Tíminn - 23.06.1942, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.06.1942, Blaðsíða 4
268 TtMEVN, liriðjmlagiim 23. júní 1942 68. hlatS tR BÆNIJM 'V — —■ — ■ — Sænski sendiherrann og frú taka á móti gestum. X tilefni af sænsKu Jónsmessuhátíð inni Unidsommaren) taKa Cnargé d’Aífaires Joiiansson og irú á mou gestum þann 24. júni, nuili Kl. b,3u og ö ei ur nadegi, og eru öviar og vinn Svipjoöar sérstaklega vemomrur. íslandsmótið. I íyrrakvoid kepptu Fram og Vest- mannaeymgarrur. main sigraoi meö 2:u. Vestmannaeymgarnir naia þreytt knattlem viö oii JxeyKjaviKurieiogm. Topuóu þeir fyrrr K. it. meó 2:1, lyrir Vai meö 4:1, íyrir Fram meö 2:0, en unnu Víking meö 2:1. Aistaöa leiag- anna eitir stigum er þessi: Valur 4 stig, Fram 4 stig, K. K. 2 stig, Vest maunaeyingarnir 2 stig og ViKingur U sug. Vestmamiaeymgamir munu eKki taaa þatt i lieiri reiKjum, þar sem þeu' iiaia nú keppt vio oil leiógm i bænum. I gærkvoidi kepptu Vaiur og K. k., en le.Kiium var eKKi lokiö, þeg- ar biaóiö íor i prentun og er þvi ekki mmt aó skyra ira urslitum þess leiks. Slökkviliðið hefir fengið 10 nyjar dælur. Fyrir nokkiu fékk slökkviiiðið 10 nýjar dæiur. Kru þær aí nyrri gerð en dælur pær, sem siókkvistoóin henr hmgaö tú notað. Uæiurnar eru a tveimur hjólum og veröur biíreiö aö draga þær á brunastaöinn. Samræming á kjörum starlsmanna bæjarins. Biaöiö henr írett eítir góöum heim- ildum, að starismenn sioKkviliös- stoövarinnar haia ianö iram a þaö viö bæjarstjorn. að kjör þeirra yröu sam- ræmd kjorum annarra starismamia bæjarins, en af emnverjum astæöum haia þessir starísmenn Keykjavikur- bæjar oröiö út undan, þegar aöru. sem vinna hjá bænum, iengu styttan vimrutima og bætt kjör aö ymsu ieyti. M. a. loru brunaliðsmenmrnir iram a að solarnringnum veröi skipt niöur i þrjá átta stunda vaktir og aö þeir lái 48 stunda vmnuviku eins og flest- ir aörir, sem vinna að staðaldri hjá bænum. Hjónaefni. Þann 17. þ. m. opinberuðu trúiofun sína, tmgfrú Hulda Svanlaugs hjúkr- unarkona í Rvik og Vilmar Thorsten- sen Leilsgötu 6 Rvík. Bindindismannadagurinn. Bmdindismaníiadagminn var hald- inn hér í bænum s. 1. sunnudag. Hóist hann með guösþjónustu i dómkirkj- tmni kl. 11 árdegis. Séra Friðnk A. Friðriksson þjónaði íyrir altari en séra Sveinn Víkingur flutti prédikun. Kl. 1 e. h. hófst svo fundur í Iönó. Pétur Sigurösson flutti ávarp fyrir hönd framkvæmdanefndar dagsins, en framsöguerindi af hálfu félagasam- taka, er til fundarins efndu, fluttu þessir menn: Friðrik Á Brekkan, frá Stórstúku Islands, Ulfar Þórðarson, læknir, frá í. S. 1, Ragnhildur Péturs- dóttir, frá Kvenfélagasamb. íslands, Eirikur J. Eiríksson, frá U. M. F. í. og Helgi Sæmundsson, frá Sambandi bindindisfélaga í skólum. Síðan fóru fram frjáls ræðuhöld. Ýmsar tillögur voru samþykktar, og áhugi virtist ríkja fyrir aukinni samvinnu allra þeirra, sem að deginum stóðu. Að lokum var haldið kaffisamsæti í Iðnó um kvöldið. Nordahl Grieg las upp á vegum Norræna félagsins í hátíðarsal Háskólans í gærkvöldi. Á- góði af samkomu þessari rennur til Noregssöfnunarinnar. Stórstúkuþingið hói'st hór í Reykjavík í gær, með guðsþjónustu í dómkirkjunni. Prédik- aði Eiríkur Helgason, frá Bjarnarnesi. Vinnið ötullega tgrir Títnann. Sagan endurtekur sig (Framh. af 1. síðu) Skaftafells-, Rangárvalla-, Ár- ness-, Vestmannaeyja-, Gull- bringu- og Kjósarsýslur og Haínarfjörður. — Átta þing- menn. Sjötta kjördæmið: Reykjavík. — Níu þingmenn. Þannig átti að taka 5 þing- menn frá öðrum héruðum og bæta við Reykjavík. Frambjóöendur Sjálfstæðis- flokksins játuðu eða urðu að játa þessi áform hver um ann- an þveran á framboðsfundum um vorið. Pétur Magnússon lýsti yfir þvi á fundi i Borgarfirði og við- ar, að landinu ætti að skipta í nokkur stór kjördæmi með hlut- fallskosningu. Magnús Guðmundsson sagði á fundi á Ægisiðu, að þessi lausn hefði vakað fyrir flokknum, er hann studdi stjórnarskrárný- mælið um, að kjördæmaskipun- inni mætti breyta með einföld- um lögum. Ölafur Thors lýsti hinu sama yfir á fundi á Stórólfshvoli sama dag, og þó öllu ákveðnara, er Guðmundur bóndi á Stóra- Hofi beindi til hans fyrirspurn um þetta efni. Jón Þorláksson sagði i út- varpsumræðum 1. maí 1931, að flokkur hans vildi láta tölu at- kvæða ráða þingmannafjólda án þess þó að taka þingmenn af sveitunum og flytja til Reykja- víkur. En þetta tvennt gat vitanlega ekki samrýmzt. Sönnuðust þannig með öllum vitnum þau áform flokksins að flytja þungamiöju hins pólit- íska valds úr sveitunum til Reykjavíkur. Saga Sjálfstæðisflokksins end- urtekur sig nú að öllu ieyti nema. því, að nú reynir hann að villa á sér heimildir með ítrek- uðum staðhæfingum um um- hyggju sína fyrir áhrifum sveit- anna. En flokkurinn hefir aldrei tekið aftur eina einustu af fyrri yfirlýsingum sínum, sem ganga i þveröfuga átt. Hann verður því ekki aðeins grunaður um tvöfeldni og und- irferli í kjördæmamálinu: Hann er sannur að sök. Nýr flokkur (Framh. af 1. slðu) í sjötta lagi á að fjölga býlum og stofna nýbýli. Lítt hafa íhaldsmenn starfað að slíkum málum á þingi, og ekki hækkaði Jakob Möller framlagið til nýbýla í fyrsta fjárlagafrumvarpi sínu. Eða felldi hann það ekki alveg nið- ur? í sjöunda lagi eru svo talin í belg og biðu mál, sem íhalds- höfðingjarnir ætla að stuðla að, svo sem bættum húsakynnum í sveitum, bættum samgöngum, hagnýtingu rafmagns, land- þurrkun með hentugum vélum Skattskrá Reykjavíkur. Stríðsgróðaskattskrá. Elli- og örorkutryggingaskrá. N ámsbókagj aldskrá, og skrá um ábyrgðarmenn lííeyris- sjóðsgjalda liggja frammi á bæjarþingstofunni í hegningarhúsinu frá mánu- degi 22. júní til mánudags 6. júlí, að báðum dögum meðtöldum, kl. 10—20 daglega. Kærufrestur er til þess dags, er skrárnar liggja síðast frammi, og þurfa kærur að vera komnar til Skatt- stofu Reykjavíkur í Alþýðuhúsinu, eða í bréfakassa hennar í siðasta lagi kl. 24 mánudaginn þann 6. júli næstkomandi . Skattstjórinn í Reykjavík, Ðalldór Sigfiisson. og tilraunum í jarðrækt og bú- fjárrækt. í öllum þessum málum hefir Framsóknarflokkurinn forustu Hvergi sér þar spor eftir nýti- legt handtak íhaldsins, en víða hafa þeir þvælztfyrir og reynt að flækja málin eða spilla þeim. Bændasamtök íhaldsins er skringileg spegilmynd af heim- ilisháttum íhaldsins og vika- piltum þess, svo sem Jóns á Akri og slíkra fogla. Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu) eru líka svo vonlausir um, að þeim muni auðnast að vinna sigur í sveitum landsins, að þeir lúta því hlutskipti að reyna að fá „minnihlutaþingmenn" með atbeina kommúnista og jafn- aðarmanna. En bændur lands- ins munu svara hinni nýju her- ferð bæjaflokkanna eftir- minnilega 5. júlí. Þeir munu koma í veg fyrir að hinn raun- verulegi flokkur þeirra verði sviptur úrslitaáhrifum með breytingu á kosningalöggjöf landsins. Höfundur Reykjavík- urbréfa getur svo eftir kosn- ingaósigurinn „velt því fyrir sér“ hvor sé t. d. hæfilegri fulltrúi sveitanna Bjarni á Laugarvatni eða Gunnar Thor- oddsen. Lesendur! Vekjið athygli kunningja yð- ar áf að hverjum þeim manni, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- legt að lesa Tímann. Útbreiðið Tímann! 568 Victor Hugo: Esmeralda 569 þitt í hendi mér. Sál mín er hins vegar á þínu valdi. Hér erum við ein okkar liðs. Heyrðu mig! Ég verð að segja þér — — —. En minnstu ekki á þennan Föbus þinn. Meðan hann mælti þetta, gekk hann fram og aftur, eins og hann fengi eigi staðið kyrr sökum óróleika, og dró Es- meröldu með sér. — Já, minnstu ekki á hann! Sko, ef þú nefnir nafn hans, veit ég ekki, hvað ég muni gera, en það verður áreiðan- lega eitthvað hræðilegt. Er hann hafði þetta mælt, nam hann staðar að nýju. En orð hans báru þess vitríi, að geðshræring hans var enn hin sama. — Snúðu þér ekki svona undan! Hlustaðu á mig. Ég hefi alvarlegt mál við þig að ræða. En hlustaðu fyrst á frásögn mína um það, sem gerzt hefir. Ég sver þér, að það er ekki athlægis- vert. Hvað var ég að segja? Viltu end- urtaka það fyrir mig? Ó, nú man ég það! Þingið hefir látið boð út ganga um það, að þú verðir fengin böðlinum í hendur. — Ég hefi bjargað þér frá bráð- um bana. Ég hefi hrifið þig úr greipum ofsækjanda þinna. Gættu að þvi! Hann benti í áttina til la Cité, þar sem ofsækj endurnir virtust enn una iðju sinni. Háreystið færðist óðum nær. Turninn í varðhúsinu var uppljómaöur, og hinum megin fljótsins gat að líta hermenn á hlaupum með kyndla í hönd- um. — Þeir heyrðust hrópa: — Tatarastúlkan! Hvar er Tatara- stúlkan? Til gálgans, til gálgans með hana! — Þú getur svo sem séð, hvaða'hug þeir bera til þín. Ég hefi engu að þér skrökvað. Ég — ég elska þig! — Opn- aðu munn þinn, en mæltu ekki orð frá vörum, ef þú hyggst aö skýra mér frá þvi, að þú hatir mig. Ég hefi ákveðiö, að hlusta ekki á slíkt framar. Ég hefi bjargað þér úr mikilli hættu. Leyfðu mér að fullkomna verk mitt. Ég get frelsáð þig til fullnustu. Mér ættl að reynast það auðvelt. Þú þarft aðeins að gefa mér samþykki þitt, þá mun ég verða við öllum óskum þínum. Hann greip fram 1 fyrir sjálfum sér í ákafa sínum. — Nei, ég kem ekki máli mínu fram með þessu móti! Hann hljóp af stað og neyddi hana til þess að fylgjast með sér, því að hann sleppti aldrei taki sínu af henni. Hann stefndi í áttina til gálgans, benti á hann og hrópaði: — Þú skalt verða að velja milli min og gálgans! Hún sleit sig lausa og hné máttvana o M.s. ES JA austur um land í strandferð til Siglufjarðar eftir miðja vikuna. Vörumóttaka fyrir hádegi á þriðjudag á hafnir sunnan Fá- skrúðsfjarðar meðan rúm leyfir. Pantaðir farseðlar óskast sóttir á miðvikudag. Trúlofiutarhriiigar, Tækifærisgjafir, í góðu úrvali. Sent gegn póstkröfu. Guðm. Andrésson gullsmiður. Laugavegi 50. — Sími 3769. Hvítasunnumorgunn (Framh. af 3. slðu) stefna leiðir til glötunar. Ég óska þess, að „menningin" hafi aldrei þau áhrif á bændastétt- ina ,að viðhorf hennar breytist til verri vegar í þessum efnum, en þarna kemur konan með kaffið. — Jú, og ekki sé ég betur en að rjúkandi pönnu- kökur séu með því. Skrifstofa Framsóknarflokksins er á Lindargötu 9 A Framsóknarmenn utan al landl, sem koma tll Reykja- vikur, ættu alltaf að koma á skrifstofuna, þegar þeir geta komið því við. Það er nauðsynlegt fyrlr flokks- starfsemlna, og skrlfstof- unnl er mjög mlkils vlrðl að hafa samband vlð sem flesta flokksmenn utan af landi. Skrifið eða símið til Tímans og tilkynnið honum nýja áskrif- endur. Sími 2323. Auglýsið í Tímanum! ----OAMLA BÍÓ---- »SUNNY« Amerísk söngmynd með ANNA NEAGLE, JOHN CARROLL, Sýnd kl, 7 og 9. Framhaldssýning 3 V2-6 y2: EDW. EVERETT HORTON DÝRLIN GURINN ENN Á FERÐINNI! Leynilögreglumynd með Hugh Sinclair. Börn fá ekki aðgang. ----NÝJA Bíö --—-—--7 Ekkja afbrotamanusins (That Certain Woman) Tilkomumikil kvikmynd. Aðalhlutverkin leika: BETTE DAVIES, HENRY FONDA, ANITA LOUISE. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Skrá yfir aðaiuiðurjöfnun útsvara í Reykjavík fyrir árið 1942 liggur frammi almenningi til sýnis í skrif- stofu borgarstjóra, Austurstræti 16, frá 22. júní til 6. júls næstkomandi, kl. 10—12 og 13—17 (bó ckki þriðju- daginn 23. júni og á laugardögum að- eins kl. 10—12). Kærur yfir útsvörum skulu komn- ar til niðurjöfnunarnefndar, þ. e. í bréfakassa Skattstofunnar í Alþýðu- húsinu við Hverfisgötu, áður en lið- inn er sá frestur, er niðurjöfnunar- skráin liggur frammi, eða fyrir kl. 24 mánudaginn 6. júlí næstkomandi. Þenna tíma verður formaður nið- ur jöfnunarnefndar til viðtals í Skatt- stofunni virka daga aðra cn laugar- daga, kl. 17—19. Borgarstjórinn í Reykjavík, 22. júní 1942. Bjarni Benediktsson. Heglur I. lin hámarksverð á kornvörum, óbrenndu kaffi og sykri úti um land: Auk venjulegrar smásöluálagningar, mega verzlanir úti um land leggja á kornvörur, óbrennt kaffi og sykur, fyrir flutnings- kostnaði, svo sem hér segir: 1. Á verzlunarstöðum, sem strandferðaskip ríkisins koma við á og leggjast að bryggju, kr. 15.00 á smálest. 2. Á þeim viðkomustöðum strandferðaskipa, þar sem ekki er bryggja, svo og á Akranesi og Borgarnesi, kr. 25.00 á smálest. 3. Þegar vörurnar eru fluttar með bifreið, lengri leið en 15 km. frá heildsölustað: 40 aura á hverja smálest fyrir hvern km. sem varan er flutt. II. Á smjörlíki, kaffibæti, brenndu og möluðu kaffi og grænsápu: Auk venjulegrar smásöluálagningar, er heimilt að leggja á þessar vörur fyrir umbúðakostnaði og flutningskostnaði, þegar þær eru seldar utan framleiðslustaðar og Hafnarfjarðar: 1. Fluttar með strandferðaskipum eða flóabátum: 20 aura á kg. 2. Fluttar með bifreiðum lengri leið en 15 km., 4 aura á hvert kg. vegna umbúðakostnaðar og auk þess 40 aura á hverja smá- lest fyrir hvern kílómeter, sem varan er flutt. Reykjavík, 19. júní 1942. , Dómnefnd í kaupgjalds- og verðlagsmálmn. Kaupendur Tímans Nokkrir menn í ýmsum hreppum landsins eiga ennþá eítir að greiða Tímann frá síðastliðnu ári, 1941. Það er fastlega skorað á þessa menn, að sýna skilsemi slna sem fyrst með því að greiða blaðið annaðhvort beint til afgreiðsl- unnar í Reykjavík eða til næsta umboðsmanns Tímans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.