Tíminn - 28.04.1942, Side 1

Tíminn - 28.04.1942, Side 1
RITSTJÓRI: ÞÖRARINN ÞÓRARINSSON: PORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKTJRINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSING ASKRIFSTOffA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Simi 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Simar 3948 og 3720. 26. ár. Reykjavík, þriðjudagiim 28. apríl 1912 38. blað Starfsemi Kanpfélags Evflröinga óx veruleiía á siðastliðnu ári Uflgmennasamband Borgarfjatðar 30 ára Sambandið gefur 5000 kru til húsmæðraskóla Samband ungmennafélag- anna í Borgarfirði hélt veglega samkomu í Borgarnesi sl. sunnudag í tilefni þess að þá hafði það starfað 1 30 ár. Sam- koman hófst með sameiginlegu borðhaldi í húsi U. M. F. Skalla- gríms og sóttu hana á þriðja hundrað manns úr öllum sveit- um héraðsins frá Skarðsheiði að Hítará og nokkrir menn úr fjarlægari sveitum. Mótinu stýrði núverandi for- maður U. M. S. B., Halldór Sig- urðsson, fulltrúi í Kaupfélagi Borgfirðinga. Margir gamlir forustumenn og brautryðjendur félaganna í héraðinu fluttu ræður, svo sem Andrés í Siðu- múla, Bjarni Ásgeirsson, Guð- mundur á Hvítárbakka, Jón í Deildartungu, Kristinn á Mos- felli, Steingrímur búnaðarmála stjóri, Þorgils I Reykholti o. fl. Á milli ræðanna var sungið, stundum almennur söngur, stundum söng Karlakór Borg- arness undir stjórn Halldórs Sigurðssonar og einsöng sungu þau ungfrú Hanna Helgadóttir og Magnús læknir Ágústsson. Að lokum var stiginn dans nokkuð fram á nóttina. Samkoma þessi var á allan hátt hin myndarlegasta og bar góðan vitnisburð menningu (F'-amh. á 4. siðu) Félagsmenn juku ínneignír sínar um röskar tvær mílljónir króna Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga var haldinn á Ak- ureyri dagana 20. og 21. þ. m. Fundinn sóttu 170 full- trúar, auk stjórnar, framkvæmdarstjóra og deildarstjóra. Fara hér á eftir nokkrar upplýsingar, sem lágu fyrir fundinum, um rekstur félagsins á síðastl. ári. Bera þær með sér að hagur þess stendur með miklum blóma og að viðskipti þess vaxa með ári hverju. Margt nýrra fé- lagsmanna hafði bæzt við á árinu og voru félagsmenn alls 3410 í árslokin. Gallarnir á gjöi Njarðar Hversvcgna verða Akranes og Norð- fjörður ekkí sjálf- stæð kjördæmi? Það er nú upplýst, hvers vegna Sjálfstæðisflokkurlnn og Al- þýðuflokkurinn hafa samið um að fella þau ákvæði niður úr stjórnarskrárfrumvarpi Alþýðu- flokksins, að Norðfjörður og Akranes verði ný kjördæmi. Alþýðuflokkurinn samdi frv. upphaflega með það fyrir aug- um, að kosningatilhögunin yrði sem ákjósanlegust fyrir Sjálf- stæðismenn, en óhagstæðust fyrir Framsóknarmenn. Al- þýðuflokkurinn álítur það lík- legast til að ginna Sjálfstæðis- flokkinn. Sjálfstæðismenn þóttust samt finna tvo galla á þessari gjöf Njarðar. Annar gallinn var sá, að Framsóknarflokkurinn myndi vinna Borgarfjarðarsýslu, ef Akranes væri fráskilið. Síðari gallinn var sá, að Framsóknarmenn myndu halda báðum þingmönnunum í Suð- ur-Múlasýslu, þrátt fyrir hlut- fallskosningu, ef Norðfjörður væri fráskilinn. Nú hefir Alþýðuflokkurinn fallizt á að sníða þessa „galla“ af frv. Menn geta vel markað af þessu, hver muni vera réttlæt- iskenndin, sem nýja stjórnar- skráin byggist á. Vörusalan innanlands. Alls seldi félagið í búðum sín- um á Akureyri og í útbúum við fjörðinn vörur fyrir rösklega 7 miljónir kr., en var 4y2 milj. árið 1940. Þar að auki er svo sala á miðstöðvar- og hrein- lætistækjum um 180 þús., sala kjötbúðar um 930 þús., lyfja- búðar 220 þús., fóðurbætis um 175 þús. kr. Kolasala 650 þús. og saltsala um 360 þús. Arðurinn af vörusölu félags- ins varð kr. 323,368.00. Fundur- inn samþykkti þá tillögu stjórn- arinnar að greiða 10% arð af ágóðaskyldum viðskiptum árs- ins til félagsmanna, þar með talið af ágóðaskyldum kjötbúð- arvörum. Einnig var samþykkt að greiða af innstæðum lyfja- búðar og brauðgerðar 10% arð af viðskiptum félagsmanna. Á fundinum var upplýst, að K. E. A. ætti fyrirliggjandi skömmtunarvörur til næstu sex mánaða. Útflutningsvörurnar. Um sölu landbúnaðarvaranna er enn ekki vitað til fullnustu, þar sem ekki hefir verið geng- ið frá endanlegu verði þeirra. Kjötið var bókfært með kr. 2.10 kg. 1. fl., og gærur með kr. 1.50 kg. Aðalfundurinn veitti stjórn- inni heimild til að ákveða upp- bót á þessar vörur, þegar séð verður, hvað félagið fær fyrir þær. Sala sjávarútvegsvaranna gekk greiðlega. Félagið hafði til sölumeðferðar 1.736.257 kg. af saltfiski og var greitt í reikn- inga fiskeigenda samtals iy2 milj. kr. Félagið flutti út um 300.000 kg. af hraðfrystum fiski og sá um sölu á ísfiski að verð- mæti um 670 þús. kr. Lifrar- bræðslur félagsins tóku á móti um 456 þús. lítrum lifrar og var greitt fyrir hana um 448 þús. kr. Útlit er fyrir að nokkur upp- bót verði greidd til viðbótar. Beinaverksmiðjan tók á móti um 200 smál. af beinum og greiddi 85 kr. fyrir smálestina af fyrsta flokks beinum. Iðnaðurinn. K. E. A. starfrækti verksmiðj- ur sínar með svipuðum hætti og áður: Smjörlíkis- og efnagerðin seldi vörur fyrir 730 þús. og er það nokkru meira en áður. Brauðgerðin seldi fyrir 440 þúsund og er það einnig nokkru hærri upphæð en 1940. Undan- farið hefir brauðgerðin greitt félagsmönnum 8% arð en stjórnin leggur til að uppbótin verði 10% fyrir s.l. ár, og, ætti það að vera hvatning fyrir við- skiptamenn brauðgerðarinnar að halda saman brauðarðmið- unum og skila þeim á réttum tíma I skrifstofu félagsins. Pylsugerðin, sem starfrækt er í sambandi við brauðbúðina, framleiddi pylsur og álegg fyr- ir um 100 þús. kr. Sápuverksmiðjan og Kaffi- bætisverksmiðjan seldu vörur fyrir um 640 þús. kr., og hefir þó reynzt mjög erfitt að útvega hráefni til framleiðslunnar. — Hefir nú tekizt að birgja verk- smiðjurnar svo að hráefnum, að framleiðsla þeirra ætti að geta verið óhindruð á þessu ári. Þá starfrækti félagið kassa gerð,sem smíðað hefir alla kassa sem frystihús félagsins og verksmiðjur hafa notað. Voru smíðaðir um 15000 kassar á ár- inu. Hagur félagsins. Innstæður félagsmanna reikningum, innlánsdeild og stofnsjóðum voru í árslok kr. 5.661.713,00, en skuldir sam tals 142.691,00 kr. í árslok 1940 voru inneignir félagsmanna kr. 3.730.768,00 en skuldir 378.179,00 Hafa þvi ástæður félagsmanna batnað á árinu um 2.166.433.00 kr. og er það geysimikil breyting Athugandi er í þessu sambandi, að tvö undanfarin ár hafa menn mjög lítið unnið að fram- kvæmdum, og má því gera ráð fyrir, að í venjulegu ári hefði verulegur hluti þessa fjár farið til viðhalds og endurbóta. Útistandandi skuldir félags og utanfélagsmanna hafa minnkað á árinu um 217 þús krónur. Ástæður félagsins út á við um áramótin voru þannig, að fé- lagið skuldaði bönkum og láns- stofnunum aðeins röskar 600 þús. kr., og þar af mun helm ingur vera greiddur nú. Inn- stæður félagsins hjá bönkum og S. í. S. námu aftur á móti tæplega 4 milj kr. Önnur starfsemi. Félagið hóf greiðasölu i gilda skálanum á ármu og gekk sú starfsemi vel. Seldi skálinn fyr- ir um 120 þús. kr. til áramóta. Kornræktin í Klauf gekk vel sl. sumar; félagið réðist í bygg- ingu nýs gróðurhúss við Brúna- laug og á nú um 500 fermetra undir gleri. Fræðslustarfsemi félagsins hélt áfram sl. ár; voru haldnir 32 fræðslu- og skemmtifundir á félagssvæðinu og námskeið fyrir unga menn úr deildunum var haldið í bænum á árinu. Framlag til sjúkrahúss Akureyrar. Aðalfundurinn samþykkti að gefa 30 þús. kr. til byggingar sjúkrahúss Akureyrar. Fyrir fimm árum gaf félagið 20 þús kr. til þessarar sömu stofnun- ar. Aðalfundurinn skoraði enn- fremur á þingmenn héraðsins og þingmann Akureyrarbæjar að beita sér fyrir þvf, að Alþingi taki fjárveitingu til byggingar sjúkrahússins upp á næstu fjár- lög. Ottast Hitler byltingu? Hann lætur pingid veita sér algert einræðisvald Ríkisþingið þýzka var skyndi- lega kvatt saman til fundar síð- astliðinn sunnudag. Þótti flest- um það benda til, að mikil tíð- indi væri i vændum, því að sú hefir reyndin oftast verið, þeg- ar þetta gerviþing hefir verið kvatt saman. Sumir álitu, að búið væri að gera nýja mikils- verða samninga við Frakka, Tyrki eða Spánverja, en aðrir töldu að birta ætti mikilsverða yfirlýsingu um vorsóknina. Þeir, sem höfðu búizt við ein- hverju slíku, hafa vafalaust orðið fyrir vonbrigðum. En verk þingsins var eigi að síður at- hyglisvert. Hitler flutti alllanga ræðu og var það aðalefni henn- ar, að hann krafðist heimildar til hverskonar ráðstafana, þótt þær kynnu að fara í bága við gildandi lög, eða m. ö. o. að honum yrði veitt algert ein- ræðisvald. Sérstaklega lagði hann áherzlu á, að hann fengi vald til að fjarlægja tafarlaust alla þá menn, sem sýndu ein- hverja sviksemi og fórnuðu ekki föðurlandinu krafta sína ó- skerta í þeim átökum, sem nú væru fyrir höndum. Að ræðu Hitlers lokinni var slík tillaga borin upp og sam- þykkt af öllum viðstöddum þingfulltrúum. Þessi samþykkt hefir skapað allmiklar getgátur. í blöðum Bandamanna er því yfirleitt haldið fram, að hún beri vott um ótta Hitlers við vaxandi óá- nægju gegn stjórn hans og til- raunir til að steypa honum af stóli. Orðrómurinn um árekstra milli hans og hershöfðingjanna, sem gengið hefir í allan vetur eftir brottvikningu von Brau- vitch, hefir aftur fengið byr í báða vængi. — í blöðum þjóða, sem eru hliðhollar nazismanum, er því hins vegar haldið fram, að þessi samþykkt beri vott um, að Þjóðverjar ætli nú að gera sitt stórfelldasta risaátak í styrjöldinni og þess vegna verði refsað stranglega fyrir alla til- hliðrunarsemi og linkind, sem einstakir menn kunna að sýna. Þessi samþykkt sé þvl einskon- ar upphaf vorsóknarinnar. Reynslan ein fær úr þessu skorið. En víst er það, að Hitler hefir krafizt aukins einræðis- valds í ákveðnum tilgangi og \ Bandaríkjahermenn íá ekki leyfí til hjú- skapar á Islandi Eftir því sem blaðið hefir frétt, mun utanríkisráðuneyt- inu hafa borizt fregnir frá her- stjórn Bandaríkjanna hér á landi, þess eðlis, að herstjórnin muni synja Bandarikjaher- mönnum leyfis til að kvænast meðan þeir gegna herþjónustu á íslandi. Mun herstjórnin hafa tekið þessa ákvörðun eftir nána í- hugun, af ástæðum þeim, er hér greinir: Bandaríkjahermennirnir eru hér af hernaðarástæðum, þeir eru I hernaði á stríðstímum, og gæti það, að þeir hefðu fyrir heimili að sjá hér á landi, gert þá óhæfari til að gegna skyld- um sínum sem hermenn. Bandaríkjahermaður hefir enga tryggingu fyrir því, að hann muni verða áfram á ís- landi eða að hann verði sendur til Bandaríkjanna, er hann fer héðan. Hernaðaryfirvöldin hafa ekki vald til þess að knýja hermann tll þess að framfæra skyldulið sitt. að stórfelld átök munu nú í vændum. í ræðu Hitlers komu fram mörg athyglisverð atriði. Hann færði fram rök fyrir því, að Moskva var ekki tekin síðastlið- ið haust, að vetrarhörkurnar hafi gengið óvenjulega snemma í garð. Hann sagði, að veturinn hefði verið óvenjulega haröur, en þrátt fyrir það hefði Þjóð- verjum tekizt að halda öllum helztu framvarðastöðvum sin- um án verulegs mannfalls. Tvö atriði i ræðu Hitlers hafa ennfremur vakið nokkurt um- tal: Hann viðurkenndi, að loft- árásir Breta á þýzkar borgir væru farnar að valda miklu tjóni og myndi verða goldið fyrir þær síðar. Hingað til hafa þýzkir valdamenn reynt að gera lítið úr loftárásum Breta. Al- menningsálitið virðist hins veg- ar annað og til að þóknast því hefir Hitler breytt um tón og lofað hefndum. Hann talaði um glötun þýzku þjóðarinnar, ef hún byði ósig- ur nú. Hingað til hefir Hitler jafnan fullyrt, að Þjóðverjar myndu sigra og ekki talað um annan möguleika. Hér hefir hann einnig breytt um tón, enda mun þetta líklegra til þess að fá þ'jóðina til að færa meiri fórnir. Erlendar Sréttir Bandamenn hafa tekið að sér hervernd Nýju Kaledoniu, franskrar eyju, sem er 1500 km. austur af Ástralíu. Er þaðan gott til árásar bæði á Ástralíu og Nýja Sjáland. Ameriskur her er þegar kominn til eyjar- innar. Frjálsir Frakkar höfðu náð yfirráðum á eynni og kem- ur ameríski herinn þangað í sambandi við þá. Þýzkum barnaskólum hefir verið lokað og verða öll börn eldri en 10 ára send í sveita- vinnu. í Burma eru kínverskar her- sveitir sums staðar í gagnsókn. Börnin á götunum Hver sá, sem eitthvað fer um bæinn, hlýtur að taka eftir því, að á flestum götunum er krökt af börnum á öllum aldri, sem eru við allskonar leiki. Innan um þessa barnahópa þeytast bifreiðar, íslenzkar og erlendar, og oft er það hreinasta hending að börnin verða ekki fyrir þessum farartækjum hópum saman. Þótt lögreglan vildi blanda sér í þessi mál og reka öll börn af götunum, er ekkert hægt að vísa þeim nema inn I húsin, og hver getur ætlazt til þess, að börnunum sé bannað að koma undir bert loft? Það verður að koma upp leikvöllum fyrir börnin í bænum tafar- laust. Það er ekki afsakanlegt að sýna slíkt skeytingarleysi í þessum málum framvegis sem verið hefir ríkjandi til þessa. Beint póstsamband víð Ameríku Fyrsta póstsendingin, beint frá Ameríku, kom hingað til landsins fyrir skömmu síðan. Þetta voru um 30 pokar af böggla- og bréfapósti. Fram- vegis má gera ráð fyrir, að pósturinn komi beint að vestan en verði ekki sendur til Eng- lands fyrst, eins og hingað til hefir verið gert. Á víðavangi HRÚTUR f ALÞÝÐUBLAÐINU. Alþýðublaðið heldur upp- teknum hætti með rógmælgi og illindi á hendur séra Sveini Víking ásamt ýmsu slúðri af fundum útvarpsráðs. Er vand- séð af hverju þessi hrútur hef- ir hlaupið í blaðið gagnvart manni, sem er fjarstaddur og ekki er vitað, að gert hafi neitt á hluta þess. Tíminn hefir spurt formann útvarpsráðs um hið sanna i málinu og fengið þessar upp- lýsingar: „Hér er ekkert stórmál á ferðinni, og ástæðulaust fyrir Alþbl. eða aðra að missa taum- hald á tungu sinni og geði vegna þess. Eins og kunnugt er, flytur út- varpið býsna mikið af guðs- þjónustum. Þótt ótrúlegt kunni að virðast, eru talsverðir snún- ingar við að raða þeim niður og gæta þess, að þær skiptist jafnt milli þjónandi presta hér, o. þvl. Ennþá annasamara verður þetta, ef útvarpið vill gefa hlustendum tækifæri til að heyra presta, búsetta utan Reykjavíkur, stöku sinnum. Um það eru almennar óskir, en erf- itt að koma því við. . Þá berast og útvarpinu tilboð og tilmæli um flutning erinda um kirkjumál og skyld efni, sem oft getur verið erfitt fyrir útvarpið að ákveða, hvort taka skuli eða ekki. Þegar ég vissi, að séra Sveinn Víkingur væri væntanlegur hingað til bæjarins innan skamms sem ritari hjá biskupi, mæltist ég til þess við útvarps- ráð, að hann yrði ráðinn til að- stoðar um kirkjuleg mál og er- indaval um slík mál. Fyrir guðsþjónustur greiðlr útvarpið vitanlega ekki neitt, og ég á- leit að við gætum greitt lítils- háttar þóknun fyrir þetta starf. (Alþýðubl. hefir tvöfaldað þá upphæð, sem um var að ræða). Um það hefir enginn ágrein- ingur verið í útvarpsráði, að æskilegt væri að hafa aðstoð um þessi mál, en tillaga kom fram um það, að kirkjan legði þessa aðstoð til, útvarpinu að kostnaðarlausu. Hafði ég vitan- lega ekki á móti því að fara fram á það við kirkjumálaráðu- neytið. Á þeim grundvelli var málið afgreitt til ráðuneytisins og komu engar athugasemdir fram, — heldur ekki frá full- trúa Alþfl. í útvarpsráði. Svar hefir ekki borizt frá ráðuneytinu, en eins og sakir standa hvílir engin embættis- skylda á nokkrum starfsmanni kirkjunnar að vera í snúning- um fyrir útvarpsráð vegna út- varps á guðsþjónustum. Úr þessu vil ég fá bætt, en tel það aukaatriði, hvort kirkju- stjórnin eða útvarpið greiðir lítils háttar þóknun fyrir.“ Miskristnir gerast þeir nú í Alþýðuflokknum. Virðist hinn nýfrelsaði dósent þelrra eiga mikið og veglegt starf fyrir höndum að upphöggva hin feysknu tré. SCHEVING. Gunnlaugur Ó. Scheving, sem er einn af listamönnunum 66, hefir birt grein I Alþbl. og seg- ir, að þeir „listamenn, sem virða listheiður sinn að ein- hverju“, vilji engin skipti hafa við menntamálaráð. Það munu m. a. vera þeir Einar Jónsson, Ríkarður Jónsson, Kjarval og Gunnlaugur Blöndal, sem fá þá umsögn þessa „listamanns“, að þeir kunni ekki að meta list- heiður sinn. Myndi ekki Gunn- laugur Scheving verða álitleg- ur leiðbeinandi menntamála- ráðs, ef farið yrði eftir tillögum listamannanna 66?

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.