Tíminn - 23.05.1942, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.05.1942, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, LindargötU 9 A. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 26. ár. Itcykjavík, laugardaglim 23. maí 1942 51. blað Nýir verzlunars amningar Sjálfstæðísflokkurínn reynir að fá „dauða flokkínnÉÉ til að selja sér kjósendur Seinustu dagana hafa forráðamenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins átt mjög annríkt. Nýir verzlunarsamn- ingar hafa verið á döfinni. í þetta sinn er nú gengið það lengra en í seinustu verzlunarsamningunum, að í stað þess að verzla með réttindi kjósendanna þá, er nú verið að verzla með kjósendurna sjálfa. Aðalefni hinna nýju verzlunarsamninga er það, að flokksmenn Alþýðuflokksins kjósi frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins í þeim kjördæmum, sem líklegt er að Fram- sóknarflokkurinn vinni af Sjálfstæðisflokknum. Er einkum rætt um Austur-Húnavatnssýslu, Akureyri, Vestur-Skafta- fellssýlu, Snæfellsnessýslu og Dalasýslu. Þá hefir það einnig komið til tals, að þessir flokkar hefðu kosningabandalag í tvímenningskjördæmunum, þann- ig, að hvor flokkurinn hefði ekki nema einn frambjóðanda og yrðu þeir kosnir saman. Beitast þeir Garðar Þorsteins- son og Erlendur Þorsteinsson einkum fyrir slíku samkomu- lagi. Verður fróðlegt að sjá, hvernig þessum nýjum verzlunar- samningum reiðir af og hvernig framkvæmd þeirra tekst, ef úr þeim verður. En ekki er það ótrúlegt, að kjósendum þessara flokka þyki nægilegt að verzlað sé með réttindi þeirra, þótt því sé ekki einnig bætt við, að verzla með þá sjálfa. Hvernig ætlar ríkisstjórnin að trvggja framleiðslunni vinnuafl? Fyrirspurn írá tveímur Framsóknarþingmönnum Tveir þingmenn Framsóknarflokksins, Skúli Guð- mundsson og Jörundur Brynjólfsson, hafa lagt fram í neðri deild fyrirspurn til ríkisstjórnarinnar um atvinnu- mál. Er fyrirspurnin svohljóðandi: „Hverjar ráðstafanir ætlar ríkisstjórnin að gera til að tryggja nægilegt vinnu- afl til nauðsynlegustu framleiðslu í landinu?" Fyrirspurninni fylgir hljóðandi rökstuðningur: svo- er hægt að fresta þar til síðar. Er það vafalaust hagkvæmt, . eigi síður fyrir verkamenn en Það er öllum kunnugt, að nu agra> ag eitthvað af þessum er víða vontun a verkafolki til framkvæmdum verði látið bíða Frumv.um íramkvæmdasjóð ríkísins orðið að lögum Framsóknarflokkurinn hefir komið fram mikilvægu stefnumáli sínu Frumvarp Framsóknarflokks- ins um framkvæmdasjóð rikis- ins, er nú orðið að lögum, þrátt fyrir harða mótspyrnu Jóns Pálmasonar og fleiri íhalds- manna. Þar sem hér er um að ræða eitt merkasta mál þings- ins., þykir rétt að birta lögin í heilu lagi: „Stofna skal sjóð, er heitir: Framkvæmdasjóður ríkisins. Hlutverk sjóðs þessa er að veita fé til nauðsynlegra framkvæmda í þarfir atvinnuveganna, að styrjöldinni lokinni, og skal þá fé sjóðsins sérstaklega varið til stofnunar nýrra framleiðslu- greina, svo sem framleiðslu til- búins áburðar og steinlíms, ræktunar og býlafjölgunar í sveitum landsins, byggingar verkamannabústaða, skipa- smíða, byggingar verksmiðju til herzlu síldarlýsis o. fl., sem nauðsynlegt er til að auka ,ör- yggi atvinulífsins og fullnægja þörfum land'smanna. Ríkissjóður skal greiða til Alþingi lýkur störíum í dag Alþingi mun sennilega verða slitið í dag. Stjórnarskrármálið var end- anlega samþykkt í efri deild í gær. Framsóknarmenn vildu ekki tefja fyrir málinu með málalengingum, þar sem það hefði aðeins lengt þinghaldið. Kemur þar m. a. fram munur- inn á vinnubrögðum Framsókn- arflokksins og annarra flokka, sem reyna að tefja fyrir málum með tilgangslausu málþófi. Önnur mál, sem núverandi ríkisstjórn vill koma fram, hafa einnig verið samþykkt. Þótt þingið sé búið að standa á fjórða mánuð, daga uppi fjöl- mörg merkileg mál og verður ekki öðru um kennt en hrein- um skussaskap þingmeirihlut- ans. framkvæmdasjóðs 8 miljónir króna af tekjuafgangi ríkisins árið 1941. Enn fremur skal greiða til sjóðsins % hluta þess tekjuafgangs, sem verða kann á ríkisreikningi árið 1942. Fé framkvæmdasjóðsins skal geymt í Landsbanka íslands. Fé framkvæmdasjóðs ríkisins má eingöngu verja til ákveð- inna verklegra framkvæmda, samkvæmt sérstökum ákvörð- unum Alþingis. Reikningur framkvæmda- sjóðsins skal endurskoðaður af yfirskoðunarmönnum ríkis- reikninganna og birtar með ríkisreikningi ár hvert. Lög þessi öðlast þegar gildi.“ Með lögum þesum hefir Framsóknarflokkurinn fengið því stefnumáli sínu framgengt, að verulegt fé verði geymt til hörðu áranna eftir stríðið og notað þá til að koma á gagn legum framkvæmdum og draga úr atvinnuleysinu. Lá Pétur Magnásson á liði sínu? Ólafur Thors spurði í út- varpsræðu sinni, og brýndi röddina, hvort Jón á Reynistað og Pétur Magnússon hefðu reynst eitthvað betur á þingi, þótt þeir hefðu verið Framsókn- armenn. „Eða dirfist kannske einhver, að bera á þá, að þeir hafi legið á liði sínu, er barizt var fyrir bændur landsins?" Tíminn lætur spurninguna fara til bænda austan fjalls. Þeir geta svarað. En víst er um það, að Pétur Magnússon lá ekki á liði sínu hér um árið, er hann tók þátt í „mjólkurverkfallinu“ fræga. — Hann mun þá hafa barizt fyrir bændur landsins með því að reyna að gera vörur þeirra óseljanlegar. — Hefði hann gert þetta, ef hann hefði verið í Framsóknarflokknum? framleiðslustarfa í landinu. Ráðningarstofa landbúnaðar- ins, sem nýlega var sett á stofn, hefir verið beðin að útvega margt fólk til sveitavinnu i sumar, en mikið vantar til, að hún hafi a. m. k. enn sem komið er getað útvegað það kaupafólk, sem um er beðið. Er því útlit fyrir, að margir bændur þurfi að skerða bústofn sinn á næsta hausti vegna fóðurskorts. Svipaða sögu er að segja af framleiðslustarfseminni í mörg- um verstöðvum. Bátum og skip- um verður ekki haldið út til fiskveiða, vegna þess að menn, sem áður hafa þar að unnið, hafa nú horfið að öðrum störf- um. Mörg iðnaðarfyrirtæki, sem framleiða nauðsynlegar vörur, vantar.einnig verkafólk. Frá því hefir verið skýrt, að samningar hafi tekizt um nokkra takmörkun á vinnu ís- lenzkra manna í þágu setuliðs- ins. Ætti það að bæta nokkuð úr verkafólksskortinum. En landsmenn sjálfir halda nú uppi og hafa ákveðið að ráðast í margskonar verklegar fram- kvæmdir, svo sem byggingar stórhýsa í Reykjavík, sem vel Leígan á Gutenberg Þingsályktunartillaga Hermanns Jónassonar Hermann Jónasson, fyrv. forsætisráðherra, lagði í gær fram í sameinuðu þingi svohljóðandi till. til þings- ályktunar: „Sameinað Alþingi ályktar að leggja fyrir' ríkisstjórnina að leigja ríkisprentsmiðjuna þar til síðar, þegar atvinnan hjá setulíðinu hverfur. Öllum ætti að vera ljóst, hvílík hætta þjóðinni er búin, ef aðal- atvinnuvegir hennar, landbún- aður, sjávarútvegur og iðnaður, dragast stórkostlega saman. Aðflutningar til landsins eru ó- tryggir nú, vegna styrjaldar- innar, og mikil hnignun land- búnaðarins gæti leitt til mat- vælaskorts í landinu. Fyrirsjá- anlegt er, að þjóðinni verður örðugt að mæta þeim erfiðleik- um, sem vafalaust gera vart við- sig eftir stríðið, ef stór hluti af bústofni landsmanna verður þá fallinn og smábátaútvegurinn í kaldakoli. Þegar núverandi hæstv. for sætisráðherra tilkynnti mynd- un hinnar nýju stjórnar, á Al- þingi fyrir nok,krum dögum, lét hann þess að engu getið, hvaða ráðstafanir stjórnin ætlaði að gera til þess að koma í veg fyrir hrun þeirra atvinnuvega, sem þjóðinni er lífsnauðsyn að halda uppi. Þingmönnum er því ókunnugt um fyrirætlanir stjórnarinnar á því máli, sem ó- hætt er að fullyrða, að nú sé einna þýðingarmest fyrir þjóð- félagið. Til þess að fá vitneskju um, á hvern hátt stjórnin og stuðningsflokkar hennar ætla að rækja skyldur sínar í því stóra máli, er fyrirspurn þessi fram borin. tilboði í bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dag- settu 10. maí 1942.“ í greinargerð tillögunnar eru rakin bréfaskipti þau, sem far- ið hafa á milli prentara annars vegar og fyrrverandi dómsmála- ráðherra hins vegar, og segir síðan: „Eins og af þessu má sjá, hef- ir þetta orðið að deiluatriði, sem taka mun langan tíma að fá skorið úr til fullnustu fyrir dómstólunum. Þykir mér því rétt, að Alþingi sjálft láti í ljós vilja sinn í þessu máli. Núverandi dómsmáláráðherra telur leigutilboðið ekki styðjast við lög og stríða gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar, þar sem fram sé tekið, að eigi megi selja fasteignir rikisins eða láta af hendi afnotarétt þeirra, nema með lögum. Hér verður ekki rakið ná- kvæmlega, hvernig þetta á- kvæði er til orðið, en það er lé- leg þýðing á ákvæði dönsku stjórnarskrárinnar. En hitt vita (Framh. á 4. síðu) Kiórað yfír svikio í sjáifstæðis- málinu fhald og' kratar vilja ekkf láta undirhúa Gutenberg starfsfólkinu, er vaildaða StÍÓrnarskrá við hana vinnur, samkvæmt Þingsályktunartillaga Fram- sóknarflokksins um skipun stjórnarskrárnefndar, sem tæki stjórnarskrána alla til vandlegr- ar athugunar og hefði nýja stjórnarskrá undirbúna í stríðs- lok, var til afgreiðslu í samein- uðu þingi í gær. Var tillagan felld, en í þess stað samþykkt, að kjósa fimm manna nefnd til að undirbúa tillögur um sjálf- stæðismálið fyrir næsta þing. Greiddu Framsóknarmenn at- kvæði gegn þeirri tillögu, því að hún var flutt sem frávísunar- tillaga við tillögu hans.. í nefnd þessa voru kosnir: Jónas Jónsson, Hermann Jón- asson, Bjarni Benediktsson, Gísli Sveinsson og Stefán Jóh. Stefánsson. Almennt er litið svo á, að Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn láti kjósa þessa nefnd til þess eins, að afsaka það, að sjálfstæðismálið er ekki afgreitt strax á þessu þingi. Engin réttlætanleg ástæða er Breiðíylking upp- lausnarinnar felldi vantraustið Finnur Jónsson orðinn fyrsti skópjónn Thorsaranna Atkvæðagreiðslan um van- trauststillögu Framsóknar- flokksins fór fram í sameinuðu þingi í gær. Seint í umræðunum, sem var útvarpað og ekki verða því rakt- ar hér, lagði þingmaður ísfirð- inga, Finnur Jónsson, fram svo- hljóðandi frávísunartillögu: „Þar sem tillaga þessi er fram komin í þeim tilgangi, að koma í veg fyrir að breytingar þær á stjórnarskránni, er liggja fyrir Alþingi, geti náð fullnað- arafgreiðslu, en fyrir liggur yf- irlýsing þingmeirihluta um fylgi við breytingarnár, telur Alþingi ástæðulaust, að láta at- kvæði ganga um tillöguna og tekur fyrir næsta mál á dag- skrá.“ Ólafur Thors hafði látið þá ósk í ljós, að honum þætti æski- legast að vantraustið yrði af- greitt með frávísun. Einhvern- tíma hefði það þótt ólíklegt, að Finnur Jónsson yrði fyrstur manna til að verða við óskum hans. En nú er orðið líkt með þeim og Heródesi og Pílatusi forðum, að fullar sættir hafa tekizt milli þeirra, og Ólafur á nú ekki dyggari þjón en Finn. Mátti líka vel heyra það á Finni í útvarpsumræðunum í fyrrakvöld, því að hann marg- lýsti þá yfir þeirri skoðun sinni, að flokkur Kveldúlfs væri miklu skárri en Framsóknarflokkur- inn og somvinnufélögin! Atkvæðagreiðslan fór þannig, að frávísunartillagan var sam- þykkt með 28:19 atkvæðum. Voru Framsóknarmenn allir á móti henni, en andstæðingar þeirra allir fylktu sér um hana. Vantrauststillagan var því felld, eins og við var búizt. Á- rangur hennar hefir samt orð- ið sá, að þjóðin hefir nú fengið að sjá þá kynlegu hjörð, sem myndar breiðfylkingu upplausn- arinnar. F amboðíReykjavík Tveir nýir flokkar þykjast ætla að taka þátt í þingkosn- ingum í Reykjavík í vor. Annar flokkurinn er Sigurð- ur Jónasson. Hann reyndi fyrst að verða „kandidat" í Suður- Þingeyjarsýslu fyrir breiðfylk- ingu upplausnarinnar, en það mistókst. Nú þykist hann ætla að reyna í Reykjavík. Hinn flokkurinn er vandafólk Þjóðólfs. Þykist það ætla að tefla fram Bjarna Bjarnasyni lögfræðingi. borð. Þessi nefndarskipun breið- ir ekki á neinn hátt yfir það, að Alþingi hefir brugðizt yfir- lýsingu sinni í fyrra með því að afgreiða nú stjórnarskrárbreyt- ingu, sem slær því föstu, að ís- land sé enn konungsríki og því til fyrirstöðu, fyrst stjórn-j danski konungurinn sé enn arskránni er breytt á annað I æðsti maður á íslandi. Á víðavangi SAMVINNUFYRIRTÆKI. Þegar verkföllin stóðu yfir í byrjun ársins, var á það bent hér í blaðinu, að ýmis iðnfyrir- tæki væru sérlega vel fallin til samvinnureksturs, og mundi það fyrirkomulag bezt fallið til að koma í veg fyrir kaupdeilur og vinnustöðvanir. Jafnaðarmenn og kommún- istar eru þessu yfirleitt and- vígir. Þeir þykjast þurfa ein- staka „atvinnurekendur" og „auðvald" til að skerpa vopnin á. Og ekki bætir það neitt úr skák, þótt ríkið eigi fyrirtækin. Oft verða fyrirtæki ríkisins fyr- ir mestum aðsúgi og afarkröf- um. — Þar skiptir ekki máli, þótt fyrirtækin tapi. Ríkissjóð- ur er ekki of góður til að greiða hallann, segja þeir vísu menn. Samvinnumenn eru þeirrar skoðunar, að það sé hverjum heilbrigðum manni hollt að geta átt sjálfur afköst vinnu sinnar, og hvorki meira eða minna. Þess vegna er.u þeir með hluta- ráðningu á báta og samvinnu- rekstri i verzlun, útgerð og ann- arri framleiðslu. Það leggur hverjum einstakl- ingi meiri skyldur á herðar, en veitir honum jafnframt fleiri leiðir til þroska. GUTENBERG OG ÍHALDIÐ. Mikil ósköp gengu nú á hér um árið, þegar Gutenberg varð eign ríkisins. Áður hafði prent- smiðjan verið í eigu einskonar sameignarfélags prentara. Þeir höfðu orðið fyrir óhöppum og neyddust til að selja, sárnauð- ugir. íhaldsblöðin ætluðu að ærast yfir því að ríkið „söls- aði“ undir sig fyrirtæki, sem einstaklingar ættu að eiga og reka fyrir sinn reikning. Nú ætlar íhaldið enn að tryll- ast út af því, að prentararnir og starfsmennirnir í Gutenberg hafa fengið tækifæri til að reyna hreinan samvinnurekst- ur á prentsmiðj unni um tiltek- ið árabil. Prentsmiðjan hverf- ur ekki úr eigu ríkisins, og rík- inu eru tryggð sömu’ afnot af henni, sem það hefir haft, og með sömu kjörum. Hinn nýi, „lögfróði" dóms- málaráðherra lýsir yfir því, að bað eigi ekki „stoð í lögum“ að leigja samvinnufélagi prentara prentsmiðjuna. En hvar mundi það standa í lögum, að ríkið sé skyldugt að reka prentsmiðjuna fyrir sinn reikning^ þótt það eigi hana? ÞÁTTUR JAFNAÐARMANNA. Jafnaðarmenn bera sér jafn- an í munn, að rikið eigi að siga og starfrækja öll atvinnu- tæki í landinu: iðnað, sjávarút- veg og landbúnað. Þeir vilja láta alla, sem starfa við þessi fyrir- t-æki, vera „launamenn" og kj ósendur Alþýðuflokksins, því að hann er „flokkur launa- stéttanna", eins og Alþýðublað- ið hafði að kjörorði fyrir bæjar- st j órnarkosningarnar. Því fjölmennári „launastétt" því meiri atkvæðavon fyrir Al- þýðuflokkinn, því auðveldara að setja ríkinu kjör og kosti og ná tangarhaldi á allri tilveru þjóð- arinnar og afkomu. Með þessu sjónarmiði er ekki óeðlilegt, að Alþýðuflokkurinn standi gegn því, að samstæður hópur starfandi manna fái að eiga sína afkomu undir eigin stjórnsemi og dugnaði. En sumir segja, að nokkurt fjölskyldusjónarmið komi og til greina í afstöðu Alþýðuflokks- ins, þótt ekki sé unnt að benda á réttmæta ástæðu til þess. Brynjólfur Bjarnason lýsti yfir því, fyrir hönd Kommún- istaflokksins á Alþingi, að Her- mann hefði unnið hið versta verk með því að leigja prentur- um prentsmiðjuna Gutenberg. Var slíks von úr þeirri átt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.