrúa sálna frá því að
flykkjast aftur inn í félagið:
Og það er þjóðlegt brjóstvit, er
sér og skilur, hvað áhangendur
Stalins ætlast fyrir.
„UNDIR HANDLEIÐSLU
FLOKKSINS.“
Á árunum 1930—1940 spruttu
upp samtök, sem skiptu jafn-
harðan um nafn og stefnu eftir
því, sem vindur blés í utanrík-
ismálum Sovétríkjanna. „Sam-
tök gegn stríði" voru stofnuð
1932 upp úr „Alþjóðaráðstefnu
gegn stríði“, sem haldin var í
Amsterdam að undirlagi Rússa.
Hitler var þá ekki kominn til
valda. „Samtök gegn stríði og
fasisma" voru stofnuð, þegar
Hitler tók að ógna Sovétríkjun-
um. í skýrslu sinni til Moskvu
komst Earl Browder svo að orði,
að „samtökin hefðu frá upphafi
verið undir handleiðslu flokks-
ins.“
Svo kom blóðbaðið í Moskvu
1936 og olli gremju og hneyksli.
Óðar var nafninu breytt í „Am-
eríska friðar- og lýðræðisbanda-
lagið“. Hvern skyldi gruna, að
Stalin stæði bak við lýðræðis-
bandalag? Til frekari fullvissu
hætti kommúnistaflokkurinn
opinberri þátttöku í bandalag-
inu, en — Earl Browder sagði:
„Við getum alveg látið okkur
nægja að beita áhrifum okkar
með aðstoð þeirra fulltrúa, sem
kosnir eru af „hlutlausum fé-
lögum.“
Til þess að stjórna þessari
stórfelldu þjóðlýgi, sem þarna
var framin, valdist Harry F.
Ward, prófessor í kristilegri sið-
fræði við ^einn háskóla Banda-
ríkjanna. í skjóli þessa velmetna
guðsmanns tókst hinum raun-
verulegu forráðamönnum
bandalagsins að safna 7,500,000
frjálshugaðra Ameríkumanna
undir merki sitt. —
Loks kom griðasáttmáli Stal-
ins og Hitlers. Hann hefði átt
að gefa hreyfingunni byr í segl-
in. En hættan varð minni fyrir
Sovétríkin. Og hvað skeður?
Fyrirmæli eru gefin út frá mið-
stjórn flokksins þess efnis, að
hið göfuga bandalag friðar og
lýðræðis skuli upp höggvið og á
eld varpað. Og svo lognaðist það
útaf.
„FRIÐARFYLKINGINV*
En sjá! Á gröf þess spruttu
þegar upp, líkt og fíflar í túni,
aragrúi af félögum með kjörorð-
ið „Yanks are not coming“
(Ameríkumenn koma ekki). Og
neð svipuðum töframætti runnu
jessi félög brátt saman í eina
geysilega heild: „Amerísku frið-
arfylkinguna“. Þessi fylking var
?ull áhuga fyrir friði og lýð-
ræði, — en nú var takma:k
hennar ekki að hindra Hitler í
að ráðast á Rúsrlaíid, heldur
að hindra Bandaríkin í að
hjálpa Englandi til að ráðast á
Hitler!
Það er í raun og veru óþarft
að geta þess, að „Ameríska frið-
arfylkingin" lifði nákvæmlega
jafnlengi og griðasáttmáli Stal-
ins og Hitlers. Þegar Hitler réð-
ist á Rússlandi, hlaut hún að
deyja og síðan endurfæðast,
hvítglóandi af hatri á Hitler.
Nú hlaut hún að vísu ekki heit-
ið: „Bandalag gegn stríði og
fasisma“, heldur: „Bandalag
með stríði gegn fasisma."
Þannig malar svikamyllan á-
fram. Með sömu ritvélunum og
áður var unniö gegn þátttöku
Bandaríkjanna í ófriðnum, er
nú unnið að því að fá þau til lið-
veizlu við Stalin.
VARNIR GEGN RAUÐU
HÆTTUNNI.
Til þess að standa ekki ber-
skjaldaður fyrir vélráðum kom-
únista og ginningarfífla J3eirra
gegn lýðræði voru og þjóð-
skipulagi, verða allir lýðræðis-
sinnar vitandi vits að gæta og
fylgja eftiríarandi varúðar-
reglum:
1. Kallið ávallt kommúnism-
ann réttu nafni: samblástur til
að koma á einræði. Látið ekki
á yður fá, þótt þér séuð nefnd-
ur „íhaldsskarfur“ eða þvílíkt.
í þessu sambandi á enginn á-
greiningur að vera milli ,íhalds‘
og„frjálslyndis“.Mergur málsins
er einungis sá, hvort þér viljið
varpa fyrir borð því lýðræði,
sem hér hefir verið komið á
fót, og fá í staðinn flokksein-
ræði undir „foringjastjórn".
2. Gjaldið varhug við öllum
félögum, fyrirtækjum, útgáfum
og samkundum, þar sem yfir-
lýstir kommúnistar eða fylgi-
hnettir þeirra eru við riðnir,
svo sem: Donald Ogden, Theo-
dore Dreiser, Leo Hubermann
William Gropper. — Það má vel
vera að enginn þessara manna
sé í kommúnistaflokknum, en
hvar sem nöfn þeirra eru á
oddinum í sambandi við félags-
mál, má ganga að því vísu, að
kommúnistar rói undir.
3. Ef nöfn forgöngumanna
einhvers fyrirtækis láta þig í
efa, skaltu til frekara öryggis
gæta þess, að meðal þeirra séu
nöfn einhverra, sem deilt hafa
á kommúnista eða veldi Stal-
ins í Ameríku.
4. Hafðu sem prófstein á öll
félcg, samkomur, blöð og tíma-
rit, sem eitthvað kenna sig við
lýöræði, að þau geti ekki aðeins
hreinsað sig af öllu óorði af
Hitler , fasisma og nasisma,
heldur og jafnframt af komm-
únistaflokknum og einræðis-
stjórn Stalins.
5. Láttu þig aldrei henda, að
skipa kommúnistum á bekk með
frjálslyndum eða róttækum
stefnum. Róttækir menn eru
sjálfsagðir í hverju heilbrigðu
þjóöfélagi. Þetta vita kommún-
istar, og því leggja þeir alla
stund á að láta líta svo út, sem
þessir róttæku menn séu ein-
mitt þeir. Þessvegna spú þeir
verstu galli á þá, sem berjast
gegn þeim frá vinstri. Þeir leit-
ast við að rugla saman frjáls-
lyndi og einræðisstefnu. — Var-
astu því að „spila undir þá“
með því að kenna þá við frjáls-
lyndi. Kallaöu þá það, sem þeir
eru: einræðissinna, sendiboða
Stalins og samsærismenn gegn
lýðræðinu.