Tíminn - 20.06.1942, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.06.1942, Blaðsíða 4
260 TÍMHVA. laggardagiim 20. júní 1942 66. blað Tllkynning: Það hefir orðið að samkomulagi að Sænsk-ís- lenzka Verzlunarfélagið h.f. taki að sér umboð það, sem vér höfum haft fyrir „Ma^oniteíé á íslandi, frá 1. jan. 1942 að telja. Reykjavík, 1. júní ’42, pp. Mjólkurfél. Reykjavíkur Eyjólfur Jóhannsson. Samkvæmt ofanrituðu höfum vér tekið að oss einkaumboð fyrir $,Masonitcéé á íslandi. Vér munum því framvegis hafa vöru þessa fyrirliggjandi hér á staðnum, eftir því sem flutningar leyfa. Reykjavík, 1. júní ’42, pp. Sænsk-íslanzka Verzlunarfélagið h.f. Pétnr Ólafsson. tilt BÆNUW Bíndindismannadagurinn verður að þessu sinni í Reykjavík sunnudaginn 21. júní. Kl. 11 f. h. pré- dikar séra Sveinn Vikingur i Dóm- kirkjunni, en kl. 1 e. h. verður fundur settur í Iðnó. Þar verða flutt 15 mín- útna framsöguerindi af hálfu þeirra aðila, sem sækja fimdinn, en það eru: Stórstúka íslands, Kvenfélagasambánd íslands, í. S. í., U. M. F. í.. Bandalag íslenzkra skáta og S. B. S. Ferðafélag ísland efnir til tveggja skemmtiferða um næstu helgi. Farið verður í Þjórsár- dal og einnig verður gengið á Skarðs- heiði. Þjórsárdalsfarar leggja af stað kl. 4 í dag og aka í bifreiðum að Ás- ólfstöðum. Á sunnudagsmorgun verð- ur farið á bílum að Hjálparfossi og upp i Gjá. Þá verður gengið að Háa- fossi niður með Fossá að Stöng og fom- menjamar þar skoðaðar. Úr þessari för verður komið heiin á sunnudags- kvöld. Þeir, sem fara á Skarðsheiði, leggja af stað með e.s. Alden kl. 10 á sunnudagsmorguninn tii Akraness. Þaðan verður farið norður yfir Laxá og síðan gengið á Skarðsheiði og Heiðar- hornið (1053 m.). Farmiðar að þessari för verða seldir á Túngötu 5 á tim- anum 9—12 og 6—8 í dag. Fjórir ungir lyfjafræffingar á förum til Ameríku til fram- haldsnáms. Innan skamms mUnu 4 lyfjafræði- nemar fara til Pennsylvaniuháskólans í Philadelphia til framhaldsnáms í lyfjafræði. Lyfjafræðingar þessir em: Sigurður Magnússon (Sigurðssonar bankastjóra) Matthías Ingibergsson, Kjartan Jónsson og Sigurður Ólafsson. Prestastefnan sett í Reykjavík í fyrradag hófst prestastefna hér í bænum með guðsþjónustu í dómkirkjunni. í prestastefn- unni tóku þátt margir klerkar utan af landi. Hlýddu þeir á guðsþjónustuna hempuklæddir, Séra Friðrik A. Friðriksson, pró- fastur á Húsavík predikaði, en séra Garðar Þorsteinsson var fyrir altarinu. Guðsþjónustunni var útvarpað. Að athöfninni í dómkirkj- unni lokinni hófst synodus í kapellu háskólans. Biskupinn yf- ir fslandi, hr. Sigurgeir Sigurðs- son, flutti bæn og sálmar voru sungnir. Var þar næst gengið til fundar í kennslusal guð- fræðideildar. Setti biskup fund- inn og skipaði þá séra Friðrik A. Friðriksson og Jón Thorar- ensen fundarritara. Biskup á- varpaði klerkana og gat ýmissa kirkjulegra starfa, sem unnin voru á síðastlíðnu ári. Þessir prestar höfðu látið af embætti á árinu: sr. Vigfús Þórðarson, sr. Sveinn Víkingur, sem verður skrifstofustjóri biskups, og sr. Magnús Már Lár- usson, sem gerðist kennari á Akureyri. Þá skýrði biskup frá kirkju- byggingarmálum í Reykjavík óg utan Rvíkur, málum presta- stéttarinnar á Alþingi, starfi söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, störfum kirkjuráðs, lögum, sem kirkjuna varða, bókaútgáfu og blaða, Prestafélags- og deilda- fundum, starfi sálmabókar- nefndar, sem nú er mjög áleiðis Framboðsfundír Blaðið hefir frétt eftir góðum heimildum, að framboðsfundir í Gullbringu- og Kjósarsýslu verði sem hér segir: í Keflavík, sunnudaginn 21. júní kl. 8 síðdegis, í Höfnum, mánudaginn 22. júní kl. 2 e. h., í Grindavík mánudaginn 22. júní kl. 2 e. h., í Grindavík mánudaginn 22. júní kl. 8 síð- degis, á Vantsleysuströnd, þriðjudaginn 23. júní kl. 2 e. h., í Sandgerði, þriðjudaginn 23. júní kl. 8 síðdegis og í Gerðum, miðvikudaginn 24. júní kl. 8 síðdegis. „Rauða lfnan“ (Framh. af 2. síðu) sú, sem Þjóðverjar hafa veitt þeim þjóðum, sem þeir hafa brotið undir yfirráð sín? Nú hafa tveir af áhrifamönn- um Sjálfstæðisfl., Gísli Sveins- son og Pétur Ottesen, lýst yfir óbeit sinni á frumvarpinu, ekki með orðum, heldur með þögn. Munu nú ekki við kosningarnar ýmsir fyrrv.kjósendur Sjálfstæð- isfl. feta í fótspor þeirra? Ekki með því að sitja hjá við kosn- ingar, heldur með því að greiða Framsóknarflokknum atkvæði við kjörborðið. Sn. S. A að tryggfa bœjar- flokkuuum öll völd . . (Framh. af 1. síSu) menn standa þeim þó næst að skoðunum, og eigi þelr svo framvegis samstarf um stjórn- arfar við verkalýðsflokka lands- ins, verður aðstaðan óhjá- kvæmilega veikari til að stilla í hóf kröfum hinna róttækari flokka. Auk þess er Framsókn- arflokkurinn hinn eiginlegi bændaflokkur landsins. Er það jafnt viðurkennt af sjálfstæðis- blöðunum sem öðrum. Ættu því þeir, sem eru sannir landbúnað- arvinir, þótt þeir séu bundnir flokksböndum við Sjálfstæðis- flokkinn, að gæta þess, að á- hrifavald bændastéttarinnar á Alþingi minnkar í hlutfalli við fækkun þingmanna Framsókn- arflokksins. Það, sem I þessu efni virð- ist vera ávinningur fyrir and- stæðinga Framsóknarflokksins í sveitum landsins, verður öllum landbúnaðarmönnum og þjóð- félaginu yfirleitt til tjóns, þegar nánar er athugað. Gunnar í Grænumýrartungu. komið, vísita2;íuferð síðastliðið sumar o. fl. Eftir tillögu biskups var árn- aðarkveðja send norksu kirkj- unni. Ennfremur var kveðja send biskupsfrú Marie Helgason. VinniS ötullega fgrir Tímann. Erlendar fréttlr. (Framh. af 1. síðu) Utanríkisráffherra Bandaríkj - anna hefir nú upplýst, að kaf- bátar Þjóðverja og þá sennilega ítala hafi fengið bækistöðvar á Spáni og að þaðan sé þeim stór- um auðveldara en annars að reka hernað vestur um Atlants- haf og suður með ströndum Ameríku. Fer þá að verða skilj- anlegra en áður, hve kafbátum Þjóðverja hefir orðið vel ágengt í því að sökkva amerískum skipum svo órafjarri slnum heimastöðvum. Libya. Síðustu fregnir frá Li- byu herma, að Bretar hörfi nú með nokkurn hluta liðsins aust- ur til landamæra Egiptalands, en hinn hluti hers þeirra búist um í Tobruk, sem nú er um- kringd á ný frá landi. Churchill, forsætisráðherra Englands, er nýkominn til Washington til viðræðna við Roosevelt og herforingja hans. Var för hans haldið stranglega leyndri, þar til vestur var kom- ið. Munu þessir tveir forustu- menn stærstu lýðræðisþjóðanna ræða um gang styrjaldarinnár og það, hvernig haga skuli bar- áttunni við einræðisríkin, til þess að fullur sigur vinnist. Kosningaskrifstofa Framsóknarfl. í Eddn- húsiim hcfir síma 5099 og 2323. „Dettifoss“ Tilkynningar um vörur vest- ur og norffur, verffa aff _ koma fyrir hádegi á laugardag 20. þ. m. Sebastopol (Framh. af 1. siðu) inn var hrakinn frá s. 1. vetur, og þann veg suðaustur eftir járnbrautinni, norðan Kaukas- usfjalla, allt til Kaspiahafs og svo áfram til Baku. En þetta er óraleið, og þótt Sebastopol félli, sem enginn veit fyrir, þá hefir vörn Rússa reynzt svo sterk, að næsta er ólíklegt, að þessa leið alla kom- ist þýzki herinn fyrir næsta vetur. En eitt er víst. Sléttur Rúss- lands fljóta nú í blóði þess aragrúa hermanna beggja þess- ara stórvelda, að sagan þekkir engin dæmi slík, fyrr né siðar, þrátt fyrir það, að þarna hefir löngum frá því sögur hófust, verið barizt til valda og yfir- ráða, til falls eða sigurs, er markaði sögunni timabil og mannkyninu kjör og kosti um ár og aldir. 560 Victor Hugo: ar mér orðl. Þið eruð í dágóðu skapi eða hitt þó heldur. Ég verð að una við það að tala við sjálfan mig. Það er það, sem í harmleikjum nefnist eintal. Ja, hver djöfullinn! Ég held annars, að ég verði að tjá ykkur þau tíðindi, að ég hefi séð Lúðvík konung XI. og hefi lært þetta blótsyrði af honum. Já, hver djöfullinn annars! Það er svei mér lát- ið mikið í la Cité. Þetta er annars við- urstyggilegt afstyrmi þessi konungur. Hann er vafinn inn í loðfeld. Hann hef- ir ekki enn þá goldið mér brúðkaups- kvæðið mitt. En það er þó virðingar- vert, að hann skyldi ekki láta hengja mig í kvöld, því að það hefði komið mér illa. Hann er réttnefndur nirfill. Hann hefði átt að kynna sér hinar fjór- ar bækur Salvíu frá Köln, sem bera heitið Gegn nízku. Óneitanlega er konungurinn mjög þröngsýnn, enda þótt listamenn og snillingar eigi hlut að máli. Auk þessa er hann grimmur maður. Hann hremmir skatta fátæks fólks, eins og hreinn svampur sýgur í sig vatn. Hann er eins konar milti. Harmatölur vegna hinna erfiðu tíma verða einnig að kurr í garð þjóðhöfð- ingjanna. Konungurinn læzt vera mild- ur og guðhræddur. En gálgarnir braka undan þunga þeirra, sem hengdir hafa verið. Höggstokakrnir eru blóði driínir. Esmeralda 561 Höggstokkarnir eru blóði drifnir. Fangelsin stynja eins og kýldar vambir. Konungurinn meðtekur skattana með annarri hendi en henglr skattborgar- ana með hinni. Hann rænir hina riku og leggur nýjar byrðar á hina snauðu. Hann má teljast furðulegur þjóðhöfð- ingi. Mér gezt ekki að slíkum drottn- ara. En þér, herra minn? Svartklæddi maðurinn lét hið mál- óða skáld móðan mása og hélt áfram barningi sínum við straumþungann, sem skilur la Cité frá eyjunni, sem Frúarkirkjan stendur á og sem á vor- um dögum ber heitið Saint Louiseyjan. — Apropos! Herra minn trúr! varð Gringoire skyndilega að orði. Gafst þú vesaling þeim gætur, sem Kvasimodo var að bana í myndasafni konungsins, þegar við komum inn á kirkjutorgið, þar sem múgurinn hafði safnazt sam- an? Ég er nærsýnn og gat því ekki bor- ið kennsl á hann. Veiztu hver það var? Ókunni maðurinn svaraði Gringoire ekki einu orði. En skyndilega hætti hann róðrinum, og armar hans féllu sem máttvana niður. Höfuðið hneig að brjósti, og Esmeralda heyrði hann and- varpa þungan. Það fór titringur um líkama hennar, þvi að slíkt andvarp hafði hún heyrt fyrri. Bylgjurnar breyttu brátt stefnu báts- Sérleyiisíerðir Og bílaúthlutun (Framh. af 3. siðu) langa leið, og margur er orðinn rykfallinn eftir ferðina. En sá, sem bílinn hefir hlotið, er ef til vill farinn að gera hann út, sem kallað er, þ. e. búinn að fá sér á hann bílstjóra og búinn að koma honum í flutn- inga á möl og sandi i stórbygg- ingar í Reykjavík eða fyrir setu- liðin. Er sagt, að eigendur þess- ara útgerðarbíla hafi af þeim mjög álitlegar tekjur. Mætti þetta vera áminning til Mýramanna um að skipta ekki um þingmann nú við kosn- ingarnar, því að núverandi þingmaður mun á sínum tíma hafa verið með að setja þau lög, sem miða að því að bæta úr flutningaþörf sveitanna. Ætti frekar að vinna að endurbótum á þeim en að láta troða þau niður. Ferffamaffur. Kopar, aluminium og fleirl málmar keyptir 1 LANDSSMIÐJUNNI. ■>»»»««QAMLA --------r Hann vildl eignast eiginkonu (They Knew What They Wanted). Amerísk kvikmynd. CAROLE LOMBARD og CHARLES LAUGHTON Sýnd kl. 7 og 9. Börn fá ekki affgang. Framhaldssýning 3y2-6y2: Miljónamæringar í fangelsi Börn fá ekki affgang. -------KfJA BÍO.___ Ekkja afbrotamannsins (That Certain Woman) Tilkomumikil kvikmynd. Aðalhlutverkin leika: BETTE DAVIES, HENRY FONDA, ANITA LOUISE. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Reglnr I. Em hámarksverð á koruvörum, óbrenndu kaffi og sykri úti um land: Auk venjulegrar smásöluálagningar, mega verzlanlr úti 'um land leggja á kornvörur, óbrennt kaffi og sykur, fyrir innflutn- ingskostnaði, svo sem hér segir: 1. Á verzlunarstöðum, sem strandferðaskip ríkisins koma við á og leggjast að bryggju, kr. 15.00 á smálest. 2. Á þeim viðkomustöðum strandferðaskipa, þar sem ekki er bryggja, svo og Akranesi og Borgarnesi, kr. 25.00 á smálest. 3. Þegar vörurnar eru fluttar með bifreið, lengri leið en 15 km. frá heildsölustað: 40 aura á hverja smálest fyrir hvern km. sem varan er flutt. II. Á smjörlíki, kaffibæti, brenndn og möliiðu kaffi og grænsápn: Auk venjulegrar smásöluálagningar, er heimilt að leggja á þessar vörur fyrir umbúðakostnaði og flutningskostnaði, þegar þær eru seldar utan framleiðslustaðar og Hafnarfjarðar: 1. Fluttar með strandferðaskipum eða flóabátum: 20 aura á kg. 2. Fluttar með bifreiðum lengri leið en 15 km., 4 aura á hvert kg. vegna umbúðakostnaðar og auk þess 40 aura á hverja smá- lest fyrir hvern kílómeter, sem varan er flutt. Reykjavík, 19. júní 1942. Dómnefnd I kaupgjalds- og verðlagsmálnm. lilotið beztu og vönduðustu sápuna! - Notið SAVOJV de PARIS - Nokkrar stúlkur óskast á klæðskeravinnustofn vora. Þnrfa ekki að vera vanar. —— Upplýsingar á skrifstofunni, Skóla- vörðustíg 12. T1911IV IV er víðlesnasta auglýsingablaðiði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.