Tíminn - 05.05.1942, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.05.1942, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: • ÞÓRARXNN ÞÓRARINSSON: PORMAÐUR BIiAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON ÖTGSFANDI: FRAMSÓKNARFLOEKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu ð A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Undargötu 9 A. StoU 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Slmar 3948 og 3720. 26. ár. Reykjavík, þriðjudaglim 5. maí 1942 42. blað F Ovíssan um ríkisstjórnina getur ekki haldizt lengur Nýr ráðunautur Búnaðarfélag íslands hefir ráðið Svein Tryggvason, mjólk- urbústjóra í Hafnarfirði, sem ráðunaut sinn í mjólkurmálum dreifbýlisins. Sjálfsfæðisilokkurinn verður tafarlaust að velja á milli samvinnu við Framsóknar- flokkinn eða Alþýðuflokkinn Hin svokallaða „friðarsókn“ Framsóknarflokksins hef- ir orðið árangurslaus. Alþýðuflokkurinn neitaði að styðja þjóðstjórn, nema gerðardómslögin væru úr gildi felld. Hinir flokkarnir gátu vissulega ekki á þetta fall- izt, þar sem þeir telja stöðvun verðbólgunnar og dýr- tíðarinnar aðalmál líðandi stundar. Það er því fyrst og fremst sök Alþýðuflokksins, að ekki tókst að mynda nýja þjóðstjórn. Fráfall §tauningfs Sveinn Tryggvason Starfsemi ráðnautsins verður í 4 aðalatriðum: Að leiðbeina |ekki rjómabúum og smjörsamlögum, þar sem þau eru þegar stofnuð. Að fá bændur til að stofna smjörsamlög eða rjómabú, þar sem slík fyrirtæki eru ekki áð- ur til. Að vinna að bættri smjör- framleiðslu hjá einstökum bændum, þar sem ekki eru skil- yrði fyrir stofnun rjóma- eða smjörbús, og síðast en ekki sízt, að veita almenna fræðslu um smjörframleiðslu með fyrirlestr- um og. erindum. M. a. verða slíkir fyrirlestrar . fluttir í kvennaskólunum. Á fundi stjórnar Búnaðarfé- lags íslands í febrúarmánuði síðastliðnum, var rætt um mjólkurframleiðslu dreifbýlis- ins. Stjórnin var sammála um, að nauðsynlegt væri að koma á fót upplýsingastarfsemi varð- andi þau mál. Þessi fundur sam- þykkti síðan tillögu til búnað- arþings, um að Búnaðarfélag íslands réði mann til þessara starfa til eins eða tveggj'a ára .(F’-arnh. á 4. síðu) Kona deyr afi brunasárum Á fimmtudagskvöldið í síðustu viku vildi það til að Gjögri á Ströndum, að ung kona lenti í eldsvoða og brenndist svo mik- ið að hún lézt skýmmu síðar. Nánari málsatvik eru sem hér segir: Maður nokkur var að hita tjöru á eldvél í eldhúsi, en inn af því var herbergi, þar sem stúlkan Camilla Thorarensen og tvö börn sváfu. Skyndilega kviknaði í tjörunni og læsti eld- urinn sig á svipstundu um eld- húsið og inn í svefnherbergið. Maðurinn komst inn í svefn- herbergið og barg börnunum út um glugga lítið brenndum. Síð- an fór hann inn í herbergið aft- ur til að bjarga Camillu eftir að hafa kallað á hana árang- urslaust. Þá var herbergið orð- ið fullt af reyk og eldi. Komst maðurinn með naumindum út um dyrnar. Var þá Camilla einnig komin þar og loguðu öll klæði hennar. Maðurinn reif hin logandi klæði af stúlkunni og fór hún síðan í læk, sem þar var og slökkti i sér eldinn. Cam- illa hafði skaðbrennst í elds- voðanum. Hún lézt á leiðinni i sjúkraskýli á Hólmavík. Það hefir verið álit margra, að Framsóknarflokkurinn hefði mátt vita þetta fyrir fram. En alvara tímanna er það mikil, að það var gáleysi að athuga ekki þennan möguleika, einkum eftir að það var kunnugt, að Alþýðuflokkurinn myndi undir vissum kringumstæðum styðja stjórn, þótt gerðardómslógin gengju fram. Eins og nú standa sakir, eru nema tveir möguleikar fyrir hendi um ríkisstjórn. Það er Sjálfstæðisflokkurinn, sem velur á milli þeirra. Annar möguleikinn er sá, að núverandi samstarf Sjálfstæð- isflokksins og Framsóknar- flokksins haldi áfram, reynt verði eftir megni að vinna gegn dýrtíðinni og hruni atvinnuveg- anna, undirbúin verði full- komnari stjórnarskrá, sem verði samþykkt í stríðslokin, og hafðar verði friðsamlegar þing- kosningar í vor til þess að hinn skaðlegi kosningaótti torveldi ekki lausn vandamálanna, eins og verið hefir hingað til. Hinn möguleikinn er sá, að Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn myndi rikis- stjórn, er sleppir öllu taum- haldi af dýrtíðinni og vinnu- fólksflóttanum frá atvinnuveg- unum og hefir ekki annað mark- mið en að koma fram stjórnar- skrárbreytingu, sem allir eru sammála um, að aðeins verði til bráðabírgða, en leiðir til tveggja illvígra kosninga. Þetta er það, sem Sjálfstæð-I tafarlaust isflokkurinn verður að velja á sína um Valið ætti ekki að vera erfitt flokki, sem heldur því á lofti, að hann sé ábyrgasti flokkur landsins, eins og Ólafur Thors nýlega orðaði það. Annars vegar er tiltölulega sterk stjórn, samhent um úr- lausnir helztu vandamála líð- andi stundar, hins vegar veik stjórn, ósamhent um öll helztu dægurmálin. En samt virðist Sjálfstæðis- flokkurinn enn ekki hafa áttað sig á þvi til fulls, hvað hann eigi að gera. Honum hefir þó ver- ið ljóst síðan snemma í apríl, þegar forsætisráðherra til- kynnti honum það, að hann yrði að velja um þessa tvo möguleika. Það er óverjandi á- byrgðarleysi af flokknum, að hafa dregið allan þennan tíma að taka ákvörðun sína og iátið þannig ríkja fullkomna óvissu um framtíðarstjórn landsins. Það er hættulegt, vegna innan- landsmálanna, og enn hættu- legra vegna sambúðarinnar við erlend ríki. Þingið hefir raunverulega verið óstarfhæft, vegna þess- arar óákveðnu afstöðu Sjálf- stæðisflokksins. Fjárlögin og önnur stórmál hafa lent í tóm- um handaskolum vegna bolla- leggiúga og umræðna um stjórnarskipti, nýja stjórn o. s. frv. Þetta er óþolandi ástand. Kosningar geta ekki orðið á eðlilegum tíma, ef þessu held- ur áfram, heldur verða þær á mesta annatíma ársins. Sjálf- stæðisflokkurinn verður því að taka ákvörðun stjórn landsins og Th. Stauning, forsætisráð- herra Dana, lézt hinn 2. maí- mánaðar. Kom andlátsfregnin flestum á óvart hér, því að litl- ar fregnir höfðu af þvi borizt, að hann .væri hætulega sjúkur, þótt hann hefði eigi í langa hríð gengið heill til skógar. Hér hafði þó flogið fyrir, að hann hefði hrasað á götu og hlotið meiðsl af. Hið sanna er, að hann lá í Bispebjerg-sjúkra- húsi og fékk aðsvif. Hafði hann eigi verið þungt haldinn, og í ráði var að hann flytti ávarp til verklýðsfélaganna dönsku úr sjúkrastofu sinni. Áður en það yrði, elnaði mjög sóttin, og degi síðar en til var ætlazt, að ávarpið væri flutt, andaðist hann. Fráfall Th. Staunings á þess- um örlagaríku tímum vekur al- heimsathygli. Enn fær enginn í það ráðið, hvaða afleiðingar þetta mannslát kunni að hafa fyrir dönsku þjóðina. Enginn veit, með hvaða hætti málefn- um hennar kann nú að verða til Stauning borgarráði Kaupmannahafnar og var um skeið formaður þess. Stuning varð fyrr en varði for- ingi danskra jafnaðarmanna. Olli því fyrst og fremst traust og heilsteypt skapgerð og# uppruni hans og uppeldi innán verk- , , . x lýðsfélaganna. Árið 1910 var lykta ráðið, hvort forráða- hann kjörinn formaður þing_ nienn fá að vera sjálfráðir um fiokks jafnaðarmanna. 1916— að velja nýjan mann í sæti 1920 var hann ráðherra í ráðu- Staunings, hvort óbeinum neyti Zahle varð hann þvingunum verður beitt eða forsætisráðherra árið 1924, eft- hvort hún verður svipt öllum ir mikinn kosningaslgur jafn_ ákvörðunarrétti um æðstu aðarmanna. En sú ríkisstjórn ^órn smna málefna. En fáir átti við mikla erfiðleika að etja, bæði innan flokksins og utan, og féll 1 desembermánuði 1926. munu þeir, er ekki líta með samúð til hinnar dönsku þjóð- ar. Fjölmörg lönd og fjölmarg- ar þjóðir eiga nú við að búa af- Árið 1929 unnu jafnaðarmenn nýjan kosningasigur og 30. april milli. Imeðferð kjördæmamálsins. skipti og ihlutun erlendra her- það ár myndaði gtauning nýja velda og þykir það hlutskipti ríkisstjórn með þátttoku radi- Ult, og menn eiga því hægara kala flokksins. Síðan var hann en ella með að skilja þann forsætisráðherra fram á dauða kviða, er nu hlýtur að þjaka sér- dag hvern góðan Dana. Það mun sameiginlegt álit Thorvald August Marinus dómbærra mannai að stauning Btaunmg fæddist i Kaup- hafi verið einna merkastur og mannahofn 26 októbermánað- mlkilhæfastur norrænna stjórn ar 1873. Faðir hans var vagna- málamanna á fyrra helmingi smiður. I bernsku var Stauning vikadrengur, en gerðist vindla- matsmaður, er hann eltist. Ung- ur tók hann þátt i verklýðs- hreyfingunni, og menntunar allrar aflaði hann sér með sjálfsnámi. Fyrir aldamótin varð hann aðalgjaldkeri jafn- aðarmannaflokksins danska og siðar blaðamaður við „Social- tuttugustu aldarinnar. Honum auðnaðist að koma fram marg- víslegum hagsmunamálum stéttar sinnar og mun verka- lýðsstéttin óvíða eða hvergi hafa notið betri kjara en 1 Dan- mörku þau valdaár Staunings, er þjóð hans náut fulls frelsis. Sá sigur Staunings er næsta lærdómsríkur öðrum þjóðum, demokraten“. Einnig var hann þyí að hann yar unninn & full_ lengi ritstjóri blaðs Sambands; tóbaksiðnaðarmanna. — Ótal mörgum störfum öðrum gegndi hann og i þágu verklýðshreyf- ingarinnar og verklýðsfélag- anna. Árið 1906 var Stauning kjörinn þingmaður I Fakse, en eftir 1918 var hann kosinn til þings af Kaupmannahafnarbú- um. Hann átti og lengi sæti í Sameinast Sjálfstæðisil. og Alþýðufl. gegn framkvæmdasjóðnum? Vilja peir ekki láta ríkið safiaa fié til naud- synlegra firamkvæmda að styrjöldínni lokinni Meirihluti fjárhagsnefndar neðri deildar; Sveinbjörn Högnason, Skúli Guðmundsson og Stefán Stefánsson, hefir skilað áliti um framkvæmdasjóðsfrumvarp Fram- sóknarflokksins og lagt til að það yrði samþykkt. Einn nefndarmaður, Jón Pálmason, hefir lýst sig andvíg- an frumvarpinu, og annar, Haraldur Guðmundsson, hefir ekki talið sig viðbúinn að taka afstöðu til frum- varpsins. Meirihluti nefndarinnar legg- ur til að lagðar verði í fram- kvæmdasjóð 10 milj. kr. af tekjuafgangi ríkissjóðs á síð- astliðnu ári, og % hlutar tekju- afgangs ríkissjóðs á þessu ári, en útlit er fyrir að hann verði mjög mikill. Ætlast er til, að tekjur sjóðsins verði notaðar til framkvæmda að striðinu loknu, samkvæmt ákvörðun Alþingis þá. í áliti meirihlutans segir m. a. á þessa leið: „Meirihluti nefndarinnar lit- ur svo á, að verulegan hluta af tekjuafgangi þessara ára eigi að leggja til hliðar og geyma þar til síðar, þegar hægt verður að ráðast I nauðsynlegar fram- kvæmdir, sem kosta mikil fjár- framlög. Viðfangsefnin, sem þarf að leysa, eru mörg. Ný heimili þarf að reisa í sveitum og við sjó og auka ræktun landsins í stórum stil. Viða í sveitum vantar simalinur, raf- stöðvar, vegi og brýr. Nýjar verksmiðjur til fullkomnari hag- nýtingar á sjávarafurðum o. s. frv. Skólahús vantar 1 sveitum og kaupstöðum. Enn má nefna hafnarmannvirki og vitabygg- ingar. Mörg af þessum og fleiri verkefnum verða að biða fyrst um sinn, vegna dýrtíðar, erfið- leika við útvegun á efni til ný- bygginga og skorts á vinnuafli til framkvæmdanna. En verði það tækifæri, sem nú er til þess (Framh. á 4. siCu) komlega lýðræðislegan og þing- (Framh. á 4. siOu) Erlendar firéttir Styrjöldinni í Burma virðist nú senn lokið með fullum sigri Japana. Þeir hafa tekið tvær helztu borgirnar inn í landinu, Mandalay og Lashio, og er vafa samt hvort brezka hernum verður undankomu auðið. Jap- anar reyna að innikróa hann. Indverski krongressflokkur- inn, sem er langstærsti stjórn.- málaflokkur Indlands, hefir samþykkt, að Indverjar skuli ekki berjast með Bandamönn um gegn Japönum, ef til inn- rásar komi. Indverjar eigi ekki að veita Japönum nema óvirka andstöðu, þ/ e. að greiða ekki götu þeirra að neinu leyti og hafa enga samvinnu við þá. Hitler og Mussolini hafa ný- lega hitzt i Salzburg. Loftsókn Breta heldur áfram með fullum krafti, þegar veður leyfir. Telja þeir sig nota 1000 sprengjuflugvélar og 3000 or ustuflugvélar í loftsókninni Þrándheimur hefir orðið fyrir mörgum árásum og telja Bret- ar, að kafbátastöðin hafi eyði- lagst. Vélsmiðjur við París og Hamborg hafa einnig orðið fyr- ir hörðum árásum. Þjóðverjar segja, að margar sögulegar minjar hafl eyðilagst i seinustu loftárásum Breta. Hafa þeir því gert loftárásir á tvær fornfrægar borgir í Bret- landi, York og Bath. Á víðavangi JÓN Á AKRI TÍNIR MOSANN ÚR SKEGGINU. Við afgreiðslu gerðardóros- laganna í neðri deild greiddi Jón á Akri atkvæði gegn frum- varpinu. — Aðrir fulltrúar bænda á Alþingi greiddu at- kvæði með því, og hið sama gerði allur þorri þingmanpp., nema sósíalistar. Fulltrúi bændanna í A.-Húna- vatnssýslu hefir vakið á sér nokkra athygli með þessu smá- ræði, en annars er Jón yfir- lætislaus sem kunnugt er og ekki framhleypinn umfram það, sem vitsmunirnir og lundarlag gefa tilefni til. Nú hefir hann lýst yfir því fyrir hönd kjósenda sinna, að þeir vilji láta kapphlaupið milli kaupgjalds og vöruverðs halda áfram, svo að allir peningar og allir sjóðir í landinu verði verð- lausir. Svo sér vitanlega hver maður hér eftir, að Jón á Akri er ekki neinn bóndi með „mosa í skegg- inu“. Hann er forframaður í höfuðstaðnum, viðsýnn og stefnufastur stjórnmálamaður. Gott eiga A.-Húnvetningar að' eiga slikan fulltrúa á Alþingi. JÓN Á AKRI OG MOSASKEGGUR. Að vísu er Jón ekki alveg einn um andstöðuna gegn gerð- ardómslögunum. Við hlið hans stendur Sigurður Kristjánsson, hinn sami, er ritaði mosagrein- ina frægu hér um árið. Mun hann hafa starfað lengi að því að réita mosann úr skeggi Jóns, gott ef hann hefir ekki skipað honum að raka sig, til að vera alveg viss. Mosalaus skal Jón mæta fyrir kjósendum sínum í sumar. Líklega óskar hann ekki eftir atkvæðum óbreyttra bónda- manna hér eftir. ALÞÝÐUBLAÐIÐ HÆÐIST AÐ SIGURURJÓNI ÓLAFSSYNI. Sigurjón Ólafsson flutti á- varp í útvarpið 1. maí og er fátt um það að segja. í gær kvartar Alþbl. yfir því, að útvarpsráð hafi strykað nokkrar setningar út úr ræðu Sigurjóns og gefur í skyn, að ræðan hafi misst ein- hvers í við þetta. Prentar blað- ið siðan þessar úrfellingar. Kemur þá í ljós, að útvarpsráð hefir ekki gert annað en að fella burtu nokkrar endurtekn- ingar og firrur, svo að ræðan hefir orðið drjúgum frambæri- legri á eftir. Ein af firrum Sigurjóns var sú, að verkamenn væru svo kúgaðir hér á landi, að þeir mættu hvorki hræra legg né lið. Satt er það, að Sigurjón er ekki snar í snúningum, en fáa mun hafa grunað að þetta væri fyrir kúgun, sem hann yrði að þola þarna í Skipaútgerð ríkis- ins. Er hér með mælst til þess við forstjóra þessarar stofnunar, að hann ofþjaki ekki Sigurjóni með erfiði og lofi honum að rétta úr sér stöku sinnum. FIRRUR ALÞÝÐUBLAÐSINS. Alþýðublaðið heldur því fast fram, að gerðardómslögin séu brotin 1 kaupgreiðslum með þvi að greiða verkamönnum kaup fyrir eftirvinnu. Með þessu ætla þeir sér að sanna, að grunnkaupið sé of lágt. — Að svo miklu leyti, sem sam- keppni setuliðsins um vinnu- kraft kemur hér til greina, sjá allir, að blaðið fer með fullkom- in falsrök i þessu máli. Grunn- kaupið mundi ekki draga úr samkeppninni, þótt það væri hærra. Hins vegar mundi það stefna atvinnuvegum okkar og fram- leiðslu í ennþá meiri hættu og öngþveiti en nú er, auka verð- (Framh. A 4. síOuJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.