Tíminn - 12.03.1942, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.03.1942, Blaðsíða 2
56 TlMlM, fimmtudagiim 12. marz 1942 15. blað ^ímirtn Fitnmtudag 12. mars Sjálístæðísílokkur- ínn í austursrúmi Blöð Sjálfstæðisflokksins eru talsvert móðguð yfir því þessa dagana, að verk bæjarstjórnar- innar á undanförnum árum skuli verða fyrir gagnrýnl af hálfu andstæðinganna núna rétt fyrir f bæj arstj órnarkosn- ingarnar. Það er eftirtektarvert, að síð- ustu dagana snúa Sjálfstæðis- blöðin vopnum sínum meir og meir gegn Framsóknarflokkn- um, enn hann á aðeins einn fulltrúa í núverandi bæjar- stjórn. Hvernig skyldi nú standa á þessari herkænsku? Ástæðan er nokkuð augljós þeim, sem kunna að leggja saman tvo og tvo. Gagnrýni Framsóknarflokks- lns er hófleg og rökstudd. Hann bendir illindalaust á nýjar leið- ir í atvinnu- og menningarmál- um bæjarins. Mikill fjöldi þeirra manna, sem að undan- förnu hafa fylgt Sjálfstæðis- flokknum að málum, eru óá- nægðir með forustuna eða for- ustúleysið I flokknum. Þessir menn fallast á rök Framsókn- arflokksins i verulegum atrið- um og hafa við orð að kjósa fulltrúa hans eða sitja heima að öðrum kosti. Þeir telja, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi gert mikla yf- irsjón, er hann hafnaði tillög- um Framsóknarmanna í dýr- tíðarmálunum á haustþinginu, en tók hins vegar ábyrgð á samskonar aðgerðum í miður aðgengilegu formi, rétt eftir áramótin. Fjöldi hinna greindari og gætnari Sjálfstæðismanna ósk- aði þess, að dýrtíðarfrumvarp Framsóknarmanna yrði að lög- um á haustþinginu. Þeir hinir sömu eru líka fylgjandi gerðar- dóminum, en finna um leið, að það er stefna Framsóknar- manna, sem hefir sigrað. Það eru þeir, sem hafa forustuna og stýra öruggt. Einn af ráðamönnum Sjálf- stæðisflokksins kom heim úr utanför rétt fyrir jólin. Hann kom frá Bandaríkjunum, sem þá höfðu nýlega sogast inn í ófriðinn. Það var eins og sjón- deildarhringur þessa manns hefði víkkað. Hann hlýtur m. a. að hafa séð, hvernig stjórn- málamenn vestan hafs, sem svara til Sjálfstæðismanna hér, snerust við vandamálum líðandi stundar. Hann varaði flokks- bræður sína við afleiðingum af andvaraleysi í verðlagsmálun- um. Það hafði gefið á bátinn í þessum efnum, og' það væri óhjákvæmilegt að ausa, ef báturinn ætti ekki að sökkva. Það væri heimskulegt að met- ast á um austurtrogið eða fara eftir því, hver hefði smíðað það. Það er engum efa bundið, að fjöldi Sjálfstæðismanna tekur undir þessu lík ummæli. Við þessa flokksmenn eru sjálfstæðisblöðin nú að elta ól- ar daglega. Og herbragðið, sem þau nota, er, að skamma Framsóknar- flokkinn, ekki á málefnalegum grundvelli, heldur með þeim forsendum, að hann sé „rauð- ur flokkur" og engu betri en kommúnistar, að Framsóknar- menn séu „fjandsamlegir Reykjavík", að þeír vilji leggja sín eigin híbýli og bæjarfélag í rústir, að þeir séu „aðkomu- menn“ og ókunnugir í þessum bæ o. s. frv. Þetta eiga lesendur Sjálf- stæðisblaðanna að taka sem góða og gilda vöru. Þeir eiga að óttast Framsóknarflokkinn, þótt þeir felli sig betur við úr- ræði hans en annarra flokka. sem nú hafa menn í kjöri við þessar bæjarstjórnarkosningar. Og þeir eiga að láta hræðast frá því, að kjósa Jens Hólm- geirsson í bæjarstjórnina, þótt þeir dragi enga dul á, að þeim hafð'i geðjast fullkomlega að hinni ádeilulausu, rökföstu og alvöruþrungnu ræðu hans I út- varpinu og hinum jákvæðu úr- „Nýtt andlít“ á Reykjavík Maður, sem skrifar í Vísi hefir reynt að láta spaugsyrði falla um Framsóknarmenn fyr- ir að þeir vilja setja nýtt and- lit á Reykjavík, en litið hafi orðið úr efndunum. Það skiptir nokkuð miklu máli í þessu efni, að Framsókn- arflokkurinn hefir jafnan ver- ið í minnihluta í bæjarstjórn. Aðeins eitt skipti stóð svo á, að atkvæði hans réði raun- verulegum úrslitum. Það var um Sogsmálið. Vegna þess að Framsóknarmenn áttu þá tvo ful^trúa ú. bæjarstjórn, komst sú framkvæmd á. n. Það er þessvegna ekki hægt að dæma Framsóknarmenn fyr- ir nema tvennt þessu máli við- komandi. 1. Fyrir að vilja koma á miklum umbótum í Reykja- vík. 2. Fyrir framkvæmd þeirr- ar viðleitni, sem varð aðallega að vera óbein, þar sem starfað var að nokkru leyti bænum til hagsbóta frá Alþingi, eða með almennum áhrifum utan við bæjarstjórnarvald höfuðstaðar- ins. III. Frá Alþingi vann Framsókn- arflokkurinn að þelm stórbygg- ingum, sem setja svip á bæinn. Landspítalamálið var staðnað á Alþingi 1923, þegar Framsókn- armenn bentu á framkvæman- lega leið, og að hita húsið með hveravatni. Kommúnistar segja nú, að vel hefði mátt reisa stórt sjúkrahús á ríkiskostnað 1923 fyrir það fé, sem Sjálfstæðis- menn heita nú til opinberra bygginga á fjárlögum Reykja- víkurbæjaf 1942. — Engir nema kommúnistar geta byggt svona heppilega. Vegna aðgerða Fram- sóknarmanna á Alþingi var Arnarhvoll byggður, en hann er fullkomnasta skr/ifstofuhús bænum, og hreinsaði af Reykja- vík mannleysisoríðið, að allar helztu skrifstofur landsins væru uppi á háaloftum, dreifð- ar milli timburhúsa í bænum. Það var vegna stjórnaraðgerða Framsóknar, að ráðist var i að byggja fegursta hús Reykjavík- ur, Þjóðleikhúsið, rétt áður en grimmir úlfar ætluðu að hrifsa sjóðinn, svo að höfuðstaðurinn fengi aldrei annað leikhús en Iðnó. Það voru Framsóknar- menn sem beittu sér fyrir því á þinginu 1930, 1931 og 1932, að koma i gegnum þingið frv. um háskólabyggingu og hina nauð- synlegu landgjöf frá Reykja- víkurbæ. Og það voru Fram- sóknarmenn, sem höfðu nálega meirihluta á Alþingi 1933, sem hrundu í framkvæmd fjárútlát- látum til þessarar byggingar. Verkamannabústaðirnir spruttu upp úr baráttu Framsóknar- manna fyrir bættum híbýlum í sveitinni. Áður var engin ræðum 1 atvlnnumálum, sem hann hefir sett fram í blaða- greinum sínum. Og lesendur sjálfstæðisblað- anna eiga að láta hræðast frá því, að veita Hilmari Stefáns- syni atkvæði um bæjarstjórn Reykjavíkur, vegna þess, að hann sé blóðrauður byltinga- maður, er eigi algerlega heima í hópi kommúnista. Með slík- um mönnum, sem Jens og Hilmari, geti Sjálfstæðisflokk- urinn enga samleið átt. Að kjósa þá sé því sama og að kjósa kommúnista. Það kann vel að vera, að sjálfstæðisblöðin hafi reynslu fyrir því, að allrr,ikíU hópur lesenda þeirra gleypi svona flugur, svona rógmælgl um samstarfsflokk Sjálfstæðis- manna í ríkisstjórninni. En hinum greindari mönn- um mun þykja sér misboðið með slíkri málafylgju. Og hvað mega hinir greind- ari menn Sj álfstæð(isf'í>kksins hugsa, er forustumenn flokks- ins bjóða þeim slika speki sem þá, að reynslan hafi staðfest þá kenningu Sjálfstæðisflokks- ins, að atvinnuleysið hverfi jafnskjótt og allir hafi nóg að starfa! Nel, Sjálfstæðisflokkurinn finnur, að nú gefur á bátinn við þessar bæjarstjórnarkosn- ingar. Hann sér að nú verður að ausa. Hann blæs i skeggið og púar af ákafa, en gáir ekki eða skilur ekki, að gætni og festa gefast bezt við þetta starf spm önnur. Hann stritast svo við að ausa á andstæðingana, að hann eys sínum eigin mönn- um útbyrðis. En skútan liggur undir áföllum. + framkvæmd í þeim efnum. Loks komu samvinnubústaðirnir, sem stöðugt fjölgar fyrir atbeina og forgöngu Framsóknarmanna. IV. Einhver einkennilegasta meinloka, sem ég hefi rekizt á, er staðhæfing ýmissa merkra andstæðinga Framsóknar- flokksins viðvikjandi Sundhöll- inni. Framsóknarmenn börðust fyrir þessu máli í 14 ár, og hættu ekki fyrr en höfuðstað- urinn hafði fengið sinn „heilsu- brunn“, eins og þessi stofnun er nú kölluð. Framsóknarmenn urðu að sækja fram ár eftir ár unz markinu var náð. Einna skæðust var mótstaðan eftir 1928, þegar Framsóknarmenn höfðu fengið samþykki Alþing- is til að ríkið legði 100 þús kr. í sundhallarbygginguna. Þá ól ísafold á því mánuð eftir mán- uð, að hér væri verið að vinna móti hagsmunum sveitanna, með ótilhlýðilegu eftirlæti við Reykjavík. Það er óhætt að fullyrða, að enn hefði ekki verið lagður svo mikið sem einn steinn í bygg- ingu sundhallar hér í bænum, ef Framsóknarflokkurinn hefði látið málið afskiptalaust. V. Lögreglan í Reykjavik var fámenn og í algerðri niður- níðslu þar til Framsóknarflokk- urinn tók þau mál í sínar hend- ur. Lögreglan undir stjórn Hermanns Jónassonar var stór- felld umbót í bænum. Hún setti nýjan og betri svip á bæinn. Andstæðingar Framsóknarfl. fundu, hve mikils virði þessi forusta var og studdu að efl- ingu lögreglunnar, þegar um- bótin var hafin. VI. Þeir segja, að við Framsókn- armenn höfum gert of lítið fyr- ir landbúnað Reykvíkinga. Hvað segja menn um jarðræktar- styrkinn? Hvað um fordæmið á leigumati ríkisins á löndum, sem Reykvíkingar fá frá ríkinu við hliðina á bæjarlandinu? Eða hvaða forlög hefðu beðið mjólkurbændanna á bæjarland- inu, ef ekki hefðu komið mjólk- urlögin? Án skipulags hefðu bændur austan fjalls og úr Borgarfirði skapað samkeppni, sem ekki var unnt að standast fyrir þá, sem yrkja hin dýru bæjarlönd. Jarðræktarlögin, áburðareinkasalan, grænmetis- verzlunin, mjólkurlögin og for- dæmið um leigu,mála ríkisins á landi hjá Reykjavík eru und- irstaða þess búskapar, sem nú er í höfuðstaðnum. Og menn vita, hverjir hafa komið þeim aðgerðum í framkvæmd. Fram undan eru svo þær ráðagerðir, sem Jens Hólmgeirsson beitir sér fyrir: Stórlega aukin land- kaup bæjarins, stórlega aukin garðrækt og matjurtarækt á' landi bæjarins, með leigumála eins og í áðurnefndu ríkislandi. VII. Vísir hefir látið svo um mælt, að Framsóknarmenn hafi lagt stund á eyðileggingu Reykja- vikur. Nú er útgerð hér aðal- atvinnuvegur. Um aldamótin kom hér norskur maður og setti á stofn dráttarbraut, nægilega stóra fyrir skúturnar. Svo liðu ár. Togarar og línubátar komu til sögunnar. Auk þess átti landið strandferðask%> og gæzluskip. Þau voru of stór fyr- ir dráttarbrautina. Allar aöal- aðgerðir voru framkvæmdar er- lendis. Stórfé rann út úr land- inu fyrir viðgerðir ár eftir ár. Um 1930 byrjuðu Framsóknar- menn að skrifa um þetta mál i Tímann, og hvöttu til að stækka dráttarbrautina, og jafnvel búa til þurkvi. Síðan fluttu Fram- sóknarmenn málið Inn I þing- ið og báðu um sérfróða rann- sókn. Þriggja manna nefnd var skipuð: Ásgeir Þorsteinsson, Pálmi Loftsson og Þórarinn hafnarstjóri. Nefndin skilaði merku áliti og hvatti til fram- kvæmda. Menn brugðust vel við. Gamla dráttarbrautin var stækkuð til mikilla muna Nú er hægt að gera þar við línu- báta, togara, gæzluskipin og strandferðaskipin. Þessi fram- kvæmd, sem Framsóknarmenn hrundu af stað, hefir sparað landsmönnum margar miljónir, sem annars hefðu runnið til út- landa. Auk þess hefir skapazt hér myndarlegur atvinnurekst- ur við skipasmíðar og skipavið- gerðir. Ekki var nein sýnileg breyting komin á þetta stór- mál útvegsins þegar Framsókn- armenn hófu baráttu fyrir framkvæmdum í þessa átt. VIII. Jón Þorláksson hafði komið Landsmiðjunni á fót, og vildi gera hana að myndarlegu fyr- irtæki. Eftir daga hans sem landsverkfræðings var þetta fyrirtæki lagt niður. Fram- sóknarmenn enjdúrreistu Landsmiðjuna. Er hún nú blóm- legt fyrirtæki; veitir fjölda manna atvinnu og leysir af hendi mikla og vandasama vinnu. IX. Ef Jón Þorláksson hefði visað Framsókn á framfaraleið að því er snerti Landsmiðjuna, þá lærði hann útvegsfræði af Framsóknarmönnum. Þegar ísa- fjörður var í rústum, efldu Framsóknarmenn ísfirðinga til að koma á fót samvinnuútgerð, sem hefir orðið undirstaða að vaxandi velmegun í bænum. Þegar Jón Þorláksson varð borg- arstjóri, sá hann, að hér vantaði vélbátaflota, og lét bæinn koma upp nokkrum bátum, til afnota fyrir menn 1 bænum, sem vildu snúa sér að útgerð, en gátu ekki eignazt sklp, nema með aðstoð bæjarins. Hér var á aðalatriðum sama stefnumark og á ísafirði, en önnur málsmeðferð hjá sam- keppnismönnum. Nú tekur Jens Hólmgeirsson málið upp að nýju. Hann sér fyrir stórkost- legt atvinnuleysi innan tíðar. Hann vill safna í sjóði nokkru af hinum skjótfengna gróða, og verja' því til að skapa stóran vélbátaflota í bænum. Sennilega yrði heppilegast að láta þar koma til greina hlutaráðningu, en alls ekki bæjarútgerð. Það ætti ekki að spilla fyrir hug- mynd Jens Hólmgeirssonar, þó að Jón Þorláksson væri mjög ákveðinn hvatningamaður þess. að bærinn léti smlða vélbáta, til að auka atvinnu í bænum. X. Löngum hafði brunnið við hættulegur berklafaraldur I menntaskólanum og allmikil drykkja áfengis, bæði meðal nemenda, og stundum meðal kennara, eins og sézt á þvi, að ýmsir kennarar beittu sér fast fyrir því, að halda við vínsölu í landinu. Framsóknarmenn létu gera höfuðviðgerð á mennta- skólahúsinu, er þurrkaði út berklana. Rektor, sem skipaður var af Framsóknarstjórn, hefir skapað, auk margs annars góðs, bindindissamtök,sem bórizt hefir frá menntaskólanum til nálega allrí hinna stærri skóla á land- inu. Mega þeir foreldrar, sem senda börn í skólann, vera þess langminnugir, að bæði berkla- (Framh. á 3. síðu) ÚR HJALTASÖGU: Þegar Sjálístæðisílokkurínn var neyddur til íylgis við Sogsvirkjunína Sjálfstæðlsmenn hafa gum- að af forustu sinni í Sogsmál- inu og fjargviðrast yfir and- stöðu minnihlutaflokkanna gegn því. Samskonar málfærslú um Sundhöllina hefir verið haldið á lofti. Tíminn hefir lagt fram gögn í því máli, sem foringjar Sjálfstæðismanna reyna ekki að hrekja. Þeir kveinka sér að- eins og segja, að sumir þeir menn, er lögðust móti Sund- höllinni hafi ekki verið í bæj- arstjórn. Hér skal nú rifjuð upp ein heimild um upphaf Sogsvirkj- unarinnar. Hún tekur af öll tvímæli um það, að forustu- menn flokksins voru þvingaðir til að ljá málinu brautargengi. í árslokin 1932 hafði Knud Zimsen borgarstjóri sagt af sér sem borgarstjóri. Sjálfstæð- ismenn ætluðu að kjósa ungan og óreyndan mann í stöðuna. Einn úr hópi þeirra, Hjalti Jónsson, vildi ekki hlíta þessu og lagði áherzlu á, að fá í stöð- una mann, sem líklegur væri til að framkvæma Sogsvirkjunina og fleiri mál, sem hann hafði sérstakan áhuga á. — Áður hafði Sigurður Jónasson bæjar- fulltrúi barizt djarflega fyrir virkjun Sogsins ekki aðeins i ræðu og riti, heldur og I bæj- arstjórninni, þar sem hann átti þá sæti. Skulu hér tilfærðir nokkrir kaflar úr ævisögu Hjalta, sem Guðmundur Hagalín hefir fært í letur eftir eigin frásögn Hjalta. Er ekkert sem bendir til, að þar sé hallað réttu máli, enda aldrei verið véfengt. Þeir Sigurður og Hjalti urðu samskipa til íslands frá Skot- landi i árslokin 1932. Segir svo í Hjaltasögu: „Þeir Sigurður Jónasson og Hjalti spjölluðu mikið saman á leiðinni til íslands og fór Hjalti ekki dult með það við Sigurð frekar en aðra, að sér litist ekki á þá menn, er nefndir væru sem borgarstjóraefni. Sigurð- ur spurði svo Hjalta, hvort hann mundi geta sætt sig við að greiða honum atkvæði við borgarstjórakosninguna. ( — Það getur vel komið til mála, mætli Hjalti. — Minnsta kosti mundi ég kjósa þig frek- ar en hvern sem er af þessum þremur, sem nú er talað um.“ Þegar Gullfoss kom til Reykjavíkur, komst fljótt kvis á makk þeirra Hjalta og Sig- urðar. Gengu flokksmenn Hjalta hart fram í því að fá hann til að breyta afstöðu sinni, en hann var ósveigjan- legur. „Eftir þetta var hver dagur- inn öðrum líkur. Það var kall- aður skætingur eftir Hjalta, þegar hann var á götunum, og á nótt sem degi hringdu til hans menn, sem ekki létu nafns síns getið. Þeir höfðu við nann ýmis ókvæðisorð og hótuðu honum öllu illu. — Er Júdas Jónsson heima? Er bolsinn viðstaddur? Þú skalt vita það, helvítið þitt, að það eru til skammbyssur hér 1 bæn- um.“ „Ýmsir af vinum Hjalta komu til hans og töluðu við hann um málið í vinsemd og bróðerni, en hann sagði þeim, að hann gæti ekki breytt þeirri ákvörðun, sem hann hefði tekið. Hann kysi Sigurð Jónasson af þeim fjórum mönnum, sem kostur væri á.“ Tveim dögum fyrir kosning- una, kemur svo Jón Þorláksson að máli við Hjalta. Þeir ræða málið um hrið og kemur þar, að Hjalti nefnir fjóra menn úr Sjálfstæðisflokknum, sem hann geti hugsað sér að kjósa, ef völ væri á, og var Jón Þorláksson einn þeirra. „En hver ykkar, sem það yrði, mundi ég setja ykkur sömu skilyrði og ég setti Sigurði Jón- assyni, bætti Hjalti við. — Og hver eru þau? — Það er þá fyrst og fremst það, að virkjun Sogsins verði tekin fyrir í flokknum með festu og áhuga. í því máli hef- ir ríkt deyfð og einkennileg tregða. Jón Þorláksson svaraði: — Ef ég yrði borgarstjóri, væri mér það aðeins ánægja, að vinna að framkvæmd Sogs- virkjunarinnar. — Þetta þykir mér vænt um að heyra, og þess var mér það- an von. En svo er annað: Fólk- inu fjölgar alltof mikið hér 1 bænum, en útgerðin frekar minnkar heldur en hitt. Ég mundi setja það skilyrði við hvern þann, sem ég ætti að kjósa sem borgarstjóra, að hann beitti sér fyrir aukningu útgerðarinnar. — Að þessu skilyrði mundi ég einnig ganga, ef til kemur.“ Svo leið kvöldið og nóttin. „Hjalti svaf ekki mikið um nóttina. Það var hringt svo að segja í sífellu í símann.og alltaf anzaði Hjalti. En það var bara sami sónninn og áður. Hjalti lét sér ókvæðisorðin í léttu rúmi liggja og stundum gat hann ekki að sér gert: Hann brosti. Hann hugsaði sem svo: — Því mundi svo sem ekki farnast illa, bæjarfélaginu, ef þetta fólk ætti að skipa trún- aðarstöðurnar. — — Ætli um- hyggjan fyrir hag bæjarins standi nú hjá því í réttu hlut- falli við æsinguna." Svo varð það úr, að Jón Þor- láksson var kosinn borgarstjóri. „Nokkru eftir að Jón Þorláks- son tók við embætti sínu töluðu þeir Hjalti lengi saman, tveir einir. Fann Hjalti þegar, að Jóni var full alvara um fram- kvæmd í rafveitumálunum. — — Snerist svo tal þeirra mest um aukningu útgerðarinnar í bænum. Hjalti hélt því fram, að nauðsynlegt væri að auka togaraflotann og ennfremur þyrfti vélbátum að fjölga. Þeim Jóni og Hjalta kom saman um, að reynandi væri að fá þegar leigða franska togara fyrir komandi vetrarvertíð.-------Þá kom þeim og saman um það, að bærinn sæi um að smíðaðir yrðu nokkrir stórir og góðir vél- bátar og að reistar yrðu ver- búðir. Eins og öllum er kunn- ugt, komst þetta í framkvæmd." Þessir framan greindu þættir varpa skíru ljósi yfir atvikin, sem lágu til þess að Sjálfstæð- isflokkurinn sætti sig við virkj- un Sogsins. Áður hafði hann haldið fram viðbótarvirkjun Elliðaánna. — Það kynlega ger- ist að einn framsýnn maður úr þeirra hópi varpar flokksstefn unnl fyrir borð og legst með öllum sínum þunga á sveif með andstæðingi sinum í stjórn- málum til að bjarga í höfn máli, sem þeir báðir voru sannfærð- ir um, að værl velferðarmál bæjarbúa. En Hjalti sá líka rétt í því, að Jón Þorláksson mundi efna loforð sitt, úr þvl að hann gaf það, jafnvel þótt hann hefði áður haldið fram annarri lausn í rafveitumálum bæjar- ins. En tregða flokksins í mál- inu og fjandskapur margra Íiðsmanna hans gegn Hjalta ætti að vera umhugsunarefni þeim, sem mest guma nú af forustu Sjálfstæðisfl. i málinu. Það stendur óhagganlegt, að Sigurður Jónasson hóf barátt- una fyrir Sogsvdrkj uninnj og henni var komið rösklega I framkvæmd fyrir liðveizlu Hjalta Jónssonar. Fyrir samein- uð átök þeirra brotnaði niður andúð og tregða sú, er forustu- menn Sj álfs.tæ^lsf lokksins höfðu áður sýnt málinu. Og svipað má segja um flest önnur framfaramál, sem leidd hafa verið til sigurs I þessu bæjarfélagi. Hvað hefir t. d. orðið um framkvæmdir í sjávarútvegs- málum siðan Jón Þor!)iksson féll frá? Þar hefir flokkurinn áður fallið í sitt fyrra slén og úrræðaleysi og tregðu. Bæjarbúar taka þvi skrum flokksins fyrir kosningar með umburðarlyndi og dálitið mein- legu brosi. En þeir hugsa sitt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.