Tíminn - 12.05.1942, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.05.1942, Blaðsíða 2
1T8 TÍMINN, þrlðjadagiim 12. maí 1942 46. blað ‘gímtnn Þriðjudag 12. muí Híð raunverulega markmíð stjómar- skrárbreytíngar- innar Blöð Sjálfstæðismanna segja, að hin fyrirhugaða breyting á kosningaskipuninni muni ekki á neinn hátt draga úr áhrifum dreifbýlisins. Það eigi að hafa jafnmarga þingmenn og áður. Þessvegna geti það ekki verið andvígt þessari breytingu. Hér í blaðinu hefir verið sýnt fram á, að þetta eru fals- rök ein. Hin fyrirhugaða breyt- ing er aðeins áfangi að því marki, að gerbreyta allri kjör- dæmaskipuninni. Með henni á að tryggja bæjarflokkunum, að þeir geti komið fram gerbreyt- ingu á kjördæmaskipuninni, þegar þeim þóknast. Litlir minnihlutar í sex dreifbýlis- kjördæmum eiga að tryggja þeim valdið til að vinna það óhæfuverk. . „Hlutfallsþing- mennirnir“ sex eiga að draga lokur frá dyrum dreifbýlisins og leyfa ofbeldismönnum að fara ránshöndum um réttindi þess. Bæjarflokkarnir fengu þá reynslu í kosningunum 1931, að kjósendur dreifbýlisins halda vel saman, þegar vegið er beint að réttindum þeirra. Þess vegna er nú ekki reynt að taka allt skrefið í einu. Það á að beita dreifbýliskjósendur lævísi. Þeir eiga að halda, að þeir fái að halda öllu sínu, unz þeir vakna við vondan draum, þegar hlut- „fallsþingmennirnir“ sex fara að draga lokurnar frá dyrum þeirra. Þess vegna er hollt fyrir kjós- endur dreifbýlisins að gera sér tafarlaust ljóst, hvert er hið raunverulega markmið með stjórnarskrárbreytingunni nú. Hið raunverulega markmið er að afnema þá kjördæmaskipun, sem nú er, leggja öll einmenn- ingskjördæmin niður og hafa •hlutfallskosningar í fáum stór- um kjördæmum. Samkvæmt leynisamningi Sj álfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins fyrir þingrofið 1931, átti að skipta landinu í sex kjördæmi. Kjördæmin áttu að vera þessi: Reykjavík: 9 þingmenn. Vesturland (Borg.-, Mýra-, Snæfellsn.- og Dalasýslur): 3 þingmenn. Vestfirðir (Barðastr. og ísa- fjarðarsýslur, ísafj.): 4 þing- menn. Norðurland (Stranda-, Húna- vatns-, Skagafj.-, Eyjafj.-, S,- Þingeyjarsýslur og Akureyri): 8 þingmenn. Austurland (N.-Þing.-, Múla- og A.-Skaftafellssýslur og Seyð- isfjörður): 4 þingmenn. Suðurland (V.-Skaft.-, Rang- árv.-, Árnes-, Gullbr,- og Kjós- arsýslur, Vestm.eyjar og Hafn- arfjörður): 8 þingmenn. Það hefir margoft komið fram síðar, að forráðamenn Sjálf- stæðisfl. vilja breyta kjör- dæmaskipuninni á þessa leið. T. d. birti Sigurður Kristjánsson alþm. grein í Mbl. á síðastl. hausti, þar sem hann hélt því eindregið fram, að breyta bæri kjördæmaskipuninni á þessa leið. Samkv. tillögum hans átti Reykjavík að hafa 11 þingmenn. Með slíku fyrirkomulagi er algerlega svipt burtu þeirri réttarstöðu, sem dreifbýlinu ber að hafa. Hlutfallskosningarnar munu verða þess valdandi, að hinir fjölbyggðari staðir munu ráða vali þingmanna og aðal- lega verður keppt um fylgi kjós- enda þar. Dreifbýlið lendir á hakanum. Auk þess mun flokks valdið magnast um allan helm- ing, eins og reyndin alltaf verð- ur, þar sem hlutfallskosningar eru. Nægir í þeim efnum að benda á meirihluta bæjar- stjórnarinnar í Reykjavík. Sjálfstæðisfl. hefir ekki valið þangað hæfileikamenn sína, heldur miðlungsfólk. Ástæðan er sú, að flokksforingjarnir vilja hafa fulltrúana þæga og eftir- láta sér. Það er þetta, sem koma mun, Vertíðarlok á Suðurnesjum II Þlngmaðiii’Inn liefir alltaf gleymt því, að með litlum tilkostnaði má gera iimsiglinguna stór- um liættumiimi. Sandgerði er sú verstöð á Suðurnesjum, sem ber greinilegast svipmót hins forna verstöðvalífs. í stað gömlu sjóbúðanna eru að vísu komnar aðrar nýjar, en fyrirkomulagið innanhúss mun vera svipað og í gamla daga. í hverri sjóbúð eru rúm fyrir skipshöfnina auk manna þeirra, sem vinna við aflann í landi. Ein ráðs- kona er fyrir hvern bát og sumir hafa þjónustustúlku. Höfnin er hin sama og fyrir þúsund árum síðan, sjálf- gert lón, varið sæbörðum hraungranda. Bátarnir eru nálega það eina, sem breytzt hefir. í stað róðrabátanna eru komnir þilfarsbátar með háværum, aflmiklum vél- um, sem auka öryggið fyrir fiskimanninn. ^ýjn skattalögin Eftir Sknla Guðmimdsson, alþm. BlaSamaður frá Tímanum ferðaðist fyrir skömmu síðan um verstöðvarnar á Suðurnesj- um. Á því ferðalagi kom hann til Sandgerðis og .átti tal við ýmsa menn um vertíðina og annað, sem efst er á baugi með- al þorpsbúa. Vertíðin. í vetur reru 35 bátar frá Sand- gerði. Er það þremur bátum fleira en í fyrra. Meðalafli á bát mun vera nálægt 450 skip- pundum og meðalhásetahlutur 2500—3000 krónur. Flestir bát- arnir hafa róið milli 60 og 70 róðra. Til samanburðar má geta þess, að á vertíðinni í fyrravet- ur var meðalróðratala báta í Sandgerði 90—100 róðrar, með- alhásetahlutur um 6000 krón- ur og meðalafli á bát 750—800 skippund. Gæftir hafa verið mjög stop- ular í Sandgerði þessa vertíð, eins og á flestum öðrum ver- ef stjórnarskrárbreytingin fyr- irhugaða nær fram að ganga. Hlutverkið, sem „hlutfallsþing- mennirnir" sex eiga að vinna, er að koma á þessari gerbreyt- ingu á stjórnarkerfinu. Það er raunverulega um þessa. gerbreytingu á kjördæmaskip- uninni, sem kosið er nú. Það verða kjósendur dreifbýlisins að gera sér ljóst. í vor geta þeir stöðvað þessa breytingu, en ekki síðar. Ef dreifbýlið stendur ekki saman um rétt sinn í vor, muni „hlutfallsþingmennirnir“ sex — eða hlutfallsrindlarnir, eins og sumir kalla þá eftir Þorbirni fyrirrennara þeirra — veita bæjarflokkunum nægilegt bol- magn til að beita dreifbýlið öllum þeim órétti, sem þeim þóknast. Þ. Þ. stöðvum á landinu. Er vertíð- in því með rýrara móti að þessu sinni. Talið er vafasamt, hvort rekstur skipanna ber sig yfir- leitt. Auk stöðugra ógæfta hef- ir mannekia valdið útgerðar- mönnum talsverðum erfiðleik- um. Er þaðan sömu söguna að segja og annars staðar frá, að sjómenn hafa frekar kosið að vinna hjá setuliðunum en að vera aðgerðarlitlir í landi, þeg- ár sjósóknin hefir tafizt vegna storma og brima. Mestur hluti aflans er flutt- ur á biíreiðum til Keflavíkur og Hafnarfjarðar, en þar veita fisktökuskip honum móttöku. Það, sem ekki er selt í fisktöku- skipin, er ýmist flakað og fryst í frystihúsunum í Sand- gerði eða saltað. Nokkurt tjón varð á mönn- um og bátum frá Sandgerði þessa vertíð. Síðari hluta febrú- armánaðar strönduðu tveir bát- ar undir Hafnarbergi við Reykjanes. Annar náðist fljótt út lítið skemmdur. Hinn brotn- aði allmikið, en þó hefir verið gert við hann að mestu leyti aftur. Nokkru síðar hlekktist þriðja bátnum á. Fórust þar þrír menn, tveir hásetar og skipstjórinn. Höfnin. í Sandgerði hefir aldrei ver- ið útflutningshöfn. Hefir orðið að flytja allan frskinn þaðan annaðhvort til Keflavíkur eða til Hafnarfjarðar. Höfnin er frá náttúrunnar hendi mynduð af Bæjarskerseyri, sem er hár hraungrandi, er sveigist í hálf- hring frá landi. Innan við þenn- an hraungranda er fremur grunnt lón, sem um ómunatíð hefir verið bátalagi og aðal- höfnin í Sandgerði. Þetta lón er svo grunnt, að stærri bátar taka næstum niðri um fjöru þar inni. Árni Magnússon, bóndi áð Landakoti í Sandgerði, sem er gagnkunnugur höfninni, sagði tíðindamanni blaðsins, að gljúp- ur sandbotn væri í mestum hluta lónsins. Hins vegar væri botninn í sundinu, þar sem siglt er inn í lónið, hraunklöpp, sem ómögulegt væri að höggva neitt úr. Það er álit Árna og fleiri kunnugra manna í Sandgerði, að unnt sé að gera allsæmilega höfn þar, með því að dýpka lónið, 'þar sem sandbotninn er. Er ekki óhugsandi, að takast mætti að dýpka höfnina það mikið, * að lítil flutninga- skip kæmust þar inn, því að sundið inn á lónið er talið nógu djúpt til þess, þegar hátt er í sjó. En það eru fleiri umbætur nauðsynlegar á höfninni en að dýpka hana. í fyrsta lagi eru bryggjurnar aðeins tvær, og má heita, að þær standi á þurru landi um fjöru. Eru þrengslin svo mikil, þegar vel fiskast og bátarnir koma margir að í einu, að oft hljótast stórkostleg vand- ræði af. Auk þess, hve grunnt er við bryggjurnar, er þar mikið stórgrýti. Hendir það oft, þegar lágsjávað er, að bátarnir steyta á þessum steinum og brotna eða stórskemma stýrisútbúnað sinn. Fyrir skömmu missti einn bát- urinn stýrið langt úti í sjó. Þóttust skipverjar vissir um, að það hefði losnað frá, síðast þeg- ar báturinn var við bryggjuna. Getur slíkt hæglega valdið slys- um og tjóni, ef ekki er að gert. Það er því mjög nauðsynlegt, að sprengja það, sem unnt er af stórgrýtinu við bryggjurnar burtu. Nauðsynlegasta umbótin þarna er þó sú, að byggja a. m. k. eina bryggju í viðbót og lengja þær, sem fyrir eru, til að auka afgreiðslurúm bátanna. Fyrir nokkru síðan var sett- ur akkerisstrengur í höfnina. Er hann þannig útbúinn, að hann er látinn liggja með botn- inum og eru endar hans festir með voldugum akkerum. Við þennan streng eru tengdar lóð- réttar taugar, sem jafnframt eru festar við flotdufl á yfir- borði sjávarins. Síðan er bát- unum lagt við þau dufl. Kost- urinn við þessa akkerisstrengi er aðallega talinn sá, að þeir séu öruggari festar fyrir bát- ana í vondum veðrum, og þar að auki þurfi bátarnir miklu minna legupláss, ef þeir eru bundnir þannig, heldur en ef þeim er fest við laus akkeri. Slíkur útbúnaður er mikils varðandi fyrir höfnina í Sand- gerði, þar sem legurúm bátanna er fremur lítið, en bátarnir oft margir. Taldi Árni bóndi í (Framh. á 4. síðu) Skattafrumvörpin, sem áður hefir verið getið hér í blaðinu, voru afgreidd sem lög frá Al- þingi síðastliðinn laugardag. Engar verulegar breytingar voru gerðar á frumvörpunum í þinginu. Samkvæmt þessum nýju lögum er ekki heimilt að draga greiddan tekjuskatt og útsvar frá tekjunum við ákvörð- un skattskyldra tekna, og vegna þeirrar breytingar verða skatt- greiðslur til ríkissjóðs miljón- um króna hærri á þessu ári en þær hefðu orðið að óbreyttum lögum. Skattar af háum tekj- um eru nú þærri en nokkru sinni fyrr. Á aukaþinginu síðastliðið haust, lögðu Framsóknarmenn fram frumvarp um breytingar á skattalögunum,, sem fól í sér þá aðalbreytingu, er nú hefir verið gerð á lögunum, afnám skattafrádráttarins. Frumvarp- inu var þá heldur illa tekið af Sjálfstæðismönnum, og fékkst það ekki afgreitt á aukaþing- inu frekar en önnur mál. Við umræður um málið í það sinn var því haldið fram af Sjálf- stæðismönnum, að með ákvæð- um frumvarpsins væri rofinn samningur, sem stjórnarflokk- arnir hefðu gert á aðalþinginu 1941. Fjármálaráðherrann, Ja- kob Möller, hélt því þá fram, að um það hefði verið samið milli flokkanna, að skattar, greiddir árið 1941, ættu að dragast frá tekjum þess árs, áður en skattur væri á þær lagður. Kvaðst hann geta full- yrt, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki sætta sig við, að breyting yrði á því gerð. Fjár- málaráðherrann ræddi þó hóg- værlega um málið, en það sama var ekki hægt að segja um flokksbróður hans, Jón á Akri, sem fann hvöt hjá sér til að taka þátt í þeim umræðum. Hann var stórorður og brigsl- aði Framsóknarmönnum um svik í málinu. Viðskiptamálaráðherrann, Ey- steinn Jónsson, og fleiri, sem tóku þátt í undirbúningi skattalaganna á þinginu í fyrra, mótmæltu ákveðið þeim fullyrðingum Sjálfstæðismanna á aukaþinginu, að samið hefði verið um að skattafrádráttur- inn skyldi ekki afnuminn á næsta þingi. Var á það minnt í þessum umræðum, að Fram- sóknarmenn hefðu oft lýst því yfir, við undirbúning skatta- laganna í fyrra, að þeir myndu flytja tillögur um þessa brpyt- ingu á skattalögunum á hverju þingi, þar til hún fengist sam- þykkt. Og þegar þeirri spurn- ingu var beint til Sjálfstæðis- manna, hvenær slíkir samning- ar hefðu verið gerðir, varð þeim ógreitt um svör, sem von- legt var. Við samningana um skattamálin á aðalþinginu 1941, var ekkert um það rætt, hvorki af Sjálfstæðismönnum né öðr- um, að þau lög, sem þá voru sett, skyldu gilda óbreytt árið 1942. Með samþykkt skattalaganna á þessu þingi hafa Sjálfstæðis- menn tekið aftur framburð sinn á haustþinginu um samninga stjórnarflokkanna á þingi í fyrra, og ómerkt allt skraf Jóns Pálmasonar um svik Fram- sóknarmanna í því sambandi. Geta Framsóknarmenn vel un- að við þau málalok. Samkvæmt þessum nýju lög- um eru skattar af tekjum, sem eru umfram 100 þús. kr., hærri en þeir hafa nokkru sinni áður verið, og á tekjum, sem eru 200 þús. kr. og þar yfir, er hækkunin mjög veruleg. Skattar af lægri tekjum eru hins vegar nokkru léttari nú en þeir voru síðustu árin fyrir stríðið. En vel getur svo farið, að síðar verði óhjá- kvæmilegt að auka þá skatta i:okkuð, þegar viðskiptin drag- ast saman og stríðsgróðinn hverfur. Við afgreiðslu skattalaganna á þessu þingi, var Alþýðuflokk- urinn að leitast við að skapa sér sérstöðu í málinu, en gekk það heldur erfiðlega. Sá flokk- ur hefir reynt að koma beirri skoðun inn hjá almenningi, að hann vildi öðrum fremur leggja háa skatta á stríðsgróðann. Eft- ir þeim tillögum um skattamál- in, sem fulltrúi Alþýðuflokksins í milliþinganefnd í skatta- og tollmálum lagði fram fyrir ári síðan, hefðu skattgreiðslur stór- gróðafyrirtækjanna til ríkis- sjóðs þó orðið miklu lægri en þær verða samkvæmt þeim lög- um, er nú hafa verið samþykkt. Þingmenn ;Alþýðuflokksins fluttu heldur engar tillögur á þessu þingi um hækkun á skatt- stigunum í frumvörpum stjórn- arflokkanna. Þeir greiddu at- kvæði með frumvörpunum, og lýstu því þar með yfir, að þeir teldu þessi skattalög betri en þau, sem afgreidd voru á bing- inu í fyrra, en þá tók Alþýðu- flokkurinn þátt í undirbúningi skattalaganna með hinum stj órnarflokkunum. Framsóknarmenn hafa nú komið fram þeirri breytingu á skattalögunum, sem síðasta flokksþing samþykkti, að flokk- urinn skyldi beita sér fyrir. Án þeirrar breytingar var ekki mögulegt að ná hæfilegum sköttum af þeim mikla gróða, sem nú hefir borizt í hendur margra einstaklinga og félaga. En þrátt fyrir háa skatta, hafa útgerðarfélögin fengið tækifæri til þess að safna álitlegum vara- sjóðum til tryggingar rekstrin- um í framtíðinni og endurnýj- unar á framleiðslutækjum. Var þess þrýn þörf. Verði gróði þess- (Framh. á 4: siðu) William Bayles: Ejjan ^ræna-Eire Eire eða írland er oft nefnt „eyjan græna“, líkt og ís- land er nefnt „eyjan hvíta“. írland er enn í tölu hinna fáu hlutláusu og óhernumdu ríkja í Norðurálfu. Hin eru Sví- þjóð, Sviss, Spánn og Portúgal. í þessari grein segir nokkuð frá stjórnmálum í Irlandi og viðhorfi þjóðarinnar til ófriðarins. Höfundurinn er amerískur blaðamaður, sem dvalizt hef- ir í Norðurálfu síðan 1932 og kynnt sér stjórnmál og þjóðar- hagi í flestum lönduih álfunnar. Á svölum Greshams gistihúss- ins í Dublin sitja sjö írskir prestar og lesa morgunbænir sínar. Hópur brúðkaupsgesta flykkist út' um aðaldyrnar með ys og þys. Eftir götunni gengur fylking ungmenna með ískrandi hljóðpípusveit í fararbroddi og fána, sem á er letrað: Sértu írlendingur, — þá talaðu írsku. Áletrunin var á ensku. „Ósköp eru að sjá þetta,“ varð einum prestinum að orði og leit upp úr bænagerðinni. „Satt að segja, töluðum við meira írsku meðan það var bannað.“ — „Rétt segið þér, faðir,“ anzaði risavaxinn írlendingur. „Ef þessu heldur áfram, verðum við brátt ólæsir á tveimur tungumálum.“ Báðir hlógu. Yfir öllum þessum at- vikum hvíldi andvaralaus ró- semi, sem ég minnist að hafa einnig tekið eftir í Amsterdam, veturinn 1939—1940. Hakakrossinn og þríliti fas- istafáninn blakta ögrandi yfir sendiráðum Þýzkalands og Ítalíu í Dublin. Stuðningsblöð ríkisstjórnarinnar prenta stríðs- fréttir Möndulveldanna á und- an hinum brezku. írska útvarp- ið hefir frjálsar hendur til að gagnrýna Bretland en ekki Möndulveldin. Þýzkar kvik- myndir eru sýndar; „brezkar stríðsfréttir í myndum“, og jafnvel almennar fréttamyndir, eru útlægar. Samt sem áður eru 80 af hundraði íra hlynntir Bret- um og fögnuður yfir brezkum sigrum, t. d. þegar Bismark var sökkt, er háværari þar en í sjálfri Lundúnaborg. Forsætis- ráðherra írlands, Eamon de Valera, óskar Bretum sigurs, og allmargir þingmenn hafa látið opinberlega í ljós, að framtíð írlands sé undir sigri Breta komin. Um 150,000 írar eru í brezka hernum, og eins margir eða fleiri í brezkum verksmiðj- um. írar hafa látið lífið svo hundruð skiptir fyrir Bretland, en á þetta er ekki minnst í írsk- um blöðum. — Þannig er hlutleysj írlands í raun og veru varið. Þeir eru aðeins hlutlausir gagnvart einni þjóð — Þjóðverjum. Og hlut- leysi þeirra er sprottið af ótta. Dragist þeir inn í ófriðinn, bú- ast þeir við skyndilegri og grimmilegri árás af hendi Þjóð- verja. Til þess að kynda undir hinn hartnær sjúklega ótta við loft- árásir, hafa þýzkar flugvélar hreytt niður fáeinum sprengj- um. írar tóku þann kost, að beygja sig í auðmýkt fyrir því, sem ekki varð við spornað. Þetta er og skiljanlegt. írland á ekki eina einustu orustuflugvél af nýrri gerð né heldur loftvarn- arbyssu. Engin hergagnafram- leiðsla er i landinu. í hernum eru um 150,000 manns, sem æf- ir sig að prússneskri fyrirmynd. En til skamms tíma, er þeim bættust 20,000 riflar frá Amer- íku, höfðu þeir ekki einu sinni nógu margar byssur til æfing- anna. Ég átti tal við forsætisráðherr- ann. De Valera notar gleraugu úr fölrauðu gleri. — Skyldi það vera táknrænt? Hin hræðilegu örlög annarra smáþjóða, sem reynt hafa að kaupa sér frið við Hitler með hlutleysi, eins og írland, virðast ekki hafa feng- ið á hann. Hver er kominn til að segja, að þessar þjóðir hafi ekjii gert það, sem hyggilegast var, segir hann. Hefðu þær far- ið öðruvísi að, kynnu þær að vera enn verr farnar. Ekki get- ur írska ríkisstjórnin heldur farið að óskum írlendinga í Ameríku. Látum stórþjóðirnar heyja stríð, heldur de Valera áfram. Smáþjóðirnar verða að forðast að flækjast inn í það. Hann lætur ekki skelfast af því, að núverandi stjórnarstefna ír- lands gæti leitt til liðveizlu við Þýzkaland. Hann sér og skilur, að Bretar gætu tæplega frestað öllum varnaraðgerðum þar á er Þjóðverjar hefðu sett lið á land í írlandi. En geri Bretar innrás í írland einni einustu klukkustund á undan nazist- um, mundi írski herinn grípa til vopna. Valera lætur sér líka skiljast, að landið mundi lenda í höndum Hitlers, ef Bretar yrðu að víkja fyrir þýzkum og írskum her. Þetta telur hann mundi þó aðeins verða um stundarsakir, því að írlending- ar mundu þá snúa við blaðinu og reka Þjóðverja af höndum sér. — (írland er ef til vill síð- asta landið í heiminum, þar sem rosknir menn hafa séð, og skeggræða í fullri alvöru um álfa, er dansa í tunglsljósinu). Efnahagur írlands er í hang- andi hári. Erfiðast er með kol. Áður voru fluttar inn 2,500,000 smálestir árlega frá Englandi. Nú fæst ekkert teljandi, og heima fyrir eru aðeins brotnar um 120,000 smálestir. Þótt Dubl- in sé ekki myrkvuð, eru ljósin dauf sakir þess, að kol skortir til að knýja Ijósavélarnar. Járn- brautarsamgöngur hafa minnk- að um tvo þriðju, og stundum stranda lestirnár á miðri leið vegna kolaleysi's. Hveitiskortur er bagalegur, og írar hafa nú orðið að grípa til gamallar brauðgerðar úr sam- blönduðu heilhveiti, jarðeplum og byggi. írar hafa orðið að drepa mikið af hinum ágæta búpeningi sínum og senda skrokkana til Englands, af því að þeir verða að nota hafrana til manneldis. Te er af mjög skornum skammti, en það hefir öldum saman verið þjóðar- drykkur íra. Kaffi, tóbak, súkkulaði og sykur er líka vand-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.