Tíminn - 12.03.1942, Qupperneq 3

Tíminn - 12.03.1942, Qupperneq 3
15. blað TÍJOTIYIV, flmintudaglnn 12. marz 1943 S p a r i f é ð Eítir séra Þorstein Kristjánsson Fáir munu hafa beðið eins til- | byrjun, (eða fyrir gengislækk- finnanlegt tjón af verðbólg- unni, eins og sparifjáreigend- urnir, og hófst það með gengis- lækkuninni 1939. Síðan hefir skriðan haldið áfram. Þeir, sem eitthvað koma ná- lægt starfsemi sparisjóða, vita það, með hve súrum sveita og mikilli sparsemi margir spari- fjáreigendur háfa aurað sam- an, á mörgum árum og áratug- um, upphæðum, sem fyrir þá eru stórar, þó þær séu litlar á mælikvarða stærri gróða- manna. Verðbólgan er nú búin að gleypa þessar sparifjárupp- hæðir og gera þær verðlitlar. Dýrtíðin neyðir suma til þess að grípa til sparifjárins og gera það að eyðslueyri. Aðallega eru það smærri sparendur, sem eiga fé sitt í peningum. Þeir hafa ekki að- stöðu eða kringumstæður til þess að leggja það í fyrirtæki, fasteignir eða aðra muni, eins og stórefnamennirnir, en þurfa að hafa það tiltækilegt. Spariféð er ekki nema að nokkru leyti geymt i sparisjóð- um og bönkum. Sumt af því er 1 einkalánum, viss tegund sparifjár er bundin í lifsábyrgð- arfé og öðrum tryggingum. Svo eru ýmsir opinberir og hálf- opinberir sjóðir. En því nær allt spariféð er þó á einhvern hátt bundið í atvinnulífi þjóðarinn- ar. Allir þeir, sem skuldað hafa, keppast nú við að endurgreiða það fé, sem þeir fengu að láni, með verðföllnum peningum af fljótfengnum stríðsgróða. Hin ir nýríku skuldunantar fá á þennan hátt stórfelld afföll af skuldum sínum á kostnað spari- fjáreigendanna, sem ekki eiga nú eða fá endurgreiddan, nema hluta þess verðmætis, er þeir höfðu af hendi látið, þótt krónutalan sé hin sama. Bankarnir hafa reynt að hamla lítilsháttar upp á móti tapi sparifjáreigendanna, með því að láta eldra sparifé njóta óbreyttra vaxtarkjara. Þessi hlunnindi hrökkva þó skammt, og geta aldrei náð nema til nokkurs hluta hins eldra spari fjár. Sparisjóðirnir munu hvorki hafa skyldu né getu, — sumir hverjir, — til þess að veita nein vaxtahlunnindi, og auk þess er mjög mikið af sparifé í ýmsum myndum bundið í at- vinnulífinu, utan við allar iáns- stofnanir, þar á meðal lífsá- byrgðir og tryggingafé, og pen- ingar hinna ópersónulegu spari fjáreigenda, sjóðanna. Einhverjir menn munu telja sér það hagkæmast að hafa það sjónarmið, að skoða peninga eins og hverja aðra vöru, sem orðið geti fyrir verðsveiflum á ýmsar lundir og sé ekkert við því að segja eða gera. En það er þó ekki hægt að loka aug- unum fyrir þvl, að með sveifl- um á verðgildi penlnganna raskast allur grundvöllur eigna og afkomu manna. Verðfall peninga veldur stórfelldri órétt mætri tilfærslu verðmæta í landinu. Verðmæti eru dregin úr höndum réttra eigenda og stungið í vasa annarra. Pening ar eru verðmætismælir og ann að ekki, og þessi verðmæta mælikvarði má sem minnst raskast, svo að hver upphæð haldi sínum rétta kaupmætti og geti á hverjum tíma svarað þvi verðmæti, eða þeirrl orku, sem til þess þurfti að afla henn- ar. Aðstaða sparifjáreigendanna er lík og manna, sem orðið hafa fyrir tjóni af loftárás. Það eru ekki miklar líkur til, að hlutur þeirra verði réttur við með bráðri gengishækkun, og varla þarf að ætla það, að verð- gildi peninga komist nokkru sinni aftur í fyrra horf af sjálfu sér. Og engin lög geta knúið einstakar lánastofnanir né lán- takendur til þess að endur- greiða sparifjáreigendum með fleiri krónum, en þeir fengu, mundi og slíkt lítið stoða, því margar skuldir eru þegar greiddar með hinum smáu krónum. Það fyrsta, sem gera ber til þess að tryggja rétt sparifjár- eigendanna, er að umreikna allt spariféð, §em til var í stríðs- unina) í núverandl peninga, og endurgreiða eigendunum þeim mun fleiri krónur, sem þær eru smærri, þ. e. sama verðmæti sem þeir áttu áður en peninga- verðfallið dundi yfir. Það voru atvinnuvegirnir sem heild, sem fengu spariféð að láni, og þeir eiga að skila eigendunum hinu sama verðmæti aftur, þeim mun fleirl krónum, sem þær eru smærri. Mismunurinn verður að takast af stríðsgróða at- vinnuveganna, með skatti. Umreiknun sparlfjárins verð- ur að ná jafnt til þess fjár, sem til var utan við banka og spari- sjóði í byrjun verðbólgunnar. Það er ekki mjög miklum vand- kvæðum bundið, að afla áreið- anlegra gagna um mest allt það fé, sem til var, hvernig og hvar sem það var geymt. Skattfram- tölin frá þeim tímum eru mik- ilsverð gögn í þvi efni, ásamt öðrum heimildum. Ekki ber að sakast um, þó ekki komi öll kurl til grafar, að því er snertir fé, sem beinlínis er skattsvikið. Þannig löguð umrelknun sparifjárins, og verðfallsbætur tíl eigendanna, er að vissu leyti hliðstæð þeim samábyrgðar- skaðabótum, sem nú þegar hafa verið áformaðar til manna, sem kunna að bíða tjón af loftá- rásum eða öðrum slíkum „hern- aðaraðgerðum". Hér er um vel framkvæmanlegt réttlætismái að tefla, sem hiklaust ber að framkvæma. Þorst. Kristjánsson. Ásgfeir fær barníng Á héraðsmálafundi Vestur-ís firðinga, sem haldinn var ný lega á Þingeyri, var Ásgeir þingmaður milli steins og sleggju. Alþýðuflokkurinn og stefna hans . í dýrtíðarmálun- um var steinninn, en fulltrúar héraðsbúa héldu um sleggjuna. Ásgeir reyndi að boða kenning- ar núverandi meðbræðra sinna en fann aðeins tvær sálir, sem vildu halda uppi kapphlaupi um dýrtíðina. Ásgeir ræddi margt um hægri og vinstri stefnur í stjórnmálum, en fékk hað svar frá Halldóri á Kirkju bóli, að þeir sem snerust í hring, gætu ekki alltaf snúið hægri hendi í sólarátt. Skildu fundar- menn sneiðina og brostu. Þegar talið barst að alþýðu- tryggingunum, lauk Kristján álbert lofsorði á Ólaf skóla stjóra á Þingeyri fyrir að hafa gert upp sakir við hagfræðing álþýðuflokksins, Jón Blöndal, í ,,Tímanum“ i fyrra haust. Sat 4sgeir gneypur undir ræðu beirri og reyndi ekki að halda skildi fyrir hagfræðingnum. Loks læddi Ásgeir fram til lögu um gengishækkun í fund- arlokin, en þorði hvergi nærri að koma og sagði ekki orð til framdráttar tillögunni. Fór svo, að hún var ekki rædd. Þótti fundarmönnum sem Ás geiri væri nú mjög horfið hið fyrra gengið og veittist nú hyngra að leika tveim skjöld um en nokkru sinni fyrr. Mun hann og eiga þungan barning [ vændum við kosningarnar í vor, enda brýtur þegar á feigð- arboðum 1 lendingunnl. REYKVfKINGAR! Eflið kaupfélagsstarfsemina í bænum. Tryggið yður sannvirði á því sem þér kaupið og fyrir það, sem þér seljið. Kjóslð samvinnumenn f bæj- arstjórn. Kjósið Jens og Hilmar. Framsóknarmenn! Þið, sem eigið kosningarétt I Reykjavík, en búist við að verða ekki I bænum 15. marz, munið að kjósa áður en þið farið í burtu eða að senda atkvæðið til Reykjavikur fyrir kjördag. „Nýtt andlit(< á R.vík (Framh. af 2. sí5u) hættan og áfengishættan í skól- anum, hefir stórlega minnkað fyrir aðgerðir Framsóknar- manna. X. Hér var enginn ungmenna- skóli. Framsóknarmenn beittu sér fyrir stofnun Ingimarsskól- ans og fyrir þeirra tilstyrk völd- ust að skólanum nokkrir mjög hæfir kennarar. Nemendur eru jar hátt á þriðja hundrað og myndu vera fleiri, ef húsrúm leyfði. Sjálfstæðismenn voru lengi vel andvigir þessum skóla, og Alþýðuflokksmenn, aðrir en skólastjóri, yfirleitt hirðulausir um gengi hans. Samt gerir skól- inn stórgagn. En þar býr að fyrstu gerð og verkum Fram- sóknarmanna. XII. Þjóðkirkjan hefir átt erfitt uppdráttar síðustu mannsaldr- ana. Framsóknarmenn hafa skil- ið að þjóð, sem trúir aðeins á munn og maga, er dauðadæmt. Framsóknarmenn hafa stutt hinn nýja biskup I viðleitni hans til að blása lífi í starf kirkjunn- ar. Þeir studdu tillögu hans um fjölgun presta i Reykjavík. Sömuleiðis hafa Framsóknar- menn verið þess mjög hvetjandi, að reist yrði á Skólavörðuhæð glæsileg dómkirkja fyrir bæinn og landið allt, auk þess, sem hún yrði safnaðarkirkja fyrir Hall- grímssókn. Mun sú verða reynd- in, að ef þjóðkirkjan fer að seil- ast til nýrra og þjóðlegra verk- efna á sviði hins andlega lífs, þá munu fáir flokkar veita örugg- ara brautargengi en Framsókn- armenn. XIII. Til skamms tíma var eingöngu samkeppnisverzlun i Reykjavík. Eftir 1930 mynduðust hér tvö kaupfélög. Samvinnumenn stóðu að öðru. Það óx stöðuglega, en ekki mjög ört. En fjárhagur þess var traustur. Hitt félagið var að nokkru leyti í höndum róttækra verkamanna. Er enginn vafi á, að kommúnistar ætluðu að gera kaupfélag verkamanna að póli tísku virki. Framsóknarmenn áttu mikinn þátt I að sameina bæði félögin. Nýja fyrirtækið er venjulega kallað „Kron“.Eftir að fél. samvinnumanna sameinaðist hinu félaginu, gátu kommúnist- ar ómögulega náð félaginu á sitt vald. Áhrif þeirra fara stórlega minnkandi. í verzlunarkrepp- unni, sem gekk yfir landið, áður en styrjöldin skall á, áttu fá- tæk, nýbyrjuð félög erfitt með að lifa. Ef Sambandið og Fram- sóknarflokkurinn hefðu ekki sýnt hinu nýja, eignalitla félagi fulla samúð, myndi félag verka- manna hafa orðið úti á hjarni kreppunnar. Samvinnumennirn- ir, sem gengu í félagið, og sam- vinnumenn, sem studdu það á öðrum vettvangi, tryggðu þróun Kron. Nú hefir það náð að gera stórgagn. Það er fjölmennasta kaupfélag á landinu. Það hefir stórbætt verzlunina 1 bænum, bæði beinlínis og óbeinlinls. En án Framsóknarmanna myndi verzlun samkeppnismanna nú drottna einvöld I höfuðstaðnum. XIV. Mikill ófriður og flokkadrátt- ur hefir legið í landi á íslandi. Um nokkur undanfarin ár hefir Framsóknarflokkurinn beitt sér fyrir að draga úr deilunni milli hinna þriggja lýðræðisflokka, og fá þá til að starfa að mjög veru- legu leyti saman, þó að ýms ágreiningsmál væru óleyst. Jafn- framt hafa Framsóknarmenn beitt sér gegn ofbeldisáróðri kommúnista, sem hvarvetna mynda fimmtu herdeildir í lönd- um. Friðarstarfsemi Framsókn- armanna hefir borið mikinn árangur — meiri en nokkurn manna gat órað fyrir. Hér verð- ur að vísu ekki alltaf samstjóm tveggja eða þriggja flokka. En hin gamla togstreita og flokka- hatur mun aldrei endurfæðast í sinni fyrri mynd. Fyrir að- gerðir Framsóknarmanna hefir þjóðin þokazt áfram nokkur stig í pólitískum þroska. Vel má vera að það verði síðar metið að nokkru, að tekizt hefir að sam- eina helztu krafta minnstu frjálsu þjóðarinnar, sem til er i heiminum, einmitt á hlnum mesta hættutíma. " * • i Sá maður, sem helzt heflr reynt að fara niðrunarorðum um störf Framsóknarflokksins til að efla heilbrigða þróun 1 höfuðstaðnum, er auðnulaus mælgimaður, sem ekkert hefir aðhafzt um dagana, nema að setja á höfuðið nokkur fyrir- tæki, og þiggja laun. fyrir eng- in störf. — Það má kalla tákn- rænt að slíkur maður ofsæki Framsóknarmenn fyrir athafna- leysi. Hér hafa verið nefnd nokkur dæmi, af mörgum, til að leiða hugi manna að verk- um og vinnulagl Framsóknar- manna. Mér liggur við að vona, að þessi dæmi sanni ótvírætt, að Framsóknarflokkurinn hef- ir á undangengnum aldarfjórð- ungi átt þátt í að marka nokkra drætti í svipmót bæjarins, drætti, sem eru þess eðlis, að það myndi ekki fegra bæinn, ef þeir yrðu numdir brott. Framundan er ískyggilegur t,inir, fynir höfuðstað tslandsi, Hann er talinn ein af þýðing- armeirl herstöðvum I heimi. Fyr en varir geta orðið mikil á- tök milli voldugra stórvelda í nánd við bæinn. Eyðilegging I styrjaldarinnar getur náð hing- I að. Mikill hluti bæjarlns er úr eldfimu efni og þar getur orðið tilfinnanlegur skaði, svo að ekki sé meira sagt. Skipastóll bæjar- ins er lítill og flestar fleyturn- ar gamlar. Eftir stríðið getur svo farið, að hér verði miklu fleira fólk, bæði karlar og kon- ur, heldur en getur haft at- vinnu. Það getur þurft að end- urbyggja tiltekna hluta bæj- arins, endurnýja skipaflotann, rétta bjargandi hendur til iðn- aðar, sem vaxið hefir í skjóli tollmúra og hafta. Það getur þurft að rækta stór lönd, skapa mörg heimili, smíða skip og báta og reisa við iðnað, sem illa þolir erlenda samkeppni. Við Framsóknarmenn óttumst slíka erfiðleika. En við viljum húa bæinn undir að mæta þeim. Við höfum miðað frambjóðend- ur flokksins við þetta erfiða og fjölþætta nýbyggjendastarf. Við höfum einlæga trú á, að í erfið- leikum þeim, sem virðast biða framundan, sé til nokkurs að hafa í stjórn Reykjavíkur mjög duglega, heiðarlega og kjark- mikla menn. Aðrir geta ekki staðizt eldraunina. Framsókn- armenn byggja á reynslu gamla tímans. Þeir vilja marghliða bróun, ekki byltingu. Fram- sóknarmenn velja dugandi menn til vandasamra starfa. í bví liggur eina tryggingin fyr- ir framtíðargengi lands og bjóðar. Örlög íslands er mjög tengd við gengi höfuðstaðarins. Hér þarf margt að vinna. For- ustumenn bæjarins þurfa að kunna vinnubrögð Framsóknar- manna, að leita að sem flest- um meinsemdum mannfélags- ins og leggja stund á að bæta úr þeim. J. J. Kopnr, aluminium og fleÍTi málmar keyptir í LANDSSMIÐJUNNI. _________________57 Samband ísl. samvlnnufélaga. Höfum til allmikið af amerískum varahlutum í ýmsar búvélar. Látum einnig smíða varahluti innanlands, s. s. tannhjól í Herkúles sláttuvélar o. fl. Áríðandi að allar pantanir séu gerðar með nægum fyrirvara. §IGLINGAR milli Bretlands og íslands halda áfram, eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist CulliSord & Clark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. The World’s News Seen Through The Christian Science Monitor An International Daily Newspaþer is Truthfui—Constructive—Unbiased—Free from Sensational- ism — Editorials Are Timely and Instructive and Its Daily Features, Together with the Weekly Magazine Section, Make the Monitor an Ideal Newspaper for the Home. The Christian Science Pubiishing Society One, Norway Streec, Ðoston, Massachusetts Príce 012.00 Yearly, or 01.00 a Month. Saturday Issue, including Magazine Section, 02.60 a Year. Introductcry Offer, 6 Issues 25 Cenu. Noffl*------------------------------------------- AAdrms*- SAMPLB COPY ON REQUBST Ert þú kaupandí Dvalar? Tímaritið Dvöl kemur út fjórum sinnum á ári, hvert hefti að minnsta kosti 80 lesmálssíður. Dvöl flytur úr- vals sögur í góðri þýðingu, ferðasögur, greinar um margvísleg efni, ljóð og íslenzkar sögur, bókmennta- pistla og margt fleira. Margir þekktir menntamenn og og sum beztu skáld og rithöfundar þjóðarinnar hafa heitið rítinu stuðningi sínum í framtíðinni. Gerizt þegar kaupendur DVALAR. Hún kostar aðeins 10 kr. á ári. TlMARITlÐ DVÖL. Sími 2353. Pósthólf 1044. Lindargötu 9 A. Reykjavík. ^ÚTBREIÐIÐ T í M A N N 4 380 Victar Hugo: vekja hann til sjálfs sín, svo niður- sokkinn var hann í athuganir sínar. Þó kom þar að lokum, að hann sneri sér við. Hann gaf tveim böðlum, klædd- um gullitum klæðum, merki. Þeir gengu þegar i stað að Tatarastúlkunni, til þess að binda hendur hennar á bak aftur öðru sinni. Þegar Esmeralda átti að stiga upp l kerruna að nýju og halda hinztu för sinni áfram, varð hún skyndilega al- tekin örvæntingarfullri lifsþrá. Hún leit til himins, upp til sólarinn- ar, upp til hinna gullnu skýja. Síðan lelt hún aftur til jarðar en varð þá brátt litið á mannfjöldann og húsin. Skyndilega rak hún upp átakanlegt hljóð :— einskonar gleðióp, þegar böðl- arnir unnu að því að hneppa hana i fjctra. Á svölunum andspænis sá hún vin sinn, elskhuga sinn — Föbus. Dóm- arinn hafði logið! Presturinn hafði einnig logið! Þetta var hann. Hún gat ekki um það efazt. Hann var þarna fagur ásýndum, heill á húfi, íklæddur hinum glæsilega einkennisbúningi sín- um með fjöður í hattinum og sverð við hlið. — Föbus! hrópaði hún. — Föbus minn! Hún hugðist breiða út faðminn mót honum, en armar hennar voru bundnir. EsmeralcLa 377 En þegar henni hafði verið skipað að segja amen, hafði hún hlýðnazt því boði. Fyrst er hún sá prestinn gefa varðmönnunum merki um að fjarlægj- ast og ganga sjálfan einan síns liðs til móts við hana, fór um hana lífsmáttur. Hún fann blóðið ólga 1 æðum sér og kulnaða glóð reiðinnar verma hjarta sitt, er áður hafði verið kalt og sljótt. Erkidjákninn nálgaðist hana hægum skrefum. Hún skynjaði, að augnaráð hans hvíldi á sér, þrungið frygð, af- brýðisemi og girnd. Hann hóf máls og sagði hárri röddu: — Unga stúlka! Hefir þú hrópað til guðs um fyrirgefning misgerða þinna og synda? Hann laut að henni og hvlslaði í eyra henni: — Viltu verða mín? — Ég get enn frelsað þig! Hún horfði hvasst á hann. — Vík frá mér, Satan! mælti hún, eða ég ákæri þig! Hann brosti djöfullega. — Það myndi enginn leggja trúnað á orð þín. Með því myndir þú aðeins gera hneyksli að glæp. Svaraðu mér án tafar! Viltu verða min? — Hvað hefir orðið um Föbus? — Hann er dauður! mælti prestur- inn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.